Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2003, Blaðsíða 26
26 TÍLVBRA MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 Ræktun lýðs og lands Umsjón: Páll Guðmundsson Netfang: palli@umfi.is Sími: 568 2929 ÁRSÞING Á SAUÐÁRKRÓKI: Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMF(. Stjórnarfundir UMFÍ eru haldnir fimm til sex sinnum á ári og taka yfirleitt tvo til þrjá daga. Fulltrúar sjö héraðssambanda skipa stjórn, auk fjögurra varafulltrúa, og eru stjórnarmenn kosnir á ársþingi til tveggja ára. MÖRG MÁL Á DAGSKRÁ: Björn Bjarndal Jónsson, formaður Ungmennafélags fslands, segist ekki muna eftir að jafnmörg mál hafi legið fyrir stjórnarfundi áður. „Það eru óvenjumörg og stór mál sem liggja fyrir stjórnarfundi að þessu sinni. Meðal verkefna sem lögð verða fyrir stjórnarfund UMFÍ í næstu viku er að ákveða haust- og vetrarstarfið, fara yfir verkefni ársins og líta í eig- in barm. Bjöm Bjarndal Jónsson, for- maður Ungmennafélags fslands, segist ekki muna eftir að jafnmörg mál hafi legið fyrir stjórnarfundi áður. „Það eru óvenjumörg og stór mál sem liggja fyrir fundinum að þessu sinni. Skipulagsnefndin hefur lokið störfum og fyrir liggur skýrsla þar sem meðal annars er teícið á því hvort við viljum taka íþróttabandalögin í hreyfinguna. Framtíðarnefnd er að störfum en samhliða störfum hennar höfum við verið að líta í eigin barm með fulltrúa frá IGM og ætlum að skiia niðurstöðum af því starfi fyrir þing. Við erum líka að fara í gegn- um lög UMFÍ, til dæmis reglu- gerðina um landsmótin. Á stjórn- arfundinum verður einnig farið yfir verkefni ársins, línur lagðar fyrir haust- og vetrarstarfið og samdar tillögur fyrir ársþingið sem haldið verður í október." Við erum líka að fara í gegnum lög UMFÍ, til dæmis reglugerðina um landsmótin. Björn segir að Ungmennafélag- ið sé að ráðast í byggingarfram- kvæmdir í Þrastaskógi og að það sé mál sem einnig þurfi að ræða á fundinum. Ársþing í október Það er því ljóst að mörg stór mál verða tekin fýrir á stjórnarfundin- um og ýmislegt sem þarf að fjalla STJÓRN UMFÍ: Hildur Aðalsteinsdóttir UMSE, Kristín Gísladóttir, HSK, Anna R. Möller, UMSK, Helga Guðjónsdóttir, HSK, Ásdís Helga Bjarnadóttir, UMSB. Efri röð frá vinstri: Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMF(, Sigurður Viggósson, HHF, Kjartan Páll Einarsson, HSH, Björn B. Jónsson, formaður UMFl, Svanur Gestsson, UMSK, Birgir Gunn- laugsson, Fjölni, og Sigurbjörn Gunn- arsson, Keflavík, íþrótta- og ungmenna- félagi. um fyrir ársþingið sem haldið verður á Sauðárkróki 18.-19. októ- ber næstkomandi. „Þetta eru allt mikilvæg mál fyr- ir hreyfinguna og að sama skapi skemmtilegt að takast á við þau. Það hefur verið mjög ánægjulegt vinna að undanfarið og fara yfir starfsemi félagsins og vonandi á það eftir að skila sér í betra starfið. Til að halda betur utan um öll þessi stóru mál mun ég heimsækja héraðssambönd vfðs vegar um landið á næstu tveimur vikum og heyra hljóðið í félagsmönnum. Ég veit að þar á margt eftir að bera á góma, enda af nógu af taka varð- andi starfsemi hreyfingarinnar." Undirbúningur fyrir landsmót hafinn Stjórnarfundir UMFÍ eru haldn- ir fimm til sex sinnum á ári og taka yfirleitt tvo til þrjá daga í senn. Stjórnin er skipuð sjö mönnum, auk fjögurra varafulltrúa, og eru stjórnarmenn kosnir á ársþingi til tveggja ára. Björn segir að ársþingið verði haldið á Sauðárkróki að þessu sinni og að þar ætli heimamenn að kynna þingfulltrúum fram- kvæmdir og undirbúning lands- mótsins sem haldið verður á Það á sér stað mikil uppbygging á íþrótta- mannvirkjum á Sauð- árkróki í tengslum við landsmótið. Króknum á næsta ári. „Það á sér stað mikii uppbygging á fþrótta- mannvirkjum á Sauðárkróki í tengslum við landsmótið.“ Björn segir að frestur til að sækja um að halda landsmótin 2007 og 2009 renni út nú í haust og séu fjölmörg héraðssambönd og sveitarfélög að fara yfir málin með umsókn í huga. * fliigfelng.is Alltaf ódýrast á www.flugfelag.is FLUGFÉIAG ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.