Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2003, Qupperneq 20
20 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2003
\ð vera í takt við tímann
Það á að gera framhald afvinsælustu kvikmynd
allra tíma á íslandi, Með allt á hreinu. Ágúst
Guðmundsson leikstjóri sest aftur við stjórnvöl-
inn eftir rúmlega 20 ára hlé. Hann rifjaði upp
nokkrar minningar með Helgarblaði DV.
„Að vera í takt við tímann, getur tekið á. Að
vera „up to date“ er okkar innsta þrá.
Hverskyns fanatík er okkur framandi. Hún er
handbremsa á hugann lamandi."
Þetta eru línur úr texta Stuðmanna við
gleðilagið Búkalú sem þeir sungu við raust á
legíó sveitaballa á níunda áratugnum. Það
var á þeim árum sem þessi ólseiga kátínu-
sveit naut hvað mestra vinsælda í kjölfar
kvikmyndarinnar Með allt á hreinu sem fleiri
Islendirigar sáu en nokkra aðra kvikmynd.
Umrædd bíómynd hefur síðan verið eins og
exem á líkama þjóðarinnar og eftir sífelldar
endurútgáfur og dreifingar með pylsupökkum
og á DVp og hver veit hvað eru áreiðanlega
fleiri Isleridingar sem kunna utanbókar tilsvör
þessarar myndar en geta vitnað í Njálu.
Ævintýri Stuðmanna
Það er sanngjarnt að segja að Stuðmenn
hafa, eins og segir í ofangreindum texta, alltaf
viljað vera „up to date“. Þeir hafa synt gegn-
um tímann f augsýn þjóðarinnar, stundum
farið í taugarnar á okkur en oftar höfum við
elskað þá og sungið með. Þeir hafa frá fyrsta
degi gert miskunnarlaust grín að leit sinni að
hægum sessi við arineldinn í stásstofu þjóð-
arinnar eins og lagið Að slá í gegn ber fagurt
vitni um. Hver man ekki eftir nöprum hár-
leysisbröndurum sem loddu við umrædda
bíómynd eins og hár í súpunni.
„Það varJakob Magnússon
sem kom að máli við mig um
veturinn og með okkur tókst
gott samstarf.
Til var söguþráður sem
byggðistá Tívolí-plötunni en
ég lagði til annan söguþráð
og eftir honum var gert það
handrit sem dugði tilþess að
fá svolítinn styrk til verksins."
Sennilega er sanngjarnt að segja að þegar
best hefur látið á bráðum 30 ára ferli Stuð-
manna hafi þeim tekist þetta ætlunarverk sitt
og þjóðin hefur tekið þá í fangið, mætt á
dansleikina, keypt plötumar, lesið viðtölin og
sungið hástöfum með öllu saman. Þetta
gerðum við svikalaust sumarið á Sýrlandi og
ekki síður í Tívolí-ævintýrinu og keyrði um
þverbak þegar allir vom með allt á hreinu.
Svo getum við líka rifjað upp ævintýri eins og
Hvíta máva sem áttu að verða næsta metsölu-
mynd og við getum reynt að blístra lagið Moscow
Moscow sem átti að tryggja þeim heimsfrægð
kringum leiðtogafundinn 1985 og þá áttum við
okkur á því að það hafa ekki allar tilraunimar tek-
ist sem skyldi. En það er enginn fullkominn -
hvorki við né Stuðmennimir.
Og nú byrjum við aftur
Nútíminn er tmnta og bítur stundum f sitt
eigið tagl og nú hafa bjartsýnismenn í hópi
hljómsveitarmanna og kvikmyndaleikstjóra
ákveðið að gera framhald af vinsælustu kvik-
mynd íslands rúmum 20 ámm eftir fmrrraýn-
ingu fyrri myndarinnar.
Framleiðslufyrirtækið Bjarmaland hefúr
verið endurreist, það er búið að semja fullt af
lögum og skrifa handrit að kvikmynd sem
heitir í takt við tímann óg tökur á henni hefj-
ast í Tívolí í Kaupmannahöfn þann 12. sept-
ember. Þar verður þráðurinn tekinn upp aft-
ur þar sem frá var horfið í fyrri myndinni og
Stuðmenn halda mikla tónleika í Kristalsaln-
um í þessum elsta skemmtigarði heimsins.
Þáð verða sætaferðir með Flugleiðum og
pöntunuin rignirinn því þama vilja állir vera
þótt það séu liðin 20 ár og allir orðhir jafn-
mörgum árúm eldri.
Byrjað á endinum
Þetta er ekki lokaatriði kvikmyndarinnar
en þegar Ágúst Guðmundsson leikstjóri hóf
tökur á Með allt á hreinu sumarið 1982 þá var
byrjað á endinum. Það vildi þannig til að
Stuðmönnum var boðið að spila á þjóðhátíð f
Kaupmannahöfn og þegar það fréttist til
annarra Norðurlanda vildu íslendingar í Nor-
egi ekki láta sitt eftir liggja og bandið þurfti að
bregða sér þangað líka. Þetta skýrir tilvist
umræddra atriða í kvikmyndinni og rugling-
inn í kringum Holmenkollen-stökkpallinn í
Ósló og skýrir einnig þann mismun sem er á
blæ lokaatriðisins og öðmm atriðum f mynd-
Við vorum hálfblankir
Þegar þessir hlutir gerðust var Ágúst Guð-
mundsson, sem er oft talinn upphafsmaður
íslenska kvikmyndavorsins, búinn að gera
tvær kvikmyndir í fúllri lengd í samvinnu við
ísfilm sem var stofnað til stórra hluta á um-
ræddu kvikmyndavori. önnur þeirra var
Land og synir sem vár upphafsmynd vorsins
en hin seinni var Útlaginn sem byggðist á
Gísla sögu Súrssonar. Þar sást varla í nokkurn
leikara fyrir hári og skeggi og þegarÁgúst sest
niður með blaðamanni DV til að spjalla um
tilurð nýju myndarinnar þá viðurkennir
hann að hann hafi líklega ekki verið fyrsta val
Stuðmanna til þess að stýra umræddri kvik-
mynd því hann hafi verið talinn frekar alvar-
legur.
„Það var Jakob Magnússon sem kom að
máli við mig um veturinn og með okkur tókst
gott samstarf. Til var söguþráður sem byggð-
ur var á Tívolí-plötunni, en ég lagði til annan
söguþráð, og eftir honum var gert það hand-
rit sem dugði til þess að fá svoh'tinn styrk til
verksins. Víð hjá ísfilm höfðum grætt svolitla
peninga á fýrstu mynd okkar en-tapað þeim á
næstu mynd svo það lá ekkert sérstakt fyrir
annað en að ráðast í þetta. Við vorum búnir
með aurana. Ég og Stuðmenn stofnuðum
saman fyrirtækið Bjarmaland og hófumst
handa,“ segir Ágúst þegar hann rifjar þetta
upp.
Keypti notaðan Citroén
- Hér þarf varla að rifja það upp að tæplega
120 þúsund fslendingar munu hafa séð Með
allt á hreinu f kvikmyndahúsum á sínum
tíma. Urðuð þið ekki moldríkir af þessu?
„Ég man það ekki vel,“ segirÁgúst og glott-
ir......
„Ég man samt að ég keypti mér notaðan bfl
af Citroén gerð, mikinn kjörgrip.“
- Það er sérkennileg tilviljun að eftir þetta
vel heppnaða verkefni skÚdu Ieiðir Stuð-
manna og Ágústs og þeir gerðu kvikmynd
sem hét Hvítir mávar en Ágúst gerði kvik-
mynd sem hét Gullsandur. Báðar fjölluðu
með einhverjum hætti um leitina að fjársjóði
Hæfilega .wild': Ágúst Guðmundsson leikstjóri ætlar að taka aftur upp rúmlega 20 ára gamlan söguþráð og gera
framhald af Með allt á hreinu. . DV-mynd ÞÖK
og erlendur her kom við sögu í þeim báðum.
Hvorug þessara mynda mun vera talin meðal
bestu verka höfunda sinna.
- Gerð framhaldsmyndarinnar mun hafa
verið rædd árum saman á árshátíðum
Bjarmalands en það var að frumkvæði Ágústs
sem loks var látið til skarar skríða í vetur.
Ágúst segir að í rauninni eigi nýja myndin að
taka upp þráðinn þar sem frá var horfið
nema hvað það hafa liðið 20 ár. Að öðru leyti
er Ágúst frekar fámáll um það hvað nákvæm-
lega eigi að gerast í nýju myndinni umfram
það að flestar söguhetjur verði á sínum stað.
„Að vísu er þetta heldur stórt persónugall-
erí til að hafa í kvikmynd en ég held að það
vilji allir vera með.“
- En verður Dúddi á sínum stað spyr ég í
þeirri sannfæringu að rótarinn og stórsnill-
ingurinn Dúddi, sem Eggert Þorleifsson lék
svo ógleymanlega á sínum tíma, sé sú per-
sóna sem alls ekki mætti vanta í framhaíds-
mynd eins og þessa.
„Jú, Dúddi verður á sínum stað,“ segir
Ágúst af festu og mér léttir stórlega fyrir hönd
allra þeirra sem bíða án efa með tilhlökkun,
vantrú eða sambland af þessu tvennu eftir
umræddu framhaldsmeistaraverki.
Hæfilega „wild"
- Það liggur það orðspor á Með allt á
hreinu að myndin hafi í rauninni verið gerð
án handrits og nánast spunnin á staðnum. í
heimildarmynd sem fylgir myndinni á DVD-
diskinum segir Eggert Þorleifsson að hann
hafi rekið í rogastans þegar hann sá endan-
lega gerð myndarinnar því að honum kom á
óvart að það skyldi vera söguþráður í henni. í
sömu mynd segir Valgeir Guðjónsson frá því
hvernig hann og félagar hans sömdu nokkur
vinsælustu lög myndarinnar í einni rútuferð
frá Egilsstöðum á kassagftar sem þeir tóku
traustataki þar frá ffænda Valgeirs.
„Það var auðvitað til handrit en það var
mjög mikið vikið frá því og þótt við héldum
okkur við þann söguþráð sem lagt var upp
með þá bættust mörg fyncjustu atriðin við
eftir að tökumar sjálfar hófúst," segir Ágúst
sem viðurkennir að hann hafi aldrei áður gert
framhald af neinni kvikmynd sem hann hef-
ur átt þátt f.
- Þegar Stuðmannaaðdáendur hugsa til
allra þeirra uppátækja sem þessi stórhljóm-
sveit fslands hefur tekið sér fyrir hendur um
dagana verður okkur ljóst að þetta verður án
efa eins og hin, hæfilega „wild" en snyrtrí
mennskan þó ávallt í fyrirrúmi. Við mætum
ömgglega. poili@dv.is
ÞaÖ erhérria blátt relðhjól: Eggert Þorleifsson (hlutverki Dúdda miðils og rótara í ógleymanlegu sky.ggnilýsingar-
atriöi I Með allt á hrelnu.