Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 32
30 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
Þau misstu allt
Ekki löng saga
- Veikindasaga Hrafnhildar Lífar var í sjálfu
sér ekki löng. Það má lesa um það í skýrslum
að 30. apríl komu foreldrar hennar með hana
til Barnalæknaþjónustunnar í Domus Med-
ica en þá hafði hún verið með hita í sólar-
hring. Þá sáust merki um dreifðar húðblæð-
ingar á fótum. Skoðun leiddi ekkert alvarlegt
í ljós og var talið að um veirusýkingu væri að
ræða en vegna húðblæðinganna var haft
samband við barnadeild Landspítalans og
samið um að þangað mætti koma með
Hrafnhildi ef henni versnaði. Þangað komu
foreldrar hennar með hana daginn eftir, þótt
henni hefði ekkert versnað, og við komu
þangað var hún hitalaus, með hor í nös og
svolítið bar á hósta. Næstu íjóra daga var hún
spræk og frísk en veiktist að kvöldi 6. maí og
var með hita og hósta.
GETUM EKKI HÆTT: Þau Baldur og Sóley segja að ekki komi til greina að setja verðmiða á dóttur sína og eru því ekki á höttunum eftir skaðabótum frá heiðbrigðiskerfinu
heldur segjast vilja fá viðurkenningu á því að mistök hafi orðið. Þau segjast ætla að eignast annað barn.
Dauði lítils barns er án efa einhver sorglegasti
atburður sem venjulegt fólk getur hugsað sér.
Sóley Sævarsdóttir og Baldur Svavarsson misstu
einkadóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu í
maí sl. Pau telja að röð mlstaka í heilbrigðlskerf-
inu hafi leitt til dauða hennar.
Hrafnhildur Líf Baldursdóttir fæddist 10.
október 2001 og var fyrsta og eina barn for-
eldra sinna, Baldurs Svavarssonar og Sóleyjar
Sævarsdóttur. Hún hefði orðið tveggja ára í
gær ef hún hefði lifað. Hún veiktist af bráðri
heilahimnubólgu 8. maí sl. og var flutt lífvana
á Landspítalann þann 9. maí. Þrem dögum
seinna, þann 12. maí, var hún lögð í fang föð-
ur síns og slökkt á öndunarvél og tækjum.
Hrafnhildur var úrskurðuð látin fáum mínút-
um síðar, kl. 14 þann dag.
Þetta sorglega mál hefur verið í fréttum
undanfarna viku vegna rannsóknar embættis
landlæknis á því. í frumdrögum álitsgerðar
embættisins eru sett spurningarmerki við
viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna í nokkrum
tilvikum og talið að bæta þurfi vinnulag við
meðferð símtala utan úr bæ til heilbrigðis-
stofnana á borð við Landspítala og Lækna-
vakt en fyrir tilviljun eru ekki til upptökur á
símtölum foreldra Hrafnhildar við Lækna-
vaktina þótt fyrirtækið segist hafa tíu ára
reynslu í upptöku slíkra sfmtala. Ekki er held-
ur til afrit af símtali þeirra við bráðamóttöku
Landspítalans.
Helgarblað DV gekk á fund foreldra Hrafn-
hildar þar sem þau búa á fjórðu hæð f blokk
við Hátún. Þetta er sama blokkin og var not-
uð í kvikmyndinni Englar alheimsins, stein-
grá að utan og kuldaleg. Það er eitt og annað
í íbúðinni sem minnir á Hrafnhildi Líf; mynd-
ir af henni á ýmsum aldursskeiðum, leikföng
og ýmislegt dót sem fylgir litlum börnum
hvar sem þau fara. En hér er ekkert barn
lengur, aðeins minningar.
Vaknaði alltaf brosandi
Baldur er þrítugur vörubílstjóri, Sóley er 23
ára starfsmaður á leikskóla. Þau hafa verið
saman í 5 ár og í sambúð í 3 ár. Þau sitja þétt
saman í sófanum og rifja upp. - Hvernig barn
var Hrafnhildur Líf?
„Hún var lífsglöð ung stelpa sem vaknaði
alltaf brosandi og sagði oft hæ við okkur þeg-
ar hún opnaði augun á morgnana. Hún var
heilsuhraust og laus við öll vandamál nema
hvað hún var fædd með svokallað æðaæxli í
efri vörinni sem þurfti læknisaðgerðir til að
fjarlægja og hún var búin að fara í tvær leysi-
aðgerðir til þess.
Helgina sem hún dó átti hún að fara í leysi-
geisla á laugardeginum. Hún var mjög hörð
af sér. Það var búið að segja okkur að börn
gætu grátið í marga daga eftir svona aðgerðir
en hún skældi í klukkutíma eftir leysiaðgerð-
ina og gat kysst mann á kinnina þótt vörin á
henni væri fimmföld af blöðrum,“ segir Bald-
ur og flettir myndaalbúmum með myndum
af dóttur sinni.
„Hún var afskaplega gott barn sem gerði
allt með okkur og fólk sagði við okkur að við
vissum ekki hvað væri að eiga barn því við
þurftum aldrei að hafa neitt fyrir henni. Hún
svaf frá átta til átta og vaknaði mjög sjaldan á
næturnar."
Örlagarík heimsókn í Domus
Daginn eftir, 7. maí, fóru Baldur og Sóley
með Hrafnhildi aftur til læknis í Domus. Við
skoðun er henni lýst sem hressilegri og
sprækri en talið var að hún hefði bólgu og
sýkingu í kinnholum og ennisholum og var
sett á sýklalyf.
„Það vantar svo mikið ílíf
okkar að það er eins og það
hafi stöðvast fyrír fimm mán-
uðum og sé enn þá á pásu.
Það vantar allt."
„Hún vaknaði daginn eftir og sýndist vera
eðlileg en svo settist hún í sófann og kveink-
aði sér og ældi nokkrum sinnum og var með
mikinn hita. Við fórum síðan með hana aftur
upp í Domus þennan dag kl. 11. Læknirinn
lýsti upp í munninn á henni þar sem hún lá í
fangi móður sinnar, hún ældi á biðstofunni
bæði fyrir og eftir skoðun. Hann sagðist ætla
að skipta um sýklalyf en sagði okkur að hafa
samband við bráðamóttöku ef henni versn-
aði og sendi okkur svo heim eftir fimm mín-
útna skoðun," segir Sóley sem fór með
Hrafnhildi ásamt tengdamóður sinni í skoð-
unina. í skýrslu læknisins segir að engra húð-
blæðinga hafi orðið vart í þetta sinn og eng-
inn stífleiki í hnakka hafi greinst.
Þetta segja foreldrarnir að sé hreinlega
ósatt.
Þetta er ósatt
„Þetta er að öllu leyti ósatt. Hann athugaði
aldrei hvort hún væri hnakkastíf því hún lá í
fangi mömmu sinnar allan tímann. Honum
var bent á nýjar húðblæðingar á hálsinum á
henni sem lágu upp í andlitið en hann sagði
að þetta væri út af uppköstunum.
„Þegar við sögðum að það
væru til upptökur á öllum sím-
tölum sem við áttum við
sjúkrahúsið og Læknavaktina,
sagði hún: „Þær munu
týnast."
Við treystum auðvitað læknunum en það
segja allir læknar og hjúkrunarfólk sem við
höfum talað við að læknirinn hefði átt að taka
hana þegar inn í skoðun. Barnið lá með 40
stiga hita í fangi móður sinnar og var alveg
ómöguleg," segir Baldur.
„Ég kom heim úr vinnu klukkan þrjú þenn-
an dag og ég hafði aldrei séð hana svona. Ég
lagði hana frá mér meðan ég fékk mér að
borða og hún lá algerlega hreyfingarlaus eins
og í móki," segir Baldur.
„Svo hringdi ég upp á Læknavakt um
kvöldmatarleytið og sagði þeim að barnið
væri með 40 stiga hita og þar sagði hjúkrun-
arfræðingur mér að gefa henni stíl. Eg sagði
að þeir virkuðu ekki og þá sagði hún að þeir
ættu ekki að virka en ég skyldi bara bíða og
sjá. Ég hringdi síðan á bráðamóttöku Land-
spítalans um klukkan átta um kvöldið og þar
fékk ég sömu svörin og á Læknavaktinni, að
gefa henni stíl og bíða. Um nóttina vaknaði
hún og tók um eyrað á sér og kveinkaði sér,"
segir Sóley móðir hennar.
Hætti að anda
Um morguninn um sexleytið vaknaði litla
fjölskyldan og þá var Hrafnhildur Líf sljó og
andstutt. Móðirin hringdi á Læknavaktina og
var þá sagt að það gæti tekið um tvo tíma að
fá lækni heim. Sóley skellti þá símanum á
Læknavaktina og hringdi strax á bráðamót-
tökuna og sagðist vera að koma með barnið
þegar í stað því það væri svo fölt. Sá sem varð
fyrir svörum sagði að hún gæti vel komið
með barnið strax en það væri annað barn
þegar á leiðinni til þeirra.
„Mamma hennar var að klæða hana í
sokkabuxurnar þegar hún missti meðvitund
og hætti að anda. Ég var frammi og heyrði
hræðilegt óp og hljóp inn og fór þegar að
blása í hana lofti en fann alltaf að hjartað sló
og síðan hringdum við strax á sjúkrabíl og
þeir komu fljótlega."
Við komuna á sjúkrahúsið var Hrafnhildi
gefið raflost til að koma hjartslætti af stað og
hún var sett í öndunarvél og allt gert til þess
að viðhalda lífi hennar en ljóst var að héðan
af varð ekki aftur snúið.
„Við höfum séð gögn þar sem kemur fram
að þetta hafi verið vonlaust frá upphafi og við
fengum aldrei góðar fréttir á spítalanum þótt
við lifðum alltaf í voninni. Okkur var alltaf
sagt að þetta liti ekki vel út og hún hefði orð-
ið fyrir miklum heilaskaða," segir Baldur.
Það var síðan 12. maí sem slökkt var form-
lega á vélum sem héldu Hrafnhildi Líf á ein-
hvers konar lífi og hún var lögð í fang föður
síns.
„Það var búið að segja okkur að það gæti
tekið um hálftfma og það gætu fýlgt einhverj-