Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 37
F MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 37 Heiðar frá í 6-8 mánuði KR KNATTSPYRNA: (slenski landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson varð fyrir miklu áfalli í gær er hann meiddist alvar- lega.Talið er að hann hafi slitið krossbönd í hné og ef rétt reynist verður hann frá knatt- spyrnuiðkun næstu 6-8 mán- uði. Þetta er mikið áfall fyrir Watford og íslenska landsliðið en Heiðar átti frábæran leik gegn Þjóðverjum um síðustu helgi og miðað við frammi- stöðu hans þar verður skarð hans vandfyllt í seinni leiknum úti í Þýskalandi 11. október. Heiðar hefur einnig verið að leika mjög vel með Watford það sem af er vetri og varð annar í kjöri á besta manni liðsins í ágúst. Frá þessu var greint í Olíssporti á Sýn í gær. 8 á hættusvæði KNATTSPYRNA: Átta leik- menn þýska landsliðsins eiga það á hættu að verða í leik- banni þegar Þjóðverjar taka á móti (slendingum 10. október næstkomandi. Meðal þeirra sem hafa fengið gult spjald eru Michael Ballack, Christian Wörns og Miroslav Klose en þeir fara í bann ef þeir fá gult spjald gegn Skotum í kvöld. 67 stiga sigur KÖRFUKNATTLEIKUR: KR- ingar byrjuðu Reykjavíkurmót- ið í körfuknattleik af krafti í gærkvöld þegar þeirtóku á móti Valsmönnum. KR-ingarsigruðu í leiknum með 67 stiga mun, 130-63, eft- ir að hafa leitt í hálfleik, 67-42. Arnar Kárason var stigahæstur hjá KR með 21 stig, Steinar Páll Magnússon skoraði 19 stig á sjö mínútum og nýi Banda- ríkjamaðurinn hjá KR, Gregory Grey, skoraði 18 stig, tók 10 fráköst, stal 8 boltum og tap- aði jafnmörgum í sínum fýrsta leik fyrir félagið. Ragnar Steinsson skoraði 20 stig fyrir Val, Rúnar Sveinsson skoraði 12 stig og tók 8 fráköst og Gylfi Geirsson skoraði 10 stig. HSÍ-námskeið HANDKNATTLEIKUR: Hand knattleikssamband fslands stendur fýrir fyrri hluta C-stigs þjálfaranámskeiðs fyrir þjálfara í efstu deild karla og kvenna í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi um næstu helgi. Frestur til skráningar rennur út í dag en hægt er að senda tölvupóst á oskar@hsi.is. HEIMSYFIRRÁÐ EÐA DAUÐI: Það er engu Ifkara en Roman Abramovich sé hér að kveðja keppinautana. Hann ætlar sér að gera Chelsea að stærsta liði heims. Reuters Ekki að grínast Abramovich undirstrikaði metnað sinn með því að kaupa Kenyon ÍÞRÓTTAUÓS Henry Birgir Gunnarsson henry&dv.is Þeir voru margir sem biðu spenntir eftir því hvað rúss- neski auðjöfurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, myndi gera af sér þegar leik- mannamarkaðnum var lokað um síðustu mánaðamót. Svarið fengu menn á mánudag þegar Abramovich gerði sér lítið fyrir og hrifsaði stjórnarformann Manchester United, Peter Kenyon, frá meisturunum. Sér- fræðingar vilja meina að þetta hafi verið bestu kaup Abramovich það sem af er og með þessu snilldarbragði hafi hann sýnt öllum efasemda- mönnum það að honum er full alvara með því að gera Chelsea að stórveldi í heimsknattspyrn- unni. Abramovich fór mikinn í sumar og keypti leikmenn fyrir 111 millj- ónir punda, tæpa 15 milljarða ís- lenskra króna, en þrátt fyrir það var hann ekki tekinn alvarlega þar sem margir töldu hann eingöngu vera að leika sér og að hann hefði ekki þá hæflleika né þekkingu sem þyrfti til þess að gera Chelsea að stórveldi á heimsvísu. Hinir sömu fengu að éta hatt sinn á mánudag þegar Rússinn ríki fékk Kenyon til þess að koma yfir til Chelsea en Kenyon er að stórum hluta þökkuð velgengni United á alþjóðamarkaði undanfarin ár. Hann er maðurinn á bak við samn- inga United við Nike, Vodafone og New York Yankees. Einnig er hann hugmyndasmiðurinn á bak við út- þenslu félagsins í Asíu sem hefur skapað því gríðarlegar tekjur og orðið þess valdandi að Manchester United er ríkasta félag heims í dag. Ómetanleg kunnátta Ágóðinn sem Abramovich sér í því að hafa Kenyon í sínu liði er að fyrir utan að vera augljóslega frá- bær kaupsýslumaður þá þekkir hann alla innviði Manchester United. Hvernig launakerfið er, hver stefna félagsins er í auglýs- ingamálum sem og allt annað sem hefur gert það að verkum að Manchester United er eins vel rek- ið fyrirtæki og raun ber vitni. Þessa þekkingu fær Abramovich nú inn í Chelsea og skilaboðin til annarra félaga eru skýr. Passið ykk- ur því að ég er ekki að grínast held- Kenyon er maðurinn á bak við alla þá samn- inga sem United hefur gert á undanförnum ár- um og orðið þess vald- andi að United er rík- asta knattspyrnufélag heims ur ætla ég mér alla leið. Það er deg- inum ljósara að með Kenyon inn- anborðs eru öll tól og tæki til staðar svo að það geti gengið eftir. Það er einnig deginum Ijósara að slík þekking er ekki ókeypis og er talað um að Abramovich hafl að minnsta kosti boðið Kenyon tvöfalt hærri laun en hann hafði hjá Man. Utd en þar þénaði hann 700 þús- und pund á ári eða tæpar 100 millj- ónir íslenskra króna - slíkir aurar eru reyndar eins og vasapeningar fyrir Abramovich. Stuðningsmenn United hafa ekki brugðist vel við þessum tíðindum og segja að hollusta Kenyons, sem hefúr verið stuðningsmaður Man. Utd frá barnæsku, hafi ekki verið r - dýru verði keypt og hafa sent hon- um þau skilaboð að hann skuli halda sig fjarri Old Trafford í fram- tíðinni. Þetta er enn fremur enn eitt kjaftshöggið sem United fær frá því síðasta tímabili lauk. Aðstoðar- maður Alex Ferguson, Portúgalinn Carlos Queiros, tók við liði Real Madrid og fast á hæla honum fylgdi David Beckham. Juan Sebastian Veron fór sfðan til Chelsea og nú hefur Kenyon fetað í sömu spor. ^ Er ekki nema von að stuðnings- menn Man. Utd haíi áhyggjur þar sem keppinautarnir styrkjast á sama tíma og þeirra félag virðist veikjast - innan vallar sem utan. AFREK KENYONS Auglýsingasamningar: Nike 303 m. punda Vodafone 30 m. punda Leikmenn keyptir (helstu): Ruud V. Nistelrooy 19 m. punda Juan S. Veron 28 m. punda Rio Ferdinand 30 m. punda Stærsta sala: David Beckham 25 m.punda WKSk mtm Sölubann sett á rjúpur Áætlað er að um 80 þúsund rjúpur hafi veiðst í fyrra, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir, en þetta er heldur minni veiði en fyrir ári síðan og munar þónokkru. Lokatölur liggja fyrir á allra næstu vikum. Skotveiðimenn funda víða þessa dagana og Skotvís var með fund í gærkvöld um stöðuna í rjúpnaveiðinni. Ágæt aðsókn var víst á fundinn, en skotveiðimenn eru allt annað er hressir með að það skuli skellt beint á nefið á þeim og þeir fái ekkert að skjóta. Mörgum finnst þetta alls ekki sanngjarnt. Reyndar hefúr það heyrst víða síðustu daga að einhver rjúpna- veiði verði leyfð, allavega í eina tvær vikur, verði sölubann sett á. Hinn almenni rjúpnaveiðimað- ur er bara að skjóta sér í matinn, 5 til 10 fugla, en það eru þeir sem „Það ætti að leyfa mönnum að veiða fimm til tíu fugla og ekkert meira." hafa verið með magnveiði í rjúp- unni sem setja allt úr skorðum. Veiðimenn sem skjóta á milli þús- und, fimmtán hundruð fugla ári og jafnvel meira, bara til að selja fuglinn. „Það ætti að leyfa mönnum að veiða fimm til tíu fugla og ekkert meira, það er alveg nóg,“ sagði skotveiðimaður norðan heiða, og annar fyrir sunnan sagði að það ætti að friða miklu stærra svæði eins og hérna í Reykjavík og leyfa mönnum að veiða sér í matinn. Það eru engin jól nema hafa rjúp- ur á borðum.“ Það verður spennandi að fylgj- ast með málinu næstu vikurnar, máið er stórt og mikið, sölubann myndi hreyfa verulega við öllu málinu. En Alþingi kemur ekki saman fýrr en í byrjun október og þetta er örugglega ekki fyrsta mál- ið á dagskránni þá. C. Bender Reynir Friðriksson með 9,5 kg. iax úr stórlaxaánni Ytri Rangá! i www.lax-a.is Nýjar fréttir daglega!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.