Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 13
SÉRKENNILEGT ANDRÚMSLOFT: Andrúmsloftið í New York var sérkennilegt í kjölfar 11. september - í orðsins fyllstu merkingu þegar litið er á þennan lögregluþjón á vakt við hlið sem afmarkaði hættusvæði í borginni. DV-mynd ÞÖK ALGJÖR EYÐILEGGING: Strax í kjölfar hryðjuverkaárásanna hófust menn handa við að hreinsa til í rústunum og leita að mögulegum eftirlifendum. Stórtækarvinnuvélarvoru að kvölds og morgna og þúsundir björgunarmanna unnu sér ekki hvíldar við erfiðar aðstæður. DV-mynd ÞÖK því seinn fyrir og það varð honum til lífs. Einar segir að reyndar hafi skólinn sem hann var í verið í næsta nágrenni við turnana en flutt skömmu áður en hann hóf nám þar. „Það voru margir í skólanum sem bjuggu á stúdentagörðum mjög nálægt turnunum. Þeir komust ekki heim og byggingarnar voru síðar rifnar." - En voru margir með þér á skólabekk sem misstu ættingja eða vini í þessum hamförum? „Ég þekkti nú ekki marga í skól- anum en það voru nokkrir sem sáu á eftir nánum vinum og kunningj- um í hamförunum enda var skól- inn áður við turnana og skólagarð- arnir rétt hjá.“ - En hvernig verður þér innan- brjósts þegar þú hugsar aftur og sérð myndir og frásagnir af 11. september? „Ég lít reyndar frekar kalt á mál- in eftir á. Ég var náttúrlega nýkom- inn þarna út og satt best að segja var þetta allt frekar óraunverulegt, eins og að horfa á sjónvarp eða vera staddur í miðju leikriti. En auðvitað var þetta óhugnanlegt og hafði áhrif á alla sem úpplifðu þetta í návígi." MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER2003 FMTW 13 Hver vinnur ferð til London eða Kaupmannahafnar? Nú fer að draga til tíðinda í átakinu okkar “Notaðu fríið til að hætta að reykjai”, því seinna í september verður dreginn út heppinn þátttakandi, sem vinnur flugfar fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar. Allir þeir, sem skráðu sig í átakið á sínum tíma, eiga möguleika á að vinna ferðina að uppfylltum vissum skilyrðum, en þau eru: Að hafa skráð sig í átakið fyrir 15. júlí sl. Að hafa hætt að reykja á tímabilinu og vera ennþá reyklaus. Að geta tilnefnt tvö tvitni, sem staðfesta að viðkomandi hafi hætt að reykja og sé enn reyklaus. Að fara inn á dv.is og staðfesta þátttöku sína, með því að smella á þar til gerðan reit og fylgja síðan fyrirmælunum! Meðal annars þarf að rekja í stuttu máli hvernig til tókst í átakinu! Það er enn ekki búið að ákveða hvenær fresturinn rennur út, en það verður tilkynnt fljótlega! Fylgist því með og missið ekki af þessu frábæra tækifæri, þ.e.a.s. þið, sem skráðuð ykkur á sínum tíma! Ef þið vitið um einhverja, sem skráðu sig í átakið, þá ættuð þið að láta viðkomandi vita hvað stendur til, svo að þau missi ekki af tækifærinu! IMicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækm. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 25 ÁRA OG TRAUSTSINS VERO hlh@dv.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.