Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2003, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 53 ur. Mamma sagði við mig einu sinni að hún væri sennilega með heilahimnubólgu en við lögðum allt okkar traust á iæknana og heil- brigðiskerfið og við misstum barnið okkar. Það stendur í þessum drögum að hún hefði átt meiri möguleika en minni ef hún hefði komið íyrr. Ef hún hefði verið lögð inn 18 tímum fyrr, eins og hefði átt að gera, þá hefði hún að minnsta kosti verið með meðvitund. Mér finnst landlæknir gera of lítið úr þessum þætti," segir Baldur. - Hvernig er með áfallahjálp og sálrænan stuðning fyrir fólk í ykkar sporum? „Við vorum boðuð á fund uppi á spítala tveimur dögum eftir að hún dó og við héld- um að þar ætti að fara yfir skýrslur eða eitt- hvað svoleiðis. Við vorum ekkert tilbúin í það en misskildum víst eitthvað því á þessum fundi var boðið upp á áfallahjálp. Við höfum talað við sálfræðing tvisvar sinnum uppi á spítala en ekki tekið þátt í öðru starfi. Við treystum þessu fólki ekki lengur. Við eigum ekki að þurfa að vera að eltast við þessa menn með lögfræðingum og álits- gerðum. Það eina sem við förum fram á er að þeir viðurkenni mistök sín og reyna að koma í veg fyrir að þetta hendi aðra foreldra. Við eigum ekki að þurfa að standa í þessu. Læknar eiga að hlusta á foreldra sem þekkja best sín eigin börn og þeir eiga ekki að komast upp með að segja ósatt í skýrslum um hlutieins og þessa." Engan verðmiða á barnið mitt Baldur og Sóley segjast ekki hafa það mark- mið með rannsókninni að krefjast skaðabóta fyrir missi barnsins. „Það kemur ekki til greina að ég láti setja verðmiða á dóttur mína. Ég gæti aldrei tekið við peningum í staðinn fyrir hana né notið hluta sem slíkir peningar gætu keypt," segir Sóley og Baldur áréttar að fyrst og fremst vilji þau að mistök verði viðurkennd. „Mér er alveg sama þótt við verðum alla ævina að borga lögfræðingum. Ég vil bara að mistökin verði viðurkennd," segir Baldur. - Hvernig líður fólki sem hefur lent í áföll- um eins og þessu? „Við höfum ekki enn tekið saman sumt afdótinu hennar. Dúkkan situr enn í stólnum og balinn sem við vorum vön að baða hana í hangir enn í sturtunni." „Alveg hræðilega. Við gerðum allt með henni og sáum ekki sólina fyrir henni og tók- um hana allt með okkur. Við vorum alltaf saman þegar við gátum." Sóley starfaði við skúringar áður en þetta gerðist en sagði því starfi upp og starfar nú á leikskóla. „Mér finnst gott að vera innan um börnin og sjá þau vaxa og leika sér. Mér fmnst það styrkja mig.“ Baldur fór fljótlega að vinna aftur en fyrstu dagarnir voru honum erfiðir. „Ég var að vinna við hliðina á leikskóla og ég brotnaði niður á hverjum degi því mér fannst svo erfitt að horfa á litlu börnin. Ég er búinn að vera með samfelldan höfuðverk í þessa fimm mánuði og það er sjálfsagt vegna álagsins." Það vantar allt Baldur segir að tilfinningar eins og reiði séu enn ríkjandi í huga þeirra vegna þessa og vantrú á að þetta hafi raunverulega gerst. „Mig dreymdi hana fyrir skömmu og það var svo raunverulegt að hún væri hjá mér að þegar ég vaknaði þá brotnaði ég alveg saman og grét. Ég hef aðeins tvisvar sinnum skoðað myndir af henni síðan þetta gerðist því ég á erfitt með það. Við förum upp í kirkjugarð á hverjum degi og látum kerti loga þar. Við höf- um ekki enn tekið saman sumt af dótinu hennar. Dúkkan situr enn í stólnum og balinn sem við vorum vön að baða hana f hangir enn í sturtunni. Þannig finnst okkur að hún sé svolítið hjá okkur enn þá. Þetta á að vera erfitt og þetta á að vera sárt og við verðum að ganga í gegnum það á okkar eigin tíma." Þau segjast ekki hafa leitað í starf með sorgarsamtökum en segjast bæði eiga stórar og góðar fjölskyldur sem hafi stutt þau gegn- um erfiðar stundir og tali mikið við þau um þessa atburði. En hafa þau látið sér detta í •* hug að eignast annað barn? „Ég var ófrísk en missti fóstrið. Það hefur sjálfsagt verið út af stressi og álagi út af þessu öllu saman," segir Sóley að lokum. „Við getum ekki hætt," segir Baldur. „Það vantar svo mikið í líf okkar að það er eins og það hafi stöðvast fyrir fimm mánuð- um og sé enn þá á pásu. Það vantar allt.“ polli@dv.is / AÐEINS MINNIN6AR: Baldur Svavarsson og Sóley Sævarsdóttir misstu einkadóttur sína, Hrafnhildi Líf, úr bráðri heilahimnubólgu (maí sl. Þau telja að röð mistaka í heilbrigð- iskerfinu hafi átt þátt í því hvernig fór. Málið er til rannsóknar hjá landlæknisembættinu og Baldur og Sóley eru ósátt við margt sem kemur fram í frumdrögum að skýrslu embættisins. DV mynd: Pjetur ir kippir en það liðu aðeins fáeinar mínútur eftir að slökkt var þangað til þetta var allt búið,“ segja foreldrarnir. „Við eigum ekki að þurfa að vera að eltast við þessa menn með lögfræðingum og álits- gerðum. Það eina sem við för- um fram á er að þeir viður- kenni mistök sín og reyni að koma í veg fyrir að þetta hendi aðra foreldra." I kjölfarið var sett af stað rannsókn á til- drögum þess að Hrafnhildur Líf dó en sam- kvæmt niðurstöðum krufningar lést hún úr heilahimnubólga af völdum svokallaðra pneumococca. Heilahimnubólga af völdum þessara sýkla hefur verið algeng orsök heila- himnubólgu í börnum í mörgum löndum og dánartíðni verið há, eða 15-17%, en hér á landi er þessu öðruvísi farið því pneumococcar hafa aðeins valdið þremur dauðsföllum úr heilahimnubólgu á síðustu 27 árum. Lögreglan hafði samband við foreldrana fáum dögum seinna og óskaði leyfis til réttar- krufningar. Að ráði ættingja létu foreldrarnir þá málið allt í hendur lögfræðings síns sem hefur síðan haft umsjón með rannsókninni fyrir þeirra hönd. „Þær munu týnast" En hvenær heyrðu þau fyrst þá sjúkdóms- greiningu að hér væri bráð heilahimnubólga á ferð? „Það var strax þegar við komum með hana á sjúkrahúsið. Þá var strax spurt um húð- blæðingar, uppköst og fleira, allt atriði sem læknirinn í Domus Medica hefði átt að sjá ef hann hefði skoðað hana almennilega." Foreldrarnir segjast hafa fram til þessa at- burðar hafa treyst heilbrigðiskerfinu og læknum en eftir þetta sé ekkert slíkt traust fyrir hendi. „Ég treysti læknum alls ekki,“ segir Sóley. Þau eru afar undrandi á því að upptökur á símtölum skuli ekki finnast og segja að hjúkr- unarfræðingur á bráðamóttöku Landspítal- ans, sem móðir Hrafnhildar talaði við í síma kvöldið áður en komið var með barnið líf- vana á sjúkrahúsið, hafi þurft áfallahjálp í kjölfarið. Á því símtali er heldur ekki til upp- taka og er sagt í skýrslum að um vangá hafi verið að ræða. „Við ræddum þessi mál við starfandi hjúkr- unarfræðing sem við hittum skömmu eftir andlát Hrafnhildar út af allt öðrum málum. Þegar við sögðum að það væru til upptökur á öllum símtölum sem við áttum við sjúkra- húsið og Læknavaktina, sagði hún: „Þær munu týnast." Á bráðamóttöku Landspítalans voru allir í sjokki þegar þetta gerðist og svæfingalæknir, sem ekki kom að málinu, kom til okkar og sagði: Við skulum ekki þegja yfir þessu, við skulum gera eitthvað í málinu, en síðan höf- um við ekki séð þessa konu.“ „Ég skil ekki hvernig landlæknir getur komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi að athuga betur einhver símtöl en finnur ekkert athugavert við störf læknisins í Domus Med- ica sem skoðaði barnið ekki og segir svo ósatt í skýrslunni um það sem gerðist.“ Enginn vildi tala við okkur - Finnst ykkur þá að þið eigið í höggi við einhvers konar læknamafíú? „Maður hefur alltaf heyrt að læknar standi saman og það sést best á þessu. Þeir viður- kenna alls ekki mistök sín. Þeir benda bara á símakerfið og segja að það hafi bilað en það er í rauninni læknirinn sem bilar og það stór- lega,“ segir Baldur. „Ég skil ekki hvernig land- læknir getur komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi að at- huga betur einhver símtöl en finnur ekkert athugavert við störf læknisins í Domus Med- ica sem skoðaði barnið ekki og segir svo ósatt í skýrslunni um það sem gerðist." - Sjálfsagt geta margir foreldrar sett sig í spor þeirra sem standa uppi með fárveik ómálga börn. Hvenær í þessu ferli fór ykkur að gruna að þetta væri alvarlegt? „Strax þennan dag þegar við vorum að hringja út um allt en enginn vildi tala við okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.