Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Blaðsíða 24
24 SKOfíUN FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER2003 Lesendur Innsendar grelnar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í sfma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Næsti forseti Þorkell skrifar Á næsta ári verð- ur kosið í forsetaembættið á Is- landi. Nema auðvitað að núver- andi forseti gefi kost á sér eitt kjörtímabil enn. Á vefsíðunum sem mikið eru lesnar er látið að því liggja að núverandi forseti muni gefa kost á sér áfram. Ekk- ert nema gott um það að segja. Svo eru aðrir sem vilja meina að forsetinn hafi einsett sér að fara ekki úr embætti nema til að taka við stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, t.d. starfi aðalritara eða öðru svipuðu. Ræða forseta fslands við þingsetningu, þar sem hann leggur áherslu á frek- ari framlög íslendinga til þróun- arstarfs, styður þann orðróm að forsetinn okkar hyggi á veiga- mikið starf sértil handa, hætti hann í embætti á næsta ári. Og annar forseti... Guðlaug Jónsdóttir skrifan Nú er búið að ráða fyrrverandi forseta AS( sem ríkissáttasemjara. Kurr hafði komið upp í röðum ein- hverra starfsstétta, t.d. kennara, sem töldu að Ásmundur Stefáns- son, sem fyrrv. forseti ASl, næði ekki því trausti meðal launa- manna að hann gæti axlað starf sáttasemjara. Ásmundur sagði sjálfur, eftir að fréttin barst um skipun hans í starf sáttasemjara, að hann nyti trausts á vinnumark- aðinum, að hann þyrfti engu að kvíða. Maður spyr sig hins vegar hvort það sé alveg sama úr hvaða röðum eða starfsstétt ríkissátta- semjari kemur. Eða nægir að for- ystusveit ASl og Samtaka at- vinnulífsins tilkynni: Við höfum á takteinum mann sem við ætlum að sameinast um? Fullnægðir og fullorðnir SKOÐUN Geir R. Andersen gra@dv.is Það voru horskar konur, og karlar í bland, í þætti Sirrýjar, sl. miðvikudag á Skjá einum sem ræddu mál sem sífellt sækja meira á í vitundarstreymi ís- lensku þjóðarinnar. Nefnilega kynferðismál, kynlífsstíl og samfarir eins og þær gerast bestar (eða verstar?) í sam- böndum hinna sístritandi vinnufíkla samfélagsins. Þekkt leikona skýrði - og stýrði - umræðunni lengi vel en svo birtist sérstakur kynfræðingur sem gestur þáttarins og þá tók fyrst steininn úr - því að hann beitti þekkingu sinni á smyrslum og kremtegundum fyrir kynlífsneytendur og varaði þá við oftrú og ofnotkun á þessum vinsælu hjálparseglum ástarlífsins. En hvað er það sem knýr þessa eyþjóð norður í ballarhafi til að ger- ast svo kynóð sem raun ber vitni? Ekki er það lengur einangrun frá öðrum löndum, svo tíðar sem sam- göngur eru orðnar í allar áttir frá landinu. Kynin þurfa því ekki lengur að kvarta lengur eða neyðast til að umgangast sömu persónurnar í sinni sveit þar til yfir lýkur. Enda SÍSTRITANDI VINNUFlKLAR: Kynlífið sækir sífellt meira á í vitundarstreyminu? fremur orðið til vansa hve makar geysast á svig við sinn eina og sanna og ná tökum á þeim sem næst stendur, á vinnustað eða skemmti- stað þar sem virðist nægja að ská- skjóta augum á líklegt fórnarlamb eða ganga hreint til verks með bein- um hætti - „manualt" eins og það myndi orðað tæknilega. í áðurnefndum sjónvarpsþætti var heldur ekki skafið utan af hlut- unum og rætt af fullkomnu hispurs- leysi um hvernig sambúðarfólk geti borið sig að í kynlífshugleiðingum. Orð eins og „shortari" í hádeginu var hér áður einungis notað af kræf- um togaraköllum sem voru að koma úr sölutúr frá Grimsby eða Hull og vildu slá um sig við yngri strákana sem bættust í áhöfnina þegar farið var á veiðar á ný. f þætti Sirrýjar fór leikkonan góða á kostum og mátti ekki á milli sjá hvort hún eða þátt- takendur í salnum nutu sín betur í lýsingum og nýjum hugmyndum um nýmæli í samförum, skamm- vinnum eða langvinnum. Nú er ég ekki að amast við þess- um lýsingum, og allra síst á sjón- varpsstöð sem ekki þvingar fólks til skylduáskriftar. Þarna gat fólk þó lokað á og þurfti ekki að sjá eftir að fá ekki eitthvað fyrir sinn snúð. Þetta á allt rétt á sér og meira en það. í næsta þætti mætti vel bjóða upp á verklega sýnikennslu á kynlffi óðra Islendinga og apótekin gætu leiðbeint með því að sýna vöruúrval sem þau hafa upp á að bjóða með niðurgreiðslu í heilbrigðiskerfinu. - Það er bara þetta með brautina eða sporið sem við Islendingar erum komnir á sem ég er að velta fyrir mér. Erum við sem þjóð eitthvað af- brigðilegneðan naflans, eða er þetta það sem koma skal á öllum skjám landsmanna á allra næstu vikum og mánuðum? Hvað segir t.d. „A1 Bis- hop“ kirkjunnar, eða er ekki neitt til sem heitir siðgæðisvitund í huga þjóðarinnar? Hvernig er hægt að ætlast til að unglingar-já, allt niður f börnin 6-14 ára taki því þegar heilu hóparnir birtast í sjónvarpsþáttum og ræða samfarir sínar ekki sléttar? Blaðið Æskan byrjaði vel á „G- / þætti Sirrýjar fór leik- konan góða á kostum og mátti ekki á milli sjá hvort hún eða þátttak- endur í salnum nutu sín betur í lýsingum og nýj- um hugmyndum um nýmæli í samförum, skammvinnum eða langvinnum. strengnum" og síðan einn hring enn og annan; greið leið í gegnum fárán- legar auglýsingar sem beint er í sí- fellt auknum mæli til unglinga en ekki fullorðinna. Það er nú ekki öll nótt úti enn. - Við skulum sjá hvað setur hjá okkur, skattpíndri þjóð- inni, þar sem allt er gert til að auka ánægjuna með skapandi kynlífi en skertu samlífi. KAUPFÉLAGSRISI FELLUR: Viðskipta- kort með KEA-merki í sárabætur. Söluhagnaður Kaldbaks KEA-félagsmaður skrifar: Nú er hún Snorrabúð stekkur. Það er búið að afskrifa KEA sem eyfirskir bændur stóðu stoltir að er þeir komu saman á Grund í júní árið 1886 og lögðu þar grundvöllinn að því sem síðar varð; langstærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki á Norðurlandi, og stærst utan Reykjavíkur. Já, KEA hefur breytt um stíl og stefnu og Kaldbakur hefur selt • rúmlega 50% hlut sinn til Kaup- félags Suðurnesja og hlotið 1,1 milljarð í hagnað fyrir. Verður nú bændum og félagsmönnum KEA umbunað fyrir áratugalangan stuðning og viðskipti við félagið? Það er lítið talað um það. Það er hins vegar sagt frá eina starfs- manni félagsins, framkvæmda- stjóra KEA, sem er nýtekinn við starfi og myndaður fyrir neðan þá Vilhjálm Þór og Jakob Frí- mannsson, þann mikla mannvin og vinsælasta kaupfélagsstjóra sem KEA hefur átt. Nýr fram- * kvæmdastjóri segir aðspurður, að framtíð KEA sé svipuð og starfsemi þess hingað til, og tínir til nýtt „viðskiptakort" með KEA- merkinu á! Veit maðurinn ekki að KEA er dautt, a.m.k. í augum allra velunnara þess f raun og sann? - Mikil er skömm þeirra dragbíta „ sem lögðu að velli hinn dáðríka kaupfélagsrisa. Bagaleg lokun apóteka LYFJAVERSLUNIÞÁGU NEYTENDA: Jafnvel þótt um hánótt sé ... Andrea Ævars skrifar: Ég hlýt að hafa misst af því þeg- ar greint var frá því í fjölmiðlum að allri næturafgreiðslu apó- teka væri hætt. - Að minnsta kosti finnst mér ólíklegt að það hafi ekki talist fréttnæmt. En hvers eigum við að gjalda? - Eigum við að kalla til vaktlækni á óguðlega háum taxta vegna þess eins að við erum með tannpínu, höfuðverk sem við getum ekki sofið íyrir, eyrnaveikt barn, eða okkur vantar einfaldlega hóstasaft? Mér persónulega finnst að það ætti að halda áfram að hafa næturafgreiðslu í að minnsta kosti einu apóteki í borginni. Eða kannski leyfa, eins og mörg ná- grannalönd okkar, að lyf sem eru ekki ávanabindandi eða lyfseðils- skyld séu seld í stórmörkuðum. Það væri auðvitað einfaldasta ráðið. Væri ekki ágætt að geta gengið inn í 10-11 í Lágmúlanum eftir að Lyfju (sem í upphafi rekstrar var opin langt fram eftir kvöldi eða allan sólarhringinn, ef rétt er munað) hef- ur verið lokað og fengið parkódín eða hitalækkandi stfl fyrir litla barn- ið okkar sem getur ekki sofið fyrir eyrnaverk? Ég hef sjálf lent í því að vera andvaka hálfa nótt vegna hósta og átti hvorki verkjatöflur né hósta- saft. Þá hefði nú verið gott að geta sent manninn minn í apótek til að kaupa það sem þurfti til að við fengjum góðan nætursvefn. Mér persónulega finnst að það ætti að halda áfram að hafa næturafgreiðslu í að minnsta kosti einu apóteki / borginni. Ég mælist til þess við eigendur apótekanna að vera í samkeppni og bjóða upp á þessa þjónustu. Það eru margir sem hugsa eins og ég; að fá góða þjónustu þegar ég þarf á henni að halda, þá held ég tryggð við það fyrirtæki. í leiðinni vil ég hvetja samborg- ara mína til að láta nú aðeins í sér heyra og krefjast að fá þessu breytt í fyrra horf. - Við þurfum jú stund- um á apóteki að halda, jafnvel þótt það sé hánótt. Analeq ófrjósemi Einar Ingvi Magnússon skrifar: Mörg trúarbrögð kenna að líf sé eftir dauðann. I þeirra kenning- um er lögð rækt við það að búa fólk undir næsta tilverustig. Þar er þess getið að kærleikurinn sem við náum að iðka hér í heimi sé þau einu verðmæti sem við getum tekið með okkur yfir landamæri lífs og dauða. Þegar nú trúrældð fólk á fullt í fangi með að læra hin and- legu lögmál hvernig skyldi þá guð- leysingjum og efasemdafólki ganga að búa sig undir umskiptin sem fram undan eru? Þjóðfélag okkar hefur undan- farna áratugi alið upp vinnuþræla fyrir hin árlegu vellystingafyllirí. Gegndarlaus vinnuþrælkun neyslusamfélagsins hefur gert fólk andlega ófrjótt og skynlaust gagn- vart heilbrigðu lífi og tilgangi tilver- unnar. Það er gjörsneytt veganesti inn í eilífðina og endar því sem andlegir öreigar við komuna yfir móðuna miklu. Samfélagið hefur vanhirt börnin sín og skilur þau eftir arflaus í ör- birgð andans. Það hefur verið iðið við að kenna þeim með fordæmi sínu: sjálfselsku, féfíkn, óhófi, óheiðarleika og miskunnarleysi. Það hefur búið þau undir ferð til myrkraveraldar, í staðinn íyrir að tryggja þeim himnavist á meðal hinna heilögu anda. Þegnum sam- félagsins veitti ekki af ærlegum heilaþvotti til að hreinsa burt skað- ræðishugsunarhátt sjálfselskunnar og fara að huga að elskunni til ná- ungans og að fórnarlundinni sem geta opnað dyr himinsins. Það myndi ekki eingöngu gera fram- haldslífið bærilegra heldur um- breyta núverandi ástandi á jarðríki í sæluríki friðar og kærleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.