Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 11 MYNDRÖÐ SEM SEINT GLEYMIST: Að morgni 11. september 2001 flaug farþegaþota inni í nyrðri turn Miðstöðvar heimsviðskiptanna í New York. Sjö mínútum síðar var annarri farþegaþotu flogið á syðri turninn og efri hæðir bygging- anna, sem gnæfðu yfir aðra skýjakljúfa á Manhattan, stóðu í Ijósum logum. Á þessum myndum sést aðdragandi síðari árásarinnar og hvernig vélin, fullsetin farþegum og með fulla tanka af eldsneyti, sprakk inni í byggingunni. Klukku- stund síðar hrundi syðri turninn til grunna og hálftíma eftir það hrundi nyrðri turninn. Þarfórust 2.792 manns - starfsfólk í byggingunum, slökkviliðsmenn og björgunarmenn auk þeirra sem í þotunum voru. í árásunum áTvíburaturn- ana og Pentagon, ásamt þeim sem voru í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu, létust á fjórða þúsund manns á þessum fagra haustmorgni. fór trúðu menn vart sínum eigin augum en ljóst var að gangur sög- unnar var að taka skyndilegum breytingum og að heimurinn yrði ekki samur eftir. í Bandaríkjunum ríkti hernaðar- ástand. Gjörvallur herinn var í stríðsstellingum og hafði slíkt ekki gerst síðan í borgarastyrjöldinni sem lauk 1865. Frá þeim tíma hafði ekki verið barist á bandarískri grund, þótt landsmenn hefðu átt í miklum styrjöldum fjarri ættjörð- inni, og hafði Bandaríkjamönnum aldrei staðið hætta af yfirvofandi árás ef undan er skilið ógnarjafn- vægið sem kallað var kalda stríðið. Þegar Japanir réðust á á Pearl Harbor var það fyrst og fremst árás á herflotann sem lá þar í höfn. Þá voru Hawaiieyjar ekki orðnar hluti af Bandaríkjunum heldur nokkurs konar verndarsvæði. Að jafna stærstu og mestu bygg- ingar á Manhattan við jörðu með því að beita farþegaflugvélum sem kraftmiklum eldflaugum var ótrú- leg hernaðaraðgerð og árásin á Pentagon ekki síður. En hver var óvinurinn? Það er vandamál sem risaveldið er enn að ráða fram úr, réttum tveim árum eftir örlagadag- inn 11. september 2001. Sé haldið áfram að rekja atburða- rásina daginn sem enginn Banda- ríkjamaður getur né vill gleyma þá gerðist það næst að klukkan 12.39 flutti forsetinn annað ávarp sitt og lofaði að hinir seku yrðu eltir upp og refsað. Um morguninn og fram yfir hádegið var hann á flugi milli herstöðva vítt og breitt um landið en ferðum hans var haldið leynd- um og ekki þótti óhætt að hann færi til höfuðborgarinnar eins og á stóð en herlög giltu þá í Was- hington. Fimm orrustuskip og tvö flug- vélamóðurskip voru úti fyrir aust- urströndinni og var þeim ætlað að verja New York og Washington og umhverfi þeirra borga fyrir frekari árásum. Klukkan 4.30 var flogið með Bush forseta áleiðis til Washington og farið með hann í Hvíta húsið. Þegar klukkan var orðin 15.20 hrundi 47 hæða bygging sem til- heyrði Miðstöð heimsverslunarinar og stóð við hliðina á turnunum sem þá voru ekki annað en saman- þjappaðar hrúgur með nær þrjú þúsund líkum. Um kvöldið klukkan 8.30 flutti Bush forseti sjónvarpsávarp sem beðið var með eftirvæntingu heima og heiman. Þar hótaði hann því að Bandaríkin myndu beita afli sínu gegn hryðjuverkamönnunum sem unnið höfðu þjóðinni þetta mikla tjón og gegn öllum þeim sem skytu skjólshúsi yfir þá og þeirra líka. Stríðsyfirlýsing Sé haldið áfram að rekja atburða- rásina þá var ljóst þann 12. septem- ber að þúsundir höfðu farist í árás- unum, í byggingunum í New York og Washington, farþegar og áhafnir flugvélanna sem rænt var og svo sjálfsmorðingjarnir sem stýrðu að- gerðum. Enn var lítið vitað um þá sem þar voru að verki en fyrstu rannsóknir leiddu í ljós að það voru ofstækismenn sem lutu stjórn skipuleggendja í arabaheiminum. Bush forseti lýsti því yfir að litið væri á hermdarverkin sem stríðs- aðgerð og fór fram á að þingið veitti 20 milljörðum dollara í að endur- reisa byggingarnar. Næsta dag hét forsetinn því að leiða veröldina til sigurs á hryðu- verkaöflunum og gaf út fyrstu stríðsyfirlýsingu 21. aldarinnar. Colin Powell utanríkisráðherra upplýsti að Osama bin Laden væri óvinur Bandaríkjanna númer eitt og fyrsta skotmarkið en baráttan yrði viðvarandi og sigur myndi ekki vinnast í einni orrustu. Nú komst stríðsundirbúningur í fullan gang og var hernum gefin heimild til að kalla út 50 þúsund varaliða. Dómsmálaráðuneytið gaf upp nöfn 19 hryðjuverkamanna sem áttu hlut að flugránunum og árásunum tveim dögum eftir að þær voru gerðar. í New York deila menn um hvað eigi að koma í stað bygginganna miklu sem hýstu Mið- stöð heimsviðskipta en þar verður reist til minningar mikil bygg- ing ásamt öðrum minn- ismerkjum sem enn er ekki búið að ákveða hver verði. 15. september lofaði Bush forseti þjóð sinni að herinn myndi leita uppi hryðjuverkamenn sem ógn- uðu henni, hvar sem þeir reyndu að felast, og binda enda á villi- mannlegt hátterni þeirra. Utanrík- isráðuneytið varaði ríkisstjórnir við því að þær yrðu einangraðar ef grunur léki á um að hermdarverka- menn nytu skjóls í löndum þeirra. Pakistan hét Bandaríkjunum full- um stuðningi ef_ ráðist yrði á Afganistan. Sendinefnd frá Pakist- an fór á fund talibanastjórnarinnar í grannríkinu og bar þau skilaboð að ef Osama bin Laden yrði ekki framseldur skilyrðislaust mætti bú- ast við stórfelldri innrás í landið. Þann 17. september tilkynnti for- ingi talibana að stórráð múslímskra klerka myndi ákveða hvort bin Laden skyldi framseldur eða ekki. Foringjar talibana lýstu yfir heilögu stríði á hendur Bandarflcjunum og hétu á alla múslíma að bregðast vel við þeirri herhvöt. Bandarfkjafor- seti hét á allar vinveittar þjóðir að standa þétt að baki sér og taka virk- an þátt í baráttunni við hermdar- verkasamtök og þau ríki sem veittu hryðuverkamönnum hæli. Heitstrengingar og hótanir Á morgun, 11. september, eru rétt tvö ár liðin síðan Bandaríkja- menn máttu þola mestu árásir á land sitt síðan þeir börðust til sjálf- stæðis fyrir röskum tveim öldum. Þeir hafa svarað með því að gera innrásir í tvö lönd múslíma og lagt þau undir sig. Heima fyrir hafa allar varnir verið efldar og eftirlit og leit að hryðjuvekamönnum hert mjög en þeir tveir einstaklingar sem stjórnin í Washington telur bera höfuðábyrgð á starfsemi hryðju- verkasamtakanna sem stóðu að baki árásunum ganga enn lausir. Gífurlegar fjárupphæðir hafa verið lagðar til höfuðs þeim Osama bin Laden og Saddam Hussein en án árangurs. Öflugasta herveldi heims fyrr og síðar hefur látið sprengjuregn dynja á fjöllum og höllum til að granda þessum ein- staklingum en þeir storka örlögun- um og Washington með því að þylja bölbænir í fjölmiðla og biðja Bush og allt hans lið hvergi að þrífast. Djúpstæður ágreiningur hefur orðið milli NATO-ríkja vegna hern- aðaraðgerða Bandaríkjamana og Breta í írak og Rússar og Kínverjar eru lítið hrifnir af stríðsrekstrinum í Asíuríkjum. Stríðið gegn hermdar- verkamönnum er farið að hafa veruleg áhrif á efnahag og ríkisfjár- mál BNA og flestar áætlanir eru að ganga úr skorðum. í New York deila menn um hvað eigi að koma í stað bygginganna miklu sem hýstu Miðstöð heims- viðskipta en þar verður reist til minningar mikil bygging ásamt öðrum minnismerkjum sem enn er ekki búið að ákveða hver verði. Á morgun munu áhrifamenn í bandarískum stjórnmálum stíga á stokk og strengja heit um áfram- haldandi baráttu við hryðjuverka- menn og verða öll meðul leyfð í því stríði. Leiðtogar öflugustu hryðu- verkasamtakanna hóta því aftur á móti að árásimar á Bandaríkin muni enn harðna og hafa á orði að þær verði svo stórfelldar að 11. september 2001 muni gleymast í samanburði við þær. Hver sem framvindan verður er ljóst að hermdarverkaárásir á bygg- ingar sem teljast til þjóðartákna öfl- ugasta efnahags- og herveldis sem ríkt hefur í veröldinni hafa haft og eiga eftir að hafa meiri áhrif en flest það sem segja má að hafi brotið blað í heimssögunni og er kannski helst að líkja því við morðin í Sara- jevo 1914, sem hmndu fyrri heims- styrjöldinni af stað, og kjarnorku- sprengiárásinni miklu á Hiroshima 1945 sem batt enda á mestu heljar- átök 20. aldar. Hver örlög þjóða á 21. öld verða getur ráðist af því hvernig tekst að standa við þau heit sem strengd vom 11. september á fyrsta ári nýrrar aldar. HETJUR AÐ VERKI: Prestur slökkviliðs New York borgar borinn frá logandi byggingum Miðstöðvar heimsviðskipta. Séra Judge var að þjónusta særða og biðja fyrir látnum þegar hann varð fyrir hrynjandi hlutum úr byggingunni. Hann lést áður en tókst að koma honum á sjúkrahús. Fjöldi bruna- og slökkviliðsmanna fórst þegar byggingarnar hrundu saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.