Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Á morgun eru liðin tvö ár frá mestu hryðjuverkaárás sögunnar: Rosalegt að sjá turn- ana loga FORSlÐUEFNI UM ALLAN HEIM: Árásirnar áTvíburaturnana í New York voru forsíðuefni allra dagblaða heims. Hér má sjá forsíður DV12., 13., og 14. september 2001. Sú fyrsta endurspeglar hryllingin, önnur hefndarhuginn, sem gagntók marga Bandarlkjamenn með Geroge Bush í broddi fylkingar, og sú þriðja sorgina þegar alvara þessa atburðar fór að ná tökum á fólki, ekki síst þeim sem misstu aettingja og vini í hamförunum. Einar Örn Ólafsson, starfsmað- ur íslandsbanka, var nýbyrjað- ur í námi í New York þegar árásin var gerð á Tvíburaturn- ana að morgni 11. september 2001. Hann man atburði þessa dags eins og þeir hefðu gerst í gær en þeir eru engu að síðu svolítið óraunverulegir enda Einar staddur á framandi stað og þekkti engan í stórborginni. „Rétt áður en skólinn byrjaði þennan morgun bárust fréttir af því að flugvél hefði flogið á annan turnanna. Fólk var frekar rólegt, hélt að þetta væri bara lítil rella enda fréttir afar óljósar og ekkert sjónvarp nálægt. Kennslustundin hófst klukkan níu en hafði ekki staðið nema í um tíu til fimmtán mínútur þegar fréttíst að flugvél hefði flogið inn í hinn turninn. Þá gerði fólk sér grein fyrir að eitt- hvað afar undarlegt væri á seyði. Kennslustundinni var reyndar að ljúka en fólk var órólegt og margir fóru út áður en henni lauk," sagði Einar þegar DV ræddi við hann í gær. Kennslustundin hófst klukkan níu en hafði ekki staðið nema í um tíu til fimmtán mínútur þegar fréttist að flug- vél hefði flogið inn í hinn turninn. Þá gerði fólk sér grein fyrir að eitthvað afar undar- legt væri á seyði. Einar stundaði mastersnám í viðskiptum við NYU-skólann sem er norðar á Manhattan en turnarn- ir en þó tiltölulega nálægt. Hann segir að þegar hann hafi komið út á torgið við skólann hafi efri hæðir turnanna staðið í ljósum logum og mikinn reykjarmökk lagt upp af þeim eins og fjölmargar myndir frá þessum atburðum sýna. „Ég fór inn og hringdi í mína nánustu, konuna, sem var heima í SPECIAL EDmON 1a N r * A N c i # c \ SChelxammcr* UPPHRÓPANIR: Á forsiðum blaða um allan heim mátti sjá myndir af árásunum á turnana tvo og gjarnan upphrópanir eins og þá hér að ofan úrThe Examiner sem getur útlagst svo: „Helvítin ykkar!" Efst er forsíða AUSA Today í sorgarbúningi sem segir árásina jafngilda stríði. íbúðinni okkar enn norðar á Man- hattan, og móður mína til að láta vita að ekkert amaði að mér. Þegar ég kom út aftur var annar turninn BASTARDS! IA CHANGED AMERiCA I ■'Æú tt _« , S ' NÆRRIATBURÐUNUM: Einar Örn Ólafsson, nú starfsmaður [slandsbanka, var nýbyrjaður í námi í New York þegar árásin var gerð á Tví- buraturnana að morgni 11. september2001. ÁHRIFAMIKIÐ: Franska blaðið Liberation lét alla útsíðu blaðsins, forsíðu og baksíðu, undir áhrifamikla mynd sem sýnir vel stærðargráðu hryðjuverkanna. hruninn (kl. 10.05). Hinn turninn hrundi skömmu síðar (kl. 10.05). Það var rosalegt að sjá turnana loga en um leið ofboðslega skrýtið. Fréttir voru í fyrstu á reiki um hvað væri að gerast og það var ekki fyrr en við fórum inn á bar í nágrenn- inu og sáum fréttir CNN að það rann almennilega upp fyrir okkur hvað væri að gerast." Götur fullar af fólki Milljónir mana stunda vinnu sína á Manhattan. Einar Örn segir að öll hús hafi fljótlega tæmst. Göturnar fylltust af gangandi fólki en nær engin bílaumferð var á göt- um þar sem öllum akstursleiðum til Manhattan hafði verið lokað. „Fólk gekk um í von um að rekast á vini eða ættingja. Barir og veitingahús fylltust og þar fylgdist fólk agndofa með fréttum af hryðjuverkunum. Ég fór niður eft- ir, nær turnunum, en kom fljótlega að hindrunum sem settar höfðu verið upp." Skóli Éinars var á svæði sem var lokað vegna atburðanna og skól- inn var ekki starfræktur í viku eftir 11. september. Höfuðstöðvar Federal Express fengu á meðan af- not af skólanum fyrir aðalstöðvar sínar. Einar mætti reyndar í skól- ann daginn eftir en hefði ekki fengið að fara inn á svæðið nema af þvf að hann var með skólaskír- teini á sér. „Daginn eftir og næstu daga ríkti afar sérkennilegt andrúmsloft í borginni en henni var lokað í nokkra daga. Fólk var mjög slegið" Skólinn var við hliðina Margar sögur eru til um fólk sem starfaði í turnunum en slapp af einhverri ástæðu við þessar hörm- ungar. Þannig er eftirminnileg sagan af starfsmanni á efri hæðum annars turnanna sem hafði fengið forljóta skyrtu í afmælisgjöf frá móður sinni daginn áður og fór í búðina að skila henni áður en hann mætti í vinnuna. Hann var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.