Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 30
30 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003 Maður handknúinnar tónlistar Valgeir Guðjónsson hefur fengist við tónlist síðan hann var unglingur og leik- ið í rokksveitum vinsælum og róttækum tríóum. Hann hefur árum saman farið hálfgerðum einförum í tónlistinni en gefur nú út nýjan disk sem heitir Fuglar tímans þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir flytur lög Valgeirs. Það getur farið á ýmsan veg þegar blaða- menn hyggjast taka viðtöl við önnum kafna listamenn, eins og til dæmis þá sem hafa jafn mörg járn í eldinum og Valgeir Guðjónsson. Stefnumótið á kaffihúsi í Austurstræti er venjulegt og þangað mætir listamaðurinn á tilsettum tfma en allir þurfum við að hafa nokkra hatta og íjölskyldufaðirinn tekur fljót- lega yfir og við ökum vestur í bæ til að sækja dóttur Valgeirs í skólann og aka henni heim. Meðan fjölskyldufaðirinn ekur svara fram- kvæmdamaðurinn og tónlistarmaðurinn í símann og reka mörg og ólík erindi á leiðinni vestur á Mela. Vaigeir hleypur inn í skólann og sækir dótturina og segir mér sögur af dvöl sinni á Galtarvita í æsku á leiðinni vestur á Ægisíðu. Hann gengur upp tröppurnar heima hjá sér með dótturina í eftirdragi, skólatöskuna hennar á bakinu, vínarbrauð undir hendinni og símann á eyranu. Síðan kemur hann út aftur með rauðar flíkur á herðatré sem hann leggur í aftursætið og ég myndi spyrja hann út í þetta mál ef hann væri ekki í símanum. Svo setjumst við aftur niður á kaffihúsinu og tökum tal saman og fyrst spyr ég út í þessa plötu, Fuglar tímans. - Er þetta einhver vísun í fyrri plötu þína, Fugl dagsins? Músíkalskt skáld „Diddú var með mér á þeirri plötu fyrir 18 árum. Þá hafði ég samið tónlist við kvæði Jó- hannesar úr Kötlum sem mér þykir gagn- merkt skáld og frábært. Hann hefur liðið fyr- ir það hve sumum mönnum þótti hann vera hallur undir kommúnisma en það er aðeins lítið brot af kveðskap hans sem tengist því. Hann er óskaplega músíkalskt skáld því sum skáld bjóða ekki upp á tónlist við kvæði sín þótt þau séu rímuð og stuðluð," segir Valgeir sem vill fá cappuccino. „Jóhannes fór víða í sínum kveðskap, fyrst í hefðbundnum stíl en þegar hann var kom- inn vel yfir miðjan aldur lagði hann forminu fyrir róða. Ég ber alltaf virðingu fyrir fólki sem þorir að söðla urn og hefur þor og getu til þess. Mér finnst það vera virðingarvert. „Ég er þarna í mýflugumynd sem rytmagítarleikari, enda einn þekktasti rytmaleikari ís- lands. Ég held uppi merki stétt- arinnar hvar og hvenær sem er og gefmig ekki út fyrir annað en að vera rytmaleikari." Allt um það þá átti ég alltaf fleiri lög við kvæði Jóhannesar og ég hef leyft þeim að blunda hjá mér og hef beðið þess að geta sett þetta efni fram með þeim hætti sem mér fannst hæfa því. Þar horfði ég mjög til minn- ar gömlu vinkonu og samstarfskonu, Diddúar, um að syngja þetta. Ég er sjálfur ekki haldinn ríkri söngþörf. Ég syng þegar þarf og hún syngur alla plötuna en á Fugli dagsins söng ég líka og fékkÆvar Kjartansson til liðs við okkur en sá góði maður hefur fá- gæta náttúrurödd og ekki bara þegar hann talar í útvarp," segir Valgeir. „Nú fékk ég með mér einvalalið tónlistar- manna sem eru Jón Ólafsson píanisti, Guð- mundur Pétursson gítarleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Sigurður Flosason á saxófón, að ógleymdum Hryn sjálfum, Jóhanni Hjör- leifssyni. Þetta eru menn sem hafa þægilega og skapandi nærveru í hljóðveri," segir Val- geir og útskýrir fyrir mér að útsetningar hafi mikið til mótast í hljóðverinu frekar en að hann hafi mætt á staðinn með allt ákveðið í þaula. „Ég er þarna í mýflugumynd sem rytmagít- arleikari, enda einn þekktasti rytmaleikari fs- lands. Ég held uppi merki stéttarinnar hvar og hvenær sem er og gef mig ekki út fyrir ann- að en að vera rytmaleikari." Svo rifjum við það upp að afmælisbarn dagsins, sem er John Lennon, var einnig rytmaleikari í frægri hljómsveit og hefði orð- ið 62 ára ef aðdáandi hefði ekki skotið hann hérna um árið. Valgeir gaf sjálfum sér það í fimmtugsaf- HANDKNÚIN TÓNLIST: Valgeir Guðjónsson hefur gefið út nýjan hljómdisk með lögum sínum í flutningi Diddúar. Hann segist alltaf hafa verið hallur undir handknúna tónlist. DV-mynd Hari mælisgjöf á síðasta ári að gefa út plötu sem hann gerði með Jóni Ólafssyni þar sem þeir tóku upp nokkur lög frá ferli Valgeirs og einnig nokkur ný. Aftur til fortíðar - Er þessi nýja plata með einhverjum hætti aft- urhvarf til fortíðar? „Það er erfitt að mótmæla því. Minn tónlistar- legi uppruni er í handknúinni tónlist og þessi plata er mjög akústísk. Flest lögin á henni urðu til við lok Spilverkstímans. Það er góð tilfinning að heyra þau nú í endanlegri gerð." - Mér finnst eins og það hafi verið í móð í lok sjöunda áratugarins og upphafi þess áttunda að semja lágstemmda tónlist við ljóð góðskálda en ég sé ekki marga gera það nú. Er þetta úrelt iðja? „Mér finnst þetta vera mikilvæg iðja sem kynn- ir ljóðin fyrir nýjum lesendum og njótendum. Þetta er ekki mjög töff iðja á mælikvarða þeirra sem halda lífinu í næturlífinu en þetta höfðar til mín, enda er ég morgunmaður. Eg hef lært það gegnum ú'ðina að fara eftir hjartanu. Ég hef komið víða við í tónlist og meðal annars verið í vinsælli rokkhljómsveit en það eru ekki mínar heimaslóðir né æskustöðvar. Það má frek- ar segja að ég hafi verið sendur í sveit þangað - sendur í hljómsveit. Mér finnst mikil ögrun í einfaldleikanum og vil helst ekki flækja það sem hægt er að gera einfalt." Vil sýna skilríkin - Nú ertu á miðjum aldri og sumir segja að eng- inn karlmaður sleppi við einhvers konar miðald- urskrísu. Ef við heimfærum þessa kenningu upp á tónlistarferil þinn, má þá segja að þú sért að líta yfir ferilinn á miðjum aldri og hverfa aftur þangað sem þú vilt vera? „Það má rétt vera. Ég held að á einhverjum tíma hafi ég verið býsna vinsæll og var mikið á ferðinni. En ég varð ekkert mOdð var við það sjálfur og það höfðar ekkert sérstaklega vel til mín sem fyrirbæri að vera „stjama". Manni em settar þær skorður sem fámennt samfélag setur og þú ert alltaf að versla í matinn með fólkinu sem kaupir plötumar þínar og það er ekkert skjól. Mér hefur ekki þótt mikið U1 þessa koma því ég hef alltaf verið rekinn áfram af einhvers konar tónlistarþörf. Ég er ekki töffari að upplagi." - Ertu þá að segja að þessi frægð sem svo marg- ir þrátt fyrir allt sækjast eftir... að þér hafi þótt hún óþægileg? „Það komu oft stundir sem var gaman og mað- ur þurfti ekki að sýna skilrQd í bankanum og þess háttar, en eiginlega vil ég hitt miklu frekar; að þurfa að sýna ökuskúteinið." - En er þetta ekki þverstæða í munni þess sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.