Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 FÓKUS 21
Hljómsveitin Flugan sendi frá sér fyrstu breiðskífu sína í síðustu viku. Meðlimir sveitarinnar eru frá
Sandgerði og hafa verið lengi að fikta í tónlist saman. Tónlist Flugunnar er hefðbundið popp og rokk
og var platan tekin upp í stúdíó hins goðsagnakennda Rúnars Júl. Þeir félagar segjast einfaldlega vera
að gera það sem þeir hafa gaman af - þeir séu ekki að eltast við einhvern stíl.
Hreinsuðum til á háaloftinu
„Við erum allir meira og minna Sandgerðingar og höfum
verið að föndra saman í tónlist nokkuð lengi. Hljómsveitin
hefur þó verið til í þessari mynd síðan 1999,“ segir Ólafur Þór
Ólafsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Flugunnar sem
sendi í síðustu viku frá sér sína fyrstu plötu. Platan ber heitið
Háaloftið og að sjálfsögðu fengu Sandgerðingamir Rúnar Júlí-
usson til að gefa plötuna út undir merki Geimsteins.
Fórum í stúdíó þecar við áttum peninga
„Ferlið hjá okkur var eiginlega á þá leið að lögin komu fyrst
og svo varð hljómsveitin til. Við tókum nokkur djammkvöld
þar sem stutt var í hljóðfærin og eftir þau voru komin nokk-
uð mörg lög. Þá sáum við að það var alveg þess virði að gera
þetta. Fyrstu upptökumar voru á árinu 2001 og við höfum
verið að vinna þetta síðan þá, við fómm bara í stúdíó þegar við
áttum peninga. 1 upphafi vorum við með 25 lög en tíu af þeim
náðu aldrei inn í stúdíóið. Platan var svo kláruð í vor,“ segir
Ólafur sem spilar á gítar í Flugunni.
Aðrir liðsmenn em Smári Guðmundsson gítarleikari, Krist-
inn H. Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Skúlason
söngvari og svo Vilberg Ólafsson sem varð trommuleikari
sveitarinnar á meðan á upptökuferlinu stóð. Auk þeirra koma
ýmsir aðrir við sögu, að minnsta kosti þrír bassaleikarar auk
þeirra Ólafs og Smára, söngkonan Ragnheiður Gröndal og
Guðmundur Kristinn Jónsson sem stjómaði upptökum í fé-
lagi við hljómsveitarmeðlimi og ljáði þeim hjálp með hljóð-
færaleik.
Ekki að eltast við einhvern stíl
Ólafúr segir meðlimi hljómsveitarinnar vera á aldrinum
24-31 árs en flestir eru um þrítugt. Aðspurður um bakgrunn
þeirra segir hann þá flesta hafa verið að spila heilmikið á Suð-
umesjum en það hafi kannski ekki vakið mikla athygli. Alla
vega kannast blaðamaður ekki við neina af þeim hljómsveit-
um sem hann nefnir, ef frá er skilin pöbba- og sveitaballa-
sveitin Spútnik sem hljómborðsleikarinn er meðlimur í.
„Bakgrunnurinn að hljómsveitinni er vinahópur og við
emm einfaldlega að gera þá hluti sem við viljum gera. Vð
emm alls ekkert að eltast við einhvem stfl.“
Stóð alltaf til að fá Rúnarjúl til að gefa ykkur út?
,Já, það lá alltaf undir niðri að platan yrði gefin út af Rún-
ari enda tókum við plötuna upp í Geimsteini. Þegar hún var
tilbúin og þetta stóð til boða ákváðum við að leita ekkert
lengra."
Trommarinn í safaríferð
Hvað með framhaldið, hvemig ætlið þið að fylgja plötunni efár?
„Það er nú dálítið vandamál því trommarinn er staddur í
einhverri safáríferð í Suður-Ameríku. Þegar hann kemur
heim í ágúst ætlum við að leggjast f æfingar og spilamennsku
eftir það. Við höfúm reyndar spilað talsvert órafmagnað,
kassagítarútgáfúr af þessum lögum og verðum bara að halda
okkur við það þangað til hann kemur og troða upp þannig.“
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þið gefið út núna?
„Viðerum nú búnir að vera svo óskaplega lengi að það þessu
að við höfúm haft tíma til að hugsa um svona hluti. Það var
akkúrat tvennt sem við ætluðum okkur ekki - að vera í jóla-
flóðinu eða í sumarpakkanum. Svo var platan tilbúin og við
ákváðum að gefa skít í þessar yfirlýsingar - við vildum bara
koma henni frá okkur.“
Þið hélduð útgáfuþartý um síðustu helgi, hvemig tókst það?
„Það tókst vel og það var rosa vel mætt. Partýið var haldið
í Sandgerði og þama vorum við bara að fegna með okkar liði.
Hugmyndin með þessari plötu er þó að höfða til stærri hóps
en bara okkar fólks, að víkka út hlustendahópinn."
Að siðustu, af hverju heitir þlatan Háabftið?
„Háaloftið er nafn á lagi á plötunni en við erum samt eig-
inlega að hreinsa til á háaloftinu með útgáfú þessarar plötu.
Það er langt síðan sum lögin voru samin þannig þetta er eig-
inlega plata af háaloftinu."
skipa Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þor-
valdur Bjami Þorvaldsson en kynnar verða
Simmi og Jói af Popptíví. Fyrsti þáttur fer í
loftið 19. september.
Ensími og Úlpa í Færeyjum
Hljómsveitimar Ensími og Ulpa eru á leið til
Færeyja þar sem þær munu leika á G!-tónlist-
arhátíðinni nú um helgina. Sveitimar spila á
tónleikum á föstudagskvöldið en hafa auk þess
skipulagt tónleika upp á eigin spýtur. Armað
kvöld hafa þær skipulagt svokallað íslendinga-
kvöld þar sem bæði Ensími og Ulpa koma fram
auk Rúnars Sigurbjömssonar sem var áður
gítarleikari í Náttfara. Ensími skartar nýja
trommaranum Arnari Gíslasyni sem nýverið
gekk til liðs við bandið og
Ulpa hefúr lítið spilað und-
anferið þannig Færeying-
amir ættu að fá eitthvað
fyrir sinn snúð. G! er al-
þjóðleg tónlistarhátíð sem
svipar nokkuð til Airwaves-
hátíðarinnar íslensku. Lesa
má allt um hátíðina á
www.gfestival.com.