Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Qupperneq 20
20 FÓKUS MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 fókus Umsjón: Höskuldur Daði Magnússon og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. Netföng: fokus@fokus.is, hdm@fokus.is, sigrun@fokus.is Sími: 550 5894 -550 5897 www.fokus.is BflEI Handboltamennirnir Dagur SSgurðs- son og Patrekur Jóhannesson skemmtu sér á Gauknum um síðustu helgi. Þeir fé- lagar voru að sjálfsögðu með konur sínar upp á arminn en auk þess voru þeir með þýskan umboðsmann í eftirdragi. Guð- mundur Gfslason umboðsmaður var á ferðinni með konu sína, Ásthildur Helga- dóttir leit inn með stelpunum í landslið- inu i fótbolta, Jörundur Áki og Herdfs Sig- urðardóttir voru líka á meðal gesta og þá sást til Margrétar Eir Hjartardótt- ur söngkonu. Róbert Sighvatsson hand- boltamaður sást stíga létt spor. Þau Vignir, Hanni og Birgitta Haukdal ur íra fári voru að sjálfsögðu mætt eins og þeir Jómbi, Jenni og Gulli úr Brain Police. Rótararnir Orri og Daði tóku nýjasta meðliminn Jón inn í hópinn og að sjálfsögðu sást til Buffaranna Pét- urs, Bergs og Villa Goða eins og þeirra Matta úr Pöpunum og Silla Geirdals. Helgin var tilkomumikil á Hverfisbarnum eins og alltaf og var staðurinn stappaður af „skemmtilegu og fallegu fólki" eins og að- standendurnir vilja hetst. Af þeim helstu má nefna Jón Gunnar Geir- dal markaðsmann, Auðun Blöndal sjónvarpsmann úr 70 mínútum sem fagnaði 23 ára afmæli sínu þetta kvöld, Sverri Bergmann, söngv- ara úr Daysleeper, og Rakel Sif Sigurðardóttur söngkonu en tvenn- um sögum fer af því hvort hún sé enn í Buttercup. Ásgeir Kolbeins- son útvarpsmaður af FM957 mætti á svæðið ásamt Atla litla bróður sínum, Þórdfs Anna Oddsdóttir Frelsisstelpa var hress rétt eins og hinar gellurnar, Marfn Manda Magnúsdóttir fyrirsæta, sem enn stundar nám f Kaupmannahöfn, og Manú- ela ósk Harðardóttir fegurðardrottning. Þá vantaði ekki fótboltafólkið frekar en fyrri daginn og um helgina sást í Björgólf Takefusa, markakóng úr Þrótti, og Veigar Pál KR-ing sem hafði öllu meiru að fagna. Að síðustu ber að geta glæsiparsins Árna Þórs Vigfússonar og Marfkó Margrétar Ragnarsdóttur sjónvarpskonu. írskir dagar voru á Akranesi um helgina og fjölmargt lið sem er merkilegra en aðrir iagði þangað leið sfna. Meðal þeirra var diskó- drottningin Helga Möller sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í golf- móti, knattspyrnugoðið Jóhannes Karl Guðjónsson og frú, Siggi Jóns, þjálfari Vfkings, leikmenn IA, Gunniaugur Jónsson og Hjörtur Hjartarson auk FH-mannsins Heimis Guðjónssonar. Pönkdrottningin Ellý úr Q4U og golfsnillingurinn Birgir Leifur Hafþórsson létu sig heldur ekki vanta. e oru hvor? Fókusauglýsingamódelið Sigga er byrj- uð að vinna á ölstofunni og stóð sig bara vel í því að skenkja í glösin. Fréttamaður- inn Rnnur Becká RÚV nýtti sér m.a þjón- ustu hennar ásamt félögum sínum og það sama gerðu einnig, Hallgrímur Helgason, rithöfundur með meiru, sem greinilega er mættur aftur á mölina, stjórnmálafræð- ingurinn Eirfkur Bergmann Einarsson og Ijóðskáldið Steinar Bragi sem gekk á milli manna og reyndi að selja Ijóðabókina sína. Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku sást til Þórunnar Lárusdóttur leikkonu á sama stað og fréttamannsins Árna Snævarr auk Arthúrs Björgvins Bollasonar Njálusérfræðings og Gunnars Páls Ólafssonar myndbandaleikstjóra. Verura þakklát fyrir tunguna. Án hcnnar myndum við bara scgja eö eö uu. Á morgun verður íslenska kvikmyndin Ussss frumsýnd í Háskóla- bíói. Flestir sem að henni stóðu gáfu vinnu sína og eru leikarar þar engin undantekning. Davíð Guðbrandsson var sá eini þeirra sem eitthvað hafði lært í leiklist en hann útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum í vor. í sumar vinnur hann við að malbika í Breiðholt- inu en segist vona að það verði ekki hans endastöð. Skófla í annarri, sígaretta í hinni Ussss er framtak nokkurra kvikmynda- gerðaráhugamanna og hugarfóstur leikstjór- ans, Eiríks Leifssonar. Myndin fjallar um þá Sæla og Rebba, smá- glæpamenn sem reka safnarabúð í miðbæ Reykjavíkur. Hún er þó í raun skálkaskjól fyrir sölu þýfis. „Rebbi er mjög atorkusamur,“ segir Davíð um karakterinn sem hann leikur í myndinni. „Hann er hress og gerir það sem honum sýnist. Eiginlega hress iðjuleysingi. Myndin gerist öll á einum degi í Reykjavík og sá dag- ur er ekkert sérstak- lega góður Rebba.“ lífi Ert þú hress iðjuleys- ingi? „Nei, ekki lengur. Ég er enn þá hress en ekki iðjuleysingi leng- ur. Eftir að ég útskrif- aðist úr Leiklistarskól- anum var ég bara að slæpast í mánuð. Ég veit ekki hvort við Rebbi eigum eitthvað sameiginlegt. Eflaust, allir eiga sínar dökku hliðar. En ég vona að ég sé ekki of líkur honum. Annars sagði Eiki (Eiríkur Leifsson leikstjóri) mér ein- hvem tfmann að hann hefði haft mig í huga fyrir þennan karakter þegar hann skrifaði handritið. Kannski sér hann mig Hvað hefurðu verið að gera í sumar, efúr að þú hættir að slæpast? „Ég er að malbika hjá malbikunarfyrir- tækinu Höfða. Legg götumar héma f Breiðholtinu og er bú- imi að eyða sumrinu ber að ofan með skóflu í hendi og sígarettu í munnvikinu. Ég get nú ekki sagt að þetta sé draumastarfið en fín sumarvinna. Ég er að vinna með hressum verkaköllum og það er gaman í vinnunni. En ég hefði ekki drullað mér í leiklistarskóla ef ég ætlaði mér að enda héma. Ég vona að þetta sé ekki endastöðin." Heldurðu að myndin verði til þess að þú fáir vinnu við leiklistina? Verður Ussss stökkpall- „Ég bara veit það ekki, get ekkert sagt fyrir um það. Okkur þótti bara rosalega gaman að gera þetta og myndin er ágætis sönnun þess að það er hægt að gera kvik- mynd sem kostar ekki neitt. Það er ekki nauðsynlegt að fá styrki frá Kvikmynda- sjóði og hvað þetta heitir allt saman. Ef fólk langar að gera kvikmynd er það hægt ef það er með góðan hóp í kringum sig sem hefur áhuga á þessu. Flestir sem stóðu að myndinni gáfu vinnu sína og meginþorri hennar var tekinn upp á sex vikum. Svo var fólk farið í ein- hverjar utanlandsferð- ir og í skóla svo það tók aðrar sex vikur að klára það litla sem eft- Varst þú ekki sá eini sem hafðir lært eitthvað {leiklist? „Jú. Þetta var bara hópur af fólki sem langaði rosalega mikið að búa til bíó og allir gáfú sig 100% í það. Sirrý Jónsdóttir lék í myndinni og hún er reyndar í Los Angeles núna að læra leiklist en ég var sá eini sem var búinn að læra ein- hverja leiklist þegar myndin var tekin upp.“ Eitthvað fleira ...? „Já, það kostar bara 800 kall á myndina eins og á aðrar mynd- ir. Ekki 1500 krónur bara af því að hún er íslensk. Af hverju er það annars? Er dýrara af því maður þarf ekki að lesa texta? Ef ég væri að fara í bíó um helgina myndi ég að minnsta kosti frekar velja Ussss en Terminator 3.“ Styrktarball Gay Pride á Nasa Á föstudagskvöldið verður haldið styrktarball Gay Pride á Nasa við Austurvöll. Allur ágóði af ballinu rennur til Hinsegin daga í Reykjavík sem- haldnir verða 8.-9. ágúst næstkomandi. Fram koma Sigga Beinteins, Hafsteinn, Davíð og dragdrottningin Star- ína auk plötusnúðsins Páls Óskars. Forsala aðgöngumiða er hafin á Café Cozy f Austur- stræti, við hliðina á Subway. Skráning hafin í Idol Skráning keppenda í þáttinn Idol - Stjömuleit á Stöð 2 hófst í gær á www.stod2.is. Eins og sagt hefur verið frá hér f Fókus er um að ræða íslenska útgáfu á vinsælum þætti í Bretlandi og Bandaríkjunum og mun þetta vera viðamesta verkefhi sem Stöð 2 hefur ráðist í. Áheyrnar- próf verða í Reykjavík 30.-31. ágúst næstkomandi og á Akureyri 6.-7. september en 80 manns komast áffam eftir þau. Keppendum verður svo fækkað niður í 32 en níu komast í lokaúrslit. Keppendur eiga að vera á aldrinum 16-28 ára. Dómnefnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.