Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 19
b MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MENNING 19 Barnasálfræði BÓKMENNTIR: Út er komin hjá Máli og menningu bókin Barna- sálfræði - frá fæðingu til ung- lingsára eftir Alfheiði Steinþórs- dóttur og Guðfinnu Eydal. Bók- in var tilnefnd til (slensku bók- menntaverðlaunanna árið 1995 og er nú orðin sígildur vegvísir handa uppalendum og öðrum sem sinna málefnum barna. Bókin fjallar um þroska barna frá fæðingu til unglingsára. Lýst er eðlilegum þroskaferli, farið gegnum þróunina ár fyrir ár til 12 ára aldurs og einnig tekið á einstökum atriðum. Má þar nefna kafla um foreldrahlut- verkið og annan um mótun barns í fjölskyldu, þar sem m.a. er rætt um einkabörn og tví- bura. Staldrað er við breytingar og álag sem komið geta upp í lífi barna, sálræna erf- iðleika og hegðunar- vandræði og loks af- markaða þætti, til dæmis svefnvenjur, aga, of- beldi, leik og sköpun, kynhlut- verk, vináttu og fleira. Norræn goðafræði BÓKMENNTIR: Úterkomið smásagnasafnið Auga Óðins - sjö sögur úr norrænni goða- fræði - sem ætlað er börnum og unglingum. Þar glíma sjö rit- höfundar og jafnmargir mynd- skreytar við óþrjótandi sagna- brunn norrænnar goðafræði. Sumir flytja viðfangsefnið til samtímans, aðrir dvelja í goð- heimum og enn aðrir byggja brú þar á milli. Höfundarnir sem eiga sögur í bókinni eru Adda Steina Björns- dóttir, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, Gunnhildur Hrólfsdótt- ir, Iðunn Steinsdóttir, Jón Hjart- arson, Kristín Steinsdóttir og Kristín Thorlacius. Myndir gerðu Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Brian Pilkington, Freydís Kristjánsdóttir, Jean Posocco, Kristín Ragna Gunnars- dóttir og Sigrún Eld- járn. Bókinni lýkur á yfirgripsmiklu hugtaka- safni um norræna goðafræði. Bókin er samstarfsverkefni Máls og menningar og IBBY á (slandi. Yann Martel má þola endalausar vangaveltur lesenda sinna um sannleiksgildi Sögunnar af Pí: • • sonn „Saga Pí getur tæpast veríð sönn, svo furðuleg er hún og með ólíkindum lygileg. Pegar öðrum hluta lýkur þykist lesandinn sannfærður um að formáli höfundar hafi aðeins verið snjall blekk- ingarvefur. En þriðji hluti sögunnar kemur svo rækilega á övart að lesandinn getur ekki varist þeirri hugsun að allt geti gerst - einnig sagan af Pí!" Þetta sagði Sigríður Albertsdóttir í afar loflegri umsögn sinni í blaðinu í gær um Söguna af Pí eftir Yann Martel. Hún er greinilega f miklum vafa um hvort það sem hún var að lesa sé „sönn saga“ eða „bara skáldskapur". Og hún er ekki ein um það. Höfundurinn, ungur og fallegur maður frá Kanada sem hér er gestur á bókmenntahá- tíð, segir að allir spyrji sig að þessu sama. Þó lét tíðindamaður DV sig hafa það að byrja á einmitt þessari spurningu. Staðreyndir eru aðeins upphafið - Þú hefur skrifað yndislega sögu, sanna sögu, sannfærandi sögu með ótrúlega ná- kvæmum lýsingum á þeim hrikalegu hremmingum sem söguhetjan lendir í, skipreika úti á reginsjó með 450 punda tfgrisdýri í venjulegum björgunarbát. Les- anda líður eins og hann sé staddur sjálfur á þessum bát, svo lifandi eru lýsingarnar á umhverfi og atvikum. En hefur þessi saga gerst? Efég segði að það væri sann- leikskjarni í sögunni, það hefði maður orðið skip- reika á báti ásamt dýri - ekki tígrisdýri heldur öðru dýri - yrði sagan mín eitthvað betri fyrir það? „Nú færð þú sama svar og allir aðrir,“ seg- ir Martel þolinmóður: „öll list er sönn. Lífið er saman sett úr staðreyndum - ég er frá Kanada, þú frá íslandi - og á þeim byggjum við, við byggjum sögur á staðreyndum. Skáldsögur eins og Stríð og friður og Heims- ljós, listaverk eins og Guernica, öll eru þau sönn. Þessi verk tala máli mannsandans og segja frá mannlegri reynslu, þess vegna eru þau sönn. En okkur finnst það ekki nóg. Við erum rosalega upptekin af raunveruleikan- um, við tengjum sannleika við staðreyndir og gleymum því að það er til annars konar sannleikur. Því lífið er komið undir túlkun og þá hætta staðreyndirnar að skipta máli. Já,“ botnar hann ræðu sína: „Svar mitt er einfalt: Vitaskuld er þessi saga sönn. öll list er sönn. Það er að segja öll góð list. Vond list er ósönn." - Sagan hefur sem sagt ekki gerst, þrjóskast blaðamaður við. „Það er þitt að ákveða það,“ segir Martel og þyngist á honum brúnin. „Ef þú segir sjálfri þér þá sögu, þá það! En mundu að það eru til makalausar sögur um fólk sem lendir í sjávarháska og sem hafa áreiðanlega gerst. Dýr eru líka flutt milli landa á skipum og skip sökkva! Staðreyndir skipta máli, stundum gríðarlega miklu máli. Sex millj- ónir dóu f útrýmingarbúðum nasista. Slíkar staðreyndir má ekki hunsa. En staðreyndir eru aðeins upphafið, mestu máli skiptir hvað við gerum við þær. Mér finnst þessi spurning gera lítið úr skáldsögunni; stað- reyndir gera hana ekki betri. Ef ég segði að það væri sannleikskjarni í sögunni, það hefði maður orðið skipreika á báti ásamt dýri - ekki tígrisdýri heldur öðru dýri - yrði sagan mín eitthvað betri fyrir það? Nei. Ef hún er sönn þá er hún það af eigin ramm- leik.“ Árátta eða upplifun án milliliðar Yann Martel fagnar boðum á bókmennta- hátíðir af því að þær gefa honum tækifæri til að ferðast. „Ef ekki væri þessi bókmenntahátíð hér væri ég ekki í Reykjavík núna,“ segir hann, „og ég hef haft ákaflega gaman af að upp- götva ísland. Svona hátíðir gefa manni líka tækifæri til að hitta lesendur sína sem ein- staklinga og heyra viðbrögð þeirra. Það er alltaf gaman að stefna saman ímyndunar- afli lesenda og sínu eigin ímyndunarafli. Svo hittir maður aðra rithöfunda - ég er sér- staklega ánægður með að fá að hitta ísra- elska höfundinn David Grossman hérna, við höfum hist tvisvar áður á hátfðum. Á svona samkomum skiptist líka fólk á hug- myndum þvert á mæri landa og heimsálfa. Auðvitað gæti maður vel látið þær ganga eftir símalínum eða í tölvupósti, en það er skemmtilegra að láta þær ferðast milli manna án milliliðar." - Skipta hátíðir máli fyrir lesendur? „Auðvitað er ekki nauðsynlegt fyrir þá að hitta höfundinn. Bókin er það sem skiptir máli," segir hann fljótmæltur. „Reyndar rugla margir saman bók og höfundi - ímynda sér til dæmis að höfundurinn hljóti að vera góður maður ef sagan er falleg og söguhetjurnar elskulegar. En það þarf auð- HÖFUNDUR OG BÓK: Þó að Pí sé vænn maður þá gæti ég vel verið alveg hræðilegur - sjálfselskur drjóli, þjófur eða drykkjusvoli! En það myndi ekki breyta neinu um bókina, segir Yann Martel. DV-mynd ÞÖK vitað alls ekki að vera. Þó að Pí sé vænn maður þá gæti ég vel verið alveg hræðilegur - sjálfselskur drjóli, þjófur eða drykkjusvoli! En það myndi ekki breyta neinu um bókina. Nei,“ segir hann eftir nokkra umhugsun, „líklega eru bókmenntahátíðir bara ein birt- ingarmynd áráttu okkar í að hitta fræga fólkið. Okkur finnst kannski bækur Murakamis æðislegar og langar til að hitta manninn sem skrifaði þær. En eins og ég segi þá er þetta svolítið kjánalegt. Höfundur er ekki bækurnar sem hann skrifar. En svo ég nálgist málið á svolítið jákvæð- ari nótum þá breiða svona hátíðir út vit- neskju um höfunda sem fólk vissi kannski ekki um áður,“ bætir hann við, „og það get- ur vel bætt einhverju við upplifun okkar á bók að heyra höfundinn lesa úr henni." Þetta síðasta á reyndar við um Yann Martel sjálfan. Upplestur hans úr Sögunni af Pí í Iðnó á sunnudagskvöldið gerði bók- ina ómótstæðilega, svo vel og innlifað flutti hann sinn skemmtilega texta. Bókmenntir auðga tilveruna - Hafa bókmenntir hlutverk í þessu sam- félagi okkar - annað en búa til fræga höf- unda til að hlusta á og lesa um? „Já, bókmenntir hverrar þjóðar hafa stóru hlutverki að gegna fyrir hana sjálfa," segir hann ákveðinn. „Það er meiri spurning hvort við þurfum að lesa bókmenntir ann- arra þjóða, og svarið við því er bæði já og nei. Við getum aldrei skilið heiminn sem við lifum í, hvernig sem við reynum. Það tekur okkur allt lífið að læra að þekkja okkur sjálf, hvað þá maka okkar og samfélag - þó að það samfélag sé smávaxið og einsleitt eins og hið íslenska. Til hvers er þá að reyna að skilja japanskt samfélag eða afrísk samfélög sem eru svo ólík okkar að þau gætu verið á annarri plánetu? Okkur tekst það aldrei vegna þess að við horfum alltaf á framandi þjóðir gegnum gleraugu menningarlegrar fjarlægðar. Við lesum en við skiljum aðeins til hálfs og misskiljum mikið. Samt gerir lesturinn okkur auðugri. Það er alltafgaman að stefna saman ímyndunarafli lesenda og sínu eigin ímyndunarafli. Þegar íslenskir lesendur lesa íslenskar bókmenntir þá opnar það þeim betri skiln- ing á landi sínu og þjóð,“ segir hann að lok- um, „alveg eins er með Frakka, Albana og allar þjóðir. Bókmenntir annarra þjóða veita okkur ekki þennan djúpa skilning, en með því að lesa þær nálgumst við æ meira svarið við spurningunni hvers vegna erum við hér. Og þær gera lífið ríkara." silja@dv.is Yann Martel verður í hádegisspjalli við þýðanda sinn, Jón Hall Stefánsson, í Norræna húsinu kl. 12 á föstudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.