Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Hvert fara peningarnir? Dregið skal í efa að almenningi finnist að sú þjónusta sem ríkið hefur tekið að sér að veita hafi batnað stórkostlega á síðustu árum. Þvert á móti má halda því fram að svo víða sé pottur brotinn í rekstri ríkisins að í óefni sé komið - á sumum sviði ríkisrekstrar sitja landsmenn á púðurtunnu sem getur sprungið hvenær sem er. Heilbrigðiskerfið er rekið frá degi til dags án nokkurrar sýnar á framtíðina. Biðlistar lengjast, eldra fólk fær ekki þá þjónustu sem það þarf á að halda og á réttláta kröfu til, sjúklingar bíða mánuðum, jafnvel misserum saman, eftir að- gerðum, starfsfólki heilbrigðisstofnana er skipulega haldið niðri og því meinað að njóta hæfileika sinna. Kerfið gerir ekkert annað en að brenna peninga - hítin virðist botnlaus og krónískur rekstrarhalli er hættur að vera sér- stakt fréttaefni. Á sama tíma eru opinberir aðilar, ríki og borg, að velta því fyrir sér að reisa glæsilega tónlistar- höll fyrir sex þúsund milljónir króna. Sendiráð eru opnuð úti um allan heim, ráðherrar, alþing- ismenn og embættismenn eru á þeysingi heimshorna á milli á kostnað skattgreiðenda, byggð eru glæsihýsi fyrir þingmenn, greiddir eru milljarðar fyrir ástarsamband ríkisins og sauðkindarinnar, hestamiðstöð fær tugi millj- óna til ráðstöfunar og hátekjufólk er sent í fæð- ingarorlof á kostnað sameiginlegs sjóðs lands- manna. Róm brennur en Neró heldur áfram að spila á fiðluna, líkt og ekkert sé. Er nema furða þó spurt sé hvert peningarnir fari? í hvað er verið að eyða öllum þeim fjár- munum sem ríkið innheimtir af heimilum og fyrirtækjum landsins? Er ekki eitthvað að for- gangsröðuninni? 26% raunhækkun DV greindi frá því í gær að á þessu ári stefni í næstmestu raunhækkun ríkisútgjalda á mann sem orðið hefur frá árinu 1989. Ríkisútgjöldin, reiknuð á hvert einasta mannsbarn, hafa hækk- að um 181 þúsund krónur frá árinu 1997, eða um 725 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu á landinu. Gert er ráð fyrir að ríkis- sjóður eyði (á verðlagi ársins 2002) nær 882 þúsundum króna á hvern einstakling á þessu ári. Þetta er 25,9% raunhækkun frá 1997 en frá því ári hafa útgjöldin hækkað samfellt. Hefur þjónusta ríkisins við borgarana batnað um 26% á þessum árum? Svarið er nei! Hefur staða öryrkja eða aldraðra batnað um 26%? Svarið er nei! Hefur öryggi borgaranna með öflugri lög- gæslu batnað um 26%? Svarið er nei! Hefur hagur þeirra sem um lengri eða skemmri tíma þurfa á aðstoð ríkisins að halda batnað um 26%? Svarið er nei! Á sama tíma eru opinberir aðilar, ríki og borg, að velta því fyrir sér að reisa glæsilega tónlistarhöll fyrir sex þúsund milljónir króna. Sendiráð eru opnuð úti um allan heim, ráðherrar, alþingismenn og embættismenn eru á þeysingi heimshorna á milli á kostnað skattgreiðenda, byggð eru glæsi- hýsi fyrir þingmenn, greiddir eru milljarðar fyrir ástarsamband rík- isins og sauðkindarinnar. Ríkið þenst út, ríkisútgjöldin stórhækka en al- menningur fær ekki notið þess, nema í besta falli að takmörkuðu leyti. Áuðvitað hafa laun þeirra sem vinna hjá ríkinu hækkað - sumir hafa notið stórhækkunar launa. En hinu opin- bera hefur aldrei farist vel úr hendi að grípa til hagræðingar á móti auknum kostnaði - þjón- ustan er frekar skert enda slíkt miklu auðveld- ara. Kerfið fer alltaf auðveldu leiðina. Og mitt í öllu verða skattar hækkaðir, a.m.k. þangað til skattalækkunarloforð stjórnarflokk- anna verða að veruleika á síðari hluta kjörtíma- bilsins. Fleiri kannanir „Til dæmis mun eftirspurn á ibúð á fimmtándu hæð í blokk óhjákvæmilega aukast - og verð hennar þar með hækka - ef sett er lyfta i blokkina þannig að hún verður raunhæfur kostur fyrir fleiri en Magnús Scheving." I RITSTJÓRNARBRÉF ÓlafurTeiturGuðnason Æm blaðamaöur - olafur@dv.is Það var stórmerkileg hug- mynd hjá félagsmálaráðu- neytinu að láta gera skoðana- könnun um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt 90% hús- næðislánum. Sem kunnugt er voru 90% lán eitt helsta stefnumál Framsóknar- flokksins fyrir kosningar. Og ekki stóð á efndum því að örfáum dög- um eftir kosningar birti félagsmála- ráðherra útfærðar tillögur í Morg- unblaðinu um hvernig þetta yrði framkvæmt. „Árni Magnússon, ný- skipaður félagsmálaráðherra, hefur útfært tillögur um innleiðingu 90% húsnæðislána í þrepum næstu fjögur ár. Samkvæmt þeim verða breytingarnar að fullu komnar til framkvæmda 1. maí 2007,“ sagði í frétt Morgunblaðsins hálfum mán- uði eftir kosningar. Hvað ef? Það er þess vegna ekki alveg ljóst hvers vegna ráðherra sá ástæðu til að trufla Gallup og láta kanna hvort fólk hefði áhuga á 90% lánum. Það hefði óneitanlega verið svolítið snúið ef í ljós hefði komið, að meirihluti þjóðarinnar væri barasta á móti þeim. Hefði hann þá þurft að hætta við? Til hvers var annars leikurinn gerður? Ótrúlegur stuðningur Ráðherrann tók sem sagt tals- verða áhættu, en sem betur fer leiddi Gallup í ljós að um það bil tveir af hverjum þremur eru hlynntir 90% lánum. Þetta fannst talsmanni Gallups býsna mikið; hann sagði óvenjulegt að svo mikill stuðningur væri við umdeild mál. Það var reyndar dálít- ið skondin yfirlýsing hjá talsmanni fyrirtækis sem tókst að sýna fram á það í mars í fyrra að hvorki meira né minna en 91% íslendinga vildi hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið en aðeins 5% væru á móti! (Þetta er dagsatt; sjá frétt á vef Samtaka iðnaðarins frá 15. mars 2002.) Þetta var auðvitað einhver magnaðasta niðurstaða í skoðana- könnun sem sést hefur í heiminum frá upphafi mælinga. Og ef eitthvað er hlýtur það að teljast fremur slak- ur árangur, fyrst hægt er að sýna fram á 91% stuðning við eitthvert umdeildasta mál samtímans, að ekki skuli nema tveir af hverjum þremur styðja snarhækkun á hús- næðislánum. Marklaus breyting? En tilgangurinn með könnuninni var ekki bara að sýna fram á dágóð- an stuðning við hækkun húsnæðis- lána, heldur ekki síður að bregðast við þeirri gagnrýni fjármálastofn- ana og annarra að afar líklegt sé að þau leiði til þenslu. Nú er það óumbreytan- legt lögmál í hagfræði að effólki er auðveldað að gera eitthvað þá eykst eftirspurn eftir því. Nú er það óumbreytanlegt lög- mál í hagfræði að ef fólki er auð- veldað að gera eitthvað þá eykst eftirspurn eftir því. Til dæmis mun eftirspurn á íbúð á fimmtándu hæð í blokk óhjákvæmilega aukast - og verð hennar þar með hækka - ef sett er lyfta í blokkina þannig að hún verður raunhæfur kostur fyrir fleiri en Magnús Scheving. Nú er það eílaust mjög göfugt markmið að gera fleiri en tugþrautarköppum kleift að njóta útsýnis yfir Sundin blá af fimmtándu hæð. En verðið mun hækka og eins gott að viður- kenna það bara. Eina leiðin til þess að tryggja að 90% lán verði ekki þensluhvetjandi er að búa svo um hnútana að með þeim verði fólki EKKI gert auðveld- ara að kaupa húsnæði. Og til hvers í ósköpunum þá að standa í þessu? Er 24,7% ekki þensla? En félagsmálaráðherra taldi að Gallup hefði einmitt sýnt fram á þetta. Það kom nefnilega í ljós að þrfr af hverjum fjórum segj'a að það myndi „engin áhrif' hafa á þá varð- andi kaup á húsnæði hvort 90% lán væru í boði eða ekki. „Þetta finnst mér segja svolídð um hættuna á því að þessar tillögur, þegar þær kom- ast í framkvæmd, valdi mikilli of- þenslu á húsnæðismarkaði," var haft eftir ráðherranum, sem virtist fagna þeirri niðurstöðu að 90% lán myndu engu breyta. Það er alveg rétt að niðurstaðan segir svolítið um líkurnar á þenslu. En hvað? ]ú, hvorki meira né minna en 24,7% fólks segja að 90% lán myndu auka líkurnar á að það skipti um húsnæði. Nú er ég ekki með fræðilegu skilgreininguna á „þenslu" handbæra, en í augum leikmanns er 24,7% aukning á eftir- spurn að minnsta kosti „rosalega mikið". (En sló einhver fiölmiðill því upp?) Til viðbótar má benda á það, sem þó ætti að vera augljóst, að þótt þrír af hverjum fjórum segi að 90% lán breyti engu um hvort þeir skipti um húsnæði eða ekki, þá er augljóst að breytingin hefði áhrif á það VERÐ sem þeir væru tilbúnir að greiða fyrir húsnæði ef og þegar þeir skiptu. Fleiri kannanir Fáir hafa Iíklega náð jafnmiklum árangri í að framleiða skoðana- kannanir fyrir stjórnmálamenn og fá þá til að fara eftir þeim og Dick Morris sem var um árabil einn nán- asti ráðgjafi Clintons Bandaríkja- forseta. Kannanir hans höfðu ekki aðeins áhrif á stefnu Clintons held- ur réðu því meira að segja hvert hann fór í sumarfrí. Sumarið 1995 sýndi Morris fram á að áhugamenn um útivist væru sá þjóðfélagshópur- sem auðveldast væri að snúa til fylgis við forsetann; þess vegna svaf Clinton auðvitað í tjaldi uppi í fjöll- um í stað þess að kúra undir sæng á Martha’s Vineyard eins og venju- lega. Kannski er skoðanakönnun fé- lagsmálaráðherra til marks um að hér standi fyrir dyrum einhvers konar Morris-væðing stjórnmál- anna. Ekki er úr vegi að stinga upp á nokkrum spurningum í næstu könnun: 1. Ert þú hlynnt(ur) eða and- víg(ur) því að matarskattur verði lækkaður um helming eins og tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir á Al- þingi vilja? 2. Ert þú hlynnt(ur) eða and- víg(ur) þeirri aðgerð ríkisstjórnar- innar að fella niður bætur fyrstu þrjá atvinnuleysisdagana? 3. Ert þú sátt(ur) eða ósátt(ur) við að samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða á næsta ári enn þá næstum engin merki sjáanleg um efndir á loforðum stjómarflokkanna um stórfelldar skattalækkanir, á sama tíma og ýmsir óbeinir skattar em hækkaðir umtalsvert? Áður en hringt er í Gallup er rétt að benda á að það var gerð býsna viðamikil könnun á viðhorfi fólks til þessara mála þann 10. maí síðast- liðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.