Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 22
22 OVHBLGARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 - Umsjón: Arndís Þorgeirsdóttir, arndis@dv.is Að greina bragð með lyktarskyninu Undrakraftur ilmsins ILMKJARNAOLlUR: llmur losar um efni í heilanum sem vekja vellíðan og ilmkjarnaolíur eru samsettar úr mis- munandi hormónum og vítamínum sem kalla fram margs konar mismunandi viðbrögð. Hómópatar, meðferðarfræðingar og markaðs- fræðingar eru að átta sig á fyrirbæri sem skor- dýrum og dýrum er eðlisiægt að skilja - undrakraftiilmsins Ilmlækningar er það kallað þegar ilm- kjarnaolíur eru not- aðar til lækninga. 01- íurnar eru notaðar til að meðhöndla bæði líkamlega og andlega vanlíðan og eru þær meðal annars unnar úr ilmandi blómum, fræjum, trjáberki, rótum, laufi og ýmiss konar jurtum og plöntum. Hreinar, nátt- úrulegar iimkjarnaolíur geta verið allt að 70 sinnum kröftugri en jurtin sem þær eru unnar úr. Hippókrates, sjálfur faðir læknisfræðinnar, kenndiað ilmur hefði mikil áhrifá lík- amlega og andlega líðan og hefur hann því líklega verið fyrsti talsmaður ilmlækninga. Vísindamenn skoða af miklum krafti mátt ilmsins og hvaða áhrif hann hefur á mann- lega hegðun. Þeir reyna að komast að því hvernig best sé að nota þennan undrakraft í markaðsskyni og hvort hægt sé að með- höndla, með ilmmeðferð, mígreni, minnistap og fleira. Forn aðferð til lækninga Menningarheimar víða um veröld hafa notað kraft ilmsins til lækninga svo öldum skiptir og upphaf ilmlækninga má rekja 4000 ár aftur í tímann. Egyptar til forna not- uðu til dæmis ilmandi jurtir í nuddolíur, lyf og snyrtivörur. Hippókrates, sjálfur faðir læknisfræðinnar, kenndi að ilmur hefði mikil áhrif á Iíkamlega og andlega líðan og hefur hann því líklega verið fyrsti talsmaður VIRKNI ILMKJARNAOLÍA FRÍSKANDI: Sítróna, basilíka, appelsína, piparmynta, bergamot og tröllatré. FYRIR HAR©: Sedrusviður fyrir þurrt hár. Lofnarblóm og ylang ylang fyrir venjulegt hár. Rósmarín og sítrónugras fyrir feitt hár. FYRIRTÍÐASPENNA: Sedrusviður, fennika og rómversk kamilla. TIL SLÖKUNAR: Lofnarblóm, myrra, kardimommur og sedru- sviður. FYRIR HÚÐINA: Lofnarblóm og ylang ylang fyrir allar húð- gerðir. Rósmarín, gulrótarfræ, sandalviður og pipar- mynta fyrir þurra húð. Basilíka, tröllatré, sedrusviður, sítrónugras og ylang ylang fyrir feita húð. ilmlækninga. Frakkar og Englendingar byrj- uðu snemma á 19. öld að endurvekja þessar gömlu hefðir til að öðlast viður- kenningu í hinum hefðbundna heimi lækninga. Ilmlækningar eru því í senn nýjasta tíska og gömul rótgróin aðferð við lækningar. Lykt vekur tilfinningar Það er ekki ímyndun að lykt vekji upp til- fmningar með fólki. Ilmur losar um efni í heilanum sem vekja vellíðan og ilmkjarna- olíur eru samsettar úr mismunandi horm- ónum og vítamínum sem kalla fram margs konar mismunandi viðbrögð. Hreinar, náttúrulegar ilmkjarnaolíur geta verið allt að 70 sinnum kröftugri en jurtin sem þær eru unnar úr. Lyktarskyn mannfólksins er því mun flóknara en margir halda. Tungan getur að- eins greint bragð sem er sætt, súrt, salt og beiskt og það er því lyktarskynið sem gerir okkur kleift að finna mismunandi bragð af því sem við borðum. Þannig má segja að kvef sé versti óvinur sælkerans því sá sem fær kvef getur átt á hættu að missa bragð- skynið. i Leikkonan Esther Talia Caseystígurásvið í Listasafni Reykjavíkurí kvöld í leikritinu Riddarar hringborðsins - með veskið að vopni. Kvenfélagið Carpur, sem erskipað átta ungum leikkonum, annast uppsetninguna undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Auk jpess hefur Esther, sem útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskólans, síðastliðið vor, leikið Dilly Thors og Hermínu Hermanns ísöngleiknum Grease. Hlé hefur verið á Grease að undanförnu en sýningar hefjast á ný innan skamms. Þá kemur Esther Talia fram með Bang Gang á Airwaves-tónlistarhátíðinni síðar í mánuðinum. Helgarblaðið fékk að skyggnast ísnyrtibuddu Estherar og þar var marat forvitnileat að siá - enda seaist leikkonan vera „hálfaert snvrtifrík." Sjúklega frískandi „Þetta líkamskrem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það kallast „Body Butter - Grape Seed.“ Ég nota kremið alltaf eftir bað og það er sjúklega frískandi. Vínberjalyktin er svo góð. Kremið er líka sanserað þannig að húðin verður örlítið glitrandi - sem er alls ekki slærnt." Eðlilegt útlit „Þetta krem er frá Kanebo og er alveg frábært. Þetta er hálfgert brúnku- krem en hefur þann kost að vera þunnt og þvæst auð- veldlega af. Eg nota þetta í staðinn fyrir 6- C venju- legt meik. Kremið hefur mjúka áferð og það er eins og maður sé ný- ■ kominn úr sólbaði. Stund- um nota ég það á leggina Iíka.“ Fjallalækur og gel „Þetta er frábært hreinsigel frá Lancome sem heitir „Gel Clarte". Ætli þetta sé ekki það krem sem ég notað lengst enda get ég ekki án þess ver- ið. Ég hef meira að segja notað það eftir að hafa þvegið mér úr fjallalæk. Það var alveg frábært." 1 Sátt við tískuna „Augnblýanturinn minn er frá Clarins og er fjólu- p blár. Ég nota augnblýant og maskara á hverjum degi og þessi hefur reynst mér vel síðan í sumar. Ég las í tímariti í sumar að fjólublár væri einn af lit- um sumarsins og í framhaldinu _____ keypti ég blýantinn. Mér finnst gaman að fylgja tfskunni og þetta er tískulitur sem ég mjög sátt við." Hraustlegar kinnar „Kinnaliturinn minn frá Clinique er sá hlutur sem alltaf er í snyrtibuddunni. Liturinn kallast á ensku „Mocca Pink." Ég nota kinnalit bæði hvers- dags og spari og þessi hefur þann kost að vera mjög viðráðan- legur. Áferðin er eðlileg og hann virkar eins og rétt hafl verið klipið í kinnarnar á manni.'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.