Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2003, Side 36
36 DVSPORT FÖSTUDAGUR 10.0KTÓBER2003 -H Helgi Jónas meiddur Stórleikur á Asvöllum í bikarnum KÖRFUKNATTLEIKUR: Helgi Jónas Guðfinnsson, sem valinn var leikmaður ársins í Inter- sport-deildinni í körfuknattleik w á síðasta timabili, mun ekki leika með Grindavík í kvöld þegar liðið mætir Njarðvík á heimavelli í 1. umferð Inter- sport-deildarinnar. Helgi Jónas mun að öllum líkindum verða frá næstu vikurnar en það kemur (Ijós á allra næstu dög- um hversu alvarleg meiðslin eru. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við DV Sport í gær að þetta væri að sjálfsögðu mikið áfall fyrir liðið. „Helgi Jónas er einn af lykilmönnum liðsins og það er alltaf slæmt að missa slíka menn." Framarar semja KNATTSPYRNA: Miðjumenn- irnirViðarGuðjónsson og Freyr Karlsson skrifuðu í gær undir tveggja ára samninga við Fram. Viðar lék 16 leiki með Fram í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði í þeim eitt mark en Freyr lék 14 leiki. Viðar og Freyr eru báðir uppaldir Fram- arar. HANDKNATTLEIKUR: I gær var dregið í 16 liða úrslitum SS- bikars karla í handknattleik og 8 liða úrslitum SS-bikars kvenna. Stórleikur 16 liða úrslita karla er án efa viðureign Hauka og KA-manna á Ásvöllum en lið í RE/MAX-deildinni mætast í þremur öðrum leikjum. FH tek- ur á móti Aftureldingu, Breiða- bliksækirVíking heim ÍVÍkina og (R-ingar fá Framara í heim- sókn í Austurberg. Aðrir leikir í 16 liða úrslitunum eru þeir að bikarmeistarar HK sækja FH 2 heim í Kaplakrika, (BV 2 tekur á móti Fylki, Valur 2 og (BV mætast á Hlíðarenda og (VíkinnifærVikingur2Val í heimsókn. Þessir leikir fara fram dagana 5. og 6. nóvem- ber næstkomandi. [ 8 liða úrslitum SS-bikars kvenna er stærsti leikurinn viðureign (BV og Stjörnunnar í Vestmannaeyjum. Fram tekur á móti Haukum, Fylkir/ÍR fær FH í heimsókn og Grótta/KR sækir FH 2 heim í Kaplakrika. Þessir leikir fara fram dagana 29. og 30. október næstkom- andi. Viggó Sigurðsson um leikinn gegn Barcelona: Þurfum að spila agað Þaö verður sannkallaður stór- leikur í handboltanum á sunnudaginn þegar íslands- meistarar Hauka fá Barcelona í heimsókn. Börsungar eru eitt sigursælasta félag í handbolt- anum og hefur félagið fjórum sinnum unnið meistaradeild- ina. Liðið er með valinn mann í hverju rúmi en Haukar sýndu það síðast þegar þessi lið mættust að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin þegar þeir taka á móti sterkustu liðum heims á Ásvöllum. Eins og handboltaáhugamenn muna þá lék Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, með Börsungum þegar hann var á hátindi ferils síns. Viggó sagði í samtali við DV að Haukar ætluðu að veita stór- veldinu harða keppni og skoraði á alla íþróttaáhugamenn, ekki bara stuðningsmenn Hauka, að mæta á þennan stórviðburð í íslensku íþróttalífí. „Þessi leikur hefur verið mikið í umræðunni og eru nokkrar vænt- ingar tii skemmtanagildis leiks- ins. Við ætlum að standa okkur en erum samt raunsæir. Barcelona er með frábært lið og hefur á að skipa einn af fjórum bestu leik- mönnum heims í hverri stöðu. Þeir hafa tvo toppmenn í hverri stöðu og er engan veikleika að finna. Peningar eru ekki vandamál á þessum bæ og er þetta nánast bara spuming hvaða leikmenn þeir vilja til sín. Knattspyrnuliðið styrkir handboltann verulega og er handboltadeildin ekki háð neinum styrktaraðilum eins og gengur og gerist í Þýskalandi. Barcelona hefur einnig úr mun meiri peningum að spila en félög- in í Þýskalandi. Barcelona var að spá í Ólaf Stefánsson um U'ma en fékk til sfn mjög góðan leikmann í sömu stöðu sem er yngri og ekki mikið síðri leikmaður. Það var gerður langtímasamningur við hann og því er sú staða á vellinum „Peningar eru ekki vandamál á þessum bæ og er það er nán- ast bara spurning hvaða leikmenn þeir vilja fá tilsín." hjá þeim f góðum málum." Barcelona hefur haft sama þjálf- ara síðan 1982 og því er hann bú- inn að þjálfa liðið í 21 ár. Viggó spilaði með kappanum á sínum tíma en hann tók síðan við þjálfun liðsins tímabilið eftir að Viggó fór frá félaginu. Spurður um helsta styrkleika Börsunga og hvað Haukar þyrftu helst að varast sagði Viggó að hraðaupphlaupin væru helsti styrkur liðsins. „Hraðaupphlaupin eru þeirra helsti styrkur. Við þurfum að spila virkilega agaðan sóknarleik svo að við fáum ekki hraðaupphlaup í bakið. Við þurfum að vera viðbún- ir þrátt fýrir að við skorum úr sókninni því að þeir taka snögga miðju. Við verðum að hanga á boltanum og sýna mikinn aga í leik okkar. Þeir koma til með að spila 5-1 vörn og eru vanir að halda sig við hana,“ sagði Viggó og er hvergi banginn fyrir viðureignina. ben@dv.is GEGNUMBROT: Haukamaðurinn Ásgeir örn Hallgrímsson sést hér brjótast i gegnum vörn portúgalska liðsins Bernardo Aveiro í leik liðanna (forkeppni meistaradeiidarinn- ará dögunum. LOKAUMFERÐIN UM HELGINA: Lokaumferð (slandsmeistaramótsins í ralli verður ekin á morgun, laugardag, og að þessu sinni verða eknar tvær sérleiðir,Tungnaá og Dómadalur, en hvor leið verður ekin þrisvar. Bræðurnir Rúnar og Baldur Jónssynir eru búnir að tryggja sér (slandsmeistaratitilinn en spennan stendur um það hverjir ná öðru sætinu og jafnframt (slandsmeistaratitlinum í 2000-flokki. Þar keppa til úrslita Hlöðver Baldursson og Halldór G. Jónsson við Daníel Sigurðsson og Sunnevu Lind Ólafsdóttur sem sjást hér á myndinni aðofan. DV-myndJAK Öruggt hjá Keflavík KEFLAVÍK- GRINDAVIK 104-73 (57-42) Dómarar: LeifurGarðarsson og Gunnar Freyr Steinsson 8/10 Gæði leiks: 7/10 Áhorfendur: 70 Bestávellinum: María Ben Erlingsdóttir, Gangur leiksins: 2-0,11-5,17-9, 22-15, (32-16), 39-18, 43-26, 54-35, (57-42), 59-42, 67-47, 77-53, (80-58), 86-61, 95-66,104-73. KEFLAVÍK Stig skoruð (Fráköst) Stoðsendingar Erla Þorsteinsdóttir 1919! 1 Brina Valgarðsdóttir 17(6)2 María Ben Erlingsdóttir 16,5)0 Erla Reynisdóttir 12(5)3 Kristln Blöndal 10 6 Svava Ósk Stefánsdóttir 8(3)4 Rannveig Randversdóttir 8 6 Halldóra Andrésdóttir 6(3)0 Bryndís Guðmundsdóttir 4(1) 3 Marín Rós Karlsdóttir 4(2) 2 GRINDAVÍK Stig skoruö (Frá&öst) Stoðsendingar Sólveig Gunnlaugsdóttir 24 2 Petrúnella Skúladóttir 12(2) 1 Guðrún Guðmundsdóttir 10 1 Ólöf Pálsdóttir 10 (4) 5 María Guðmundsdóttir 6 1 5 Sandra Guðlaugsdóttir 5(1)3 Helga Hallgrímsdóttir 2.5! 1 Harpa Hallgrímsdóttir 2 (7) 0 Jovana Stefánsdóttir 2.;!, 2 SAMANBURÐUR Keflavík Grlndavlk 38 (15) Fráköst (sókn) 30 (8) Erla Þ. 9 - Harpa 7 27 Stoðsendingar 20 Rannveig 6, Kristín 6 - Ólöf 5, Maria 5 22 Stolnlr boltar 7 Erla R. 4, Svava 4 - Guðrún 2, María 2 4 Varin skot 0 Birna 2 - engin 20 Tapaðlr boltar 31 13/5 (39%) 3ja stiga skot 20/11 (55%) 38/27(71%) Vitanýting 18/10(56%) Keflavíkurstúlkur sigruðu granna sína frá Grindavík 104-73 í fyrsta heimaleik sín- um í 1. deild kvenna á fimmtu- dagskvöld. Keflavíkurstúlkur koma sterkar til leiks í úrvals- deild f körfuknattleik í vetur þar sem allir 10 leikmenn liðs- ins voru komnir á blað eftir 7 mínútna leik. Leikurinn fór frekar rólega af stað og jafnræði var með liðunum fyrstu fimm mínutur leiksins, en þá tóku heimastúlkur sig til og komust 16 stigum yfír, 32-16, þeg- ar hálfleikurinn var hálfnaður, en leikmenn gestanna voru ekki á því að gefast upp og skoruðu 42 stig á heimastúlkur f fyrri hálfleik sem þykir bara nokkuð gott í körfu- bolta, en Keflavíkurstúlkur höfðu þó 15 stiga forystu í hálfleik, 57-42. „Við stefnum að því að vinna alla leiki sem við tökum þátt í og í fram- haldinu alla þá titla sem í boði eru." í sfðari hálfleik var um einstefnu að ræða hjá heimastúlkum sem voru grimmar í vörninni og refsuðu liði gestanna hvað eftir annað með auðveldum körfum og í raun sáu Grindavíkurstúlkur aldrei til sólar í síðari hálfleik og þrátt fyrir að skora 73 stig í leikn- um þá töpuðu þær eins og áður sagði með 31 stigs mun, 104-73. Keflavíkurliðið var mjög jafnt þar sem liðið hefúr á að skipa 8 lands- liðskonum en þó var það hin 15 ára gamla María B. Erlingsdóttir sem var að gera frábæra hluti bæði í vörn og sókn. Sólveig Gunnlaugs- „Við mættum einfald- lega betra liði hér í kvöld og í raun er ég nokkuð sáttur við það að skora 73 stig á móti þessu liði." dóttir var yfirburðamaður í liði gestanna bæði í vöm og sókn. „Við erum með frábæra liðs- heild og gaman að sjá ungu stelp- urnar, Maríu Ben og Bryndísi, koma svona sterkar tii leiks. Við stefnum að því að vinna alla leiki sem við tökum þátt f og í fram- haldinu alla þá titla sem í boði eru,“ sagði Anna María Sveins- dóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn. „Við mættum einfaldlega betra liði hér í kvöld og í raun er ég nokkuð sáttur við það að skora 73 stig á móti þessu liði sem eðlilega mundi skila okkur sigri, en vöm- ina verðum við að laga og þá sér- staklega fráköstin sem vom að drepa okkur í kvöld, en við eigum fullt inni ennþá,“ sagði Pétur Guð- mundsson, þjálfari Grindavíkur. JG +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.