Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Síða 18
78 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2003 Kvenfélagið Garpur er heiti á nýju leikféíagi átta ungra leikkvenna sem um helgina setur upp sína fyrstu sýningu. Leikkonurnar hafa í nokkrar vikur unnið að nýju spunaverki sem þær kalla Riddara hringborðsins - með veskið að vopni og með liðsinni Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra verður það frumsýnt á morgun í Hafnarhúsinu. KvenfélogiðQQppy ^<veður sér hljóðs erkið heitir „Riddarar hringborðsins - með vesk- ið að vopni“ og er spunaverk sem við höfum unn- ið að í 4—5 vikur. Við höfðum verið að skoða mis- munandi orðræðu karla og kvenna í stríði og það- an er þema verksins sprottið. En textinn er unn- in upp úr Lýsiströtu eftir Aristófanes, kvik- myndinni Conspiracy og Ríkharði III,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir, ein átta leikkvenna sem skipa Kvenfélagið Garp. Tökum okkur ekki of hátíðlega Hvoð kemur til að þið ákveðið að setja upp þessa sýningu? „Þetta er náttúrlega að vissu leyti atvinnuskapandi fyrir okkur en þetta þema, konur og stríð, er líka búið að brenna lengi á manni. Við áttum nokkra vinnufundi í sumar og þá kom þetta þema alltaf upp aftur og aftur. Svo er þetta bara svo ofsalega skemmtileg vinna því þama fær maður að setja upp allt önnur gleraugu, maður fer að hugsa um hver ábyrgþ Kvenfélagið Gerpla ásamt öðrum aðstandendum sýningarinnar. okkar sé og hvað við getum gert til að opna augu fólks. Það er samt langt frá því að við séum að taka okkur of hátíðlega og fáum mikið út úr því að gera grín að sjálfum okkur í þessari sýningu.1' Hvað með þennan hóp, hvemig varð hann til? „Við erum flestar nýútskrifaðar, við eigum það augljóslega sameiginlegt. Maríanna og María Heba komu þessu aftur á móti af stað og svo bættust fleiri og fleiri í hópinn. Allar sem við höfðum samband við voru meira en tilbúnar að taka þátt í þessu. Við þekktumst alls ekki allar fyrir, en smellum vel Unnum hratt og vel og komum sýningunni strax UPP „Við erum átta leikkonur, ásamt mér eru þetta Unnur Osp Stefánsdóttir, Þrúður Vilhjálmsdóttir, Margrét Heba Þorkels- dóttir, Esther Talía Casey, Marfanna Clara Lúthersdóttir, Margrét Eir Hjartardóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir,11 segir Sólveig þegar hún er spurð um leikhópinn. Þá segir hún þær hafa verið svo heppnar að Þórhildur Þor- leifsdóttir vildi leggja þeim lið en auk þess sé fleira gott fólk viðriðið sýninguna, Gréta Bergsdóttir er drama- turg og Kristína Berman sér um leikmynd og búninga, Halldór Öm Óskarsson og Móeiður Helgadóttir em ljósahönnuðir og Birgir Jón Birgisson aðstoðar með hljóðmynd. „Við vinnum þetta allt án nokkurra styrkja en höfum notið aðstoðar góðs fólks, fengum til dæmis að æfa í Vox Feminae-húsinu hjá Möggu Pálma og Tigerbúð- in styrkir okkur með ýmsar vörur úr búðinni, svo er líka frábært að fá að sýna þetta í Listasafni Reykjavíkur. Við ákváðum að vinna þetta hratt og vel og koma sýningunni strax upp, nota kraftinn núna því okkur fannst þetta vera rétti tíminn fyrir sýninguna, í stað þess að bíða í ár eftir mögulegum styrkjum,“ segir Sólveig um sýninguna sem frumsýnd verður í Hafnar- húsinu á morgun, laugardag, klukkan 18. Eftir það verða ein- ungis þrjár aðrar sýningar, mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku klukkan 21. Miðaverð er 1.500 krónur og leggur Sólveig áherslu á að þær taki því miður ekki kort en hægt er að panta miða í Lista- safhi Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í síma 590 1200. Það má skipta konum í þrjá hluta. Efri, neðri og mið. — Einhverjum á eflaust eftir að bregða í brún við þau tíðindi að hardcore- hljómsveitin Ajax hefur ákveðið að snúa aftur og koma fram á Vídalín aftu annað kvöld, laugardagskvöld. Þetta er þó staðreynd og áhugamenn um þess konar tónlist eiga eflaust eftir að fjöl- menna á Vídalín annað kvöld. 'm/MA +ítí Ajax skipa þeir Þórhallur Skúlason (Thor) og Sigurbjörn Þorgrímsson (Bjössi Biogen) en þeir ættu að vera öllum áhugamönnum um raftónlist að góðu kunnir. Þórhallur hefur um nokkurra ára skeið stýrt Thule-útgáf- unni og Sigurbjöm hefur gert tónlist undir nafninu Biogen. Á gullaldarár- um sínum í byrjun tíunda áratugarins stóð Ajax fyrir ýmiss konar verkefnum en frægast er líklega lagið Ruffige sem seldist í yfir 30.000 eintökum, aðallega á Bretlandseyjum. Nokkur lög með þeim var svo að finna á hinum vin- sæla safndiski Icerave. Ajax hefur affur á móti verið í al- gerri lægð síðastliðin ár en ekki alls fyr- ir löngu fundu þeir félagar gömul hardcore-lög sem aldrei hafa verið flutt opinberlega. Þessa dagana vinna þeir hörðum höndum að því að endur- gera og klára þessi gömlu lög í bland við ný og fá einmitt þessi lög að hljóma á Vídalín annað kvöld. Til upphitunar verður Biggi veira oj mun hann leika tónlist sem honurr fannst standa upp úr á því tímabil þegar Ajax var upp á sitt besta. veiru þarf vart að kynna enda hann verið að gera það afar gott mec hljómsveitinni Gus Gus undanfarir misseri.Teknómeistaramir Exos of. Tómas T.H.X. enda svo kvöldið af at- kunnri snilld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.