Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 TILVERA 23 Gospel fyrir alla GOSPELMÓT: Mikill áhugi erá gospeltónlist og marga langar að taka þátt í að flytja þessa mögnuðu tónlist. Nú gefst tæki- færi til þess því dagana 25.-27. júlí verður gospelmót að Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð. Kennari er Óskar Einarsson sem hefur verið leiðandi ígospeltónlistá íslandi síðustu ár. Hann stjórnaði upp- töku á þremur síðustu diskum Páls Rósinkrans og hefur ferðast um landið og haldið gospelnám- skeið með kirkjukórum og öðru áhugafólki. Raddþjálfari á mót- inu í Kirkjulækjarkoti er Þóra Gréta Þórisdóttir og Hrönn Svansdóttir er þeim til aðstoðar. Upplýsingar og skráning er á www.hljomar.is og á skrifstofu Fíladelfíu, s. 5354700. GRASALÆKNIRINN: „Þótt blóðbergste sé bragðgott borgar sig ekki að drekka það í óhófi því það er sýrumyndandi," segir Ásthildur Einarsdóttir. DV-myndir Gun Grand Cherokee Limited, árg. 1995 Einn meö öllu til sölu. Ekinn 115 þús/km, dökkgrænn sanseraöur, grátt leöur og rafmagnsstillt sæti, Útvarp/CD, rafmagnsloftnet, innri hitastillir, litaö gler, topplúga, 2-föld, Ijós og dimmer 1 snyrtispeglum, sílsarör, cruise control, speglar rafdr., þjófavörn, dráttarkúla. Verð kr. 1.450.000. Tilboð. Upplýsingar I slma 896 1494 eöa 565 2354. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar og afi, Jonas Þór Guðmundsson stýrimaður, Austurbrún 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 5. júlí í Búlgaríu, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 17. júlí kl. 13.30. Þórhalla Helga Þórhallsdóttir, Lárus Þórarinn Blöndal, Óskar Gunnar Hansson, Gísli Sæmundsson, Bergljót Birna Blöndal, Auöur S. Jónasdóttir, Jónas Þór Jónasson, Guörún Sæmundsdóttir, Margrét Guömundsdóttir, Marta Bíbí Guömundsdóttir, Helga Guömundsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Gunnbjörn Guðmundsson, Hjördís Ström, Jóhann Jónsson, Victor Manúel Santhos, Klara Lind Jónsdóttir, og barnabörn ónæmiskerfið og góð fyrir maga og ristil, auk sem það væri hreins- andi fyrir lifur. Þó skyldi nota njól- ann í hófi því hann innihéldi tölu- vert af sýrum. Elftingin er góð te- jurt, að sögn Ásthildar. Hana má líka nota í salöt og steikja í smjöri. Hún styrkir bein og hefur góð áhrif á blöðruhálskirtil karla. Þá hefúr fífillinn marga kosti. Hann er bjúglosandi, bólgueyðandi, góður við harðlífi, græðandi og hreinsar bæði húð og lifur. Blöðin eru beisk og því er gott að láta þau standa í vatni um stund áður en þau eru notuð í salat. Blóðbergið bragðgott Margar fleiri tegundir komu við sögu og sumar þeirra fundust í hrauninu. Baldursbráin er róandi og styrkir ónæmiskerfíð. Hún er góð út í grillolíur og til að mar- inera kjöt og fisk. Birkið er bólgu- eyðandi og gott við gigt - tilvalið sem krydd á kjötið. Kerfill er hóstastiilandi og örvar melting- una. Að sjálfsögðu var minnst á fjallagrösin því grasaferðir fyrr á árum voru nær eingöngu bundnar ijallagrasatínslu. Þá var lagst út og farið á „grasafjall" til að sækja sér næringu til vetrarins. Ásthildur lét uppskrift að fjallagrasamjólk fylgja skrifuðum fróðleiksmolum til við- staddra. Allir þekkja blóðbergið og flestir sem spurðir voru í ferðinni kváð- ust hafa prófað að brugga sér te af því. Ásthildur tók fólki þó vara fyr- ir að nota blóðbergste í óhófi, þótt bragðgott væri, því það væri sýru- myndandi. „Svo er það þannig að sumt sem einum hentar, það hentar ekki öllum. Til dæmis mega ófrískar konur ekki borða hvönn og heldur ekki þeir sem þjást af sykursýki. Sama máli gegnir um kerfil,“ sagði hún, og heilræðin í lokin voru þessi: „Jurt- irnar eru okkur bæði til gagns og ánægju. Við skulum njóta þeirra og nýta með gætni og af kunn- áttu.“ gun@dv.is VATNSHINDRUN: Þegar kylfingar koma að vellinum í Úthlíð í Biskupstungum blasir við ný og glæsileg vatnshindrun sem Björn Sigurðsson bóndi og vaskir menn hans hafa útbúið. „Golfvöllurinn hér hefur tekið stakkaskiptum á síðustu tveimur árum. Þessi tjörn og glaesi- legt umhverfi hennar setur sterkan svip á völlinn sem er mjög vel við haldið," sagði Þórð- ur Kr. Sigurðsson (lengst til hægri) við DV. Á myndinni eru einnig Björn Sigurðsson, sem mundar kylfuna, og Hrafnhildur Guðbjartsdóttir, eiginkona Þórðar. DV-mynd Óttar Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2003, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. júlí 2003 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. júlí 2003 á staðgreiðslu, trygg- ingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutn- ingsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sér- stakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðn- lánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, of- greiddar barnabætur, ofgreiddur barnabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðv- um gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyr- ir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingar- gjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af- dreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. júlí 2003. Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Olafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestf jarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarnrði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Buðardal Sýslumaðurinn á Isafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.