Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Side 36
* 36 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 16.JÚU2003 DVSport Keppni I hverju oröi Netfang: dvsport@dv.is Sfmi: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 „Vorum einfaldlega lélegir" „Farnir að spila eins og lið" Hinn stóri og stæðilegi Ár- mann Smári Björnsson hleypti miklu lífl í sóknarleik Vals eftir að hafa verið færður úr vörn- inni í fremstu víglínu um miðj- an síðari hálfleik. Ármann skor- aði mark og var sentímetrum frá að jafna metin undir lokin. „„Það hefði verið sætt að sjá boltann fara inn og ná að jafna metin en heppnin var ekki með okkur," sagði Ármann. „( fyrri hálfleik vorum við ekk- ert annað en einfaldlega mjög lélegir. Svo verðum við einum fleiri og þá náum við undirtök- unum og þetta hefði getað far- ið á báða bóga. Nú verðum við bara að taka okkur saman í andlitinu í næsta leik og koma okkur upp úr þessum neðri hluta." Ólafur Gottskálksson, markvörð- ur Grindavíkur, var að vonum sáttur með fimmta sigurleik Grindvíkinga í röð í deildinni. „Jú, þetta hefur gengið vel frá því gegn KR í Frostaskjólinu og ég held að þá hafi menn bara áttað sig á hvað þurfti að gera - að leggja sig fram," sagði Ólafur. „I fyrstu leikjunum vorum við ekki að vinna saman eins og lið en við höfum náð að snúa dæm- inu við. Þetta voru ekkert endi- lega sanngjörn úrslit hér í dag. Við hefðum getað verið tveimur mörkum yfir í hálfleik en brott- reksturinn gerði okkur erfitt fyrir í síðari hálfleik. En við héldum út og erum komnir í toppbaráttuna. Átta leikir eru eftir í deildinni og við verðum að passa að misstíga okkur ekki." Grindavík ríghélt í stigin þrjú Spennan undir lok leiks Vals og Grindavíkur var orðin nærri óbærileg. Staðan var 2-1, gest- unun í vil, og þrátt fyrir miklar og langar sóknarlotur Hlíðar- endapiita kom allt fyrir ekki, og Grindvíkingar unnu þar með sinn 5. sigur í röð í deildinni. í fyrri hálfleik voru það hins veg- ar greinilega gestimir úr Grindavfk sem stjórnuðu leiknum. Áður en eina mark hálfleiksins kom höfðu þeir Eysteinn Húni, Ray Anthony og Paul allir fengið fín marktæki- K A H L A H LANDSBANKADEILD Staðan: Fylkir 10 6 1 3 15-8 19 Grindavlk 1Ó 6 0 4 16-16 18 Þróttur 10 6 0 4 18-13 18 KR 10 5 2 3 12-12 17 IBV 10 4 1 5 16-15 13 I Valur 10 4 0 6 13-17 12 KA 9 3 2 4 13-12 11 1 FH 9 3 2 4 14-15 11 (A 9243 11-12 10 Fram 8 2 2 5 11-19 8 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þrótti 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 8 Hreinn Hringsson, KA sm Jóhann Hreiðarsson.Val 5 Sören Hermansen, Þrótti 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki 4 Jónas Grani Garðarsson, FH 4 Sinlsa Kekic, Grindavík 4 Næstu leikir: lO.umferö: færi en öllum bmgðist bogalistin. Valsvörnin virkaði einkar flöt og vom Grindvíkingar góðir í að færa sér það í nyt með lúmskum stungu- sendingum. Markið kom eftir eina slfka frá Paul McShane og nú var það Óli Stefán sem gerði allt rétt og skilaði boltanum í netið. í næstu sókn á eftir fengu Valsmenn reyndar sitt besta færi þegar Bjarni Ólafur skall- aði rétt yfir markið eftir sendingu Sig- urbjörns. í upphafi síðari hálfleiks kom vendipunktur leiks- ins. Ray Anthony og Sigurður Sæberg vom í baráttu um boltann við hliðarlínuna um miðjan völlinn og þegar boltinn fór út af stjakaði Grindvíkingurinn við Sigurði. Dómari leiksins, Ólafur Ragnars- son, lét ekki segjast og sýndi Ray rauða spjaldið. Algjörlega óverð- skuldað, verður að segjast. Stuttu síðar tók Ólafur aðra um- deilda ákvörðun. Bjarni Ólafur reyndi að ná til sendingar frá félaga sínum og lenti saman við Ólaf í markinu. Sá virtist brjóta á Bjarna en dómari leiksins lét ekki segjast. En Valsmenn héldu áfram og byrjuðu að sækja stíft. Heldur illa gekk að skapa almennileg færi og eftir 25 mínútna leik í síðari hálfleik urðu þeir fyrir kjaftshöggi þegar Segja má að Valsmenn hafi tapað leiknum þegar þeir fengu á sig mark númer tvö. Paul McShane skoraði annað mark gestanna, nú eftir sendingu Óla Stefáns og góðan sprett Guðmundar Andra upp hægri kantinn. Boltinn breytti reyndar um stefnu á varnarmanni Vals. Á síðasta stundarfjórðungi leiks- ins sóttu Valsarar sleitulaust. Það bar loks árang- ur þegar varn- armaðurinn Ármann Smári, sem hafði þeg- ar flutt sig framar á völl- inn, minnkaði muninn með góðum skalla. Hann var aftur á ferðinni mínútu fyrir ieikslok þegar hann fékk langa sendingu frá varamanninnum Hjalta Vignissyni og náði hann að skalla yfir Ólaf í markinu sem var í skógarferð. Blessunarlega fyrir hann hafnaði knötturinn í slánni og þar við sat. Segja má að Valsmenn hafi tapað leiknum þegar þeir fengu á sig mark númer tvö. Þrátt fyrir að hafa minnkað muninn var erfitt að vinna bug á sterkri vöm Grindvíkinga, með Sinisa Kekic sem langbesta mann. í fyrri hálfleik stöðvuðust nánar allar sóknir Vals á honum. Ármann Smári gjörbreytti leik Vals þegar hann fór fram í sóknina, sem dugði þó ekki nógu langt. eirikurst@dv.is FIA/IM SIGURLEIKIR I RÖÐ NÝTT FÉLAGSMET HJÁ GRINDAVIK Grindavík bætti við félagsmet sitt í efstu deild með því að vinna fimmta deildarsigur sinn í röð á Hlíðarenda f gær. Þessu hafa Grindvíkingar náð án þess að halda marki sínu hreinu f nokkrum af þessum fimm teikjum en Ólafur Gottskálksson, markvörður liðsins, hefur enn ekki náð að halda marki sínu hreinu í sumar, einn markvarða í Landsbankadeildinni. Fimm leikja sigurganga Grindavíkur: Dagsetning: Andstæöingar Úrslit 21. júnl Þróttur (h) 2-1 25. júní KR (ú) 2-1 7.JÚII lA(h) 3-2 10. júl( KA (ú) 2-1 15. júlí Valur(ú) 2-1 lA-FH fim. 17. júlíkl. 19.15 6. umferö (frestaöur leikur): Fram-KA fim. 17. júlfkl. 19.15 KNATT5PYRNA n 1. DEILD KVENNA wtM RVK-Þróttur/Haukar 2 6-1 KNAITSPYRNA 2.DEILD KARLA Wi'iM Léttir-KS 1-3 Fjölnir- lR S-0 Tindastóll-Völsungur 2-1 Selfoss-Sindri 4-3 KFS-Vlðir 2-2 K N A I T S P Y R N A 3.DEILD KARLA Grótta-Deiglan 2-0 „Stoltur af mínu líði" Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, var brosandi út að eyrum þegar DV-Sport ræddi við hann rétt eftir leik- inn í gærkvöld. „Við vorum að spila mjög góð- an leik í fyrri hálfleik og yfirspil- uðum lið Vals algjörlega. Þeiráttu varla eitt einasta færi í fyrri hálf- leik. í seinni hálfleik þurftum við síðan að umbylta öllu skipulag- inu. En við héldum vel, vorum þolinmóðir og það má segja að við höfum byrjað að gefa eftir þegar við komumst í 2-0. Þá voru menn orðnir þreyttir, enda komnir úr gríðarlegri leikjatörn sem var í júlí. En þeir stóðust álagið sem var á þeim og ég er mjög stoltur af mínu liði," sagði Bjarni sem var mjög óánægður með rauða spjaldið á Ray Jónsson strax í upphafl síðari hálfleiks. Að mínu mati var það mjög „Brottför Lee Sharpe losaði um ákveðna pressu á liðinu ósanngjarnt en við getum kannski sagt að með þvf að fá það þá þorði hann (Ólafur Ragn- arsson) ekki að dæma vítaspyrnu á okkur í síðari hálfleik. Ég væri auli ef ég myndi ekki viðurkenna að það hefði átt að vera víti," sagði Bjami og átti þá við þegar Bjarni Ólafur Eiríksson féll við eftir að Ólafur Gottskálksson virt- ist fara í lappirnar á honum. Frá því að Lee Sharpe hætti að spila með Grindavíkurliðinu hef- ur liðið sigrað í sex leikjum í röð að bikarnum meðtöldum. Að- spurður hvort það væri tilviljun eða eitthvað annað kom smáhik á Bjama. „Það er erfitt að segja. Það er ekki spurning að það var mikil pressa á liðinu með tilkomu hans og það er kannski sú pressa sem losnaði. Við breyttum líka leik- skipulaginu örlítið og ákváðum að þétta okkur og það hefur ein- faidlega skilað sér,“ sagði Bjarni. vignir@dv.is SETUR (iJAHNI PERSÓNUU G t Ml t? Lið undir stjórn Bjarna Jóhannssonar (sem hafa unnið 71 af sínum 136 leikjum) hafa aldrei unnið fleiri deildarsigra í röð en fimm og vinnist næsti leikur sem er gegn Fylki á heimavelli þá er þessi sigursæli þjálfari að setja „persónulegt" met með sitt lið. Flestir sigurleikir í röð hjá liðum Bjarna Jóhannssonar í efstu deild: Fjöldi sigra: Hvenæn 5 Grindavík 2003 (6. til 10. leik) 5 IBV 1997 (13. til 17. leik) 4 IBV 1998 (10. til 13. leik) 4 (BV 1999 (10. til 13. leik) 3 IBV 1997 (3. til 5. leik) 3 (BV 1998 (5. til 7. leik) 3 IBV 1999 (6. til 8. leik) 3 Fylkir 2000 (3. til 5. leik) ooj.sport@d\t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.