Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Bruni í Bolungarvik SLÖKKVISTARF: Slökkvilið Bol- ungarvíkur var kallað út um klukkan hálfsex í gær til að berjast við eld sem komið hafði upp í gömlu trésmíða- verkstæði í bænum en húsið er timburklætt auk þess sem mik- ill eldmatur var inni í húsinu. Þegar DV fór í prentun í gær var slökkvistarfi ekki enn lokið en að sögn lögreglunnar í Frá Bolungarvík. Bolungarvík hafði hluti hússins þá verið rifin en talin var hætta á að eldurinn gæti borist í næstu hús. Ljóst þykir að um stórtjón sé að ræða. Hefja eyðingu SVEITARSTJÓRNARMAL Bæjar- ... stjórnJsafjarðarbæjarsam— þykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að hefja á ný eyðingu villikatta.Talsvert hefur verið deilt um málið í bæjarfélaginu síðustu vikur en fyrir skemmstu var ákveðið að stöðva eyðingu kattanna uns reglur um katta- hald á (safirði hefðu verið sam- þykktar í bæjarstjórn. Þrátt fyrir villikatta á ný það var ákveðið að halda að- gerðunum áfram. Var tillagan á fimmtudag samþykkt með sjö atkvæðum gegn einu atkvæði Magnúsar Reynis Guðmunds- sonar. fulltrúa Frjálslynda flokksins. Bæjarstjórnin mun svo að öllum líkindum funda aftur að tveimur viknum liðn- um og þá taka fyrir tilögurnar um kattahald í bæjarfélaginu. Nagaði í sundur Ijósleiðara FJARSKIPTI: Bilun varð á Ijós- leiðarakerft-Símans á fimmtu- dag og var nánast ekkert NMT- og GSM-símasamband á norð- anverðum Vestfjörðum um tíma, auk þess sem fastlínu- kerfið lá sums staðar niðri. Þá sáust útsendingar sjónvarpsins ekki á Þingeyri, Suðureyri, Flat- eyri og í Bolungarvík og ein- hver vandræði voru með út- sendingar Stöðvar 2 og Sýnar á (safirði. Viðgerðarmenn frá línudeild Símans á (safirði fundu bilunina þó fljótlega og var bráðabirgðaviðgerðum þeirra lokið snemma í gær- morgun. Svo virðist sem mús hafi nagað í sundur Ijósleiðar- ann áTjaldanesi í Arnarfirðin- um með fýrrgreindum afleið- ingum. Fjórir Portúgalar sem starfa við Kárahnjúka reknir og síðan ráðnir aftur: Lögregla kölluð til af ótta við ólæti Mikið gekk á við virkjanasvæð- ið við Kárahnjúka í gær. Um 100 portúgalskir starfmenn lögðu niður vinnu á fimmtudag til að mótmæla skorti á hlýjum ör- yggisskóm en samkomulag um málið náðist hins vegar þá um nóttina. Einhverjir höfðu þó ekki fengið hlífðarfatnað sinn í gærmorgun og lögðu þá nokkr- ir starfsmenn aftur niður vinnu. Um 40 manna hópur Portúgala hóf setuverkfall í gærmorgun og neitaði að mæta til vinnu til þess að mótmæla skorti á hlífðarfatnaði. Þeir sögðu Impregilo ekki hafa staðið við samkomulagið sem gert Um miðjan dag varsvo tilkynnt að fjórum Portúgölum hefði verið sagt upp vegna máls- ins. Stuttseinna var þetta hins vegar dregið til baka. hafði verið um nóttina og lögðu mennirnir af þessu tilefni fram fleiri kröfur í gærmorgun. Haft var eftir trúnaðarmönnuin á svæðinu KÁRAHNJÚKAR: Lögregla var kvödd á staðinn í gær vegna vinnudeilu erlendra starfsmanna á virkjanasvæðinu. að þeir gætu ekki stutt þessar nýju kröfúr Portúgalanna þar sem þær væru töluvert umfram það sem samningar kváðu á um. Talsverður hiti var í mönnum í gærmorgun og var því ákveðið að óska eftir aðstoð lögreglunnar á Egilsstöðum af ótta við hugsanleg ólæti. Tilkynning barst svo frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo um miðjan gærdaginn þar sem tilkynnt var að fjórum Portúgölum hefði verið sagt upp störfúm vegna máls- ins. Voru uppsagnirnar sagðar óhjákvæmilegar til þess að fá vinnufrið á svæðinu. Stuttu síðar barst hins vegar önnur tilkynning frá fyrirtækinu þar sem fram kom að mennirnir myndu halda vinnu sinni, svo framarlega sem hinir PortúgaJarnir sem þegar höfðu fengið hlífðarföt en samt lagt niður vinnu í gærmorgun mættu þegar til starfa. I tilkynningu Impreglio var tekið fram að fyrirtækið væri ánægt með þessa niðurstöðu og vonaði það að þetta yrði síðasta málið af þessum toga. Þá kom einnig fram að engir eftirmál myndu verða í kjölfar þessa máls og byggingu virkjunar- innar yrði haldið áfram samkvæmt áætlun. agust@dv.is Landstjóri Kanada í opinberri heimsókn á íslandi í boði forsetans: Aukin samvinna Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, kom hingað til lands í gær ásamt eiginmanni sínum, John Ralston, en þau eru hér á landi í boði forseta íslands. Megináherslur heimsóknar- innar eru málefni norðurslóða og samvinna ríkja í norðri, um- hverfisvæn orka, sameiginleg- ur menningararfur ríkjanna og nýting sjávarauðlinda. Heimsókn landstjórans hófst með formlegri móttöku á Bessa- stöðum í gær, þar sem ríkisstjórn fslands var m.a. viðstödd. Eftir stuttan fund landstjórans og for- seta Islands var haldinn sameigin- legur blaðamannafundur en um kvöldið var síðan boðið til hátíðar- kvöldverðar á Bessastöðum. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og starfandi forsædsráð- herra, mun svo í dag funda með landstjóranum og þá verður orku- verið á Nesjavöllum heimsótt áður en haldið verður til hádegisverðar á Þingvöllum. Síðdegis verður svo starfsemi Hafrannsóknastofnunar rækilega kynnt fyrir kanadíska fylgdarliðinu, en í hópnum eru, auk landstjórans, nokkrir þing- menn, auk ráðherra umhverfis- mála. Hópurinn verður hér á landi fram á miðvikudag og mun á þeim tíma m.a. halda til Akureyrar og Mývatns. Ætlunin er að kynnast betur hinu margvíslega starfi «em fram fer á íslandi. Einkum verða málefni ríkja í norðri rædd, um- hverfis- og sjávarútvegsmál, auk menningarmála sem lúta að sam- eiginlegum menningararfi íslands og Kanada. agust@dv.is FAGNAÐ MEÐ FÁNUM: Landstjóri Kanada, Adrienne Clarkson, er hér stödd í opinberri heimsókn í boði forseta (slands ásamt eiginmanni sínum, John Ralston, og var þeim vel tekið er þau komu að Bessastöðum í gær. Fjöldi barna hafði komið sér fyrir við forsetabú- staðinn og fagnaði landstjóranum með því að veifa fánum landanna tveggja þegar hún gaf sér tíma til að heilsa upp á þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.