Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 16
16 Ffltrrifi MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Útlönd Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is Sími: 550 5829 Giscard ánægður með sig EVRÓPUSAMBANDHD: Valéry Giscard d'Estaing, formaður stjórnarskrárnefndar Evrópu- sambandsins, telur næsta víst að kjósendur myndu sam- þykkja nýja stjórnarskrá ESB ef kosið yrði um hana nú. Giscard sagði á fundi með fréttamönnum í Berlín að stjórnarskráin nýja hefði verið vandlega undirbúin og að höf- undar hennar hefðu haft þarfir þegnanna efst í huga við samningu hennar. Frakklands- forsetinn fyrrverandi var í Berlín tii að ræða við Gerhard Schröder Þýskalandskanslara. Þessari fyrstu stjórnarskrá ESB er ætlað að hrista upp í stofn- unum sambandsins sem hafa verið gagnrýndar fyrir að vera ósveigjanlegar. Smitleiðin SINGAPORE: Stjórnvöld í Singapore sögðu í morgun að starfsmaður rannsóknarstofu á stærsta sjúkrahúsi landsins hefði sennilega smitast af bráðalungnabólgu á vinnu- staðnum. Aðstoðarheilbrigðis- ráðherrann sagði að um ein- angrað fyrirbæri væri að ræða. Tuttugu og fimm manns hafa verið settir í sóttkví. Stund hefndarínnar runnin upp fyrir botni Miðjarðarhafs: 13 féllu ísjálfs- morðsárásum Að minnsta kosti þrettán ísra- elskir borgarar létu lífið og tugir slösuðust í tveimur sjálfs- morðsárásum í nágrenni Tel Aviv og í Jerúsalem í gær. Fyrri árásin var gerð á strætis- vagnabiðstöð utan við Tsrifin-her- stöðina í Rishon Letsion-hverfi í út- jaðri Tel Aviv um klukkan 18 að staðartíma í gær og fórust þar sjö ísraelskir hermenn sem biðu eftir strætisvagni á biðstöðinni auk þess sem að minnsta kosti þrjátfu slös- uðust, þar af fimmtán mjög alvar- lega. Að sögn sjónarvotts, sem var á leið yfir götuna á móts við bið- stöðina þegar sprengjan sprakk, heyrði hann fólk hrópa „sprengja, sprengja". „Ég heyrði annan hrópa, „hryðjuverkaárás" og fólkið kom hlaupandi yfir götuna. Um leið sprakk sprengjan sem var gríðar- lega öflug. Fólkið hrópaði og grét og þetta var skelfilegt," sagði Ayal Schneider liðþjálfi, sem var á heim- leið eftir æfingu á herstöðinni. Seinni árásin í Jerúsalem Seinni árásin var gerð á Hillel- kaffihúsið í þýska hverfínu í Jerú- salem rétt fyrir miðnætti að staðar- tíma í gær og sprengdi sjálfsmorðs- liðinn sig upp fyrir utan kaffihúsið eftir að öryggisvörður hafði stöðvað hann við innganginn. Að minnsta kosti sex manns fórust í sprenging- unni auk þess sem á annan tug slösuðust. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með atburðinum, hrópaði sjálfs- morðsliðinn, „Allahu Akbar“, sem þýðir „guð er máttugur" rétt áður en hann sprengdi sig, meðan öryggisvörður reyndi að ýta honum frá kaffihúsinu en fjöldi fólks sat einnig utan við kaffihúsið. Gideon Cohen, sem vinnur á nálægum veitingastað, sagði að sprengingin hefði verið svo öflug að framhlið kaffihússins hefði sprungið í tætlur. „Glerbrotin voru um allt og ég sá fólk hlaupa hrópandi í allar áttir. Borð og stólar lágu eins og hráviði um allt og glerbrotin þöktu gólfið og gang- stéttina," sagði Gideon. Hamas lýsa ábyrgð Vopnaður armur Hamas-sam- takanna hefur þegar lýst ábyrgð á báðum árásunum og sagði í yfir- lýsingu frá samtökunum að tími hefndarinnar væri runninn upp. „Það er kominn tími til að þeir gjaldi glæpa sinna,“ sagði í yfir- lýsingunni. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með atburðinum, hrópaði sjálfsmorðsliðinn, „Allahu Akbar", sem þýðir„guð er máttugur" rétt áður en hann sprengdi sig, meðan öryggisvörður reyndi að ýta honum frá kaffihúsinu. Leiðtogar Hamas-samtakanna lofuðu árásina en ræddu lítið um hver bæri ábyrgðina. „Árásin, hver svo sem stóð á bak við hana, er eðlileg viðbrögð við blóðugum árásum á fólkið okkar að undan- förnu. Það hlaut að koma að því,“ sagði Abdel Aziz Rantisi, talsmaður Hamas, sem slapp naumlega þegar ísraelskir útsendarar reyndu að drepa hann fyrr í sumar. ísraelska útvarpið sagði í morgun að báðir sjálfsmorðsliðarnir hefðu verið félagar í Hamas-samtökun- um og væru frá þorpinu Rantis vestur af Ramallah á Vesturbakk- anum. Avi Pazner, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði í morgun í fjarveru Ariels Sharons, sem er í opinberri heimsókn í Indlandi, sagði að samtökin sem stóðu fyrir árásinni deildu ábyrgðinni með palestínskum sgórnvöldum því þau hefðu ekkert gert til þess að koma í veg fyrir hana. „Við munum grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stöðva hryðjuverkin, því lofa ég,“ sagði Pazner. Annar talsmaður ísraelsku ríkis- stjórnarinnar, David Seaman, sagði að ísraelar myndu þrátt fyrir árás- irnar halda áfram að leita friðar. „En á sama tíma munum við reyna að koma í veg fyrir að fólkið okkar verði rnyrt," sagði Seaman. Neyðarfundur íTel Aviv Yfirmenn öryggismála voru kall- aðir til neyðarfundar í ísraelska varnarmálaráðuneytinu í Tel Aviv í morgun til þess að ræða hugsanleg viðbrögð og búist var við að Sharon stytti heimsókn sína til Indlands um einn dag og kæmi heim í dag. Sharon sagði í viðtali eftir fyrri árás- ina í gær að hún sannaði að halda yrði áfram baráttunni gegn hryðju- verkunum með fullum þunga. ísraelar voru fljótir til hefnda og í morgun gerðu þeir eldflaugaárás á heimili Hams-foringjans Mahm- ouds al-Zahars með þeim afleið- ingum að húsið var lagt í rúst. Að sögn palestínskra yfirvalda féilu tveir í árásinni auk þess sem að minnsta kosti tuttugu lágu særðir en Al-Zahar mun hafa sloppið lifandi. SLASAÐIR FLUTTIR A BROTT: Mikil skelfing greip um sig eftir árásirnar. Sprengjuárás á bækistöð Bandaríkjamanna í Irbil Einn íraskur öryggisvörður og að minnsta kosti 47 aðrir slös- uðust þegar bílsprengja sprakk utan við bækistöðvar banda- ríska hersins í borginni Irbil í Kúrdahéruðum fraks í nótt. Að sögn talsmanns Bandaríkja- hers á svæðinu voru sex starfs- menn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins meðal hinna slös- uðu en ekki kom fram hvort þar var um að ræða embættis- eða hermenn. Að sögn sjónarvotta var spreng- ingin svo öflug að framhlið bygg- ingarinnar hrundi. Eldur kviknaði í nokkrum bilum í nágrenninu en auk þess logaði glatt í rústum byggingarinnar. Bandarísk þyrlu- sveit var kölluð til aðstoðar og var svæðið umkringt með hjálp kúrd- ískra hersveita sem leituðu tilræð- ismannanna. Irbil er stærsta borgin í Kúrda- héruðum fraks en höfuðstöðvar stærstu stjórnmálahreyfingar Kúrda, Lýðræðisflokks Mazzouds Barzanis, KDP, er þó í fjallabænum Salahuddin rétt norður af Irbil. Þetta er fyrsta meiriháttar sprengjuárásin sem gerð er í Kúrdahéruðunum íraks. í öðru tilfelli í gærkvöldi féll einn bandarfskur hermaður og annar særðist þegar bandarísk eftirlits- sveit varð fyrir árás norðaustur af höfuðborginni Bagdad. Fyrr um daginn slösuðust fimm bandarískir hermenn í tveimur sprengjuárásum í bæjunum Ram- adi og Fallujah, vestur af Bagdad. Þar með hafa 68 bandarfskir hermenn fallið í skæruárásum síð- an Bush Bandaríkjaforseti til-1 kynnti þann 1. maí sl. að meiri háttar átökum væri lokið en alls hafa 288 bandarfskir hermenn fallið í átökum eða af slysförum síðan hernaðaraðgerðir hófust í mars. ÁFRAMHALDANDI SKÆRUÁRÁSIR í ÍRAK: Alls 288 bandarískir hermenn eru fallnir í átökum eða af slysförum í (rak síðan hernaðaraðgerðirnar hófust í mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.