Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Á morgun eru liðin tvö ár frá mestu hryðjuverkaárás sögunnar: ' ■ VSjgfr Mínúturnar sem breyttu heimsmyndinni HEIMSUÓS OddurÓlafsson oddur@dv.is Að morgni 11. september 2001 breyttist heimsmyndin í einu vetfangi. Flogið var á Tvíbura- turnana í New York og þeir jafn- aðir við jörðu og þriðju flugvél- inni var beint að Pentagon fyrir utan Washington, en þar eru hjarta og heili bandaríska her- veldisins. Þetta var í fyrsta sinn sem bandariskar borgir urðu fyrir stórfelldum árásum með miklu mannfalli. Þarna voru hryðjuverkamenn að verki en erfitt var að svara í sömu mynt því að það voru samtök en ekki ríki sem stóðu að baki árásinni. Þá sagði risaveldið öllum hryðjuverkum stríð á hendur og hefur lagt undir sig tvö fjarlæg lönd en hvergi sér fyrir endann á hryðjuverkastarfsemi og stríðið, sem hófst með vel skipulögðum árásum á helg vé Bandaríkjamanna, breiðist út með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Morguninn 11. september 2001 rann upp bjartur dagur og fagur á austurströnd Bandaríkjanna. Svo var það kl. 8.40 að staðartíma að yf- irstjórn loftvarna fékk tilkynningu um að farþegaþotu hefði verið rænt. Þrem mínútum síðar barst tilkynning um að annarri þotu, sem var nýlögð af stað frá Boston, hefði einnig verið rænt. Tvær F-15 orr- ustuþotur voru sendar á loft frá hervelli norðan New York. Um það bil sem morgunninn var að hefjast á Manhattan flaug far- þegaþota á norðurturn Miðstöðvar heimsviðskipta. Þá var klukkan 8.46. Fjölda sjónvarpsvéla var beint að brennandi turninum kl. 9.03 þegar önnur farþegaþota flaug rak- leitt inn í syðri turninn og sprakk þar. Sú þota var nýlögð af stað frá Boston og var í áætlunarflugi til Los Angeles. Báðum vélunum var rænt rétt eftir flugtak og voru geymar þeirra fullir af eldsneyti þegar þeim var flogið á turnana sem voru hinir hæstu í New York og tákn hins mikla við- skiptaveldis sem stjórnað er frá Manhattan. Að öllu jöfnu voru turnarnir vinnustaðir 50 þúsund manna en nær 3 þúsund fórust í árásunum. Þegar síðari flugvélinni var beint að syðri turninum varð öllum ljóst að ekki var um slys að ræða. Árásirnar voru vel skipulagðar sjálfsmorðs- aðgerðir og var ætlunin að valda eins miklu tjóni og mannfalli og frekast var unnt. Þoturnar sprungu báðar inni í byggingunum og log- andi eldsneytið flæddi um margar hæðir mestu mannvirkja á Man- hattan. Klukkan 9.10 var Bush forseti að lesa upp fyrir börn í skóla í Flórída þegar starfsmannastjóri hans kom inn og skýrði frá árásunum á Mið- stöð heimsviðskipta. Tíu mínútum síðar tilkynnti FBI að verið væri að rannsaka tilkynningar um flugrán. Þegar klukkan var orðin 9.29 voru björgunarsveitir og slökkvilið kom- En hver var óvinurinn? Það er vandamál sem risaveldið er enn að ráða fram úr, réttum tveim árum eftir örlagadaginn 11. september 2001. ið að Tvíburaturnunum en efri hæðirnar loguðu. Var fjöldi manns lokaður inni og var engin leið að ná til þess fólks sem beið í örvæntingu úti í gluggum. Stukku margir út í opinn dauðann en aðrir biðu björgunar sem aldrei barst til efri hæðanna og krömdust þúsundir til dauða þegar burðarvirki 106 hæða bygginganna gáfu sig vegna ofsa- hita. Hæstu byggingar Ameríku hrundu eins og spilaborgir á nokkrum sekúndum. Harmleikur hefur átt sér stað Klukkan 9.30 ávarpaði Bush for- seti þjóðina og tilkynnti að mikill harmleikur ætti sér stað. Tvær flug- vélar hefðu flogið inn í Miðstöð heimsviðskiptanna og væri greini- lega um að ræða hryðjuverkaárás á landið. Nákvæmlega tíu mínútum síðar var farþegarflugvél flogið á Penta- gon, miðstöð bandaríska hersins. Þeirri vél var rænt rétt eftir flugtak frá Washington og var hún á leið til Los Angeles með fulla eldsneytis- geyma. Ein álma hinnar miklu byggingar varð að logandi víti. F-16 orrustuþotur voru enn í 100 mflna ijarlægð frá Washington og Pentagon var óvarið fyrir árás sem þessari. Forsetinn gaf út fyrirskip- un um að hver sú flugvél sem ógn- aði höfuðborginni og stofnunum sem þar eru skyldi umsvifalaust skotin niður. Klukkan 9.45 var Hvíta húsið og þinghúsið rýmt af ótta við frekari árásir. Fimm mínútum síðar var öllum flugvöllum landsins lokað og flugvélum skipað að lenda og hafði flugherinn einn leyfi til að fljúga í bandarískri lofthelgi. Klukkan 9.58 nam starfsmaður neyðarlínu í Pennsylvaníu-rfki far- sfmahringingu frá farþega í áætl- unarvél á leið frá Newark í New Jersey til San Francisco þar sem endurtekin voru tvívegis skilaboð um að flugræningjar hefðu náð þotunni á sitt vald. Nokkrir farþeg- ar í sömu vél hringdu í ættingja sína og tilkynntu hvernig komið væri en sögðu að til stæði að gera tilraun tii að yfirbuga ræningjana. Þegar klukkan var orðin 10.03 hrapaði flugvélin í skóglendi suður af borginni Pittsburgh og fórust all- ir sem með henni voru. Álitið er að hlutverk hryðjuverkamannanna sem rændu þeirri vél hafi verið að fljúga henni á Hvíta húsið í Wash- ington eða þinghúsið. En áður en það gat orðið réðust farþegar á flugræningjana með fyrrgreindum afleiðingum. Klukkan 10.05 hrundi syðri tum Miðstöðvar heimsverslunarinnar skyndilega og mikið ryk- og reykj- arský lagðist yfir Manhattan. Fjöldi björgunarmanna og slökkviliðs- manna fórst og allir þeir sem vom innilokaðir í byggingunni. Enn liðu 24 mínútur þar til nyrðri turninn hmndi einnig til gmnna og rykmökkurinn þakti meginhluta miðborgarinnar. Mannfallið var ógnvekjandi. Breyttur heimur Þegar síðari turninn hmndi var aðeins liðin ein klukkustund og 43 mínútur frá því árásin hófst. Hún var sýnd í beinni útsendingu um allan heim því að sjónvarpsmynda- vélar og fréttaskýrendur vom komnir á staðinn skömmu eftir að fyrsta flugvélin lenti á hæstu bygg- ingu Bandaríkjanna. Þótt flestir þeirra sæju og heyrðu hvað fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.