Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ 2003 MENNING 77 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Syngur á listahátíð Slóveníu - en fyrst heima SÖNGUR; Skálholtskórinn hefur þegið boð um að syngja á listahá- tíð Slóveníu í byrjun ágústmánað- ar. (för með honum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir sem syngur ein- söng, hornleikur verður í höndum eiginmanns hennar, Þorkels Jóels- sonar, og á trompet leika dætur þeirra tvær, Vigdís og Salóme, ásamt Jóhanni Stefánssyni. Stjórn- andi Skálholtskórs er Hilmar Örn Agnarsson og organisti Kári Þorm- ar. Áður en til þessa kemur, eða um næstu helgi, býður Skálholts- staður til hátíðar í tilefni 40 ára af- mælis kirkjunnar. Á tónleikum á laugardagskvöld, kl. 20.30, flytur Skálholtskórinn þar fjölbreytta tónlist af kirkjulegum toga. Má þar nefna verk eftir Hándel, Fauré, Bach, Mendelssohn og fleiri stór- menni tónbókmentanna. Ein- söngvari er Sigrún Hjálmtýsdóttir og undirleikarar þeir sömu og fara með til Slóveníu og getið er að ofan. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og allir velkomnir. Á sunnudaginn hefst hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju kl. 14 í tilefni kirkjuafmælisins. Þar syngur Skál- holtskór m.a. tónlist sem flutt var við vígslu kirkjunnar 1963. gun@dv.is Myndir eða myndverk MYND: Ragnar Axelsson - bóndi á suðurströnd Islands 1996. Ljósmyndin sem tæki til skoðunar og skrán- ingar á mannlffi og tilfinningum hefur lengi átt erfitt uppdráttar hér á landi. Um áratuga skeið fór hún hallloka fyrir myndlistinni, síðan varð hún undir í þeirri bylgju náttúruljósmynda sem reið yfir landsmenn með stórstígum framför- um í Ijósmyndunartækni og litprentun. Á allra síðustu árum hefur íslensk mannlífsljósmynd- un verið að rétta eilítið úr kútnum; til marks um það eru nokkrar sýningar sem haldnar hafa verið á verkum ungra ljósmyndara f Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Til að fylla upp í þessa ófullkomnu mynd af ljósmynduninni í iandinu, einkum og sérílagi út á við, hafa menn stundum brugðið á það ráð að innlima myndlistarverk, gerð með ljós- myndum, í íslenska ljósmyndasögu. Sjálfur hef ég staðið sjálfan mig að því að bregða upp myndum af ljósmyndaverkum Sigurðar Guð- mundssonar á alþjóðlegu málþingi um nú- tímaljósmyndun til að sýna fram á fjölbreytni íslenskrar ijósmyndunar. Ég hef hins vegar gert það með því fororði að listamaðurinn sjálfúr telji sig ekki til ljósmyndara og vilji ekki sýna verk sín á ljósmyndasýningum. Ég veit ekki hvort um er að kenna einhvers konar póstmódemískum mglingi eða tísku- hugmyndum um síaukinn sammna sjónmiðl- anna, en það gerist nú æ algengara hér á landi að steypt sé saman alls konar ljósmyndum, klassískum augnabliksmyndum, auglýsinga- ljósmyndum, yfirveguðum landslagsljósmynd- um og myndverkum í formi ljósmynda, öllu í nafni „fjölbreytninnar". Afgerandi augnablik Gott dæmi er sýning sem nefndist „íslensk ljósmyndun - yfirlitssýning" og var send til Rússlands árið 2002, en kjarni þeirrar sýningar hefur nú verið settur upp á Kjarvalsstöðum undir nafninu „Nýir tímar í íslenskri sam- tímaljósmyndurí'. Hér verður áherslan á meinta „fjölbreytni" til að afmá þau skil sem klárlega eru fyrir hendi innan ljósmyndageirans. Glannalega „flottar" auglýsingaljósmyndir Ara Magg, Snorrabræðra eða Særúnar Stefánsdóttur eru látnar kallast á við tregablandna ljóðrænuna í myndum Orra Jónssonar, sem rekast síðan á myndlistarleg markmiðin í verkum Hrafnkels Sigurðssonar, og svo framvegis. Auglýsingaljósmyndirnar eru sosum nógu ágengar, en það eru myndlistar- legu markmiðin sem fara verst út úr þessu samkrulli. Ég veit að menn eru alls ekki á einu máli um greinarmuninn á „venjulegri" ljósmyndun og ljósmyndaverki. Til dæmis er meira en öld síð- an Aifreð Stieglitz lét í veðri vaka að aðferða- fræði - þ.e. listræn afstaða ljósmyndarans, væri miklum mun mikilvægari en inntakið í mynd- um hans. Samt er fyllilega raunhæft og raunar nauðsynlegt, í það minnsta þegar íslensk ljós- myndun er annars vegar, að skilja á milli áhangenda hins „afgerandi augnabliks", svo notuð sé fræg formúla Cartier-Bressons, og þeirra sem beita fyrir sig ljósmyndum í mynd- listarlegu augnamiði. Til dæmis eru þeir Guð- mundur Ingólfsson, Orri Jónsson, Páll Stefáns- son, Ragnar Axelsson, Sigurgeir Sigurjónsson og Spessi í fyrmefnda flokknum. Þeirra mark- mið er að skrá umhverfi sitt á þeim augnablik- um sem það gefur mest af sér, tilfinningalega, sögulega, fagurfræðilega. Merking ljósmynda þeirra liggur fyrst og fremst í því sem við sjáum. Ljósmyndir af hinu ósýnilega I höndum myndlistarmannanna á sýning- unni er ljósmyndun einungis einn af mörgum miðlum sem notaðir em til listrænnar tjáning- ar. Þar er hún vissulega notuð til skrásetninga, en oftar á hugsana- eða vinnuferli (Ólafur Elí- asson, Birgir Andrésson) eða listrænni hug- myndafræði (Gjörningaklúbburinn) heldur en atburðum/hlutum í tíma og rúmi. Hún er einnig notuð til að grafa undan eigin áreiðan- leika og heimildargildi (Guðmundur Oddur), eða þá að hún birtist sem hlutgerving óskil- greinanlegra tilfinninga (Haraldur Jónsson, Hreinn Friðfinnsson). Hún er notuð til svið- setningar heimspekilegra viðhorfa (Sigurður Guðmundsson), nýrra viðhorfa til náttúmnnar (Hrafnkell Sigurðsson), sem vettvangur heima- tilbúinna ævintýra (Ólöf Nordal), jafnvel til sköpunar óreglulegra þrívíddarverka (Tumi Magnússon). I flestum þessara tilfella er ljós- myndin sjálf gegnsær miðill; vísar út fyrir sig, til einhvers sem við sjáum ekJd. I breiðasta skilningi er ljósmyndin því mun meira en endurspeglun á margbreytileika sam- tímans heldur ber hún með sér margra alda gömul sjónræn og listræn viðhorf sem vert er að brjóta til mergjar. Það fer því að verða brýnt að setja upp sérstaka sýningu á ljósmyndavirkj- un íslenskra myndlistarmanna í tímans rás. iákallaður © TÓNLISTARGAGNRÝNI JónasSen Oliver Kentish er eitt af staðartónskáld- um Skálholtshátíðarinnar f sumar og sl. laugardag vom fmmfluttar í kirkjunni nokkrar trúartónsmíðar eftir hann. Flytj- endur vom Sönghópurinn Hljómeyki undir stjóm Bemharðs Wilkinsonar og fyrsta verkið á dagslcránni var Beatus vir, hljóðlát bæn sem Oliver hefúr tónsett einstaklega fallega. Tónmálið er hefðbundið og að- gengiiegt, framvindan blátt áfram og eðlileg og hvergi nein ódýr trix til að skapa áhrif. Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að Bemharður hefur gefið sér góðan tfma til að móta túlkunina. Óhætt er að spá því að þessi hugljúfi sálmur eigi eftir að hljóma í íslenskum ldrkjum með reglu- legu millibili um ókomna tíð. Næst á dagskrá var önnur bæn, Pater peccavi, en þar er stemningin myrkari: „Faðir, ég hef syndgað gegn himnum ... Miskunna mér Guð." Angistin sem kemur fram í textanum endurspeglaðist í tónlist- inni í ómstríðum hljómum en þrátt fyrir það var tónmálið hófstillt og íhugult og út- koman hrífandi. í Veni Sancte Spiritus, þar sem Heilagur andi er ákallaður, skaut sterk hrynjandi upp kollinum, tónlistin varð margbrotnari en á sama tíma sköpuðu hnitmiðaðar endur- tekningar markvissa sú'gandi, þar til hið blessaða ljós, Lux beatissima, skein niður í formi einsöngsraddar Hildigunnar Rúnars- dóttur. Það var svo magnað að maður gjör- samlega gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði tónleikanna. Bróðir Hildigunnar, Ólafur Einar tenór, átti næsta ieik og flutti hann, einn og óstuddur, Davíðssálm nr. 23, Drottinn er minn hirðir. Þessi tónsmíð Olivers er eitt stórt resitatíf eða söngles, án nokkurs und- irleiks eða kórsöngs sem verður að teljast fremur óvanalegt en kom vel út, laglínurnar áheyrilegar og söngur Ólafs hinn glæsileg- asti. Davíðssálmur nr. 133 var öðruvísi, hann var sunginn á hebresku og hefst á þessum orðum: „Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman ..." Aðeins karlmenn úr Hljómeyki sungu og röðuðu þeir sér í tvær fylkingar, með slagverk á milli. Frank Aamink spilaði á það og var þetta ágæt skemmtun, tónlistin karlrembu- leg og hápunkturinn í lokin flottur. Einn Davíðssálmur í viðbót var frumflutt- ur á tónleikunum, nr. 117. Þar heyrði mað- ur hástemmdan tenóreinsöng Egils Áma Pálssonar og minnti útkoman örlítið á Nunc dimittis úr Vespers eftir Rachmanin- OLIVER KENTISH: Hér er því spáö að sálmurinn hans, Beatus vir, sem frumfluttur var f Skálholti um síðustu helgi, eigi eftir að hljóma í íslenskum kirkjum með reglulegu millibill um ókomna tíð. off en það er að mínu mati eitt kynngi- magnaðasta kórverk tónbókmenntanna. Síðasta tónverkið sem frumflutt var á tónleikunum bar nafnið Einn og var við ljóð Jóns Helgasonar. Það var sömuleiðis ákaf- lega ljúft áheymar. Rúsínan f pylsuendanum var Jubilate Deo sem ég hef áður fjallað um, en þar er mikið klukknaspil auk glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.