Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 35 SAMBiO KRINGLAN ALFABAKKI * Synd kl. 4,6,8 og 10. B.i. 10 ara wrad í luam W 415, 8ÍL15 Sýnd kl. 3.50,5.50, 8og 10.10. B.i.12ára. STÓRMYND GRISLA: Sýnd kl. 4 og 6. m/isl. tali Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. ÁSTRÍKUR: Sýnd m. ísl.tali kl. 3.50 BASIC Sýnd kl. 6,7,8,9 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5. Með íslensku tali. I.A, Tinruís ■ 7*»* kvíðcmyndir.is fT Fullkomið ran Svik Uppgjör mtíleoasta ynd ársms KRINGLAN 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 SWEET SIXTEEN: Sýnd kl.8. ALL OR NOTHING: Sýndkl.8. BLOODY SUNDAY: Sýndkl.5.50og 10. PLOTS WITH A VIEW: Sýnd kl. 8. THE MAGÐALENE SlSTERS:Sýnd kl.5.45 og 10.05. PURE: Sýndkl.8. Sýnd kl.5.45,8 og 10.15. B.i.lO.ára Sýnd kl.10. B.i. 12. ára. PIRATES OF THE CARRIBEAN: Sýnd kl. 5.30 og 10.30. B.i. 10 ára. NÓI ALBfNÓI: Sýnd kl. 6. Enskur texti. V. t — ★ JM \ t V X * Breskir Bíódagar SINBAD: Sýnd m.ensku.tali kl. 8. PIRATES OF THE CARRIBEAN: Sýnd kl. 5.30 og 8.15. B.i. 10 ára. SINBAD: Sýnd m. ísl.tali kl. 4 og 6. Ofurskutlan Angelina er mætt aftur, öflugri en nokkru sinni fyrr, í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Snæfriður Ingadóttir skrifar um fjölmiðla Öfugsnúin ást Ég verð upptekin næstu nítján fimmtudagskvöld. Al- veg sama hversu freistandi til- boð kunna að berast mér svík ég ekki vinkonur mínar í Beð- málum í borginni á RÚV. Hef saknað þeirra mikið í sumar en nú eru þær komnar aftur á skjáinn og allt að gerast hjá þeim eins og fyrri daginn. Fyrsti þátturinn í nýju serí- unni lofar góðu en þó ekki fyr- ir Míröndu sem er nú loksins orðin ástfangin af barnsföður sínum, Steve. Hann hefur lengi verið að eltast við hana en þegar hún ætlaði loksins að játa honum ást sína er hann bara kominn með aðra! Svona er ástin nú oft erfið og flókin. Einmitt þegar maður vill eitt- hvað þá vill sá sem maður vill eitthvað með ekkert og svo öf- ugt. Alveg óþolandi. Fór á leikritið Ráðlausir menn í vik- unni, sem sýnt er í Tjarnar- bíói, en því hefur verið líkt við karlmannlegu útgáfuna af Beðmálum í borginni. Þar er einmitt verið að Qalla um öf- ugsnúninginn í ástinni og hina endalausu leit. Skemmti- legt leikrit og snilldarvel leikið. Skemmti mér vel við að heyra sjónarmið strákanna um þessi mál og kom fróðari út en við- urkenni þó að sjálf hef ég reyndar heyrt marga af þeirra frösum í mínum vinkvenna- hópi - og jafnvel notað þá sjálf - þannig að eftir allt erum við kynin líklega ekki svo ólík þeg- ar kemur að eltingaleiknum við ástina. Bloody Sunday 'k'k'k'L. Sweet Sixteen 'k'k'k'k Nói albínói 'k'k'kk 28DaysLater 'k'k'k Pirates of the Caribbean 'k'k'k Terminator 3 ★★★ Croupier ★★★ HULK ★★★ Sindbað sæfari ★ ★i Basic ★ ★ LucyBreak 'k'k'i. Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★ ★ Legally Blonde 2 'k’i. Lara Croft.... ★ Mikið af ítölsku Sif Gunnarsdóttir sif@dv.is Það er vandi að gera góða rán- mynd þar þar sem plottið geng- ur fyrst og fremst út á að einhver stelur einhverju verðmætu frá einhverjum öðrum - og það vit- um við, þannig að höfuðsögu- þráðurinn kemur síst á óvart. Bestar eru þær ránmyndir þegar ránið er orðið svolítið flókið, svikum er beitt í hvívetna og menn plataðir upp úr skónúm. Þessi tegund kvik- mynda er vinsæl og reglulega dúkka upp myndir með ofangreindri upp- byggingu. Sumar þeirra ganga mikið út á ofurflott tæki, flóknar tímasetn- ingar og smart fólk - eins og í Oceans eleven. Aðrar leggja meira upp úr svikamyllunni sjálfri eins og Con- fidence sem frumsýnd var fyrr í ár og hin frábæra Heist sem var skrifuð og leikstýrt af snillingnum David Mamet - í henni fór allt saman: margsnúin flétta, drepfyndin samtöl og frábær leikur. Fáar komast með tæmar þar sem hún hafði hælana og The Italian Job er í allt öðmm skófatnaði. The Italian Job er endurgerð á samnefndri mynd frá árinu 1969 þar sem Michael Caine lék aðalhlutverk- ið. Fátt er líkt með myndunum nema í báðum er mikið af ítölsku gulli stolið og í báðum er langur eltinga- leikur á marglitum minibílum. The Italian Job hefst í Feneyjum þar sem bífræfnir bófar ætla að stela gull- farmi að verðmæti 35 milljónum dollara án þess nokkum tímann að LEITAÐ HEFNDA Mark Wahlberg, CharlizeTheron og Jason Statham snúa bökum saman til að hafa uppi á ránsfeng. Sambíóin/Háskólabíó The Italian Job ★★ veifa skotvopni framan í nokkurn mann. Bófamir em Charlie (Wahl- berg), sem er að stjóma sínu fyrsta ráni; John (Sutherland) sá gamli í hettunni sem er búinn að opna fleiri peningaskápa en hann man eftir; Lyle (Green) tölvuséníið í hópnum; Handsome Rob (Statham) bílstjór- inn glannalegi; Half Ear (Def) sprengjusérfræðingurinn og Steve (Norton) sem virðist ekki hafa neina sérstaka hæfileika og þeir hefðu bet- ur sleppt að hafa hann með þvi hann svflcur þá illilega þannig að félagarn- ir standa eftir slyppir og snauðir - þeir sem fengu að halda lífi. Næsti einn og hálfur tími lýsir síðan undir- búningi þeirra félaga við að ná gull- inu aftur af Steve og fá þeir sér til að- stoðar hina fögm Stellu (Theron), dóttur Johns, sem hefur erft hæfi- gulli leika föður síns til að opna læsta skápa. Eftir skemmtilegt og spennandi upphaf í Feneyjum er sett í hæga- gang meðan sagan flytur sig til Los Angeles og undirbúningur ráns nr. 2 fer fram. Þá skiptir vemlegu máli að samskipti persónanna þróist, samtöl séu vel slaifuð og að framgangur mála sé athyglisverður. Þessir þættir gengu ekki nægilega vel upp og verð- ur það að skrifast frekar á slappt handrit og úrvinnslu en gæði leiks. Lokabrellan er fín en þá er maður orðin helst til of áhugalaus um með- limi hópsins til að fá fiðring yfir af- drifum þeirra og alls gullsins. Enda er nokkuð ljóst í myndum sem þess- um hver endar uppréttur og ríkur. Leikstjórinn F. Gary hefur bæði gert betur og verr á sfnum frekar stuttum ferli, betur með The Negoti- ator fyrir nokkmm ámm og talsvert verr með A man apart þar sem Vin Diesel drap mann og annan í óstöðv- andi blóðbaði. Leikurinn í The Itali- an Job er í flestum tilfellum í fínu lagi, Wahlberg er sjarmerandi á áreynslulausan hátt, Norton fínn í hlutverki svikarans og Green, Statham og Def halda úti bakgrunns- músíkinni með glensi og grfni. Verst er að Sutherland er skotinn úr mynd eftir korter og í stað hans fáum við Theron sem þrátt fyrir óneitanlegan glæsileik er litlaus viðbót. The Italian Job er fagmannlega unnin og handverkið er gott en það vantar í hana neistann sem myndi fleyta henni yfir meðalmennskuna. Leikstjóri: F. Gary Grey. Handrit Donna Powers og Wayne Powers. Kvikmyndataka: Wally Pfister. Tónlist John Powell. Aöalleikar- an Mark Wahlberg, Charlize Theron, Edward Norton, Jason Statham og Donald Suther- land. Mikki bláskjárá Stöð 2 kl. 0.10: Englendingur í New York MIKKIOG MAFlAN: Hugh Grant í hlutverki Mikka bláskjás reynir að verjast mafíunni. I kvikmynd kvöldsins leikur Hug Grant Mickey Felgate, enskan séntil- mann sem hefur gamaldags hug- sjónir og starfar sem listaverkasali í New York. Hann hefur kynnst glæsi- legri New York-stúlku, Ginu (Jeanne Tripplehorn) og þegar myndin hefst heftir hann undirbúið rómantískt bónorð. Það er ekki nóg með að bónorðið fari í vaskinn í skondnu at- riði heldur hleypur sú útvalda grát- andi út af veitingastað og skilur Mikka eftir með eitt stórt spuming- armerki á andlitinu. Þegar að er gáð þá er faðir Ginu, Frank Vitale (James Caan) í stórri maffufjölskyldu og telur Gina vænt- anlegan eiginmann vera auðvelda bráð fyrir mafíuna. Faðir hennar vill þó óður og uppvægur gifta dóttur sína og lofar að skipta sér ekki af hjónabandinu. Gina játast því Mikka. Það sem tilvonandi tengda- faðir sá ekki fyrir er að vinir hans í mafíunni em ekki á sama máli og hann og brátt er Mikki kominn með fangið fullt af vandamálum sem hann er ekki maður til að leysa. Norræna húsið: Finnska lista- konan Sari Maarit Cedergren opnar sýningu f anddyri Nor- ræna hússins í dag kl. 17. Þar sýnir hún lágmyndir úr stein- steypu og gifsi. Hugmyndin er að endurspegla hið hversdagslega veður sem við upplifum daglega í umhverfi okkar og þann mikla fjölbreytileika og hreyfingu sem býr f veðrabrigðunum. Sýningin nefnist Súldduld. Gaukurirm: Sænska hljóm- sveitin Evergrey heldur tónleika á Gauknum í kvöld kl. 21.30. Ásamt henni koma fram Dr. Spock og Envy of Nona. Aldurs- takmark er 18 ár. Akureyri: „Forysta grasrótar- samtaka á tímum hnattvæðing- ar“ nefnist fyrirlestur á Félags- vísindatorgi Háskólans á Akur- eyri. Kate Botham heldur hann í dag kl. 16.30 að Þingvallastræti 23, stofu 14 (salnum). Kate Bot- ham hefur kennt á námskeiðum um „hnattvæðingu og mannleg gildi" við Harvardháskóla. Salurinn: Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari heldur debúttónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld og hefjast þeir kl. 20. Hún leikur verk eftir Beethoven, Bartók og Chopin. Komhlaðan: Evran verður að- alumræðuefni á fundi Evrópu- samtakanna á hádegisfundi í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku- húsinu í Bernhöftstorfu) milli kl. 12 og 13 á morgun, fimmtudag- inn 11.9. Þar verður rætt um kosti og ókosti evrunnar fyrir ís- lenskt efnahagslíf og um hvað er að gerast í Svíþjóð. Dr. Jón Þór Sturluson hagfræðingur flytur inngangserindi. Norræna húsið: Lundabíó kynnir stuttmyndir alls staðar að úr heiminum í Norræna húsinu kl. 20. Einnig verður sérstök sýn- ing á klassískri kvikmynd í fullri lengd frá 7. áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.