Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 18
=1 18 MENNING MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Menning Leikhús • Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Síml: 550 5807 Skáld mánaðarins BÓKMENNTIR: Jón Helgason (1899-1986) verður fyrsta Skáld mánaðarins í bókasal Þjóð- menningarhússins í vetur. Þar verða til sýnis nokkur verk með Ijóðum Jóns og þýðingum og sýnishorn af störfum hans sem fræðimanns. Ljósmyndir frá lífi hans og starfi prýða sýning- una. Við opnun sýningarinnar á morgun kl. 17 segirögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbóka- safns (slands - Háskólabóka- safns, frá kynnum sínum af Jóni, fulltrúi Skólavefsins kynn- ir efni um og eftir Jón á heima- síðunni skolavefurinn.is. Allir velkomnir. Sýningin stendur til 7. október og efnt verður til fyrirlestra og upplestra í tengslum við hana. Stuttmyndakvöld BÍÓ: (kvöld kl. 20 er fýrsta kvöldið í nýrri haust- og vetrar- dagskrá Lundabíós í Norræna húsinu. Þá verða kynntar stutt- myndir alls staðar að úr heim- inum. Einnig verður sérstök sýning á klassískri kvikmynd í fullri lengd frá 7. áratugnum. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.lunda- bio.com. Hvarlágu mörkin? TÓNLISTARGAGNRÝNI Jónas Sen Á föstudaginn var tók DV viðtal við þá Kristin Sigmundsson söngvara og Jónas Ingimundarson píanóleikara vegna íyrir- hugaðra tónleika þeirra í Salnum í Kópa- vogi. Kristinn sagði þar að fyrri hluti efnis- skrárinnar, Söngvasveigur op. 39 eftir Ro- bert Schumann, væri „einhverskonar eirð- arleysis-, taugaveiklunar- og geðsveiflumús- ík“, en síðari hlutinn, Kernerljóðin op. 35 eftir sama tónskáld, enduðu í svartasta þunglyndi. Þessar mildu geðsveiflur eru einkennandi fyrir tónlist Schumanns, enda þarf túlkandi tónlistar hans stundum að sleppa gersam- lega fram af sér beislinu. í einu píanóverki hefur Schumann gefið flytjandanum þau fyrirmæli að hann eigi að spila eins hratt og mögulegt er, en nokkru sfðar stendur „enn- þá hraðar"! En tilfinningarnar eru óheftar og vissulega upplifði maður allt litróf þeirra á tónleikum Kristins og Jónasar á sunnu- dagskvöldið. Eins og margir vita þjáðist Schumann af geðsjúkdómi og í fyrrnefndu viðtali kemur fram að það hafl að öllum líkindum verið vegna sárasóttar. Ef marka má prófessor f geðlækningum við Kaliforníuháskóla, Peter F. Ostwald, sem hefur skrifað ævisögu tón- skáldsins, Schumann: Music and Madness, er þetta ekki alveg rétt. Ostwald segir að ekki séu neinar vísbendingar um að Schumann hafi þjáðst af sárasótt, hins vegar hafi hann borið öll merki geðhvarfasýki, sem einkenn- ist af gríðarlegum geðsveiflum. Taka verður fram að sjúkleiki Schumanns kom ekki niður á gæðum tónlistar hans, nema kannski í lokin. En tilfmningarnar eru óheftar og vissulega upplifði maður allt lit- róf þeirra á tónleikum Kristins og Jónasar á sunnudagskvöldið. Hástemmd túlkunin var bæði þróttmikil og viðkvæm, Kristinn, með sína dýrðarrödd, þétta, kraftmikla, en um leið hlýja og tæra, söng einstaklega vel, túlk- un hans svo sannfærandi að maður gat ekki annað en hrifist með. Enga einustu misfellu var þar að heyra, röddin var ávallt fókuseruð BRÆÐUR í SÖNG: Hástemmd túlkunin var bæöi þróttmikil og viökvæm. hvort sem hann söng sterkt eða veikt. Leik- rænir tilburðir voru líka sannfærandi, mað- ur þurfti ekki einu sinni að fylgjast með text- anum í tónleikaskránni; það var nóg að horfa bara framan í söngvarann til að vita nákvæmlega um hvað hann var að syngja. Samt var þar hvergi vottur af tilgerð. Ekki var Jónas síðri; hver tónn, hver hend- ing var úthugsuð og hljómfögur, og ég er viss um að margur píanóleikari meðal áheyrenda hefur öfundað hann af fmgramýktinni. Steinwayflygill Salarins er fyrirtakshljóðfæri, en hljómur hans er kannski í „svalari" kantinum, og sumir með- leikarar þar draga sönginn niður fremur en hitt. Jónas hins vegar galdraði fram hvern dásemdarhljóminn á fætur öðrum úr píanó- inu og leikur hans studdi svo vel sönginn að ekki er hægt að gera betur. Stundum vissi maður varla hvar mörkin lágu á milli söngs og slaghörpu, og slíkt samræmi verður varla til á einni nóttu. Enda hafa þeir Kristinn og Jónas „sungið lengi saman“ eins og þeir hafa sjálfir orðað það. Ekki er oft að maður hallar sér bara aftur í sætinu á tónleikum, lokar augunum og gef- ur sig sæluvímu á vald en það gerðist núna. Þetta voru einhverjir bestu ljóðatónleikar sem ég hef farið á, bæði söngvari og píanó- leikari svo innblásnir að maður gersamlega gleymdi stund og stað. Vonandi verður meira um svona í Salnum í vetur. Tónleikarnir verða endurteknir miðvikudagskvöldið 17. september kl. 20 vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á sunnudaginn. Miðasala er þegar hafin. Nóbelsskáld situr fyrir svörum José Saramago. [ hádeginu á morgun verður einn af há- punktum Bókmenntahátíðar í Reykja- vík þegar Torfi Tulinius ræðir við nóbelsskáldið José Saramago í Nor- ræna húsinu. Samtalið hefst kl. 12 og fer fram á frönsku en verður túlkað á ís- lensku jafnóðum. José Saramago er fæddur 1922 í bænum Azinhaga, rétt fyrir utan Lissabon í Portúgal. Hann gaf út sína fyrstu bók, Syndarinnar land, 1947 en missti móðinn og tók ekki upp þráðinn að nýju fýrr en 1966 með ljóðasafn- inu Möguleg ljóð. Hann fékkst jafnframt við þýðingar, útgáfustörf og ritstjóm. Saramago vakti fyrst verulega athygli 1982 með skáld- sögunni Baltasar og Blimunda, þá sextugur að aldri, og í framhaldi af því gaf hann út hverja skáldsöguna á fætur annarri. Skáldsagan Blinda kom út árið 2000 hjá Vöku-Helgafelli og er eina saga Saramago á íslensku enn sem komið er. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1998. Glæpur og refsing Pallborðsumræðurnar í Norræna húsinu á morgun kl. 15 eru um glæp og refsingu enda eru nokkrir frábærir spennusagnahöf- undar á hátíðinni. Þar fer fyrstur Svíinn Henning Mankell sem þekktur er hér á landi fyrir fáeinar æðislegar sögur í þýðingu, til dæmis Hvítu Ijónynjuna, og fyrir bráðgóða sjónvarpsþætti sem gerðir hafa verið eftir sögum hans. Einnig tekur Rússinn Boris Ak- unin þátt í samræðunum en tvær af hans vinsælu sögum hafa verið þýddar á íslensku, Kúbverjinn José Carlos Somoza, höfundur Skuggaleikja sem hlaut Gullna rýtinginn, virtustu glæpasagnaverðlaun heims, í fyrra, ogÁrni okkar Þórarinsson. Umræðum stýrir glæpasagnasérffæðingurinn Katrín Jakobs- dóttir. Á bókmenntakvöldi annað kvöld kl. 20 í Iðnó lesa sænsk-finnski höfundurinn Mika- el Niemi, höfundur hinnar frábæru bókar Rokkað í Viitula, Vestur-fslendingurinn Bill Holm, finnski höfundurinn Arto Paasilinna en eftir hann hafa komið á íslensku Ár hér- ans og Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð sem er ein vinsælasta bók síðari tíma í Finnlandi og ný- útkomin hjá okkur, Huldar BreiðQörð og José Saramago. Einnig minnum við á upplesturinn í kvöld í Iðnó þar sem þau lesa Jan Sonnergaard, José Carios Somoza, Andri Snær Magnason, Nicholas Shakespeare og Judith Hermann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.