Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 16
76 DVHELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
DvHelgarblað
Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson
Netfang: polli@dv.is
Sími: 550 5891
Heyrnarlaus hugsjónakona er sest á þing:
Bjartsýnn brautryðjand
TÍMAMÓT: Sigurlfn Margrét er fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn á Norðurlöndunum.
Hún er 39 ára baráttukona sem vill bæta lífþeirra
sem ekki heyra og það kemur ekki á óvart að Nelson
Mandela erhennarfyrirmyndístjórnmálum. Þegar
hún var tólfára skrifaði hún bréftil Sjónvarpsins og
bað um að íslenskt efniyrði textað til þess að heyrn-
arlausir gætu fylgst betur með umræðunni hér á
landi. Ekki var orðið við þessari beiðni ungu
stúlkunnar og enn hefurþessi draumur hennar ekki
orðið að veruleika. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
er heyrnarlaus og hefurnú tekið sætiáAlþingi til að
reyna að breyta hlutunum.
Þegar Sigurlín Margrét flutti jómfrúræðu sína
á Alþingi á dögunum, með aðstoð táknmál-
stúllcs, ríkti þögn í þingsalnum. Þingmenn fylgd-
ust með af athygli enda voru þetta merk tímamót
þar sem Sigurlín var fyrsti heymarlausi þing-
maðurinn á Norðurlöndunum. Hingað til hafði
Sigurlín staðið fyrir utan alþingishúsið með mót-
mælaspjöld á lofti til að berjast fyrir auknum
réttindum heymarlausra en nú var hún komin
inn í húsið til að reyna að bæta samfélagið og
hafa áhrif.
„Ég fann fyrir smáskjálfta í öðrum fætinum
þegar ég flutti ræðuna en þegar á leið fannst mér
þetta ganga vel, og var ánægð með útkomuna.
Þegar ég sá sjónvarpsfréttir frá þingsetningunni
varð ég mjög stolt þegar ég gerði mér grein fyrir
því að þetta væri minn vinnustaður. Og ég er
bjartsýn á að mér eigi eftir að ganga vel,“ segir
hún og brosir.
Stríð að brjótast út á íslandi?
Hún segir að það sé mikið andlegt álag sem
fylgir því að vera heymarlaus og því til stuðnings
bendir hún á nýlegar danskar og sænskar rann-
sóknir sem sýna að þeir sem ekkert heyra lifa
skemur en þeir sem ekki eiga við slíka fötlun að
stríða. Þetta skýrist meðal annars af því að
heyrnarlausir búa við mikinn kvíða og áhyggjur
og geta hvorki fylgst með umræðunni í samfélag-
inu eins og aðrir né tekið þátt í félagsstörfum.
Sjálf segist Sigurlín hafa upplifað það margsinn-
is að fá brotakenndar upplýsingar úr sjónvarp-
inu og bendir á að textaleysi geti valdið miklum
misskilningi hjá þeim sem ekkert heyra. Hún
segist t.d. ekki geta gleymt því þegar Ómar Ragn-
arsson rauf útsendingu Sjónvarpsins á sínum
tíma til að tilkynna um morðið á Olof Palme, for-
sætisráðherra Svíþjóðar, en þá hélt hún að stríð
væri að brjótast út á íslandi.
„Ég ræddi við níu ára heymarlausa stúlku, eft-
ir að ég settist á þing, sem sagði við mig að þrátt
fyrir að margir mánuðir væru liðnir frá því við
stóðum saman fyrir framan Alþingishúsið að
mótmæla þá væri ekki enn búið að tryggja rétt-
indi okkar til að hafa túlkaþjónustu og ekki enn
búið að viðurkenna táknmálið sem móðurmál.
Þessi litla stúlka getur farið á mis við svo mikið í
lífinu ef réttindi heymarlausra til túlkaþjónustu
verða ekki tryggð. Eg vil ekki að hún upplifi það
sama og aðrar kynslóðir heyrnarlausra hafa gert
á undan henni. Það er ekkert réttlæti fólgið í því
að hún hafi miklar áhyggjur alla sína ævi.“
Brýnt að táknmál verði viðurkennt sem
móðurmál heyrnarlausra
Sigurlín Margrét fæddist heyrandi árið 1964
en missti heymina þegar hún var átta ára. Hún er
alin upp á Akranesi, nánar tiltekið á bænum
Klapparholti í landi Steinsstaða, sem var síðasti
sveitabærinn á Akranesi. Hún er í sambúð með
Pólverjanum Tadeusz Jóni Baran, sem einnig er
heyrnarlaus, en hann hefur búið á íslandi í 30 ár.
Þau kynntust í samfélagi heymarlausra og eiga
saman tvö böm, Ellen Mörtu, sem er átta ára, og
Brynjar Theódór, sem er 10 ára, en heym þeirra
er óskert. Sigurlín lauk grunnskólaprófi frá
Heymleysingjaskólanum en var orðin 27 ára
þegar hún fór í menntaskóla, enda ekki fyrr en
árið 1986 sem fyrst var farið að bjóða upp á tákn-
málstúlka í skólakerfinu. Hún hefur aðallega
starfað við táknmálskennslu, sem hún segist
vera sjálffnenntuð í, en auk þess hefur hún unn-
ið í tvo áratugi við að flytja táknmálsfréttir í Sjón-
varpinu. Hún segist lengi hafa haft áhuga á
stjómmálum.
„Það má eiginlega segja að stjórnmálaáliuginn
fylgi í kjölfar tuttugu ára setu minnar í stjóm Fé-
lags heyrnarlausra, þar sem lengi hefiur verið
barist fyrir bættum réttindum heymarlausra. Sú
hugsjón mín að vilja bæta réttindi þessa hóps
sem ég tilheyri byrjaði þegar ég var lítil stúlka.
Þegar ég var nemandi í Heymleysingjaskólanum
tók ég oft þátt í umræðum um það hverju þyrfti
að breyta til að gera samfélag heymarlausra
betra og þótt ýmislegt hafi breyst til hins betra, til
dæmis með aukinni upplýsingatækni og notkun
Netsins, þá er enn langt í land að sjónvarps-
stöðvamar tileinki sér þessa góðu þróun og fari
að texta innlent sjónvarpsefni. Það er til dæmis
brýnt hagsmunamál að táknmál verði viður-
kennt sem móðurmál heyrnarlausra og ég mun
innan tfðar leggja ff am frumvarp á Alþingi þar að
lútandi."
Miðillinn sá fyrir starfið á Alþingi!
Sigurlín Margrét tók sæti varamanns á Alþingi
fyrir Frjálslynda flokkinn í fjarvem Gunnars Arn-
ar Örlygssonar sent afþlánar nú fangelsisdóm.
Hún brosir út í annað þegar hún segir frá því að
á miðilsfundi, sem hún sótti fyrir nokkmm ámm,
hafi komið fram að hún ætti eftir að standa í
pontu fyrir framan fjölda fólks og gera eitthvað
sem enginn hefði gert áður. „Kannski þýddi
þetta að ég væri á leiðinni á þing,“ segir hún. „En
mig gmnaði það ekki á þeim tíma.“ En hvers
vegna ákvað hún að ganga til liðs við stjómmála-
flokk sem leggur megináherslu á sjávarútvegs-
mál og byggðamál?
„Ég fann hljómgrunn innan
Frjálslynda flokksins þegar
hann bauð fram í síðustu
borgarstjórnarkosningum en
það sem gerði útslagið var sú
stefna hans að styðja ekki við
þá tillögu Reykjavíkurlistans
og Sjálfstæðisflokksins að
leggja niður skóla heyrnar-
lausra í Vesturhlíðarskóla.
Mér fannst Frjálslyndi flokkur-
inn vera eini flokkurinn sem
kom fram við fólk á jafnréttis-
grundvelli."
„Ég fann hljómgmnn innan Ftjálslynda
flokksins þegar hann bauð fram í síðustu borgar-
stjómarkosningum en það sem gerði útslagið
var sú stefría hans að sfyðja ekki þá tillögu
Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins að
leggja niður skóla heymarlausra í Vesturhlíðar-
skóla. Mér fannst Frjálslyndi flokkurinn vera eini
flokkurinn sem kom ffam við fólk á jafnréttis-
gmndvelli og hlustaði á raddir hagsmunahópa
en R- og D-listi studdu ekki þau sjónarmið sem
heymarlausir höfðu fram að færa. Nú hefur Vest-
urhlíðarskóli verið lagður niður, sem er afar
slæmt því skóli heymarlausra hefur löngum ver-
ið talinn vagga menningar heyrnarlausra. Þar
blómstrar táknmálið og þar fá heymarlausu
börnin tækifæri til að öðlast fæmi í málinu.
Það blasir ef til vill við að næsta kynslóð heym-
arlausra missi af því tækifæri sem eldri kynslóðir
hafa fengið. Þess vegna eiga áhyggjur okkar full-
komlega rétt á sér. Aðstaðan á táknmálssviði í
Hlíðaskóla er að mörgu leyti góð og skólinn hef-
ur reynt eftir fremsta megni að ráða heyrnar-
lausa eða táknmálstalandi kennara og starfs-
menn. Það verður markvisst að vinna að því að
koma nemendum þama fullnuma úr gmnnskól-
anum með sömu kröfum og aðrir gmnnskólar
gera,“ segir Sigurlín og er áhyggjufull.
En það em ekki bara málefni heymarlausra og
annarra minnihlutahópa sem Sigurlín lætur sig
varða því byggðamál og skattamál em henni
einnig ofarlega í huga. Hún mun leggja fram
ffumvarp á þingi um sérstakan skattaafslátt
bamafjölskyldna, og hún vill að allir íslendingar
njóti góðs af auðlindum hafsins og sameign
þjóðarinnar, ekki bara örfáir kvótaeigendur. Hún
segir það algjörlega óviðunandi að hægt sé að
kippa stoðunum undan landsbyggðinni með
nánast einu pennastriki.
„Ég þekki lífið úti á landsbyggðinni þar sem ég
ólst upp á Akranesi. En lífið við höfhina þar og á
öðmm stöðum á Iandinu er ekki það sama og
það var. Frystihús hafa sameinast, fólk hefur
misst atvinnu sína og völdin og eignir færst á æ
færri hendur. Mér finnst sárt að horfa upp á það
að fólk úti á landi fái ekki notið sömu tækifæra og
fólk á höfuborgarsvæðinu. Þetta er slæm þróun
sem getur vfersnað ef ekkert verður að gert. En ef
mín þingseta á eftir að hafa áhrif á að bæta kjör
fólks í landinu þá er það bara til góðs. Ég ber
mikla virðingu fyrir þinginu og störf alþingis-
manna eiga að endurspegla hvað þeir gera fyrir
fólkið í landinu, það sem þeir lofúðu í kosninga-
baráttu sinni."
Auðveldara að tileinka sér skoðanir
erlendra stjórnmálamanna
Blaðamaður spyr Sigurlín Margréti að því
hvort hún eigi sér einhverja fyrirmynd í íslensk-
um stjómmálum. En svo er ekki því hennar
helsta fyrirmynd og uppáhaldsstjórnmálamaður
er suður-affíski stjómmálaleiðtoginn Nelson
Mandela. Og það ekki að ástæðulausu.
„Mandela gafst aldrei upp þrátt.fyrir að hafa
setið 27 ár í fangelsi. Hann er sönnun þess að ef
maður er trúr málstað sínum þá er allt hægt.
Hann trúði því að aðskilnaður hvítra og svartra í
Suður-Afriku væri mannréttindabrot og barðist
ötullega þar til aðskilnaðurinn var afnuminn.
Það hefur verið auðveldara fyrir mig að fylgjast
með erlendum stjórnmálamönnum heldur en
íslenskum því það sem þeir segja í sjónvarpinu
er alltaf textað. Þess vegna get ég skilið þá og til-
einkað mér skoðanir þeirra. Ef ég á að nefna ein-
hvem íslending þá get ég nefnt Vigdísi Finn-
bogadóttur sem dæmi, því hún mddi mikilvæga
braut þegar hún varð fyrst kvenna í heiminum til
að gegna forsetaembætti, auk þess sem hún er
vemdari táknmáls á Norðurlöndunum.
Starfið á þingi er tímafrekt en Sigurlín Margrét
segir að þrátt fyrir langan vinnudag sé starfið
mjög spennandi og gefandi.
„Nú verða matreiðslubækur og ævisögumar,
sem mér finnst gaman að lesa, að víkja fyrir öllum
þingskjölunum," segir hún að lokum. bryndis@dv.is