Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚÚ2003 SKOÐUN 19 Snögg umskipti í lífí annars auðugasta manns Kína og eins efnaðasta furmkvöðuls veraldar: Orkídeukóngurinn í 18 ára fangelsi Hollenska þorpið Fyrirtæki hans átti gróðurhús í átta héruðum þegar það var skráð í kauphöllinni í Hong Kong 2001 oghét þáEuro-Asia. Þávoru fjárfestar um allan heim gráðugir í að leggja fé í nýstofnuð fyrirtæki íKfna. Þeir tóku hins vegar lítið eftir því að „orkídeukóngurinri', sem svo var kallaður, lagði einnig fé í STÓRSVINDLARI: Jang Bin fæddist í Kína en flúði til Hollands í námsmannauppreisninni 1989 og varð ríkisborgari þar. Hann flutti afturtil Kfna og svindlaði þar og mútaði og að síðustu gerðist hann goskarl hjá Kim Jong-il í Norður-Kóreu. Þá var yfirvöldunum í Rauða-Kína nóg boðið. HEIMSLJÓS Oddur Ólafsson oddur§dv.is Á síðasta ári var Jang Bin á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsbyggðarinnar og var hann þá talinn annar auðug- asti maður Kína og 30. í röð ríkustu og efnilegustu frum- kvöðla í veröldinni. Nú situr hann í fangelsi og mun dúsa þar næstu 18 árin, dæmdur fyrir fjársvik og mútur. Yang Bin fæddist 1963 í Nanjong, höfuðborg Jiangsu- héraðs. Hann er af fátæku for- eldri, varð snemma munaðarlaus og ólst upp hjá ömmu sinni sem einnig var snauð. Strákur var duglegur og námfús og fékk leyfi til framhaldsnáms erlendis. Hann kom til Hollands í lok ní- unda áratugarins og var meðal þeirra sem studdu námsmanna- uppreisnina 1989 sem endaði með fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Upplýsingar um efna- haginn voru meira og minna falsaðar og lítið að marka það sem kauphöllin hélt að fjárfestum um fyr- irtækið og framtíðar- horfur þess. Hann komst til Hollands og var tekið vel á móti honum sem flótta- manni sem sloppið hafði frá of- sóknunum á hendur námsmönn- um í heimalandinu. Hann hélt áfram námi og fékk fljótlega hol- lenskan ríkisborgararétt. Þegar hann sneri aftur til Kína 1994 tók Jang Bin upp vinsamleg samskiptí við kommúnistastjómina. Það auðveldaði honum að koma á fót garðyrkjustöðvum þar sem rækt- aðar vom orkídeur, en Kínverjar vom þá farnir að efnast og læra að meta lúxuslíf og meðfylgjandi peningaeyðslu. annað fyrirtæki og voru það væg- ast sagt áhættusamar fjárfestingar. Hann keypti land í Shenyang-hér- aði fyrir stórfé og hóf uppbyggingu íbúðahverfis og skemmtigarðs sem áttí að heita Hollenska þorp- ið. í héraði þar sem miJcið atvinnu- leysi var viðvarandi kostaði dags- aðgangur að þorpinu vikulaun meðaltekjufólks. Þetta átti að greiða fyrir þann munað sem hann gat leyft sér, að spásséra innan um hollensk hús með fram brúuðum síkjum og glápa á hollenskar vind- myllur og túlípanaakra. Forbes áætlaði um þetta leyti að auður Yang Bins væri um 900 milljónir dollara og hollenski skemmtigarðurinn var metinn á annað eins. Byggt á sandi Brátt kom hins vegar í ljós að fyr- irtækið Euro-Asia Agricultural Holdings var byggt á sandi. Upp- lýsingar um efnahaginn voru meira og minna falsaðar og lítíð að marka það sem kauphöllin hélt að fjárfestum um fyrirtækið, framtíð- arhorfur þess og næstauðugasta manns Kína. í apríl 2002 var orðrómurinn um hrun fjármálaveldisins orðinn svo sterkur að minniháttar hlut- hafar í fyrirtækinu og lánardrottn- ar kröfðust þess að Jang Bin yrði vikið úr forstjórastóli. Stjórnvöld í Kína fóru líka að at- huga skattframtöl og hvernig fyr- irtækið komst yfir land sem ætlað var til ræktunar og búvörufram- leiðslu. Til Norður-Kóreu Um það leyti breyttust þjóðsög- urnar um athafnamanninn og frumkvöðulinn skyndilega. í lok september sl. var hann kominn til höfuðborgar Norður-Kóreu, Pyongyang, og var þar orðinn æðsti stjórnandi efnahagslegs frí- svæðis. Hann var kominn í náðar- faðm norður-kóreska einræðis- herrans Kim Jong-il og greiddi fyr- ir það með noklcrum gróðurhús- um. Kínverska stjórnin fylgdist vel með Yang Bin og athöfnum hans og var lítíð hrifin af samningi hans við einræðisherrann í Pyongyang. Þegar hann kom frá Norður-Kóreu síðla árs var hann handtekinn. í nóvemberlok var hann ákærður fyrir svik, samningsrof, mútutíl- raunir og ólöglegt eignarhald á bú- jörðum. Nú hefur dómur verið upp kveðinn og 18 ára fangelsisvist bíður undrabarnsins sem studdi námsmannauppreisnina á sín- um tíma og varð flóttamaður og síðar einn umsvifamesti athafna- maður í Kína. Hvað segir Ingibjörg? „Ég get því ekki orða bundist yfir frammistöðu flokksforyst- unnar í þessu hermáli. Allt í einu þykir fráleitt að hafna risavopn- um og erlendri herstöð á friðar- tímum. Það vekur líka athygli að Ingibjörg Sólrún hefur látið lítið Efyrir sér fara í þessu máli og for- vitnilegt væri að heyra hennar £ !D Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. afstöðu. Allavega hefur fram- ganga forystunnar orðið til þess að margir kjósendur Samfylking- arinnar hafa orðið fyrir gífurleg- um vonbrigðum og framganga hennar (þessu máli er flokknum ekki til sóma." Dagbjört Hákonardóttir á Pólitlk.is Leiðbeini sumarfólki „Enda þótt stundum sé frem- ur rólegt yfir starfi fyrirtækja um hásumarið, þá er mikilvægt að stjórnendur sinni þessu fólkl vel og láti ekki annað afleysingafólk um að leiðbeina því. Ýmis störf sem vanir starfsmenn inna af hendi fumlaust geta reynst flók- in fýrir óvana. Því miður getur þetta leitt til slysa og/eða eigna- tjóns sem stjórnendur verða að bera ábyrgð á ef hægt er að rekja orsökina til ófullnægjandi kennslu, stjórnunar eða eftirlits. Stjórnendur eru því hvattir til að slaka ekki á varðandi afleysinga- fólkið heldur miklu fremur nota tækifærið til að fara með því yfir verkferla og eiga þá jafnvel möguleika á að átta sig á þörf fyrir úrbætur eða hagkvæmari starfshætti." Fréttabréf Samtaka verslunar og þjónustu, www.svth.is Rugl „Hvers konar rugl er það eig- inlega að kvelja fisk á stöng í kannski klukkutfma - og sleppa honum svo hálfdauðum? Hvar er nú allt náttúruverndarliðið og grænfriðungarnir með alla „um- hverfisverndina"?Týndir? Lax þarf ekki nema litlar skemmdir á hreistri - þá er hann dauður eftir nokkra daga. Þetta er þekkt f lax- eldi... Kötturlnn minn yrði orðlaus - ef hann vissi þetta." Kristinn Pétursson i grein i Morgunblaðinu, Að sleppa veiddum laxi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.