Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPOftr MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 DV Sport Keppni í hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Elísabet að taka við Valsstúlkum? KNATTSPYRNA: Elísabet Gunnarsdóttir verður að öllum líkindum næsti þjálfari meist- araflokks kvenna hjá Val að því er heimildir DV Sports herma en eins og kunnugt er sagði Helena Ólafsdóttir starfinu lausu á dögunum. Jörundi Áka Sveinssyni var boðið starfið og varð hann að gefa Völsurum svar á mánudag. „Ég hafði mikinn áhuga á starf- inu en einhverra hluta vegna lá þeim mikið á að fá svar frá mér og ég var einfaldlega ekki klár til að svara á mánudag sem er miður. Ég þurfti meiri tíma," sagði Jörundur Áki við DV Sport í gær. DV Sport setti sig í samband við Elísabetu í gær og er hún var spurð að því hvort hún væri að taka við Valsliðinu var fátt um svör og kaus hún að segja pass við spurningunni. Hún sagðist hafa sagt upp samningi sínum við Breiðablik í ágúst og að hún myndi Ijúka störfum hjá félaginu á fimmtu- dag. Eftir þann tíma kæmi í Ijós hvað hún myndi taka sér fyrir hendur. Á LEIÐ TIL VALS?: Elísabet vænt- anlega að taka við Valsstúlkum. Fyrrí undanúrslitaleikur VISA-bikarsins ferfram á Laugardalsvelli í kvöld: KR kemst í úrslit íslandsmeistararnir ekki orðnir saddir, segir Þorlákur Árnason, þjálfari Vals FYRSTI LEIKUR FH OG KR KR og FH leika í kvöld fyrsta bikar- leik sinn frá upphafi en KR sló reyndar B-lið FH-inga út úr 16 liða úrslitunum fyrir 34 árum. Þetta er 21. undanúrslitaleikur KR en sá ní- undi hjá FH-ingum sem eru í und- anúrslitum bikarsins í þriðja sinn á fjórum árum en hafa ekki komist í úrslitaleikinn síðan 1991. KR var síðast í úrslitaleiknum 1999. leita að. Að búa til stóra leiki fyrir leikmenn og stuðningsmenn þar sem allt félagið tekur þátt í að gera þetta að skemmtilegum degi. Ég held að þessi leikur í dag geti orðið þess eðlis að allir KR-ingar geti not- ið hans," sagði Willum sem er hóf- lega bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég er alltaf mátulega bjartsýnn og alls ekkert á neinu flugi í ein- hverju bjartsýniskasti. FH-liðið er allt of sterkt lið til þess að maður geti leyft sér að vera of bjartsýnn. Við þurfum að ná okkar besta leik til þess að leggja þá að velli." Ekkert hræddir við KR „Það eru allir klárir í slaginn nema að sjálfsögðu Jón Stefánsson sem verður ekki meira með okkur í sumar og svo er Guðmundur Sæv- arsson í leikbanni," sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, brattur þegar DV Sport náði tali af honum en hann var á fullu í vinn- unni í stað þess að spara orkuna fyrir leikinn. „Það er mikil stemning fyrir þessum leik. Úrslitaleikur bikarsins er stærsti leikur sumarsins og þangað vilja allir komast og við er- um ekkert undanskildir í því. Við erum ekkert hræddir við að mæta KR-ingunum og ef við værum það gætum við alveg eins sleppt því að mæta á svæðið. Hins vegar berum við virðingu fyrir KR-liðinu því að það er virkilega gott og okkur er það alveg ljóst að við verðum að eiga mjög góðan leik til þess að leggja KR að velli." Heimir er uppalinn KR-ingur og hann segir alltaf sérstakt að mæta KR f leik. „Það er alltaf gaman að HEF 'ANN: Daði Lárusson, markvörður FH-inga, sést hér ná til boltans á undan Garðari Jóhannssyni á KR-vellinum fyrr í sumar. DV-mynd E. Ól. leika gegn KR en maður er reyndar orðinn vanur því þar sem það er nokkuð síðan ég lék með félaginu. En vissulega er það alltaf sérstakt og þetta verður mikið fjör á morg- un," sagði Heimir og bætti við að undirbúningur liðsins yrði ekki með hefðbundnum hætti að þessu sinni. „Mér skilst að menn ætli að hitt- ast í hádegismat sem er hlutur sem við gerum ekki venjulega. Það ætti að þjappa hópnum enn frekar sam- an og við mætum svo grimmir í leikinn um kvöldið. KR-ingar hungraðir Þorlákur Árnason, þjálfari Vals, er á því að KR-ingar mæti hungrað- ir í leikinn og fari með sigur af hólmi. „FH-ingarnir eru með mjög vel spilandi lið en ef KR-ingunum tekst að stöðva Allan Borgvardt þá vinna þeir leikinn svo verða þeir líka að loka á Heimi Guðjónsson. KR er með þá sérstöðu hér á landi að hafa marga leikmenn sem geta klárað leiki. Svo held ég líka að KR-ingar séu mjög hungraðir og að þeir vilji vinna tvöfalt í ár. Ég held það verði ekki mikið mál að ná leikmönnum liðsins niður á jörðina og það kæmi mér verulega á óvart ef leikmenn liðsins væru saddir. Þeir eru með langbesta liðið í deildinni, best mannaða liðið, og svo voru Veigar og Kristján í leikbanni í Grindavfk. Þeir hljóta að vilja sanna sig í þess- um leik. Þótt FH sé með gott lið og vel spilandi þá eru KR-ingar ein- faldlega með langbesta liðið í deild- inni og ég held að þeir vinni þenn- an leik, 3-1." henry@dv.is Fyrri undanúrslitaleikur VISA- bikars karla fer fram á Laugar- dalsvelli í dag þegar KR og FH mætast klukkan 19.40. DV Sport tók þjálfara KR, Willum Þór Þórsson, og fyrirliða FH, Heimi Guðjónsson, tali og spurði þá út í leikinn ásamt því sem við fengum Þorlák Árna- son, þjálfara Vals, til þess að spá í leikinn fyrir okkur. „Það eru allir heilir hjá okkur," sagði Willum Þór, þjálfari KR, sem hefur örlitlar áhyggjur af því að leikmenn hans séu ekki komnir niður á jörðina eftir að þeir tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn en það var síðasti leikur liðsins. „Það er eitthvað sem kemur ekki í ljós fyrr en í dag. Það er kannski það sem er hvað erfiðast viðureign- ar í þessu hjá okkur. Ég hef reyndar ekki allar áhyggjur heimsins af því en það gæti orðið okkur fjötur um fót. Þrátt fyrir það að menn tali um hlutina þá er undirmeðvitundin oft sterk en við höfum gert okkar í æf- ingunum til þess að vera í standi fyrir leikinn." Ekkert óskalið FH-ingar hafa reynst KR-ingum óþægur ljár í þúfu undanfarin ár en Willum finnst ekkert verra að mæta FH en einhverju öðru liði í þessum leik. „Það er ekki til neitt óskalið þeg- ar svona langt er liðið á keppnina. Hins vegar er FH með geysisterkt lið og sennilega eitt sterkasta lið sem þeir hafa teflt fram undanfarin ár. Ég held að það dugi ekki til að stöðva Allan Borgvardt og Heimi Guðjónsson þótt þeir séu vissulega mjög áberandi í leik FH-liðsins. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að spila okkar leik og halda okkur við okkar skipulag. Við munum leika eins og venjulega en vissulega eru ákveðnar áherslur í hverjum leik sem þarf að laga sig að og í þessum leik þarf til að mynda að huga að þeim tveim mönnum sem rætt var um hér á undan." Báðir úrslitaleikirnir fara nú í fyrsta skipti fram á Laugardalsvelli og Willum líst ágætlega á þá tilhög- un. „Ég var mjög hrifinn af þessu fyr- irkomulagi þegar það var sett á. Ég hafði trú á því að með þessu væri búið að setja á þrjá stóra leiki. Þá fer maður fyrr inn í stóran leik og það er það sem maður er alltaf að Leið KR í undanúrslitin: 32 liða úrslit HK-KR 2-3 Garðar 2,Veigar Páll. 16 liða úrslit KR-ÍA (u-23) 2-0 Veigar Páll, Sigurvin 8 liöa úrsllt KR-Fram 2-0 Bjarki, Sölvi. Mörk KR: Garðar Jóhannsson, Veigar Páll Gunnarsson 2, Sigurvin Ólafsson, Bjarki Gunnlaugsson og Sölvi Davíðsson. Leið FH í undanúrslitin: 32 liða úrslit Höttur-FH 0-3 Jónas Grani 3. 16 liða úrslit FH-Þróttur 2-1 Jónas Grani, Nielsen (víti). 8 liöa úrslit FH-Valur 1-0 Magnús Ingi. Mörk FH: Jónas Grani Garðarsson 3,Tommy Nielsen og Magnús Ingi Einarsson. oojsport@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.