Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Page 12
72 FttÉTTBt LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
Einstök tónleikaferð um allt land með lifandi
goðsögnum úr íslenskri tónlist
september
06. Þórsmörk - Básar
10. Selfoss - Pakkhúsið
11. Vestm. eyj ar - Höllinn
12. Vík í Mýrdal - Leikskálar
13. Höfn - Hótel Höfn
14. Seyöisfj örður - Skaftfell
16. Egilsstaðir - Hótel Hérað
17. Eskifj örður - Valhöll
18. Húsavík - Hótel Húsavík
19. Akureyr i - Sj allinn
20. Siglufjörður - Bíó Café
21. Sauðárkrókur - Kaffi Krókur
23. Stykkishólmur - Hótel St.
24. Ólafsvík- Hótel Ólafsvík
25. Bifröst - Háskólinn á Bifröst
26. Mosfellsbær - Hlégaróur
27. Kópavogur - Salurinn
októbear
02. Hafnarfjörður - Hafnarborg
03. Akranes - Bíóið
04. Reykjavík - Austurbær
10. Keflavík - Stapi
11. ísafjörður - Hnífsdal
MITSUBISHI
MOTORS
én í íé.OOö eirttök ^
seld af plötunni 22 ferðalög
Útlönd
Hékmwmn itmotskwm
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson
Netfang: gube@dv.is
Sími: 550 5829
Slæm í umferðinni
UMFERÐARMÁL For-
eldrar sem aka börnum
sinum í skóla á hverjum
einasta degi eiga á
hættu að þessi sömu
börn verði hættuleg í
umferðinni þegar þau
vaxa úr grasi. Börnin
eiga að fá að læra á um-
ferðina af eigin raun.
Þetta er mat danskra
sérfræðinga í umferðar-
öryggismálum, að sögn
blaðsins Politiken.
René la Cour Snell, for-
stöðumaður umferðar-
ráðs, segir að þessi of-
vernduðu börn hafi
enga tilfinningu fyrir
umferðinni þegar þau
fái sér fyrstu skellinöðr-
una eða bílinn.
Hermennirmr
vilja fara heim
VEL PASSAÐUR: Donalds Rumsfelds, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, var vel gætt
þegar hann heimsótti borgarstjórann i Mosul í frak í gær. Rumsfeld sagði bandarísk-
um hermönnum í borginni að ekki væri þörf á að fjölga í hernámsliðinu.
„Mér er andskotans sama um
Rumsfeld. Það eina sem skiptir
mig máli er að fara heim."
Þetta sagði bandaríski hermaður-
inn Rue Gretton við fréttamann
Reuters í Tikrit, heimaborg Sadd-
ams Husseins, fyrrum íraksforseta,
í gær.
Til stóð að Rumsfeld stappaði
stálinu í hermennina í Tikrit með
ræðu en vegna þess hve dagskrá
ráðherrans var þéttskipuð og tím-
inn naumur varð hann að aflýsa
ræðunni í þetta sinn.
„Það eina sem við höfðum upp úr
heimsókninni var að við þurftum
að taka til svo allt liti vel út. Og hann
sá þetta ekki einu sinni,“ sagði
Gretton eftir að hermennirnir
höfðu sópað göturnar í kringum
höllina.
Rumsfeld hefur verið
harðlega gagnrýndur,
bæði innan bandaríska
hersins og utan, fyrir
tregðu sína við að end-
urnýja í herliðinu.
Rumsfeld gaf sér þó tíma til að
þakka hermönnunum fyrir, eftir að
hann ræddi við yfirmenn þeirra.
„Þetta var gott fyrir liðsandann,"
sagði Josslyn Alberle major og tals-
kona hermannanna í höllinni.
í borginni Mosul sagði Rumsfeld
við bandaríska hermenn að engin
þörf væri á að fjölga í liðinu í írak,
þrátt fyrir mikla aukningu í árásum
á það síðustu vikurnar.
Rumsfeld hefur verið harðlega
gagnrýndur, bæði innan banda-
ríska hersins og utan, fyrir tregðu
sína við að endurnýja í herliði
Bandaríkjamanna í írak. Bandarísk-
ir hermenn þar eru um 150 þúsund
en aðeins 22 þúsund frá öðrum
löndum.
Rússar hafna drögum
ígor ívanov, utanrfkisráðherra
Rússlands, tók í gær undir með
Frökkum og Þjóðverjum og hafnaði
drögum að ályktun sem Banda-
ríkjamenn hafa kynnt í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna. Þar er hvatt
til þess að fleiri þjóðir leggi til bæði
hermenn og fé tU uppbyggingarinn-
ar í Irak, undir merkjum SÞ. ívanov
sagði að enn væri eftir mikU vinna
við drögin.
Jack Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist í gær vera bjart-
sýnn á að samkomulag myndi nást
um ályktunardrög Bandaríkja-
manna. Hann sagði að viðræður
væru í gangi um að leysa ágreining
landanna.
„Ég er bjartsýnn," sagði Straw í
ítölsku borginni Garda del Riva þar
sem hann sat fund utanrrkisráð-
herra Evrópusamandsins.
Fréttir herma að bandarísk
stjórnvöld ætli að þrýsta á að greidd
verði atkvæði um ályktunina í Ör-
yggisráðinu snemma í næstu viku.
Líkur eru þó á að umræðurnar um
hana dragist eitthvað á langinn þar
sem mikill þrýstingur er á að gerðar
verði á henni breytingar.
Forráðamenn Brítish Airways
Spá í flugskeytavarnir
Breska flugfélagið British
Airways íhugar að setja flug-
skeytavarnarkerfi í farþega-
þotur sínar til að vernda þær
gegn hugsanlegum hryðju-
verkaárásum.
Forráðamenn félagsins hafa
rætt við flugvélafyrirtæki en að
sögn breska ríkisútvarpsins BBC
eru þær viðræður á frumstigi. ,
Flugfélagið tilkynnti í gær að
áætlunarflug þess til Sádi-Arabíu
myndi hefjast á ný í dag, laugar-
dag, eftir að öryggismál á flugvöll-
unum í Riyadh og Jeddah voru
endurskoðuð. Öllu flugi þangað
var aflýst þann 13. ágúst af ótta
við hryðjuverk.
J
ÍHUGAVARNIR: Forstjórar breska
flugfélagsins British Airways kanna
nú hvort fýsilegt sé að koma flug-
skeytavarnarkerfum fyrir í farþega-
þotum félagsins, af ótta við hryðju-
verkaárásir.
„Þar sem hætta er á hryðjuverk-
um teljum við að árangursrrkasta
leiðin til að koma í veg fyrir þau sé
að viðeigandi yfírvöld átti sig á
mögulegum skotstöðum í ná-
grenni flugvalla," sagði talskona
BA við BBC.
Óttinn við flugskeytaárásir á
farþegaflugvélar hefur farið vax-
andi á undanförnum mánuðum.
Skemmst er að minnast þess að
breskur ríkisborgari var nýlega
handtekinn í Bandaríkjunum þar
sem hann reyndi að selja rúss-
neskt flugskeyti útsendara alríkis-
lögreglunnar FBI sem þóttist vera
liðsmaður al-Qaeda.
Sérfræðingar segja að helsti
ljónið í vegi slíkra varnarkerfa sé
hversu dýr þau eru.