Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRÍTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahllð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjórn: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dvJs - Auglýsingar. auglys- ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufálagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Ungir ránsmenn ákærðir - frétt bls. 4 Mínútúrnar sem breyttu heiminum - Fréttir bls. 10-11 og 12-13 Hefnukjöt vinsælt -frétt bls. 14 KR í úrslit? - DV Sport bls. 36 Hundurinn át föisku tennurnar George Rijke, 73 ára S.-Afríku- maður á eftirlaunum, uppgötvaði sér til mikillar skelfingar á sunnu- dagsmorguninn að hundurinn hans hafði étið bæði fölsku tenn- urnar hans og heyrnartækið. Ekki nóg með það því að húfan hans var líka horfrn, skómir, axlabönd- in og eitthvað af fötunum hans. Hundurinn hans, Jakkal, er reyndar haldinn þeirri áráttu að þurfa alltaf að vera að naga eitt- hvað en aldrei áður lagt sér per- sónulega muni Rijkes til munns. Rijkes gamli fann helminginn af neðri gómnum undir rúminu og leifarnar af húfunni og hálfétnum skónum úti í garði. Ekkert hefur hins vegar spurst til heymartækis- ins og segir Rijke það bagalegt þar sem heyrnin sé orðin slæm. Gengi deCODE styrkist Ræðir við ríkið SAMGÖNGUR: Borgarráð hef- ur samþykkt að óska eftir við- ræðum við ríkið um leiðir til að fjármagna og tryggja fram- gang þeirra brýnu verkefna sem framundan eru í sam- göngumálum höfuðborgar- svæðisins. Fagnar borgarráð áhuga sem ráðherrar hafa að undanförnu sýnt fjármögnun mikilvægra samgöngumann- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega samþykkti borgarráð að taka á öllum þáttum sam- göngumála borgarinnar - um- ferðar- og gatnamálum, al- menningssamgöngum, um- ferð gangandi og hjólandi. Forsenda þeirra séfjármögn- un þessara verkefna og þess vegna verði farið í fyrrnefndar viðræður við ríkið. BATI: Hlutabréf í deCODE genetics Inc. héldu áfram að stíga í gær og eru nú að nálgast svipað gengi og í maí. Við lokun markaða í gær var hluturinn skráður á 3,71 dollarog hafði þá hækkað um 4,51% frá deg- inum áður. Var þetta í við- skiptum með 337.294 hluti, en hæst fór gengið innan dagsins í 3,75 doll- ara á hlut. Er þetta mun betri staða en á sama tíma í fyrra þegar gengið var um 2,2 dollarar og hrapaði síðan í 1,6 dollara á hlut undir lok september. Tveir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í opinberu starfi í fimm skipti: Olöglegar handtokur, notk- un táragass og röng skýrsla Tveir lögreglumenn í Reykjavík hafa verið ákærðir fyrir fimm saknæm brot í starfi. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa fjórum sinnum átt þátt í brotun- um en í það fimmta er hinn m.a. ákærður fyrir að skrá ranglega að „mikil múgæsing hafi mynd- ast á vettvangi" til að réttlæta að nauðsynlegt hefði verið að nota úðavopn (mace) til þess að lögregla kæmist af vettvangi. Annar lögreglumannanna lýsti því yfir fyrir dómi í gær að um 300 lögreglumenn biðu niður- stöðu í þessu dómsmáli - þvf mætti búast við að fjöldi lög- reglumanna myndi mæta þegar réttað yrði með viðeigandi yfir- heyrslum. Var látið í það skína, þegar málið var tekið fyrir í gær, að ekki yrði nægilegt rými fyrir tilheyrendur í komandi réttar- höldum sem fara fram þann 7. október. „Ofnotkun" táragass Ríkissaksóknaraembættið hefur haft mál lögreglumannanna til rannsóknar undanfarna mánuði en nú liggur fyrir að þeim eru gefnar að sök ólöglegar handtökur, röng skýrslugerð og brot í opinberu starfi. Yfirlögregluþjónn hjá sýslu- mannsembættinu í Stykkishólmi sá um yfirheyrslur. Einn þriggja brotaþola fer fram á að lögreglumennirnir tveir greiði honum 600 þúsund krónur í miska- bætur. Lögreglumönnunum var Þar hafi hann skráð að mikil múgæsing hafi myndast á vettvangi, ástandið verið mjög eldfimt og að notkun úðavopns hafi verið nauðsynleg til að lög- regla kæmist af vett- vangi án þess að til frekari átaka kæmi. gert að víkja úr starfi eftir að ákveð- ið var að opinber rannsókn færi fram. Fyrsta meint brot átti sér stað þegar annar lögreglumannanna - sá sem oftar er ákærður - var kvaddur á veitingastaðinn Nonna- bita í Hafnarstræti 18 aðfaranótt laugardagsins 8. mars. Þar gefur ríkissaksóknari honum einfaldlega að sök að hafa fært 23 ára karlmann á lögreglustöðina við Hverfisgötu án nægilegra ástæðna eða tilefnis. Nóttina eftir voru báðir lögreglu- mennirnir á ferð í Tryggvagötu framan við veitingastaðinn Café Amsterdam. Þar eru þeir ákærðir fyrir að hafa handtekið 32 ára karl- mann og fært hann án nægilegra ástæðna eða tilefnis á lögreglustöð- ina. Eldfimt ástand Þriðja brotið er með þeim hætti að þar er öðrum lögreglumannin- HARKALEGT:Tveir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að handtaka mann fýrir framan veitingastaðinn Caf'é Amsterdam í mars síðastliðnum án þess að hafa tilefni til þess. um gefin að sök röng skýrslugerð þar sem fjallað var um handtöku framangreinds manns fyrir framan Café Amsterdam. Þar hafi hann skráð að mikil múgæsing hafi myndast á vettvangi, ástandið verið mjög eldfimt og að notkun úða- vopns hafi verið nauðsynleg til að lögregla kæmist af vettvangi án þess að til frekari átaka kæmi. í fjórða lagi ákærir ríkissaksókn- ari annan lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa notað úðavopnið í tilgreint skipti - notað það gegn 31 árs karl- manni og það án nægilegra ástæðna eða tilefnis. Að síðustu er sama lögreglu- manni gefið að sök að hafa lýst ranglega forsendum þess að úða- vopnið var notað. Hann hefði skráð í skýrsluna að múgæsing hefði brotist út eftir handtökuna við Cáfé jAmsterdam. Múgurinn hefði verið um og yfir 10 manns og að maður- inn sem varð fyrir táragasúðanum úr brúsa lögreglumannsins hefði ætlað að ráðast að lögreglubíl þeirra félaga og með því móti ætlað að fá múginn með sér. ottar@dv.is Luo Gan naut friðhelgi, segir ríkissaksóknari: Kom hingað í opinberum er- indagjörðum, segir ráðuneytið Ríkissaksóknari komst í gær að þeirri niðurstöðu að Luo Gan, yfirmaður öryggismála í Kína, nyti friðhelgi hér á landi og því væri ekki tilefni til að kanna nánar efnisatriði í kæru sem Ragnar Aðalsteinsson lagði fram fyrir hönd kínverskra um- bjóðenda sinna. Ríkissaksóknari vísar til þess að Gan hafi verið hér í opinberri heim- sókn og njóti því ffiðhelgi samkvæmt alþjóðasamningum. Þetta hefur vak- ið spurningar, þar sem Gan var ekki hér í boði íslenskra stjómvalda eins og til dæmis kollegar hans Li Peng og Jian Zemin á sínum tíma. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að Gan hafi verið hér sem gest- ur. „Þeir [Kfnverjarj hafa samband við íslensk stjórnvöld í gegnum utanríkis- ráðuneytið og segja að þessi háttsetti maður í Kína sé á leið til Finnlands og hafi áhuga á að koma til Islands og hitta íslenska ráðamenn. Þannig að það er ljóst að hann er hér í opinber- um erindagjörðum og er þá hér sem gestur. Hann er ekki hér sem einka- aðili heldur kynnir sig á vegum kín- verskra stjórnvalda og er að sinna hér athugun á ríkjum sem hann telur áhugaverð." í kæmnni sem Ragnar Aðalsteins- son lagði fram fór hann fram á að krafist yrði gæsíuvarðhalds yfir Gan eða hann yrði settur í farbann á meðan kannað yrði hvort ástæða væri til að ákæra hann fyrir að bera ábyrgð á pyntingum í Kína. í kæmnni var meðal annars vísað í al- þjóðasamninga um bann við pynt- ingum sem Island hefur fest T al- menn hegningarlög. Taldi Ragnar ljóst að lögin kvæðu á um lögsögu ís- lenskra dómstóla yfir mönnum óháð þjóðerni þeirra og því hvar glæpirnir vom framdir. í almennum hegningarlögum eru talin upp ýmis brot sem refsa skuli fyrir samkvæmt íslenskum hegning- arlögum óháð því hver framdi þau og þótt þau séu framin utan íslenska ríkisins. Brot gegn alþjóðlegum samningi um bann gegn pyntingum em þar á meðal en þó segir að mál vegna þeirra skuli aðeins höfða eftir fyrirskipun dómsmálaráðherra. olafur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.