Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 9 'Sí. Ráðstefna VÍSINDI: Alþjóðleg ráðstefna um gildi vísinda- og tæknigarða fyrir atvinnuuppbyggingu og nýsköp- un verður haldin hér á landi dag- ana 11. og 12. september. Fjöl- margir sérfræðingar á þessu sviði eru þátttakendur í ráðstefnunni en að henni standa Iðntækni- stofnun, Aflvaki, Nýherji, Háskóli íslands, Frumkvöðlasetur Norður- lands og Nýsköpunarsjóður. Gremja yfir úthlutun ostkvóta OSTAR: Mikil óánægja er innan dagvöruverslunarinnar með fyrirkomulag á innflutningi og sölu osta.Telja margirað þeir búi við skerta samkeppnis- stöðu gagnvart Osta- og smjör- sölunni sem hefur um nokkurt skeið fengið langstærstan hluta tollakvóta til innflutnings á ostum. Nú síðast veitti land- búnaðarráðuneytið Osta- og smjörsölunni um 35 prósent þess tollakvóta sem í boði var fyrir tímabilið 2003-2004. Því sem eftir stóð var dreift á sjö innflutningsaðila. Osta- og smjörsalan er einkasöluaðili á öllum innlendum ostum. Þykir því fulllangt gengið í einokun- artilburðum að fyrirtækið hafi einnig keypt upp stærstan hluta tollakvóta á ostum. Sameining VIÐSKIPTI: Nýja Kaffibrennslan ehf. á Akureyri, Akra ehf. smjör- líkis- og safagerð og Búbót ehf. sultu- og sósugerð á Húsavík hafa sameinað 100% eignar- hald félaganna undir merkjum Akra ehf.Tók sameiningin gildi 1. september. Verður þarna til ein stærsta fýrirtækjasamstæða landsins í matvælaiðnaði með um 400 milljóna króna ársveltu. 900 milljóna fjárfesting í Stoke Hlutur Lífeyríssjóðs Austuríands 12,4% af66% hlut íslendinga í bók um Stoke, þar sem rakin er innkoma og eignarhald íslend- inga á félaginu, segir að yfirtak- an hafi átt sér stað 15. nóvem- ber 1999 með kaupum á 66% í félaginu undir forystu Kaup- þings. Hugmyndin að kaupunum hafi komið frá Guðjóni Þórðarsyni sem hafi sett sig í samband við Kaup- þing. Eignarhaldsfélagið Stoke City Holding S.A. varð síðan til og var skráð í Lúxemborg. f stjóm þess sátu þá Magnús Kristinsson í Vest- Mótmæla Laxness- þætti Hannesar Hólmsteins „Fullkomlega óeðlilegt er að Ríkisútvarpið taki afstöðu í deil- um eða samkeppni sem fyrirsjá- anleg er fyrir jólin með sýningu sjónvarpsþáttar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness." Fulltrúar Sam- fylkingar í út- varpsráði létu bóka þetta á fundi þess í gær. Sjón- varpið mun sýna þátt Hannesar um nóbelsskáldið tíu ; dögum fyrir jól. I bókun fulltrúa Samfylkingar segir að fyrir jól séu væntanlegar tvær útgáfúr af ævisögu Halldórs Laxness. „Miðað við þá umræðu sem þegar hefur átt sér stað í fjölmiðlum vegna útkomu bókanna má vænta harðrar baráttu, bæði milli höfundanna og forlaganna, um sölu bókanna," segir í bókuninni. Segir enn fremur að Ríkisútvarpið sé að blanda sér með beinum hætti í samkeppni jólabóka- flóðsins. „Þetta er Ríkisútvarpinu ekki sam- boðið og ljóst að stofnunin mun bíða verulegan álitshnekki verði þetta að veruleika," segir í bókunni. Þar óska fulltrúarnir eftir að þetta verði „leið- rétt hið fyrsta og þáttur viðkomandi rithöfundar í það minnsta sýndur á I öðrum tíma en hápunkti samkeppn- innar fyrir jólin," eins og það er orð- ® að. Útvarpsstjóri og framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins kváðust á fundin- um í gær mundu svara bókun þessari á næsta fundi útvarpsráðs. Fulltrúar stjómarflokkanna í útvarpsráði létu bóka að dagskrárrammi Sjónvarps- ins fyrir veturinn hefði verið ákveð- inn fyrir nokkru. Á síðasta fundi hefði orðið umræða um heimilda- mynd þessa og þá hefðu komið fram skýringar Rúnars Gunnarssonar, deildarstjóra innlendrar dagskrár- deildar, á sýningu hennar. Hannes Hólm- stelnn Glssurar- son. mannaeyjum, eigandi Bergs-Hug- ins ehf., Hafliði Þórsson, sem rak Njörð hf. í Sandgerði, og Júlíus Bjarnason, forstjóri Stillingar hf. í Reykjavík. I varastjórn félagsins sátu Þorsteinn Vilhelmsson, sem var löngum kenndur við Samherja á Akureyri, og Þorvaldur Jónsson skipamiðlari. Fyrir hönd eignar- haldsfélagsins tóku þrír íslendingar sæti í stjórn Stoke. Það vom Gunn- ar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Mata ehf., sem var stjórnarformað- ur, Elfar Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskimiða ehf., ogÁs- geir Sigurvinsson, fótboltakappi úr Vestmannaeyjum. Tveir fyrmm hæstráðendur í Stoke sátu þá einnig í stjórninni með æviráðingu, þeir Keith Humphreys og Peter Coats. 900 milljóna ævintýri Þar er einnig greint frá hernaðar- áætlun íslensku fjárfestanna. Við kaupin hafi þeir lagt fram átta millj- ónir punda, eða níu hundmð millj- ónir króna á þávirði. Fjórar milljón- ir punda (450 milljónir króna) vom greiddar fyrir 66% Jilut í félaginu og jafnmikið var lánað til þess. Það lán var veitt gegn þeirri samþykkt að hægt væri að breyta láninu í hlutafé Fyrír hönd eignarhalds- félagsins tóku þrír ís- lendingar sæti í stjórn Stoke. síðar „sem auðvitað verður gert ef liðið kemst upp í 1. deild". - Hlutur Lífeyrissjóðs Austurlands upp á 56 milljónir króna var þvf um 12,4% af 66% hlut íslendinga í Stoke. Draumurinn um að koma liðinu í fyrstu deild var undirrót kaupanna á Stoke. Markaðsverðmæti félags- ins var talið myndu tvöfaldast við það eitt að komast upp í 1. deild „og jafnvel þrefaldast eftir tveggja til þriggja ára vem þar, svo fremi að ekkert óþarfa bmðl eigi sér stað og félagið skili hagnaði". - Áhorfend- um myndi fjölga og sjónvarpstekjur margfaldast miðað við það sem var í 2. deild; fæm úr 400 þúsund pund- um á ári í 1,2 milljónir punda. Þessi fallega mynd hmndi hins vegar þegar ljóst varð að sjónvarpsleyfts- hafinn var gjaldþrota. hkr@dv.i% Fagfólkið velur alma einnota hanska þar sem gæði, mýkt og ending fer saman. Nitrile - Latex - Vinyl NITRILE BLÁIR PÚÐURLAUSJR KiTHIll bl\K POWOCRf N£t ___ LATEX FREÉ BLUEBERRY ' ’. C€ LATEX FREE ■VINYL BLÁIR PÚDRAÐIR ' Í6ó .... ' t- MAJU ■ Verndum hendur - gætum hreinlætis n/i ILIDCD/^ UMNtStzKÍJ EHF Skúlagötu 61,105 Reykjavík - Sími: 562 6470 - Fax: 562 6471 - Netfang: danberg@heimsnet.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.