Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Page 14
74 FKÉmt MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Geðheilsa aldraðra landsmanna til umræðu Breiðholtsdagurinn Seldur SJÁVARÚTVEGUR: Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hef- ur keypt fjölveiðiskipið Þor- stein EA af Samherja. Fylgir 1,25 prósenta aflahlutdeild í loðnu, 2 prósenta hlutdeild í kolmunna og 1,1 prósents hlutdeild í íslenskri síld. Söluverð er 1.360 milljónir króna.Ý Skipið verður afhent 30. nóvember. GEÐHEILSA: Geðrækt efnir til þemamánaðar um geðheilsu eldri landsmanna í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík, Félags- þjónustuna, Félagsstarf í Gerðu- bergi, Geðhjálp, Landlæknisem- bættið, Landssamband eldri borg- ara, Rauða kross íslands,Trygg- ingastofnun, þjóðkirkjuna og Öldr- unarsvið LSH. Margir einangrast mikið þegar þeir koma á efri árin og þá geta fjölmiðlar verið eina tenging þeirra við samfélagið. Slík einangrun getur verið skaðleg heilsunni og því er mikilvægt að reyna að ná til sem flestra. Mark- mið þemamánaðarins er að opna umræðu um geðheilsu eldri lands- manna og benda m.a. á að þung- lyndi er ekki eðlilegur fylgikvilli þess að eldast, hvetja aldraða til að leita sér viðeigandi aðstoðar við vanlíðan, hvetja aldraða lands- menn til að vera virkir í þjóðfélag- inu og gera sýnilega þá aðstoð og þau verkefni sem eldri landsmönn- um stendur til boða, skoða stöðu aldraðra í íslensku samfélagi og stuðla að meiri vellíðan fólks á efri árum. Hádegisverðarfundir, þar sem fjallað verður um þetta mál- efni, verða næstu fjóra miðviku- daga í Grensáskirkju kl. 12-13. HÁTfÐAHÖLD: Breiðholts- dagurinn var haldinn hátíð- legur síðastliðinn föstudag. Byrjaði dagurinn á kynningu félagssamtaka úr hverfinu og (TR á fjölbreyttu félagsstarfi sínu. Einnig voru skemmtiat- riði eins og söngur og dans. Töframaður kom í heimsókn og hljómsveitir spiluðu. For- maður hverfaráðs Breiðholts, Alfreð Þorsteinsson, afhenti Guðrúnu Jónsdóttur, for- stöðumanni félagsstarfsins í Gerðubergi, hvatningarverð- laun vegna góðs árangurs í því starfi. Um kvöldið var síð- an haldinn dansleikur fyrir hverfisbúa í íþróttahúsi Selja- skóla sem um 2000 gestir sóttu. Verður Breiðholtsdag- urinn haldinn árlega. Hrefnukjötið rennur enn út eins og heitar lummur Tuttugu hrefnur hafa veiðst af þeim þremur bátum sem stunda þær á vegum Hafrann- sóknastofnunar, liðlega helm- ingur þess fjölda sem fyrirhug- að er að veiða í vísindaskyni, eða 38 hrefnur. í gær voru Hall- dór Sigurðsson (S og Sigurbjörg ST á sjó en Njörður KÓ hélt á hrefnuslóðir síðdegis. í samræmi við rannsóknaráætl- un hafa verið gerðar mælingar og sýni tekin til margvíslegra rann- sókna. Auk athugana á magainni- haldi og orkubúskap sem tengjast fæðuvistfræði hrefnu á íslandsmið- um fer fram umfangsmikil sýna- taka vegna rannsókna á viðkomu hrefnustofnsins, erfðafræði, sníkjudýra- og meinafræði ásamt rannsóknum á magni lífrænna og ólífrænna mengunarefna í ýmsum veíjum hrefnunnar. Fyrst var hrefnukjötið boðið ferskt en núna er einnig boðið upp á frosið kjöt. Það er nokkuð misjafnt hversu mikið kjöt kemur af hverri skepnu, svona frá einu upp íþrjú tonn afkjöti og rengi. Hrefnukjötið erkeypt af Ferskum kjötvörum í Reykjavík. Ingimundur Björgvinsson, verkefnastjóri Ferskra afurða, segir að kjötið selj- ist vel, allt seljist jöfnum höndum svo að eftirspumin hafi ekki bara verið stundarfyrirbrigði þeirra sem vildu smakka kjötið rneðan forvitn- in hafi verið mest vegna nýhafmna hrefnuveiða. „Fyrst var hrefnukjötið boðið ferskt en núna er einnig boðið upp á frosið kjöt. Það er nokkuð misjafnt hversu mikið kjöt kemur af hverri skepnu, svona frá einu upp f þrjú tonn af kjöti og rengi. Það verða ör- ugglega engin vandræði að selja allt kjötið af þessum 38 hrefnum þegar þær hafa verið veiddar þótt það seljist ekki allt strax, það geymist vel frosið. Ekkert af þessu kjöti verður unnið frekar en rengið verður súrs- að og verður væntanlega á matar- diskum landsmanna á þorranum. Sennilega verður þá eitthvað til af hvalkjöti," segir Ingimundur Björg- vinsson. gg@dv.is Nýjarreglur um farþega til Bandaríkjanna taka gildi 1. október: Öll vegabréf verða að vera véltæk BROTTFÖR: Áríðandi er að íslenskir farþegar á leið til Bandaríkjanna eftir 1. október verði sér úti um ný vegabréf með segulrönd. Hafi menn eldri vegabréf verður að fylgja þeim vega- bréfsáritun til Bandarikjanna. Farþegar sem hyggjast ferðast til Bandaríkjanna eftir 1. október verða að hafa í gildi ný véltæk vegabréf með segulrönd. Þá verður lífsýna krafist af farþeg- um til Bandaríkjanna eftir 26. október 2004. Allir útíendingar frá löndum sem undirgangast svokallað VWP-kerfi (Visa Waiver Program) og hyggjast ferðast til Bandaríkjanna eftir 1. okó- ber verða að hafa í gildi ný vegabréf sem hægt er að lesa með vélum. Að öðrum kosti verða farþegar að sækja um vegabréfsáritun (visa). íslend- ingar eru þátttakendur í VWP-kerf- inu þar sem ekki er þörf á að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun. Hér hafa um nokkurt skeið verið gefin út véltæk vegabréf með segulrönd með ýmsum upplýsingum um viðkom- Eldri vegabréf hafa ekki slíka segulrönd og hafi menn ekki endurnýjað þau þurfa handhafar þeirra að vera með sérstaka vegabréfsáritun í ferðum sínum til Bandaríkjanna. andi. Eldri vegabréf hafa ekki slíka segulrönd og hafi menn ekki endur- nýjað þau þurfa handhafar þeirra að vera með sérstaka vegabréfsáritun í ferðum sínum til Bandaríkjanna. Að öðmm kosti geta menn búist við að vera vísað frá landinu. Alls eru 27 þátttakendur í Visa Waiver Program. Farþegar frá þess- um löndum þurfa ekki vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna en undir- gangast ströng skilyrði og mega mest dvelja án vegabréfsáritunar 90 daga í landinu. Þessi ríki eru: Andorra, Ástralía, Austurríki, Belgía, Bretland, Brunei, Danmörk, Finnland, Frakkland', Holland, ísland, frland, Ítalía, Japan, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Nýja-Sjáland, Noregur, Portúgal, San Maríno, Singapúr, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Þýskaland. Argentína var VWP- þátttakandi frá 1996 til febrúar 2002 þegar ríkið var tekið út úr kerfinu vegna efnahag- skreppunnar þar í landi. Ungverja- land, sem hafði verið þátttakandi í VWP síðan 1998, var líka tekið úr kerfinu af efnahagsástæðum 15 apr- íl 2003. Auk véltæks vegabréfs verður þess krafist af farþegum eftir 26. október 2004 að vegabréf þeirra innihaldi líf- sýni. Ekki liggur enn íyrir af hvaða toga slík lífssýni eiga að vera en um- ræður um það eru nú í gangi. Þar að auki verða VWP-lönd að sýna fram á að þau búi við öflugt öryggiseftirlit til að koma í veg fyrir vegabréfasvik. hkr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.