Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Blaðsíða 32
i
32 ... MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003
fóÍkí'Mttum
Jón Hjaltalín Magnússon
verkfræðingur og fromkvæmdcistjóri Altech JHM
Jón Hjaltalin Magnússon, verk-
fræðingur og framkvæmdastjóri
ALTECH JHM hf., hefur verið í
fréttum vegna endurskipulagningar
fyrirtækis síns og stórra verkefna
þess á næstunni.
Starfsferill
Jón fæddist í Reykjavík 2.4. 1948
og ólst þar upp við Sölvhólsgötuna í
Skuggahverfmu. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR 1968 og prófi í raf-
eindaverkfræði frá Tækniháskólan-
um i Lundi í Svíþjóð 1973. Auk þess
hefur hann setið fjölmörg námskeiö
á sviði verkfræði, verkefnastjómun-
ar og markaðsmála.
Jón var verkfræðingur hjá Kock-
ums Mekaniska Verstad AB í
Malmö 1973-75 og Kockums Autom-
ation AB 1975-79 við þróun á sjálf-
virkum hleðslukerfum fyrir risaol-
íuflutningaskip og hjá íslenska jám-
blendifélaginu hf. 1979-82. Hann hef-
ur verið framkvæmdastjóri eigin
verkfræði- og viðskiptaþjónustu frá
1982 og síðan ALTECH JHM hf. frá
1987. Auk þess forstjóri Atlantsáls
hf. frá 2001 sem vinnur að byggingu
álvers á Húsavik með erlendum fyr-
irtækjum.
Jón var ráðgjafi atvinnumála-
nefndar Reykjavíkur og HÍ um efl-
ingu hátækniiðnaðar og samskipta
HÍ og atvinnulifsins 1983-86, stunda-
kennari við rafmagnsverkfræöi-
deild HÍ 1983-88, varaformaður Fé-
lagsins Verkefnastjómun 1985-89 og
talsmaður Verkfræðingafélags ís-
lands um iðnaðarmál frá 1991.
Jón keppti með meistaraflokki
Víkings í handbolta og síðan með
Lugi í Lundi 1969-78 en það varð
Svíþjóðarmeistarar 1975. Þá lék Jón
fimmtíu og fjóra landsleiki með ís-
lenska landsliðinu, tók þátt í heims-
meistarakeppninni í handbolta í
Frakklandi 1970 og keppti á Ólymp-
íuleikunum í Múnchen 1972.
Hann var formaður Handknatt-
leikssambands íslands 1984—92 og
sat í framkvæmdanefhd Ólympiu-
nefndar íslands 1984-89.
Jón hefur skrifað greinar um at-
vinnumál og iðnaðarmál, einkum
um sjálfvirkni í iðnaði. Hann hann-
aði fyrsta íslenska vélmennið fyrir
álver sem sett var upp hjá ísal 1987
auk þess sem hann hefur þróað
tölvuforrit fyrir tjáskipti fatlaðra.
Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ
1987, gullmerki Víkings 1991, gull-
merki Ólympíunefndar íslands 1995,
var valinn frumkvöðull árins 2002
af DV, Viðskiptablaðinu og Stöð 2,
hlaut Nýsköpunarverðlaun Útflutn-
ingsráðs og Rannsóknarráðs 2003 og
var gerður að heiðursdoktor við
Southem University of Metallurgy i
Kína í janúar 2003.
Fjölskylda
Jón kvæntist 16.8. 1969 Guðrúnu
Sonju Guðmundsdóttur, f. 1.4. 1947,
skrifstofustúlku. Hún er dóttir Guð-
mundar Jónassonar, bifvélavirkja
og framkvæmdastjóra, og Svövu
Jónsdóttur húsmóður.
Böm Jóns og Guðrúnar Sonju eru
Magnús Hjaltalín, f. 29.7.1973, lækn-
ir; Ólafur Öm, f. 16.2.1975, flugmað-
ur; Svava Jónsdóttir, f. 28.12. 1978,
nemi.
Dóttir Jóns er Guðlaug Jónsdótt-
ir, f. 1.11.1968, arkitekt í Los Angel-
es í Bandaríkjunum, en móðir henn-
ar er Kristín Sighvatsdóttir.
Systkini Jóns: Karl Georg, f. 5.10.
1949, húsasmíðameistari og öryggis-
fulltrúi íslenskra aðalverktaka, bú-
settur í Njarðvík; Hilmar Þór, f.
21.7. 1951, d. 10.8. 1966, háseti; Þór-
dís, f. 19.7.1954, yfirhjúkrunarfræð-
ingur; Stefán, f. 21.7. 1959, verk-
stjóri.
Hálfsystir Jóns, sammæðra, er
Bergþóra Bergþórsdóttir, f. 7.11.
1944, skrifstofumaður í Reykjavík.
Foreldrar Jóns: Magnús Jónsson,
f. 27.11. 1918, fyrrv. vélvirkjameist-
ari og yfirverkstjóri í Reykjavík, og
k.h., Guðlaug Bergþórsdóttir, f.
16.11.1927, fyrrv. matreiðslukona.
Ætt
Magnús er sonur Jóns Hjaltalíns,
b. á Kambi í Reykhólasveit, Brands-
sonar, bróður Daníelu, ömmu Krist-
jáns Loftssonar, framkvæmdastjóra
Hvals hf. Móðir Magnúsar var Sess-
elja Stefánsdóttir, bróður Snæ-
bjöms, hreppstjóra í Hergilsey, afa
Snæbjörns Jónassonar, fyrrv. vega-
málastjóra. Stefán var sonur Krist-
jáns, b. i Hergilsey, Jónssonar,
hreppstjóra á Kleifum, Ormssonar,
ættföður Ormsættarinnar, Sigurðs-
sonar.
Guðlaug er dóttir Bergþórs, bif-
reiðarstjóra í Reykjavík, bróður
Hannesar, fyrrv. forstjóra Hampiðj-
imnar. Bergþór var sonur Páls,
skipstjóra í Gufunesi, Hafliðasonar,
og Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdótt-
ur. Móðir Guðlaugar er Þórdís, syst-
ir Jóninu, móður Jóhannesar Helga
rithöfundar. Þórdís var dóttir Jó-
hannesar, trésmiðs i Reykjavík,
bróðm- Guðrúnar, ömmu Magnúsar
Gestssonar, rithöfundar og kennara,
en bróðir Jóhannesar var Jón, afi
Jóns Reykdals listmálara. Jóhannes
var sonur Jóns, b. á Indriðastöðum,
Jónssonar, b. á Sámsstöðum, Jóns-
sonar, hreppstjóra, dbrm. og ættföð-
ur Deildartunguættarinnar, Þor-
valdssonar. Móðir Þórdísar var
Helga Vigfúsdóttir, óðalsb. á Sól-
heimum í Mýrdal, Þórarinssonar og
Þórdísar Berentsdóttm-.
Ásta Steingerður Geirsdóttir
stundað ýmis störf utan heimilis,
s.s. fiskvinnu, beitningu, húsvörslu,
verið ráðgjafi hjá vinnumiðlun,
stundað skrifstofustörf og verk-
stjórn og er nú tryggingarfulltrúi
hjá ríkinu.
Ásta var búsett á Borgarfirði
eystra til 1997. Þá fluttí hún til Eg-
ilsstaða og var þar búsett til 2001.
Hún flutti þá til Hafnaríjarðar og
hefur verið búsett þar síðan.
Ásta sat í stjórn Verkalýðsfélags
Borgarfjarðar, var formaður þess
um árabil og sat í úthiutunamefnd
atvinnuleysisbóta. Hún sat í stjórn
Leikfélagsins Vöku á Borgarfirði og
Sm< i íauglýsi: 3V ngar ^
5! 50 50 00 £
uyyyinyui lunuui
Ásta Steingerður Geirsdóttir frá
Borgarfirði eystra, er fímmtug í
dag.
Starsferill
Ásta fæddist í Steinholti á Borg-
arfirði og ólst upp á þeim slóðum.
Hún sótti barna- og unglingaskóla
Borgarfjarðar, stundaði nám við
Menntaskólann á Egilsstöðum í
ensku og bókfærslu 1997-2000, á
skrifstofubraut 2000-2001 og út-
skrifaðist vorið 2002. Þá hefur hún
stundað nám í ensku við Ensku-
skólann í Reykjavík.
Auk húsmóðurstarfa hefur Ásta
var formaður þess í nokkur ár og
var formaður Tónlistarfélags Borg-
arfjarðar, auk ýmissa nefndar-
starfa.
Fjölskylda
Sambýlismaður Ástu var Elvar
Hjaltason, f. 20.3. 1946, sjómaður.
Þau slitu samvistir 1994. Hann er
sonur Hjalta Péturssonar og Björg-
heiðar Andrésdóttur sem lengi
bjuggu á Snotrunesi. Björgheiður
er nú látin.
Dætur Ástu eru Ýrr Sigurðardótt-
ir, f. 26.2. 1977, starfsmaður hjá
Guðmundi Jónassyni, en dóttir
hennar er Agnes Hlín, f. 1996; Sif
Sigurðardóttir, f. 26.2.1977; búsett í
Skotlandi.
Synir Ástu og Elvars eru Andri
Geir, f. 16.2. 1987, nemi; Elvar
Freyr, f. 15.8. 1988, nemi.
Ásta er yngst níu systkina. Hin
eru Bjarni, f. 23.9. 1939, starfsmað-
ur Eimskips, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Margréti Árnadóttur og
eiga þau tvo syni; Haukur, f. 12.5.
1941, starfsmaður í álverinu í
Straumsvík, búsettur í Hafnarfirði,
var kvæntur Dönu Jóhannsdóttur,
þau skildu en eiga þrjár dætur;
Rúnar, f. 12.6. 1942, starfsmaður
ísal, býr á Seltjarnarnesi, kvæntur
Ragnhildi Jónsdóttur og eiga þau
fjögur börn; Margrét, f. 13.9. 1943,
starfsmaður hjá Kópavogsbæ, bú-
sett í Kópavogi og á hún þrjá syni;
Anna, f. 1.12. 1944, húsmóðir á
Vopnafirði, gift Erlingi Pálssyni og
eiga þau þrjú börn; Svandís, f. 14.8.
1946, starfsmaður Securitas á Akur-
eyri, var gift Skúla Kristinssyni en
þau skildu og á hún eina dóttur en
sambýlismaður hennar er Ólafur Þ.
Jónsson; Karl Brynjar, f. 13.8. 1947,
d. 28.9. 1965; Hjálmar, f. 4.1. 1950,
sjómaður á Borgarfirði, og á hann
tvo syni.
Ásta er dóttir Geirs Sigurjónsson-
ar, f. 18.10. 1912, d. 7.4. 1982,
bónda og verkamanns á Borgar-
firði, og Sigríðar Eyjólfsdóttur, f.
30.7.1921, fyrrv. bókavarðar.
Ætt
Föðurforeldrar Ástu voru Sigur-
jón Bjarnason, togarasjómaður og
bóndi, og Guðfinna Þórðardóttir,
Þorvarðarsonar frá Núpi á Beru-
fjarðarströnd.
Móðurforeldrar hennar voru
Eyjólfur Hannesson, Sigurðssonar,
í Stokkhólma í Skagafirði, Ámason-
ar, og Anna Helgadóttir, Jónssonar
fræðimanns Sigurðssonar í Njarð-
vík.
Stórafmæli
90 ára
Katrín Jónsdóttir,
Breiðagerði 10, Reykjavík.
85 ára
Hafiiði Þórir Jónsson,
Njálsgötu 1, Reykjavík.
Ólöf Snælaugsdóttir,
Guttormshaga, Hellu.
Ragnhildur Sigurjónsdóttir,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
80 ára
Karl G. Sigurbergsson,
Suðurgötu 26, Keflavík.
Sigríður Sigursteinsdóttir,
Krókatúni 3, Akranesi.
75 ára
Kristín Tryggvadóttir,
Bakkaflöt 12, Garðabæ.
70 ára
Guðni Þorsteinsson,
Æsufelli 4, Reykjavík. Eiginkona hans
er Júlíana Guðrún Ragnarsdóttir.
Þau verða að heiman í dag en verða
með heitt á könnunni í sumarbú-
stað sínum í Kjósinni nk. sunnudag.
Björn Þorkelsson,
Lyngholti 9, Akureyri.
Erna Helgadóttir,
Laufbrekku 30, Kópavogi.
Inga Bjarney Óladóttir,
Ásvöllum 2, Grindavík.
Jón Eyfjörð Sæmundsson,
Norðurgarði 13, Keflavík.
Jón Sigurðsson,
Óðinsgötu 17a, Reykjavík.
Kristveig Jónsdóttir,
Grænumýri 20, Akureyri.
Oddgeir (saksson,
Melgötu 6, Grenivík.
Stefán SigurðurÁrnason,
Þórustöðum 1, Akureyri.
60 ára
Agnes Elnarsdóttir,
Bleikjukvísl 8, Reykjavík.
Auður Pétursdóttir,
Kleppsvegi 142, Reykjavík.
Ingunn Stefánsdóttir,
Hverafold 42, Reykjavík.
Jóhannes Vfðir Sveinsson,
Austurbergi 18, Reykjavík.
PéturJónsson,
Grandavegi 45, Reykjavík.
50 ára
Ásgeir óskarsson,
Þórustöðum 2, Selfossi.
Eva Garðarsdóttir,
Víðivöllum 19, Selfossi.
Eyjólfúr Guðmundsson,
Brimslóð 14, Blönduósi.
Guðrún María Benediktsdóttir,
Holtsbúð 54, Garðabæ.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson,
Sigtúni 41, Patreksfirði.
Hrönn Albertsdóttir,
Álfaheiði 1, Kópavogi.
Jónas Ágúst Ágústsson,
Dvergholti 15, Mosfellsbæ.
Lilja Albertsdóttir,
Frostafold 95, Reykjavík.
Sigríður Björg Ström,
Austurbrún 33, Reykjavík.
Sigrfður Guðlaugsdóttir,
Meistaravöllum 25, Reykjavík.
Sigurbjörg Óskarsdóttir,
Álfheimum 26, Reykjavík.
Þórhallur Hólmgeirsson,
Barónsstíg 20, Reykjavík.
40ára
Björn Guðgeir Sigurðsson,
Fífulind 4, Kópavogi.
Halldór Halldórsson,
Furugrund 32, Kópavogi.
Ingunn Benedikta Þórisdóttir,
Borgarbraut 7, Grundarfirði.
Páll Bjömsson,
Markarflöt 12, Garðabæ.
Sigrfður Bech Ásgeirsdóttir,
Blöndubakka 6, Reykjavík.
Sigurjón Sigurbjömsson,
Baldursbrekku 4, Húsavík.
Skúli Þór Sigurbjartsson,
Sólbakka, Hvammstanga.
Sævar Þórsson,
Skólavegi 45, Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Gunnarsson,
Núpalind 8, Kópavogi.
Ægir Stefán Hilmarsson,
Dælengi 19, Selfossi.
Öm Hermannsson,
Garði, Grindavík.