Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 17 Leni Riefenstahl látin ANDLÁT: Þýska kvikmynda- gerðarkonan Leni Riefenstahl, frægust fyrir kvikmyndir sínar til dýrðar Adolf Hitler og nas- ismanum, lést á mánudags- kvöld, aðeins nokkrum vikum eftir að hún varð 101 árs. Riefenstahl fékk verðlaun á kvikmyndahátíðunum í Fen- eyjum og París á fjórða áratug síðustu aldar fyrir myndina Sigur viljans, heimildarmynd um fund þýska nasistaflokks- ins í Niirnberg 1934. Hún var síðan fengin til að gera mynd um Ólympíuleikana í Berlín 1936. Myndir þessar þykja ákaflega áhrifamiklar en Riefenstahl hefur verið mikið gagnrýnd fyrir. Hún hefur alltaf sagt að list en ekki stjómmál hafi ráðiðferðinni. kannski satt írakar sögðu GJÖREYÐINGARVOPN: Hans Blix, fyrrum yfirmaður vopna- eftirlits Sameinuðu þjóðanna í frak, telur vel hugsanlegt að stjórnvöld í (rak hafi sagt satt þegar þau héldu því fram á sínum tíma að ekki væru nein gjöreyðingarvopn til í landinu. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa nú í fjóra mánuði haft tækifæri til að yf- irheyra fjölda íraskra vísinda- manna en engin gjöreyðingar- vopn hafa fundist enn sem komið er. „Eftir svona langan tíma hall- ast ég að því að írakar hafi sagt satt þegar þeir sögðust hafa eyðilagt öll sýkla- og efnavopn sem þeir áttu sum- arið 1991," sagði Blix í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Vandræðagangur á Grænlandi: Stjórnin fallin Stjórnarkreppa er nú á Græn- landi eftir að heimastjórnin féll í gær vegna innbyrðis deilna, aðeins átta mánuðum eftir að hún tók við völdum. Það sem varð stjórn jafnaðar- mannaflokksins Siumut og hins borgaralega Atassut að falli voru eftirmál reikningsskekkju við gerð kjarasamninga opinberra starfs- manna í sumar. Skekkjan hljóðaði upp á um milljarð íslenskra króna og varð þess valdandi að samning- arnir hefðu kostað ríkið tvöfalt meira en talað var um, ef viðsemj- endur hefðu náð að skrifa undir þá. Síðan hefur verið deilt um hve al- varleg mistökin hefðu verið og hvort einhver ætti að taka á þeim pólitíska ábyrgð. Innan stjórnar- innar vildu menn að Augusta Sall- ing, formaður Atassut, tæki á sig ábyrgðina en hún hafnaði því. Og þar sem hætta var á að þingið myndi samþykkja vantraust á stjórnina var ákveðið að leysa hana upp. Líklegt þykir að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit (IA) muni taka þátt í myndun nýrrar stjórnar méð Si- umut, að sögn Pouls Krarups, rit- stjóra vikublaðsins Sermitsiaq. Nýja stjórn verður að mynda innan viku ef tímarammar fjárlaga eiga að halda. IA er andvígur því að bandaríski herinn fái leyfi til að uppfæra rat- sjárstöðina í Thule vegna eld- flaugavarnarkerfis Bush forseta. Heimsviðskiptastofnunin fundarí Cancun: Stórpopparar minna hina ríku á þá fátæku POPPARAR GERA KRÖFUR: Bresku poppararnir Chris Martin og Jon Buckland, úr íslands- vinasveitinni Coldplay, eru (Cancun í Mexíkó til að leggja áherslu á kröfur um að fátækar þjóðir beri meira úr býtum í samningum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Breska rokkhljómsveitin Cold- play fór fram á það við samn- inganefndir á fundi Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) að þær hefðu þarfir fátæku ríkj- anna í huga þegar þær reyndu að berja saman samkomulag um aukið frelsi í milliríkjavið- skiptum. Chris Martin forsöngvari og gít- arleikarinn Jon Buckland afhentu Supachai Panitchpakdi, forstjóra WTO, lista með undirskriftum 3,5 milljóna manna sem krefjast þess að tekið verði meira tillit til fátækra. „Við erum hingað komnir til að hitta þennan mikilvæga gæja, mjög valdamikinn mann,“ sagði Islands- vinurinn Chris Martin við frétta- menn áður en þeir félagar gengu á fund forstjórans. „Við viljum vekja athygli á nauðsyn þess að sanngirni sé gætt í viðskiptum í heiminum." Þróunarlöndin, þar sem meira en helmingur jarðarbúa býr, gáfu tóninn fyrir viðræðurnar sem hefj- ast í dag þegar þau fóru fram á það við hina ríku í gær að þeir hættu niðurgreiðslum til bænda. Krafan endurspeglar þá staðfestu þróunarríkjanna að færa völdin innan WTO frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum rík- um þjóðum. Það má því búast við að jafnheitt verði í kolunum næstu fímm dagana inni í fundarsölunum í Cancun og er utandyra í brenn- heitri sólinni. Tugir þúsunda mótmælenda eru komnir tO Cancun. Forsprakki tilræðisins á Balí í fyrra: Dæmdurtil dauða Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun harðlínumúslíma til dauða fyrir að skipuleggja sprengjuárásir á ferðamanna- staði á Balí, í þeim tilgangi að láta hvíta manninn þjást og til að ná fram hefndum á Banda- ríkjunum. Imam Samudra, 33 ára gamall tölvusérfræðingur, hrópaði Alla- hu Akbar, eða guð er mestur, og steytti hnefann þegar dómurinn var kveðinn upp í réttarsal á Balí. örfáum mínútum síðar til- kynntu verjendur Samudra að þeir myndu áfrýja dómnum. Fyrir hafði einn maður verið dæmdur til dauða fyrir tilræðin sem urðu 202 að bana, aðallega vestrænum ferðamönnum sem voru að skemmta sér í nætur- klúbbi þegar sprengjurnar sprungu í október í fyrra. Einn dómaranna fimm sagði réttinum að Samudra hefði unnið á bak við tjöldin við að skipu- leggja tilræðin. „Með þessu vildi hann hefna sín á Bandaríkjunum fyrir það sem þau gerðu í Afganistan," sagði dómarinn. Samudra hefur sagt að hann muni fagna dauðanum. Hann viðurkenndi íyrir réttinum að hann hefði átt þátt í sprengjutil- ræðunum en neitaði að hann hefði gegnt þar lykilhlutverki. Áströlsk stjórnvöld munu ekki leggjast gegn dauðadóminum yfír sakborningnum, að því er tals- maður þeirra sagði í morgun eftir að dómur var fallinn. Áttatíu og átta ástralskir borgarar voru með- al þeirra sem fórust. LEIDDUR BURT: Harðlínumúslíminn Imam Samudra hrópar þegar hann er leiddur á brott eftir að dómstóll á Balí dæmdi hann til dauða fyrir sprengjutilræðin í fyrrahaust þar sem 202 menn fórust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.