Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR W. SEPTEMBER 2003 Hestar í enskri HESTAMENNSKA: Erlend út- gáfa af HESTUM, tímariti um ís- lenska hestinn, mun hefja göngu sína í byrjun næsta mánaðar. Tímaritið verður gef- ið út á ensku í 15 þúsund ein- tökum og dreift frítt á Norður- löndum og í Ameríku. Innihald blaðsins verður að mestu leyti það sama og í íslensku útgáf- unni en einnig verður höfðað útgáfu til aðila í hestatengdri ferða- þjónustu. Auk þess verður í blaðinu fræðsluefni fyrir byrj- endur. HESTAR hafa fengið frábærar viðtökur hér á landi. Blaðinu er dreift frítt í 6.000 eintökum á bensínstöðvar ESSO og hesta- vöruverslanir og klárast upp- lagið á nokkrum dögum. Aug- lýsendur hafa tekið blaðinu mjög vel, að því er fram kemur í frétt frá aðstandendum blaðs- ins. HESTAR hvetja hagsmunaaðila í hestamennsku og hesta- tengdri ferðaþjónustu til að nýta sér þetta tækifæri og aug- lýsa þjónustu sína í stærsta ís- lenska tímaritinu sem dreift er í útlöndum. Vefnámskeið NÁMSKEIÐ: Síminn og Rafiðn- aðarskólinn hyggjast efna til vefnámskeiðs um fjarskipta- tækni. Námskeiðið er ætlað öll- um sem eru áhugasamir um að kynnast því hvernig nýta megi beturfjarskiptatæknina í sína þágu. Námskeiðið nýtist öllum símnotendum, sjón- varps- og breiðbandsnotend- um, internetnotendum, leið- beinendum og námsmönnum auk þeirra sem þurfa að taka ákvarðanir varðandi val á sím- kerfi og tengingum fyrirtækja. Starfsmenntaráð styrkir verk- efnið. Einn af helstu kostunum við vefnámskeið af þessu tagi er að hægt er að taka nám- skeiðið hvar sem er og hvenær sem er á ákveðnu tímabili. Launamunur kynjanna minnkar Niðurstöður launakönnunar VR árið 2003 sýna að launamunur kynjanna minnkar um 6-7% og um 60% svarenda segjast vera sátt við launin sín. Þetta kom fram er ný launakönn- un Verzlunarmannafélags Reykja- víkur var kynnt í morgun. Það var Félagsvísindastofnun Háskóla fs- lands sem gerði könnunina að beiðni VR og er það í fímmta skipt- ið sem slík launakönnun er gerð. Rúmlega annar hver félagsmað- ur VR sem fór í launaviðtal á síðasta ári fékk launahækkun og nam hún að meðaltali 11%. Hlutfallslega fleiri konur en karlar fengu hækkun eftir launaviðtal. Misjafnt er eftir starfsstéttum hvort meðalgrunn- laun hafa hækkað frá síðustu launakönnun VR í október 2001. Mest hafa grunnlaun hækkað um 22% og meðalhækkun er 10%. Meðal fólks í fullu starfí eru karl- ar að meðaltali með 22% hærri heildarlaun en konur. Samkvæmt launakönnun VR frá árinu 1999 var þessi munur 29%. Þegar tekið er til- lit til starfsstéttar, lengdar vinnu- tíma, starfsaldurs og aldurs hafa karlar að meðaltali 14% hærri heildarlaun en konur samkvæmt könnuninni nú en þessi munur var 18% árið 1999. Eru niðurstöður Iaunakönnunar VR í ár og á síðustu árum taldar Eru niðurstöður launa- könnunar VR í ár og á síðustu árum taldar sýna að flestþau mark- mið sem félagið lagði til við gerð síðustu kjarasamninga séu að nást. sýna að flest þau markmið sem fé- lagið lagði til við gerð síðustu kjara- samninga séu að nást. Lengri vinnutími Meðalvinnutími starfsfólks á viku lengist örlítið frá því í síðustu launakönnun VR eftir að hafa styst milli kannananna sem gerðar voru árin 2000 og 2001. Árið 2001 var meðalvinnutími á viku meðal fólks í fullu starfi 42,7 klst. en er nú 43,2 klst. Hærri stjórnendur fá hæstu laun- in, 403 þúsund í heildarlaun á mánuði að meðaltali. Lægstu laun- in eru hjá afgreiðslufólki á kassa, 152 þúsund að meðaltali í heildar- laun. Launagreining eftir atvinnu- greinum leiðir í ljós að hæst laun eru greidd í fyrirtækjum sem sér- hæfa sig í fjármálum, tölvuþjón- ustu og annarri sérhæfðri þjón- ustu, eða 296 þúsund krónur að meðaltali í heildarlaun á mánuði. Um 60% svarenda segjast vera sátt við launin sín. Meðal yngstu svarendanna eru hins vegar 50% ósátt við launin sín. Karlar fara fram á hlutfallslega meiri hækkun en konur, eða 21% á móti 18% Konur vilja að jafnaði 258 þús. kr. í grunnlaún en karlar 310 þús. kr. Þá fá 44% svarenda yfirvinnu greidda að fullu og tæplega 12% að hluta. Yfírvinnan er innifalin í laun- um hjá tæplega 29% svarenda og um 10% inna ekki af hendi yfir- vinnu. hkr@dv.is NÝ LAUNAKÖNNUN: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur kynnti nýja launakönnun snemma I morgun. Samkvæmt henni hefur launamunur karla og kvenna minnkað og vinnutími lengst aðeins. 60% svarenda segjast sátt við laun sín. % : i íslandsbanki telur einkaframkvæmd raunhæfan kost: Sundabraut spennandi kostur fyrir fjárfesta RAUNHÆFUR KOSTUR: Þrír ráðherrar hafa lýst þeirri skoðun að með þvi að fara leið einkaframkvaemdar megi flýta framkvæmdum við Sundabraut. Framkvæmdir hafa dreg- ist mjög og var til dæmis stefnt að þvl vorið 1999 að þverun Kleppsvíkur yrði lokið á þessu ári. Ekki liggur hins vegar enn fyrir hvaða leið verður farin yfir víkina en megin- kostirnir tveir sjást á þessari mynd. Fjármálaráðherra lýsti því í við- tali við DV fyrir helgi að hann teldi „einboðið" að setja Sundabraut í einkafram- kvæmd og að þannig mætti hugsanlega flýta framkvæmd- um. Utanríkisráðherra og sam- gönguráðherra hafa síðan tek- ið undir þessa skoðun. Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður verkefna- og fast- eignafjármögnunar hjá íslands- banka, telur að þetta sé raunhæfur kostur. „Einkaframkvæmd Sundabraut- ar er að mati fslandsbanka vel framkvæmanlegur kostur og gaéti raunar verið mjög spennandi kost- ur fyrir fjárfesta og framkvæmdar- aðila. Enn sem komið er er umfang verkefnisins ekki skýrt en það virð- ist af þeirri stærðargráðu að nauð- synlegt sé að gera það þannig úr garði að erlendir og innlendir aðil- ar geti komið að fjármögnun. f því sambandi er mikilvægt fyrir ríki og borg að skipuleggja verkefnið með það fyrir augum að þekking og reynsla úr sambærilegum verkefn- um erlendis ásamt möguleikum ís- lenska fjármagnsmarkaðarins nýt- ist sem best.“ Alexander nefnir sem dæmi að í Noregi standi fyrir dyrum um- fangsmiklar endurbætur á vega- kerfinu. í vesturhluta landsins hafi verið ráðist í fyrsta verkefnið af þremur sem áætlað sé að verði öll ( einkaframkvæmd. Heildarfjárhæð „Verkefnið virðist af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt sé að gera það þannig úr garði að erlendir og innlendir aðilar geti komið að fjármögnun." þess verkefnis sé að jafnvirði um 18,5 milljarða íslenskra króna. Reynsla íslandsbanka af einka- framkvæmdum hefur hingað til verið góð að hans mati. „Þó má segja að mörg þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í hér á landi hafi verið fremur smá í sniðum og fyrir vikið ekki réttlætt mikinn undir- búningskostnað af hálfu bjóð- enda. Einkaframkvæmd Sunda- brautarinnar er hins vegar verkefni af þeirri stærðargráðu að mikil- vægt er að vanda vel til undirbún- ings og ef lærdómur er dreginn af þróun sambærilegra verkefna er- lendis er líklegt að hægt sé að vekja áhuga erlendra aðila á fjármögnun þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.