Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 OTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRUSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifmg@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Fjöldi lögreglumanna í réttarsal-fréttbis.4 Ungmenni dæmt fyrir nauðgun - Frétt bls. 4 Lögregla á Kárahnjúkum - Frétt bls. 6 Bjartsýnn brautryðjandi - Helgarblað bls. 16 Á annað hundrað dýr í íbúð í háhýsi Dýraverndarsinnum í Ham- borg brá heldur betur í brún þeg- ar þeir komu inn í litla háhýsis- ibúð konu nokkurrar á dögunum. Þar reyndust þá vera hvorki fleiri né færri en 152 dýr, þar á meðal 45 kettir og 51 kanína. Dýrin voru heldur illa á sig komin. „Lyktin var viðurstyggilegt," sagði Wolfgang Poggendorf, starfsmaður dýraverndarsamtak- anna, f gær. Poggendorf sagði að konan hefði litið á sig sem eins konar nú- tímaútgáfu af dr. Dolittle, dýrelska sveitalækninum í vin- sælli barnabók. Dýravinirnir fundu einnig fugla f búri, eins og páfagauka, krákur og dúfúr. Og þarna var lfka ræsis- rotta, svo og fullt af mat og dýra- skít. Tveir í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn LÖGREGLUMÁL: Tveir íslend- ingar og einn Dani voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Kaupmannahöfn vegna fíkni- efnamáls. Lögreglan í Kaup- mannahöfn handtók menn- ina aðfaranótt föstudags á hótelherbergi á Vesturbrú, eftir henni höfðu borist ábendingar um að eitthvað grunsamlegt væri þar á seyði. Lögreglan fylgdist með mönnunum dágóða stund áður en ráðist var til atlögu en þeir höfðu um tvö kíló af am- fetamíni í fórum sínum. Annar (slendinganna var úrskurðað- ur í 27 daga gæsluvarðhald en hinn var, ásamt Dananum, úrskurðaður í 13 daga gæslu- varðhald. Lögreglu grunarað til hafi staðið að koma fíkni- Kaupmannahöfn. efnunum hingað til lands og er nú verið að rannsaka hvort sá grunur sé á rökum reistur. Játar á sig nauðgun LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík handtók um miðjan dag í gær karlmann um tví- tugt vegna nauðgunar sem átti sér stað í Víðidal í Reykja- vík aðfaranótt föstudags. Maðurinn játaði við yfirheyrsl- ur hjá lögreglu að hafa nauðgað stúlkunni og telst málið upplýst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun stúlkan ekki hafa þekkt vel til mannsins en að öllum líkindum höfðu þau kynnst í gegnum spjallrásir á Netinu. Lögreglu barst til- kynning um það frá fólki sem var á ferli í Víðidalnum að neyðaróp hefðu heyrst í daln- um. Lögregla kom á staðinn skömmu síðar og fann stúlk- una þar eina og yfirgefna. Þýskaland-ísland í dag og Pétur ekki með „Verra efHermann eða Rúnarhefðu dottið úrhópnum/'sagðiÁsgeirSigurvinsson íslenska landsliðið í knatt- spyrnu æfði seinnipartinn í gær á leikvangi Hamburger Sport- Verein, en þar mun leikurinn fara fram í dag, kl. 17 að staðar- tíma. Æfingin gekk vel, nema að því leyti að mjög fljótlega kenndi Pétur Marteinsson sér meins og staðfesti hann við blaðamann DV Sports að hann myndi ekki verða leikfær fyrir leikinn mikilvæga. Bæði Rúnar Kristinsson og Her- mann Hreiðarsson, sem hafa átt við meiðsli að stríða að undanförnu, æfðu af fullum krafti og er útlit fyrir að þeir geti leikið í dag. Greinilegt er að völlurinn er mjög blautur eftir rigningar síðustu daga og mun áreiðanlega sjá fljótt á hon- um. Leikvangurinn er hins vegar glæsilegur og rúmar meira en 50 þúsund manns. Uppselt er á leik- inn. Setur strik í reikninginn Ásgeir Sigurvinsson sagði það vissulega vera slæmt að missa Pét- ur. „Fyrst hann gat ekki æft hér f dag sé ég enga ástæðu til þess að hann verði með í hópnum á leikdegi," sagði Ásgeir. „Þetta setur óneitan- lega strik í reikninginn því við mátt- um ekki við meiru en meiðslum þeirra þriggja." Miðað við hvernig staðan var í vikubyrjun segist Ásgeir vera ánægður með að Rúnar og Her- mann verði líklega með eftir allt saman. „Það má segja að þessi staða sem Pétur leikur sé sú sem við eigum auðveldast með að leysa því það er töluvert af leikmönnum í hópnum sem geta leikið þá stöðu. Það hefði verið miklu verra ef Hermann eða Rúnar hefðu dottið úr hópnum. Hversu lengi þeir endast í leiknum LOKAÆFING: (slenska landsliðið æfði í gær á leikvangi Flamburger SportVerein og gekk æfingin vel. Á myndinni eru, frá vinstri: Ríkharður Daðason, Helgi Sigurðsson, Logi Ólafsson, Arnór Þór Viðarsson og Bjarni Guðjónsson. sjálfum verður bara að koma í ljós.“ Fá ekki nema hálftíma Það er deginum ljósara að mikil stemning verður á leiknum í dag og áhorfendur munu láta vel í sér heyra, hvort sem Þjóðverjum geng- ur vel eða ekki. „Við erum ekki með mikið af mönnum sem eru vanir að spila við þessar kringumstæður en ég vona að þetta fari vel í þá. Þeir verða bara að hugsa með sér að áhorfendur séu að kalla með okk- ur," sagði Ásgeir. „En ég þekki þýska áhorfendur vel og þeir hafa ekki mikla þolinmæði gagnvart sínum mönnum. Ef þýska liðið verður ekki búið að sýna það sem í því býr á fyrstu 20-30 mínútunum fara þeir að snúast gegn því. Það gæti vel orðið okkur í hag. Við munum spila til sigurs, enda dugar jafntefli okkur skammt ef Skotar vinna. Það er því mikilvægt að halda hreinu og hver veit nema mark á 90. mínútu skili 3 stigum í okkar hús.“ Fékk að fara í takkaskóna Haustið 1999 var Ríkharður Daðason, sem nú er í landsliðs- hópnum, nærri búinn að ganga til liðs við HSV, en landsleikurinn verður leikinn á heimavelli félags- ins í dag. Eftir æfinguna á vellinum í gær sagði Ríkharður að vissulega hefði það verið gaman að fá loksins að sparka í bolta á þessum velli. „Nú fékk ég allavega að fara inn á takkaskónum, það er framför frá því er ég var héma sfðast," sagði Rík- harður og hló. Meiðsli í hné hafa verið að hrjá hann í mörg ár og stóðst hann ekki læknisskoðun hjá félaginu á sínum tíma, en búið var að ganga frá samningi við hann. „Nú er bara að sjá hvort ég fæ að spila alvöruleik hérna á morgun," sagði Ríkharður. eirikurst&dv.is T A L A N D Er Fataland nálægt þér? Góðar vörur, gott verð. Dömuúlpa með flíspeysu kr. 3990,- Laugavegur 118, Reykjavík Dalshraun 11, Hafnarfjörður Skólabraut 26, Akranes Fákafen 9, Reykjavik Hólmgarður 2, Keflavík Brekkugata 3, Akureyri VERTU I SIGURLIÐINU Náftu betri tökum á stjómun - þaft margborgar sigi FYRSTA ÍSLENSKA BÓKIN UM STJÓRNUN Á TÍMUM HRAÐA OG BREYTINGA Sértilboö í Eymundsson cmÞ- K1 ij BLOIR MÁV* OO MtNWNOM til 1. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.