Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Side 17
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 MENHING 17 KaSa á kvöldin TÓNLIST: Aðdáendur Kammer- hóps Salarins ættu að athuga að í vetur verða tónleikar þeirra kl. 20 á sunnudagskvöldum, ekki síðdegis. Á hinum fyrstu núna á sunnudagskvöldið býð- ur KaSa til veislu þar sem flutt verður úrval sönglaga og kammertónlistar eftir Richard Strauss. Gestur KaSa er sjálf Sig- rún Hjálmtýsdóttir. Æ wm gSL - i Bestur í Svíþjóð KVIKMYNDIR: Á sunnudaginn kl. 14 sýnir Norræna húsið barna- og unglingamyndina Bestur í Svíþjóð (2002) eftir Ulf Malmros, einn af þekktari kvikmyndaleik- stjórum Norðurlanda. Myndin segir frá Marcello, sem dreymir um að verða flugmaður en pabbi hans vill gera hann að fót- boltahetju og mamma hans að söngvara. Frítt inn. Málþing BÓKMENNTIR: [ tilefni opinberr- ar heimsóknar landstjóra Kanada, Adrienne Clarkson, verðurefnttil málþings um bókmenntir á norðurslóðum í Iðnó á sunnudagskvöldið kl. 20. Erindi flytja Jane Urquhart, Wa- jdi Mouawad og Wayne John- ston fýrir hönd Kanada og Steinunn Sigurðardóttir, Sjón og Rúnar Helgi Vignisson. Víkingaöld ÞJÓÐFRÆÐI: Kl. 17.15 á mánu- daginn heldur Stefan Brink, prófessor í fornleifafræði og örnefnafræði við háskólann í Uppsölum, fýrirlesturinn „Law and Cult in Viking Age Sweden" í stofu 301 í Árnagarði. Stefan Brink er þekktur fyrir rannsóknir sínar á fornum ör- nefnum í Skandinavíu. Hamlet lesinn LEIKLIST: [ vetur munu nem- endur á 2. ári í leiklistardeild LHf leiklesa verk Williams Shakespeares ásamt atvinnu- leikurum sem tekið hafa þátt í uppfærslum þeirra á íslensku leiksviði. Fyrsti lesturinn verður á morgun kl.15 á Hamlet í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar í Smiðjunni, leikhúsi LHl við Sölvhólsgötu. Elskendur © TÓNUSTARGAGNRÝNI JónasSen Fyrsta atriðið á efnisskrá tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Islands í Háskólabíói í gærkvöld var Fantasía fyrir strengjasveit eftir Ralph Vaughan Williams (1872-1958). Fantasían er hugleiðing um stef eftir Thomas Tallis, en hann var uppi á endurreisnartímabilinu og er tónlist hans oft flutt, sérstaklega í kirkjum. I Fantasíu Vaughan Williams er hljómsveit- inni beitt á þrjá mismunandi vegu, hún er ým- ist stór strengjasveit, lítil strengjasveit eða kvartett. Kvartettinn var hafður fyrir aftan hljómsveitina og táknaði fortíðina, sem rann saman við nútímann á svo sannfærandi hátt að maður átti erfitt með að greina á miUi hins gamla og nýja. Enda var leikur Sinfóníunnar afar fallegur, fomeskjuleg stemningin í stefí Tallis fékk byr undir báða vængi í silkimjúkum strengjaleiknum og var ekki laust við að maður fengi vægt nostalgíukast og sæi fyrir sér elskendur í skógarrjóðri að tína af sér miðalda- spjarimar. Vantaði bara að hljómsveitin spil- aði Green Sleeves sem aukalag. Næstur var glænýr sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson og lék þar einleik Tmls Mork. Eins og margt annað eftir Hafliða er konsert- í skógarrjóðri Hafliðl Hallgrlmsson. inn dulúðugur, ekki síst vegna síendurtekinnar laglínu er byggist á lidum og stórum tvíundum á víxl og skapar seiðandi stemningu. Að þvf leyti minnir verkið á Passíu tónskáldsins, en þar kemur svipuð hending fyrir aftur og aftur. Sellókonserdnn er þó ekki eins aðgengilegur, sennilega vegna þess að hann er ekki sérlega tilþrifamikill ef maður miðar við ýmsa aðra ís- lenska einleikskonserta. Tónmálið er allan tímann fínlegt og raddsetningin fyrir hljóm- sveitína er nostursamlega unnin. Það er eng- inn rembingur í frásögninni; Hafliði segir meiningu sína í fáum dráttum og stundum gefur hann hana bara í skyn. Einmitt þetta er svo heillandi við tónlist Haf- liða, hún er uppfull af einhverju ósegjanlegu sem aðeins tónlist getur tjáð, og verður því ekki gerð frekari tilraun til að lýsa henni hér. En óræð merkingin var auðfundin í næmri túlkun einleikarans og hljómsveitarinnar; krefjandi einleikshlutinn var skýr og öruggur og hin fjölbreyttu litbrigði verksins skiluðu sér prýðilega undir öruggri stjórn Gamba. Flutn- ingnum var líka vel tekið og er Hafliða óskað til hamingju með frábæra tónsmíð. Síðast á efnisskrá kvöldsins var önnur sin- fónía Beethovens, sem í heild var glæsilega flutt. Að vísu voru strengirnir ekki alveg sam- taka hér og þar og þriðji þátturinn, Scherzo (sem þýðir brandari á ítölsku), var einkenni- lega þunglamalegur. Að öðru leyti kom strúktúr sinfóníunnar skýrt fram í túlkun Gamba, og var hún að flestu leyti fyllilega í anda Beethovens. Gamba er ágætur hljómsveitarstjóri, látíaus í framkomu og miklu betri en síðasti aðal- stjórnandi, Rico Saccani, sem á tónleikum gerði allt annað en að stjórna berrassaður til að vekja athygli. Þetta var skemmtilegt kvöld og enn ein sönnunin á því hve ríkuleg gróska er um þessar mundir í íslenskri tónlist. Sinfóníuhljómsveit (slands í Háskólabíói 9.10. 03: Fantasía fyrir strengjasveit eftir Ralph Vaughan Willi- ams, Sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímsson og Sinfón- ía nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven. Einleikari: Truls Mork. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einhver alskemmtilegasta ljóðabók sem kom- ið hefur út á íslensku eru Flugur eftir Jón Thoroddsen (1922), fýrsta prósaljóðabókin á þá tungu. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 ætía Bergur Þór Ingólfsson leikari og Sölvi Blöndal tónlistar- maður úr Quarashi að fremja gjöming sem byggður er á ljóðum Jóns á Nýja sviði Borgarleik- hússins. Aðeins verður þessi eini flutningur! Jón Thoroddsen var sonur Skúla Thoroddsens og hinnar ástsælu skáldkonu Theodoru Thoroddsen. Hann tók embættispróf í lögum ffá HI vorið 1924, sigldi um haustið til Hafnar til frekara náms, en á jóladag varð hann fyrir spor- vagni og lést á gamlárskvöld 1924, 26 ára gamall. Varð hann öllum harmdauði sem hann þekktu. Þegar Bergur Þór stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja varð hann fyrir Flugum Jóns og hefur ekki náð sér síðan. Líklega hefur fluga flogið inn í eyra hans og suðað með sínu lagi: þessi ljóðabók er leikhústexti! Laugardagur 11. október, kl. 14.30 TÍBRÁ: íslensk sönglög og norræn Nanna Hovmand og Jónas Ingimundarson Sunnudagur 12. október, kl. 20 TÍBRÁ: Richard Strauss I flutningi KaSa Gestur: Sigrún Hjálmtýsdóttir Miðvikudagur 15. október, kl. 20 TÍBRÁ: Stórvirki 20. aldar Helene Gjerris og CAPUT flytja verk eftir Schoenberg og Boulez. Sunnudagur 19. október kl. 20 TÍBRÁ: Píanótónleikar Ungur glæsipíanisti frá Lettlandi, Liene Circene leikur verk eftir Schubert, Beethoven og Franz Liszt. Auör Miðasata 5 700 400 BORGARLEIKHUSIÐ ER FJÖLSKYLDUVÆNT LEIKHÚS Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum Gildir ekki á barnasýningar og sýningar meó hækkuðu miðaverði. BORGARLEIKHUSIÐ borgarleikhúsið | 3 tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2003 Skelltu þér núna - Örfáar sýningar í haust Leíkfélag Reykjavikur Leikíélag Reykjavíkur STÓRASVIÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason 2. sýn. su. 12/10 kl. 20 - gul kort 3. sýn. lau. 18/10 kl. 20 - rauð kort 4. sýn. fi. 30/10 kl. 20 - græn kort 5. sýn. su. 2/11 kl. 20 - blá kort LI'NA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau. 11/10 kl. 14-UPPSELT Su. 12/10 kl. 14- UPPSELT Lau. 18/10 kl. 14 -UPPSELT Su. 19/10 kl. 14- UPPSELT Lau. 25/10 kl. 14 - UPPSELT Lau. 25/10 kl. 17 - AUKASÝNING Su. 26/10 kl. 14-UPPSELT Lau. 1/11 kl. 14 - UPPSELT Su. 2/11 kl. 14 - UPPSELT Lau. 8/11 kl. 14 - UPPSELT Su.9/11 kl. 14 - UPPSELT Lau. 15/11 kl. 14 Su. 16/11 kl. 14 - UPPSELT Lau. 22/11 kl. 14 Su. 23/11 kl. 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield í kvöld kl. 20 Fö. 17/10 kl. 20 Fö. 24/10 kl. 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Lau. 11/10 kl. 20 Su. 19/10 kl. 20 Su. 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar NÝJASV® FLUGUR e. Jón Thoroddsen Gjörningur og fleira í samstarfi við trúðinn Ulfar Su. 12/10 kl. 20:30 - Kr. 1.000 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Mi. 15/10 kl. 20 Lau. 18/10 kl. 20 - UPPSELT Fö. 24/10 kl. 20 Fi. 30/10 kl. 20 Fö 31/10 kl. 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar LITLA SVIÐ HÆTTULEG KYNNI byggt á sögu Laclos í samstarfi við DANSLEIKHUS MEÐ EKKA Forsýning lau. 18/10 kl. 20 Frumsýning su. 19/10 kl. 20 fö. 24/10 kl. 20 su. 26/10 kl. 20 "...Theodór Júlíusson fór hamförum á sviðinu og sýndi svo stórkostlegan leik aó helst væri hægt aó kalla slíkt leiftursókn til leiksigurs." sh möi. Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri: Guðjón Pedersen BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélag Reykjavikur * Listabraut 3*103 Reykjavik Miðasala 568 8000 * www.borgarlcikhus.is HljóðfæraJeikan: Tatu Ka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.