Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Síða 16
16 MENNING FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist • Tónlist • Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Kötturinn í sekknum MYNDLIST: Dagný Heiðdal list- fræðingur sýnir gestum Lista- safns íslands sýningu Júlíönu Sveinsdóttur á sun. kl. 15. Þann 16. og 25. okt. kl. 17-19 efnir safnið til námskeiða um ástand og uppruna málverka og varð- veislu listaverka í heimahúsum. Umsjón hafa Viktor Smári Sæ- mundsson forvörður og Rakel Pétursdóttir safnfræðingur. Fjallað verður um atriði sem hafa á í huga við kaup á lista- verkum og kynntar leiðir til að forðast ótímabært niðurbrot og skemmdir. [ tengslum við námskeiðið verður starfs- mönnum listaverkasafna boðið að kynna sér skráningu lista- verka í tölvugagnagrunn Lista- safnsins. Skráning í síma 515 9600. Fleiri blóm TÓNLIST: Næstu tónleikar í tónleikaröðinni „Blómin úr garðinum" verða í Langholts- kirkju á morgun kl. 17. Flytj- endur eru Margrét Bóasdóttir sópran, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Kór Langholtskirkju gengst fýrir röðinni í tilefni af 50 ára afmæli kórsins. ísland að hluta DÆGILEG INNSETNING: Raðskúlptúr í naum- hyggjustíl þar sem (s- landskortið - eða sérút- gáfa Einars af því - er bæði efniviðurinn og um- fjöllunarefnið. DV-mynd ÞÖK MYNDUSTARGAGNRÝNI Aðalsteinn Ingólfsson Eitt sinn rakst ég á Þjóðverja sem voru að vandræðast í miðbæ Reykjavíkur. Þeir þurftu nauðsynlega að komast út á Seltjarnarnes og höfðu því gaumgæft kortið af höfuðborgarsvæð- inu aftast í símaskránni. Þar er að flnna sérstakt kort af Seltjamamesi úti á „haffletinum" við hliðina á Reykjavíkurkortinu, væntanlega vegna plássleysis. Og nú spurðu Þjóðverjarnir: Hvar flnnum við Seltjarnamesferjuna? Það er kunnara en frá þarf að segja - en þolir hæglega endurtekningu - hve lítið er að marka landslag á landakorti eða myndum. Samt er það til mynda og landakorta sem ferðalangar grípa til að segja frá upplifunum sínum af náttúmnni. Og með því að „gera" myndir af náttúmnni telja listamenn sig hafa gert henni skil. Hafi þeir til að bera nægilegan listrænan sannfæringarkraft fá myndir þeirra á sig ímynd helgimyndar, hinnar einu og sönnu túlkunar landslagsins, mæli- kvarða á allar siðari túlkanir. Úti í íslensku hrauni er erfltt að losna við myndir eftir Kjarval úr huganum. Um nokkurt skeið hefur Einar Garibaldi Ei- riksson verið með hugann við íslenskt landslag, þýðingu þess fyrir íslenska listamenn og þjóðina í heild sinni, hugmyndir og ranghugmyndir um það, og misvísandi skilaboðin sem birtast í helstu tilraunum til að „gera því skil“, hvort sem er í máli eða myndum. Landakort sem skúlptúrar Umfjöllun Einars um viðhorf okkar til lands- lagsmynda em eins konar „afbyggingar", til- raunir til að brjóta úl mergjar hugmyndimar að baki þeim og gera þær sýnilegar. Og þar sem hann er sjálfur myndlistarmaður, ekki fræði- maður, taka rannsóknir hans á sig mynd sjálf- stæðra „bygginga" með eigin burðarvirki og lög- mál. Tilbrigðin um tiltekið kort Landmælinga rík- isins af Reykjanesskaga (Blað 18), sem Einar sýndi í Duus-húsi í Keflavík í fyrra, vom léttkald- hæðnislegar stúderingar á táknmáli kortagerð- armanna, tjáningargildi þess og annmörkum. Þetta blað lá vel við höggi, ef svo má segja, þar Nanna Hovmand og Jónas Ingimundarson. Velur íslenskt Á morgun kl. 14.30 heldur lýríski messósópraninn Nanna Hovmand Tíbrár- tónleika í Salnum ásamt Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Á efnisskránni eru íslensk sönglög og söngvar eftir norræn tónskáld. Nanna er öllum minnisstæð sem sáu róm- aða uppfærslu Sumaróperunnar á Krýningu Poppeu eftir Monteverdi, þar lék hún hina forsmáðu keisarynju, Ottaviu, sem rekin var í útlegð til að keisarinn gæti gifst ástkonunni, Poppeu. Islendingar eiga fjölda fallegra ein- söngslaga og það er sérstaklega ánægjulegt þegar listafólk af erlendu bergi velur úr þeim á efnisskrá sína. Meðal laga sem Nanna syng- ur eru bæði vinsæl lög eins og Þú ert - eftir Þórarin Guðmundsson og Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, en líka sjaldheyrðari lög eins og Kata litla í Koti eftir Sigvalda Kalda- lóns, Söknuður eftir Hallgrím Helgason, Síð- asti dansinn eftir Karl O. Runólfsson, Vor eft- ir Jónas Ingimundarson og lög eftir Jórunni Viðar við Þjóðvísu Tómasar Guðmundssonar og Gestaboð um nótt eftir Einar Braga. Nor- rænu tónskáldin sem Nanna syngur verk eft- ir eru P.E. Lange-Múller, Carl Nielsen, Ed- vard Grieg og Peter Heise. Nanna Hovmand er virk í tónlistarlífí Dan- merkur og hefur sungið við öll helstu óperu- hús þar í landi. sem það sýnir mestmegnis opið haf. Um leið höfðu myndir listamannsins til að bera Ijóðræn- an þokka, hæfilega dulúð og ýmislegt fleira sem gæddi þær nauðsynlegu aðdráttarafli, burtséð frá kortagerðarlegri þýðingu þeirra. Um þessar mundir (til 12. okt.) sýnir Einar ný tilbrigði um íslandskortið í Listasafni ASÍ, í sam- floti með ítölskum skólabróður sfnum, Bruno Muzzolini. I þetta sinn nefnir Einar framlag sitt „ísland í níu hlutum", og er það myndröð byggð á hinum níu stöðluðu íslandskortum Landmæl- inga. Einar stækkar þessi kort úl muna og end- urgerir í grófum dráttum, heldur sig við úúínur landsins og helstu jökla og notar einvörðungu tvo „ónatúralíska" litatóna. Að endingu festir hann kortin á þunga fleka sem hallast upp að veggjum, að því er virðist óskipulega. Myndgildrur Útkoman er sem sagt eins konar raðskúlptúr í naumhyggjustíl þar sem Islandskortið - eða sér- útgáfa Einars af því - er bæði efniviðurinn og umfjöllunarefnið. Út úr þessu kemur að sönnu hin dægilegasta innsetning. Að öðru leyti er ég ekki alveg með á hreinu hvað Einar er að fara. Með fyrri verkum sínum sýndi hann fram á að landakort og (eftir)myndir landslags geta verið jafn mikill skáldskapur og svokallaður viðurkenndur skáldskapur. Því þarf hann tæplega að árétta að landakort geti verið skúlptúr. Það staðfestir Islandskorúð í sýningar- rými Ráðhússins. Bruno Muzzolini er myndlistarmaður af allt öðru sauðahúsi; ljósmynda- og myndbanda- ffömuður með hugmyndafræðilegar rætur í verkum Duchamps og nýlegri kenningum um sýnileika hlutanna og miðlun sýnileikans til áhorfandans. Verkin eru ljósmyndir af ýmiss konar „gildrum" sem hafa verið frystar og myndband sem sýnir gildru bráðna, uns hún lokast skyndilega með óþægilegum hvelli. Hug- myndafræðin er hér dáldið fyrirferðarmikil og að gaumgæfa geminginn í heild sinni er eins og að horfa á málningu þoma. Þar til kemur að hvellinum. Sýningarnar fsland í níu hlutum og Augnagildrur standa til 12. okt. Listasafn ASf við Freyjugötu er opið alla daga nema mán. kl. 13-17. Myndþing á sunnudaginn í tengslum við sýninguna Yfir bjartsýnisbrúna: Fræðsla og gjörningar Níels Hafstein raðar upp kirkjugestum eftir Helga Björnsson, Huppahlíð, Húna- þingivestra. DV-mynd ÞÖK Það hefur verið mjög góð að- sókn að sýningunni Yfir bjartsýnisbrúna íHafnarhús- inu þar sem Níels Hafstein stillir saman verkum eftir lærða og óskólagengna myndllstarmenn. hað er heldur engin furða því að sýningin er afar skemmtileg, ekki síst heillandi útskurðar- myndir leikmanna úr Zestur- Húnavatnssýslu. í tilefni af sýningunni verður efnt til myndþings á sunnudaginn kl. 13.30-16. Umsjón með þinginu hefur Harpa Björnsdóttir mynd- listarmaður. Eftir að Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Lista- safns Reykjavíkur, setur myndþingið fremur Hann- es Lárusson gjörning. Erindi flytja Níels Haf- stein sem fjallar um listina að safna og sam- eina list, Aðalsteinn Ingólfsson fjallar um ís- lenska naívista, Ólöf Nordal segir frá því hvernig hún sem listamaður nýtir sér alþýð- legan fróðleik og minni í verkum sínum og Ólafur Gíslason fjallar um listsköpun naívista og tengsl þeirra eða tengslaleysi við sögulegt samhengi og samtíma sinn. Einnig sýnir Valdemar Bjarnfreðsson nokkrar myndir sín- ar á skjávarpa og segir frá tilurð þeirra (sýnir í kaffibolla), Hrefna Sigurðardóttir flytur nokk- ur frumsamin ljóð og loks verður gjörningur Ólafs Lárussonar. Sýningin Yfir bjartsýnisbrúna stendur til 2. nóv. Allir eru velkomnir á myndþingið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.