Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 38
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 70. SEPTEMBER 2003 Hamingjuóskunum rigndi niður í Árbænum Fylkisstrákarnir létu það ekkert á sig fá þó að það hellirigndi á meðan á úr- slitaleiknum stóð og það þótt að það bætti jafnvel í rigninguna eftir að bik- arinn var kominn í hendur fyrirliðans Björns Orra Hermannssonar sem sést hér að ofan taka við honum. Á myndum Einars Ólasonar að ofan, til vinstri og fyrir neðan má sjá nokkur brot af sigurstemningu strákanna eftir að fyrsti fslandsmeistaratitill Fylkis í fjögur ár var í höfn. fslandsmeistarar Fylkis eru eftirtaldir strákar: Andri Hrafn Sigurðsson, Ás- geir Jónasson, Ásgeir Örn Amþórsson, Birkir Björnsson, Bjarki Már Elísson, Björn Metúsalem Aðalsteinsson, Björn Orri Hermannsson, Fannar Óli Ólafs- son, Felix Hjálmarsson, Friðrik Ingi Þráinsson, Karvel Erlendsson, Kolbeinn Ólafsson, Kristján Ingi Sigurðsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Runólfur Sveinn Sigmundsson, Sigurður Þór Reynisson, Sveinn Bergsteinn Magnús- son, Sölvi Þrastarson og Ævar Sveinn Sveinsson. Fórum að spila UMMÆLI: Blaðamaður DV Sports náði í Björn Orra Her- mannsson, fyrirliða 4. flokks Fylkis, þegar fagnaðarlætin höfðu borist alla leið inn í bún- ingsklefa eftir leik enda aug- Ijóslega miklu og stóru tak- marki náð hjá strákunum. „Við erum bara langbestir og áttum þetta skilið," var það fyrsta sem kom upp úr Birni. saman sem lið „Við áttum allt I þessum leik. Ég er kannski orðinn svolítið leiður á að vera I vörninni en það verður einhver að vera þar," sagði Björn sem stoppaði ófáar sóknirnar í úrslitaleikn- um. „Það fór allt að ganga upp þegar við hættum að reyna að sóla upp völlinn og fórum að spila saman sem lið," sagði Björn Orri sáttur að lokum. sagði Kári Jónasson, þjálfari 4. flokks Fylkis, eftir að Islandsmeistaratitillinn var í höfn á dögunum U. MEISTARAR FYLKIS Strákarnir í 4. flokki Fylkis voru 11. liðið sem verður (slandsmeistari hjá félaginu, þar af þriðja liðið sem vinnur4. flokkinn. fslandsmeistaralið Fylkis: 3. flokkur karla 1 1999 4. flokkur karla 3 1986,1996 og 2003 5. flokkur karla 2 1992 og 1998 6. flokkur karla 5 A (1996 og 1997), B (1991,92,95) LEIOIN AOTITLINUÍ4 4. flokkur Fylkis fór á kostum í úrslitakeppninni. Liðið vann alla fjóra leiki sína og skoraði 20 mörk gegn 5 sem gerir 5 mörk skoruð að meðaltali I hverjum leik. Úrslitariðill A Fylkir-Stjarnan 4-2 Fylkir-Austurland 9-0 Fylkir—Fjölnir 4-1 Úrslitalelkur Fylkir—Breiðablik 3-2 Fylkismenn eignuðust íslands- meistara á dögunum, þá fyrstu í fjögur ár, þegar 4. flokkur fé- lagsins vann Breiðablik, 3-2, í úrslitaleik á Fylkisvellinum. Þetta var langþráður íslands- meistaratitill fyrir félagið sem hefur þurft að horfa á eftir nokkrum slíkum titlum á þess- um fjórum árum eða frá því að 3. flokkurinn vann 1999. Það er óhætt að segja að Fylkis- strákarnir hafi toppað á réttum tíma. Eftir að hafa verið þriðja og síðasta liðið úr A-riðli sem komst í úrslitakeppnina unnu þeirra alla fjóra leiki sína í úrslitunum með markatölunni 20-5. í sjálfum úr- slitaleiknum var líka ljóst frá byrjun að Fylkisstrákarnir voru ákveðnir að tcika titilinn, allir sem einn komu þeir grimmir og hungraðir til leiks. Fylkisliðið var líka komið í 2-0 eftir aðeins 11 mínútur og hver stórsóknin rak aðra hjá liðinu á upphafsmínútum leiksins. Oddur Ingi Guðmundsson skoraði fyrsta markið á 3. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Björns Orra Hermannssonar og Runólfur Sveinn Sigmundsson bætti við öðru marki átta mínútum síðar eft- ir laglega stungusendingu frá Ás- geiri Jónassyni en saman mynda þeir stórhættulegt sóknarpar. Blikar áttuðu sig aðeins um miðj- an fyrri hálfleik og Kristinn Steins- dórsson skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðsson- ar en það má síðan segja að glæsi- mark Kolbeins Ólafssonar skömmu fyrir hálfleik hafi gert útslagið. Kol- beinn skoraði þá afar laglega af löngu færi. Gylfi Þór Sigurðsson minnkaði reyndar muninn um miðjan seinni hálfleik en þrátt fyrir þunga sókn komust Blikar lítt áleiðis gegn Fylkisvörninni þar sem fyrirliðinn, Björn Orri Hermanns- son, var mjög sterkur. Kári Jónasson, þjálfari Fylkis, var nánast orðlaus af stolti og ánægju í leikslok en blaðamaður DV Sports náði þó að veiða upp úr honum nokkur orð í tilefni af sigrinum. „Þetta er ólýsanleg tilfinning og þetta er tvímælalaust mjög stór stund fyrir okkur í Fylki. Þetta er frábær árangur hjá frábærum strákum. Við skorum snemma, sem skipti okkur miklu, en eins eru strákarnir líkamlega sterkir, fljótir og hraustir og mynda góða liðs- heild þar sem allir taka þátt. Við áttum í ákveðnu ströggli um tíma í sumar en toppuðum á réttum tíma. Við fórum mjög sannfærandi í gegnum öll úrslitin og þennan úr- slitaleik l£ka,“ sagði Kári en liðið varð einnig Reykjavíkurmeistari í vor. „Það eru bara einir kóngar í Fylki í dag og það eru strákarnir í Fylki en ekki neinir aðrir," sagði Kári að lokum. ooj.sport@dv.is GÓÐIR: Breiða- bliksstrák- arnir stóðu sig vel í sumarog töpuðu að- eins 2 leikj- um í Is- landsmót- inu. Þvl miðurfyrir þá var ann- ar þeirra úrslitaleik- urinn en þeir koma bara sterk- ari til leiks á næsta ári í staðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.