Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Síða 19
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 19
Mussuliðið Barðist fyrir betri heimi
og mussan sjálf var liður i baráttunni.
Mussan var meira en bara flík á árunum í kringum 1970; hún
var lífsstOl. Konur skyldu ekki lengur klæðast þröngum kjól-
um til að ganga í augun á karlmönnum, heldur var frelsið
fólgið í víðum mussum sem voru þægilegar og huldu vöxtinn.
„Þetta var alveg ferlega þægileg
tíska, ódýr og hentaði manni mjög
vel sem blönkum námsmanni,"
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
um mussuna. En mussan endur-
Horfnar hugsjónir
speglaði líka vissa afstöðu. „í
klæðum endurspeglast oft ögrun
gegn ríkjandi yfirvaldi og ég tók
þátt í ákveðnu andófi. Mussan
tengdist þessu andófi eins og að
ganga með hring í nefinu seinna
meir eða með buxurnar á hælun-
um. Þetta var partur af kúltúr 68-
kynslóðarinnar."
Kvennahreyfingin komst fyrst
á skrið hérlendis árið 1970, þegar
konur gengu fylktu liði um götur
Reykjavíkur 1. maí og báru stórt
líkneski af konu sem á stóð „mann-
eskja, ekki markaðsvara". Rauð-
sokkahreyfingin var svo stofnuð um
haustið og tók fyrir málefni eins og
launamisrétti, verkaskiptingu á
heimilum, getnaðarvarnir og dag-
vistun barna. Danskar rauðsokkur
höfðu þá þegar framið fræga aðgerð
þegar þær hentu brjóstahöldurum,
gervinöglum og gerviaugnahárum í
sinni fyrstu mótmælagöngu. Stall-
systur þeirra hérlendis fylgdu í kjöl-
farið, þó ekki með eins dramatískum
hætti, en gengu um ómálaðar og án
heftingar „fegrandi undirfata." í stað
þess að ganga um f þröngum kjól-
um, háhæluðum skóm og með
meik tók nú mussan við. En muss-
■ anvarallsekkijafneinhæfflík
I og margir gætu ímyndað sér.
I „Það voru til mjög margar
gerðir af mussum," segir Ingi-
björg, og þær voru til í öllum
regnbogans litum. Mussutísk-
an koðnaði þó smám saman
niður eftir því sem leið á ára-
tuginn. Konur höfðu enn
áhuga á að klæðast fötum sem
tendruðu áhuga karla, og
þröngu fötin og meikið komu
aftur. Nú má segja að við lifum
á öld g-strengja og wonderbra.
„Klæðaburðurinn er partur af
[ sexúaliseringu þjóðfélagsins,"
segir Ingibjörg. En saknar hún
mussunnar?
„Já, að ýmsu leyti. Ekki fyrir
mig sjálfa, en fyrir ungt fólk.
Það er líklega erfiðara að vera
námsmaður og fylgjast með tísk-
unni í dag. Þegar neyslusamfélagið
hefur gengið mjög langt kemur and-
svar, og mér sýnist mussan vera að
ganga í endurnýjun lífdaganna."
Ung móðir - útivinnandi
Það er ekki heiglum hent að vera
útivinnandi og með lítið barn. Það
krefst gríðarlegrar skipulagningar
sem er ekki mín sérgrein. Hér áður
íyrr vaknaði maður bara, skellti sér í
sturtu, burstaði tennurnar með
hraði og hljóp út. Allur tíminn
fór í punt á manni sjálfum.
Nú hefur blaðið snúist
við. Rútínan er algerlega
breytt. Nú vakna ég,
reyni að einhverju leyti
að taka mig til, vek
dóttur mína, klæði
hana, gef henni að
borða, reyni að klára
að hafa mig til
ív og hleyp út
með barn-
ftiili ið
Henný
annarri og skiptitöskuna í hinni,
nánast alltaf fimm mínútum á eftir
áætlun og með maskaraklessu út á
kinn. Ég er ekki að upphefja sjálfa
mig með því að segja að ég sé dug-
leg og mikill kraftur í mér. Frekar
það að ég geti þetta alveg, eins
óskipulögð og ég er.
Ég vinn mikið og svo þegar heim
er komið er sko langt frá því hægt að
slappa af. Þá tekur við barnaupp-
eldi, matartími, háttatími og það að
koma stelpunni í rúmið, sem geng-
ur frekar vel miðað við tanntöku á
háu stigi. Loksins þegar tími er fyrir
mig þarf að taka til heima fyrir og
skipuleggja morgundaginn. Svo
þegar f rúmið er komið seint að
kveldi get ég varla sofnað fyrir
stressi vegna morgundagsins. Öll
rútínan sem bíður mín á það til að
hræða mig, svo ég tali nú ekki um
hugmyndaflæðið í hausnum á mér
á hverju kvöldi. Þegar maður starfar
sem blaðamaður þarf rennslið í
höfðinu á manni að vera stanslaust
og nýjar og skemmtilegar hug-
myndir það sem vænst er af manni
á degi hverjum.
Ég er ekki skipulagðasta mann-
eskja í heimi, og í raun ekkert nálægt
því að vera skipulögð. En það að
vera útivinnandi móðir krefst mikill-
ar skipulagningar. Ég er öll að koma
til, en þó koma oft dagar þegar mað-
ur einfaldlega nennir ekki að halda
af stað út f heim rútfnunnar.
f amstri dagsins verður maður
bara að vera bjartsýnn og muna að
það er aldrei meira lagt á okkur en
við þolum. Ég er nokkuð viss um að
ég þoli þetta. Og rúmlega það. Ég
elska þetta; barnið, mig og vinnuna.
Skemmtileg þrenning; eins og Ríó
tríó upp á sitt besta. Held nánast að
ég sé heppin með lífið.
Tilboð til áramóta.
Sími 550 5000
éttablaðið 995 kr.
Sími 515 7500
FRETTABLAÐIÐ
151.640 lesendur