Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2003, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 16.JÚLÍ2003 DVSPORT 37 Kona dæmir hjá Fylki og AIK Guðrún Jóna frá í lengri tíma? KNATTSPYRNA: Dómaranefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur skipað konu sem dóm- ara fyrri leiks Fylkis og AIK Solna sem fer fram ytra þann 14. ágúst næstkomandi. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem kona dæmir leik í Evrópu- keppninni. Viðkomandi dómari heitir Nicole Petignat og kem- ur frá Sviss en þar hefur hún dæmt karlaleiki í efstu deild síðastliðin 4 ár. Hún er vel þekkt í dómaraheiminum en hennar stærsti leikur á ferlin- um til þessa var úrslitaleikur Bandaríkjanna og Kína á HM kvenna árið 1999. Þar voru það Bandaríkjastúlkur sem unnu leikinn eftirminnilega í víta- spyrnukeppni með 5 mörkum gegn 4. KNATTSPYRNA: Ekki er en Ijóst hversu alvarleg meiðsli Guð- rúnarJónu Kristjánsdóttur, fyr- irliða kvennaliðs KR í knatt- spyrnu, eru en hún var borin af leikvelli í síðari hálfleik toppslagsins gegn Val í fyrra- kvöld.Vanda Sigurgeirsdóttir segir að Guðrún Jóna hafi farið í skoðun í gær þar sem lítið hafi verið um svör og að hún fari í myndatöku í dag þar sem ætti að skýrast um hvers konar meiðsli er að ræða. „Það er hnéð sem um ræðir og lækn- arnir segja að ýmislegt komi til greina; hnéskélin hafi hugsan- lega færst til eða að einhver liðbönd, krossbönd eða liðþófi hafi skaddast. Þetta lítur ekkert alltofvel út en þartil niður- staða fæst um málið reyni ég að vera bjartsýn," segir Vanda. Ef Guðrún reynist vera með slitin krossbönd þá er hún sú fjórða í leikmannahópi KR í ár sem lendir í þess konar meiðsl- um. Áður höfðu þær Elín Jóna Kristjánsdóttir, Erna Erlends- dóttir og Katrín Ómarsdóttir slitið krossbönd og þá gekkst Guðrún Sóley Gunnarsdóttir nýlega undir aðgerð á ökkla. Dani til ÍA? KNATTSPYRNA: Heimasíða knattspyrnudeildar (A greindi frá því í gær að danskur sóknarmaður að nafni Kristian Gade Jorgensen sé til reynslu hjá Skagamönnum. Hann lék síðast með danska liðinu HIK og skoraði með þeim 7 mörk í 25 leikjum síðasta tímabil þegar liðið féll úr dönsku 1. deildinni. > - , -mJ M > ?; r;/v Tfr*: ------------------- STOPP!: Valsarinn Kristinn Lárusson er hér á góðri leið rineð að stöðva Paul McShane sem reynir að koma sendingu fyrír markið. DV-mynd Sigur/lur Jökull MESTU SIGURGÖNGURNAR ■ LENGSTU SIGURGÖNGURNAR Flestir sigurleikir í röð hjá Grindavík í efstu deild: Lengstu sigurgöngur liða í Landsbankadeildinni í sumar: FJöldisigra: Hvenær 5 2003 (6. til. 10. leik) 3 1997 (10. til 12. leik) 3 2001 (2. til 5. leik) 3 2001 (15. til 17. leik) FJöldi sigra: Hvenær 5 Grindavík (6. til 10. leik) 3 Þróttur (3. til 5. leik) 3 (BV (3. til 5. leik) 3 Þróttur (7. til 9. leik) 1 0-1 Óli Stefán Flóventsson (28., með skoti úr teig eftir stungusendingu Pauls). 0-2 Paul McShane (70., með skoti úr teig eftir sendingu Óla, sem hafði viðkomu í Jóhanni H ). 1-2 Ármann Smári Björnsson (80., með skalla úr teig eftir sendingu Stefáns Helga). VÖlfar Valur-Grindavík 1-2 (0-1) Valur (4-5-1) Ólafur Þór Gunnarsson .......3 Sigurður Sæberg Jónsson.......4 Guðni Rúnar Heigason .........3 Ármann Smári Bjórnsson ......4 Kristinn Lárusson ...........3 (73., Hjalti Vignisson........-) Matthías Guðmundsson..........1 Jóhann Hreiðarsson............2 Bjarni Ólafur Eirlksson.......3 Sigurbjörn Hreiðarsson.......3 Birkir Már Sævarsson..........1 (46., Stefán Helgi Jónsson...2) JóhannMöller..................2 (56. Árni Ingi Pjetursson ...4) Samtals 13 menn..............35 Dómari: Ólafur Ragnarsson (2). Áhorfendur: 950. Gul spjöld: Valur: Engin. Grindavík: Gestur. Rauð spjöld: Ray Anthony Jónsson, Grindavík. Skot (á mark): 15 (4)-6 (5) Horn: 3- 2 Aukaspyrnur: 8-11 Rangstöður: 4- 6 Varin skot: ÓlafurÞ.2- Ólafur G.2. Maður leiksins hjá DV-Sporti: Sinisa Kekic, Grindavík Grindavík (4-3-3) Ólafur Gottskálksson.........2 ÓðinnÁrnason ................3 Sinisia Kekic ...............5 Ólafur Örn Bjarnason.........4 Gestur Gylfason..............4 (84., Mathias Jack ..........-) PaulMcShane .................4 Eyþór Atli Einarsson.........3 Guðmundur Bjarnason .........3 Eysteinn Húni Hauksson.......3 (78.,MichaelJónsson..........-) Ray Anthony Jónsson .........3 Óli Stefán Flóventsson.......3 Samtals 11 menn..............37 KR’ingar leika íJerevan í dag: Öll aðstaða til fyrirmyndar Klukkan var farin að nálgast miðnætti í Armeníu þegar blaðamaður DV-Sports náði tali af Willum Þór Þórssyni, þjálfara KR, í gær. Hann sagði ferðina hafa gengið mjög vel þrátt fyrir að hafa verið löng og ströng, eins og vitað var. „Þetta gekk allt saman mjög vel,“ sagði Willum. „Allar tíma- setningar stóðust og hóteiið er ekki langt frá flug- vellinum, þannig að við þurftum ekki að sitja lengi í rútunni. Hér eru allar að- stæður og aðbúnaður til fyrir- myndar og líður okkur mjög vel.“ 19 klukkustunda ferð Willum og lærisveinar hans hjá KR ásamt föruneyti lögðu af stað ffá Islandi snemma dags á mánu- dag. Þeir komust svo á leiðar- enda um 19 klukkustundum síð- ar. En Willum sagði að þeir hefðu náð að nýta gærdaginn vel. „Við skoðuðum völlinn sem við munum spila á og fengum að æfa á honum. Leikurinn verður háður á velli félagsins, Pyunik Jerevan, en ekki þjóðarleikvang- inum þar sem íslenska landsliðið lék árið 1999. Ég held að völlur „Þetta er skaplegt að kvöldi til, um 20 gráða hiti." félagsins sé sá eini sem standist alþjóðakröfur og því sé landsliðið byrjað að leika leiki sína þar," sagði Willum. Völlurinn tekur 16 þúsund áhorfendur í sæti og sagði blaðafulltrúi liðsins við hann í gær að vel gæti svo farið að uppselt yrði á leikinn. Mjög heitt er nú á þessum slóðum og er Willum því afskap- lega feginn að þurfa ekki að leika þegar sólin er sem hæst. „Þetta er skaplegt að kvöldi til, um 20 gráða hiti. Hér er líka mjög mikill raki og því útgufun mikil sem þýðir að menn verða að passa sig á að ofþorna ekki,“ sagði Willum. Enn þó nokkuð um meiðsli Sigurvin Ólafsson leikur ekki með KR í dag vegna meiðsla og hið sama má segja um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Sá síðarnefndi er reyndar leikfær en treysti sér ekki í ferðalagið langa vegna meiðsla sinna í mjöðm. Sigþór Júlfusson er rif- beinsbrotinn og þá mun Þórhall- ur örn Hinriksson ekki vera í byrjunarliðinu í dag. Lýst beint í KR-útvarpi Willum segir daginn í dag vera hefðbundinn með tilheyrandi fundum og gönguferðum. Leik- urinn hefst kl 15.15 að íslenskum tíma og verður honum lýst beint í KR-útvarpinu, FM 98,3, og verð- ur þeirri lýsingu einnig útvarpað í Útvarpi Sögu, FM 94,3. Þá verða leiknum einnig gerð góð skil á dv.is. eirikurst@dv.is LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ KR Marlc Kristján Finnbogason Vöm (ffá hægri tii vinstri): Jökull Elísabetarson Gunnar Einarsson Kristján Örn Sigurðsson Sigursteinn Gíslason Miðja (frá hægri til vinstrij: Arnar Jón Sigurgeirsson eöa Sölvi Davíösson Kristinn Hafliðason Veigar Páll Gunnarsson Jón Skaftason Einar Þór Danielsson Sókn: Sigurður Ragnar Eyjólfsson eða Garðar Jóhannsson Gtorgla Tyrkland íran Astrbaldsjan h. LÖNG FERÐ: Armenia er ( útjaðri Evrópu, mittá milli Svartahafs og Kaspfahafs, aöeins steinsnar frá fran. Willum Þór Þórsson. wwwr vs Pyunik Jerevan (Armeníu) Beint á d .í klukkan:14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.