Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 57
: LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 TILVERA 77 Sjötíu ára Hannes Kristján Gunnarsson lagermaður hjá RARIK í Stykkishólmi Hannes Kristján Gunnarsson, lagermaður hjá RARIK í Stykkis- hólmi, Áskinn 7, Stykkishólmi, verður sjötugur á morgun. Starfsferill Hannes fæddist í Efrihlíð í Helga- fellssveit og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf fram yfir fermingu. Hann var í farskóla að Skildi í Helgafellssveit en flutti með fjölskyldu sinni í Stykkishólm 1948, stundaði þar nám við Gagnfræða- skólann í Stykkishólmi og lauk það- an landsprófi. Hann lærði síðan bifvélavirkjun, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meist- araréttindi 1963. Hannes stundaði bifvélavirkjun til 1987 jafnfram ýmsum öðrum störfum. Hann og Karl Torfason festu kaup á fyrstu traktorsgröfunni sem kom til Stykkishólms 1963 og gerðu þeir út vinnuvélar til 1972. Hannes vann einnig við akstur og viðgerðir hjá Bifreiðastöð Stykkis- hólms frá 1965 og 1972 keypti hann, Áskell, tvíburabróðir hans, og Höskuldur Höskuldsson, flutn- ingabíla Bifreiðastöðvar Stykkis- hólms og starfræktu það fyrirtæki til 1976 er þeir seldu það. Hannes átti þó flutningabíl áfram og sinnti fjár- og hrossaflutningum til 1987 auk þess sem hann starfaði hjá Þórsnesi hf. við akstur og viðhald bifreiða og tækja 1976-87. Hannes hóf störf sem iagermað- ur hjá RARIK í Stykkishólmi 1987 og gegndi síðan því starfi. Hannes æfði og keppti í íþróttum með ungmennafélaginu Snæfelli í Stykkishólmi. Hann sat í stjórn Snæfells um árabil og í stjórn Hér- aðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Hannes spilaði í Lúðrasveit Stykkishólms í þrjátíu og fimm ár og var formaður Lúðrasveitarinnar í fimm ár. Auk þess söng hann í Kirkjukór Stykkishólmskirkju í þrjátíu og átta ár. Seinni árin hefur sauðfjárrækt og hestamennska verið helsta tóm- stundaiðja Hannesar. Fjölskylda Hannes kvæntist 8.11. 1958 Hrefnu Þorvarðardóttur, f. 18.9. 1936, húsmóður. Hún er dóttir Þor- varðar Einarssonar, bónda í Stykk- ishólmi, og Sigurborgar fónsdóttur, húsfreyju og verkakonu sem bæði eru látin. Börn Hannesar og Hrefnu eru Sigurborg Kristín Hannesdóttir, f. 15.12. 1959, verkefnastjóri hjá Alta; Gunnar Hannesson, f. 28.10. 1963, vélvirki, búsettur í Reykjavík en sambýliskona hans er Guðrún Hjartardóttir og eru dætur þeirra Freyja, f. 8.4. 1991, og Arna Ösp, f. 28.5. 1995; Lárus Ástmar Hannes- son, f. 15.7. 1966, kennari og tamn- ingamaður, búsettur í Stykkishólmi en eiginkona hans er María Alma Valdimarsdóttir og eru börn þeirra Hrefna Rós, f. 27.10. 1994, Halldóra Kristín, f. 5.4. 1997, Anna Soffía, f. 3.6. 1999, og Valdimar Hannes, f. 20.2. 2003. Systkini Hannesar: Jóhanna Þór- unn Gunnarsdóttir, f. 8.3. 1924, d. 2.12. 1972, verslunarmaður og hús- móðir en sambýlismaður hennar var Guðmundur Gunnarsson bif- reiðastjóri; Njáll Gunnarsson, f. 24.12.1925, d. 19.3.1989, stýrimað- ur og skipstjóri í Stykkishólmi, var kvæntur Ástu Ólafsdóttur en þau skildu og var sambýliskona hans Hrefna Stefánsdóttir; Vigdís Gunnarsdóttir, f. 21.11.1929, bóndi og verkakona í Stykkishólmi og í Grundarfirði en maður hennar er Kristján Torfason, bóndi og sjó- maður; Ragnhildur Kristjana Gunnarsdóttir, f. 4.4. 1932, hús- móðir í Grundarfirði en eigimaður hennar er Elís Gunnarsson, sjó- maður og bóndi; Áskell Gunnarsson, f. 12.10. 1933, d. 18.7. 1994, vélstjóri og bifreiðastjóri í Stykkishólmi en kona hans var Guðrún Ákadóttir verkakona. Foreldrar Hannesar voru Gunnar Hannesson, f. 3.7. 1899, d. 20.11. 1934, bóndi í Efrihlíð í Helgafells- sveit, og Soffía Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1899, d. 6.1. 1987, húsfreyja og bóndi. A Ætt Gunnar var bróðir Maríu, móður Hannesar Jónssonar sendiherra, föður Hjálmars sendiherra. Gunnar var sonur Hannesar, skipstjóra f Stykkishólmi Andréssonar, sjó- manns í Saurlátri Andréssonar, b. í Knarrarhöfn, bróður Steinunnar, langömmu Gunnars, föður Árna, fyrrv. alþm. Andrés var sonur Hannesar, b. í Knarrarhöfn, bróður Brynjólfs, langafa Sigurbjargar, langömmu Svavars Gestssonar alþm., og ömmu Friðjóns Þórðar- sonar ráðherra. Hannes var sonur Andrésar, b. á Á á Skarðsströnd Hannessonar. Móðir Andrésar var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Þórdís- ar, langömmu Jóns forseta. Móðir Gunnars var Jóhanna Þór- unn Jónasardóttir, b. á Helgafelli Sigurðssonar, og Ástríðar Þor- steinsdóttir. Soffía var dóttir Guðmundar, b. í Jónsnesi í Helgafellssveit Bjarna- sonar, og Ólínu Árnadóttur. Hannes og Hrefna bjóða ættingj- um og venslafólki til fagnaðar að Skildi í Helgafellssveit laugard. 11.10. Sextíu ára Höfuðstafír Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Netfang: ria@ismennt.is Þáttur 98 í dag byrjum við á sléttubandavísu. Höfundur er samkvæmt mín- um heimildum Jónas Þorsteinsson án þess að ég viti nánari deili á honum. En vísan er góð og á vel við þegar haustrigningarnar eru skollnar á og dag fer að stytta: Fellur tíðin ekki enn eftirlýða högum. Gellur hriðin mögnuð, menn mega kvíða dögum. Næsta vísa er eftir Svein í Elivogum. Um tilefni hennar skal ekki fjölyrt hér en í rauninni skýrir hún sig sjálf: Langa vegi haldið hef, hindrun siegið frá mér, til þín dregist torveld skref til að deyja hjá þér. Margar góðar vísur hafa orðið til þegar hagyrðingar eru að mæra átthaga sína og æskustöðvar. Páll á Skeggjastöðum orti: Þegar leysist lífsins band og Ijósið h verfur sýn um eiga vildi égAusturland undir svæfli mínum. Og Helgi Valtýsson gerði vfsu sem hefur nánast sömu rímorðin: Trauðla raknar tryggðaband treyst íraunum mínum. Aldrei gleymist A usturland útlaganum sínum. Og nú er rétt að taka upp léttara hjal. Helgi Zimsen var að velta því fyrir sér hvernig Hallgrímur Pétursson hefði komist að orði ef hann hefði verið að yrkja heilræðavísur sínar í dag. Helga finnst líklegast að það hefði hljómað einhvern veginn svona: Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín, sprittið, tóbak, spítt og vín spara skaltu vina mín. Ég rakst nýlega á vísu sem ég veit ekki hver orti né um hvern, en eftir því sem ég best veit þá er hún ekki um mig þó að einhvern tfma hefði það sjálfsagt átt ágætlega við: Ragnar þreyttur rekur hjörð um reginfjöll og dali. Aldrei fannst á okkar jörð óprúttnari smali. Við endum í dag á vísu eftir Hákon Aðalsteinsson. Þetta kallar hann Haust við Kárahnúka: Sölnar lauf á breiðum bala blöðin fella víðirunnar þar sem leika lausum hala lýs í hári Fjallkonunnar. Áttatfu ára Friðgerður Pétursdóttir Jón Gunnar Jónsson fyrrv. bóndi á Skarði í Dalasýslu útgerðarfrú í Ólafsvík Friðgerður Pétursdóttir útgerð- arfrú, Brautarholti 26, Ólafsvík, er sextug í dag. Starfsferill Friðgerður fæddist í Tröð í Bol- ungarvfk en ólst upp í Meiri-Hlíð í Bolungarvík. Hún stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp og við Húsmæðra- skólann að Laugalandi i Eyjafirði. Friðgerður hefur starfað mest við eigin rekstur, einkum við útgerð auk þess sem hún hefur starftækt blómabúð í Ólafsvík í sjö ár. Friðgerður og fjölskylda hennar voru-búsett í Bolungarvík til 1995, Þá fluttu þau til Ólafsvíkur og hafa búið þar síðan. Fjölskylda Friðgerður giftist 25.12. 1966 Magnúsi Snorrasyni, f. 29.7. 1946, sjómanni. Hann er sonur Hildi- mars Snorra Backman, sjómanns í Bolungarvík, og Þorbjargar Jónínu Magnúsdóttur verkakonu þar en þau eru bæði látin. Börn Friðgerðar og Magnúsar eru Pétur Hlíðar Magnússon, f. 3.2. 1965, hleðslustjóri í Danmörku en kona hans er Bellis Vagelius og eiga þau fimm börn; Þorbjörg Jónína Magnúsdóttir, f. 30.10. 1966, skóla- liði í Þorlákshöfn en maður hennar er Vaidimar Bjarnason og eiga þau þrjú börn; Jón Ólafur Magnússon, f. 19.10. 1967, forstjóri í Kópavogi en kona hans er Jóhanna Eyjólfs- dóttir og eiga þau tvö börn; Árnþór Magnússon, f. 11.7. 1970, skipstjóri í Ólafsvík; Fjóla Rós Magnúsdóttir, f. 28.10. 1981, nuddnemi í Ólafsvík en maður hennar er Ævar Rafn Þrastarson. Systkini Friðgerðar: Hálfdán Ólafur Pétursson, f. 23.3. 1947, verkamaður í Hafnarfirði; Jón Guðni Pétursson, f. 23.3. 1947, skipstjóri í Bolungarvík; Jónas Sig- urður Pétursson, f. 26.11. 1948, skipstjóri á Grænlandi; Elísabet María Pétursdóttir, f. 30.12. 1949, leikskólaleiðbeinandi f Bolungar- vík; Fjóla Pétursdóttir, f. 23.12. 1957, skrifstofustjóri í Noregi. Foreldrar Friðgerðar: Friðrik Pét- ur Jónsson, f. 21.3. 1921, d. 12.8. 1995, bóndi og síðar útgerðarmað- ur í Bolungarvík, og Fjóla Ólafs- dóttir, f. 10.6. 1922, bóndakona og fiskverkunarkona í Bolungarvík, nú í Þorlákshöfn. Friðgerður og Magnús taka á móti gestum í Félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík, laugard. 11.10. kl. 19.00. Jón Gunnar Jónsson, fyrrv. bóndi á Skarði í Dalabyggð, er áttræður í dag. Starfsferill Jón Gunnar fæddist í Stykkis- hómi og ólst þar upp. Á unglingsár- unum var hann við póstafgreiðslu og sendisveinn hjá Tómasi Möller í Stykkishólmi og var í fiskvinnslu hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkis- hólmi. Hann vann við byggingar- vinnu hjá Slippnum í Stykkishólmi, var í vegavinnu hjá breska setulið- inu í Hvalfirði og var síðan aftur í fiskvinnslu hjá Sigurði Ágústssyni f Hólminum. Jón hóf búskap á Skarði 1941 og var bóndi þar til 1992. Fjöiskylda Eiginkona Jóns var Ingibjörg Kristrún Kristinsdóttir, f. 7.12. 1924, húsfreyja á Skarði, nú látin. Hún er dóttir Kristins Indriðason- ar, hreppstjóra og bónda á Skarði, og Elínborgar Bogadóttur Magnu- sen húsfreyju. Sonur Jóns Gunnars og Ingi- bjargar Kristrúnar er Kristinn B.l. Jónsson, f. 28.11. 1944, hlunninda- bóndi og lögregluþjónn á Skarði en kona hans er Þórunn Ásta Hilmars- dóttir, f. 19.5. 1944, hlunninda- bóndi sem auk þess starfrækir dún- hreinsistöð og eru börn þeifr^ Hilmar Jón Kristinsson, f. 12.4. 1965, rekur dúnhreinsistöð, Bogi Kristinsson Magnusen, f. 8.8. 1970, byggingafræðingur, og Ingibjörg Dögg Kristinsdóttir, f. 24.7. 1981, tannsmíðanemi. Systkini Jóns Gunnars: Pétur Jónsson, nú látinn; Guðríður Jóns- dóttir, nú látin; Anna Pálína Jóns-r dóttir; Gísli Berg Jónsson; Sigríður Hjaltalín Jónsdóttir; Sveiney Jóns- dóttir; Pálmi Jónsson; Sigurborg María Jónsdóttir. Foreldrar Jóns Gunnars voru Jón Rósman Jónsson, sjómaður í Ási í Stykkishólmi, og Magðalena Svan- hvít Pálsdóttir húsmóðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.