Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR LAUOARDAGUR 11. OKTÓBER 2003
Mk FRÉTTAUÓS
t' Guðlaugur Bergmundsson
|w gube@dv.is
Þótt óveðursskýin hrönnuðust
upp yfir höfði hans, gaf lain
Duncan Smith, leiðtogi breska
íhaldsf lokksins, sér samt tíma til
að laumast út af landsfundi
flokks síns í Blackpool í vikunni
og bregða sér á bændamarkað-
inn með Betsy eiginkonu sinni.
Flokksleiðtoginn hefur svo sann-
arlega ekki átt sjö dagana sæla
þessa síðustu daga í Blackpool, og
sosum lengi áður. Fjölmiðlar hafa
hann að háði og spotti og á knæp-
unum í Blackpool er um fátt meira
talað en hvenær IDS, eins og bresk-
ir fjölmiðlar kalla íhaldsleiðtogann
gjarnan, hrökklist úr leiðtogaemb-
ættinu. Það ku víst ekki lengur vera
spurning um hvort hann verður lát-
inn fjúka eða þá að hann sjái sjálfur
sitt óvænna og taki pokann sinn.
Ræða úr gálganum
„Ég er hrifinn af bragðsterku
ávaxtamauki. Við ætlum að fá smá-
vegis,“ sagði Duncan Smith þegar
þau Betsy námu staðar við sölubás
Jan Atkinson frá J&J Produce á
bændamarkaðinum sem íhalds-
menn halda sjálfír. Og krukku af
Bændaávaxtamauki, eða chutney,
frú Atkinson keypti hann og hélt
áfram að næsta bás. Þar keypti leið-
toginn greipaldinmarmelaði.
Duncan Smith brosti út
að eyrum og veifaði til
fjöldans eins og sannur
foringi. Ekki eins og
maðursem þarfað var-
ast rýtingana í bakið
við hvert fótmál."
„Það var annarhvort það eða
hunang,“ sagði John Myerscough.
„Hann virtist vilja hunangið en kon-
an hans spurði hann hvort honum
líkaði ekki greipaldinmarmelaði.
Þau keyptu það því í staðinn."
En ætli það skipti nokkru máli, úr
því sem komið er, hvort Duncan
Smith fær sér hunang eða mar-
melaði ofan á ristaða brauðið sitt á
morgnana. Dálkahöfundur breska
DRAUGURINN: Andi MargaretarThatcher
sveifyfirvötnum á landsflundi breska
(haldsflokksins í vikunni. Enginn leiðtoga
flokksins síðan hún fór frá hefur megnað
að vekja áhuga og aðdáun, hvorki í eigin
röðum né annars staðar.
Á BÆNDAMARKAÐINUM: lain Duncan Smith, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, og Betsy eiginkona hans brugðu sér á bændamarkað íhaldsmanna í Blackpool í vikunni og keyptu þar ýmis-
legt gómsætt, svo sem kryddað ávaxtamauk og marmelaði. Þá fékk leiðtoginn einnig að smakka vin og líkaði vel.
blaðsins The Guardian sagði á
flmmtudagsmorgun að Duncan
Smith ætti sér varla viðreisnar von
og spáði því að ræða hans sfðar um
morguninn, aðalræða landsfundar-
ins, yrði ræða „dæmds manns úr
gálganum".
Fundarmenn risu úr sætum þeg-
ar leiðtoginn steig fram á sviðið á
fimmtudagsmorgun og klöppuðu
honum óspart lof f lófa. Duncan
Smith brosti út að eyrum og veifaði
til fjöldans eins og sannur foringi.
Ekki eins og maður sem þarf að var-
ast rýtingana í bakið við hvert fót-
mál, rýtinga þeirra sem á bak við
tjöldin brugga pólitísk launráð.
Annaðhvort ég eða Tony
„Ég læt engan standa í vegi mín-
um,“ sagði leiðtoginn um þá ætlan
sína að fella stjórn Tonys Blairs og
Verkamannaflokksins í næstu kosn-
ingum. Og sendi stjórninni nokkur
vel valin orð í leiðinni, kallaði for-
ystumenn hennar meðal annars
lygara og gjörspillta.
„Annaðhvort viljið þið slást f för
með mér eða þið viljið Tony Blair.
Þriðja leiðin er ekki til,“ sagði Dunc-
an Smith og bætti við: „Komið um
borð eða farið þið frá því að við höf-
um verk að vinna."
Og allt ætlaði um koll að keyra.
Sjálfur reyndi Duncan
Smith að gera lítið úr
öllu þessu samsæristali
með því að benda á að
ráðabruggið sem máli
skipti snerist um að
koma Tony Blair frá
völdum. „Og ég fer fyrir
því ráðabruggi,"
sagði hann.
í neðsta sæti
En eindrægnin hefur nú ekld
alltaf verið svona mikil sem á þess-
ari hátíðarstundu á fimmtudag þeg-
ar kastljós fjölmiðlanna beindust að
fundinum og ræðu leiðtogans var
sjónvarpað um víða veröld.
Um fátt var annað rætt á lands-
fundinum en ráðabrugg um að bola
Duncan Smith frá. fhaldsmenn hafa
jú svo sannarlega ástæðu til að vera
áhyggjufullir. Gengi leiðtoga þeirra í
skoðanakönnunum hefur verið af-
leitt og nú er svo komið að hann er í
þriðja og neðsta sætinu þegar kjós-
endur eru spurðir hvern þeir vilji
hafa sem forsætisráðherra. Blair er
enn í efsta sætinu, þrátt fyrir allar
óvinsældirnar vegna stríðsins í Irak
og hvernig að því var staðið.
Sjálfur reyndi Duncan Smith að
gera lítið úr öllu þessu samsæristali
með því að benda á að ráðabruggið
sem máli skipti snerist um að koma
Tony Blair frá völdum. „Og ég fer
fyrir því ráðabruggi," sagði hann.
Vofa Thatcher
Búist er við að næst verði kosið til
þings í Bretlandi árið 2005. And-
stæðingar Duncans Smiths vita sem
er að þeir verða að hafa hraðar
hendur ef þeim á að takast að snúa
við taflinu. Orðrómur er á kreiki um
að þingmenn séu að undirbúa að
bera fram vantrauststillögu á leið-
togann eftir að flokksþinginu lýkur.
Duncan Smith var kjörinn til leið-
togaembættisins á síðasta ári en á
þeim tíma sem liðinn er hefur hon-
um ekki tekist að vekja hrifningu,
hvorki eigin liðsmanna né annarra.
Það er því ekki furða þótt hann sé
auðveldur skotspónn þeirra manna
sem horfa með söknuði til leiðtoga
eins og Winstons Churchills og
Margaretar Thatcher sem stjórnuðu
flokkinum, og landinu, með styrkri
hendi á sínum tíma.
Dálkahöfundur The Guardian
segir að ekki sé nóg fyrir Ihalds-
flokkinn að skipta um karlinn í
brúnni. Vandi hans risti miklu
dýpra en svo. Flokkinn skorti hug-
myndir sem megni að sameina
hann og að flokksmenn verði að
átta sig á því langtímatjóni sem
Thatcher hafi valdið þeim.
„Hún (Thatcher) var kannski ekki
í Blackpool. En hún var þar samt í
andanum. Og á meðan svo er, verð-
ur ávallt mjög erfitt að leiða nú-
tímalegan Ihaldsflokk," segir dálka-
höfundur The Guardian.
Byggt á efni frá BBC, The Guardian og Reuters.
Ólgan kraumar undir niðrí í breska íhaldsflokknum:
Leiðtoginn vildi hun-
ang en keypti mauk