Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2003, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003
Siðast en ekki síst DV
Sturla
skerpir
skærin
Hinum dagfarsprúða sam-
gönguráðherra, Sturlu Böðvars-
rpjv syni, mun í dag hlotnast
sá heiður að klippa á
borða á nýrri brú yfir Þjórsá. Segja
heimildarmenn blaðsins að síð-
ustu daga hafi ráðherra dundað
sér við að fægja skærin - og upp úr
buxnavasanum hafi hann dregið
brýni til að skerpa biti skæranna.
Þau munu því án nokkurs vafa
svínvirka í borðaklippingunni í
dag. Það heyrir hins vegar til nokk-
urra tíðinda að samgönguráð-
herra komi í þessum erindagjörð-
um austur fyrir fjall, því eins og
manna í þessu embætti er siður
vilja þeir fátt frekar en að leggja
vegi og byggja brýr í sfnum eigin
kjördæmum. Þannig hafa miklar
framkvæmdir verið á Vesturlandi
en síður fyrir austan fjall. í dag
ætlar Sturla hins vegar að sýna
fólki að undantekningin sannar
regluna.
Sturla Böðvarsson
Samgönguráðherrann klippiráborða á
nýrri brú yfir Þjórsá i dag.
Skák
Staða dagsins er frá sterku móti í
Ungverjalandi í síðasta mánuði og
það eru tveir Rúmenar
sem eigast við. Öflugir
skákmenn þótt þeir séu lítt þekktir
hér á landi. En hvað með það, lokin
eru skemmtileg. Það eru sterk al-
þjóðleg mót um alla Evrópu í hverri
viku og marga hér á Fróni klæjar í
puttana!
Hvítur á leik!
Hvítt Levente Vajda (2537) Svart:
Vladislav Nevednichy (2575)
Stórmeistaramót, Nagykanizsa (6),
10.11.2003
70.Dh8! Db4 71.Hxd7+ Ke6
72.De8+ Kd5 73.Df7+ Kc5 74.Hxd6 1-0
• Tíu ára afrnæli Kaffibarsins var
fagnað á staðnum um síðustu
helgi. Staðurinn var pakkfullur af
gestum sem flestir hafa verið
fastagestir í gegnum árin og var
gleði og glaumur mikill. Staðurinn
Síðast en ekki síst
var reyndar svo pakkfuilur að
Baltasar Kormákur, eigandi Kaffi-
barsins, þurfti sjálfur að gera sér
ferð út á stétt til
að ræða við lög-
regluþjóna sem
væntanlega
hafa verið að
gera athuga-
semdir við
fjölda gesta á
staðnum.
Baltasar tók sér
að því loknu
stöðu í dyrunum, gaf dyraverðin-
um smáfrí og valdi sjálfur hverjir
fengu að fara inn og hverjir ekki...
• Og meira af Baltasar. Kvik-
myndin 101 Reykjavík gerir enn
ágætis hluti úti í heimi; hefur verið
sýnd á fjölda kvikmyndahátíða
eins og kunnugt er og hlotið fjöl-
mörg verðlaun. í gær var myndin
svo Mynd dagsins á kvikmynda-
vefnum Intemet Movie Database,
www.imdb.com. Sá vefur er nokk-
urs konar biblía kvikmyndaunn-
enda þannig að þessi heiður ætti
að tryggja nokkra áhorfendur í
viðbót...
I
• Krakkarnir í körfuknattleiks-
deild ÍR eru með jóladagatal á
heimasíðu sinni, ir-karfa.is. Leik-
menn liðsins í karla- og kvenna-
flokki sitja fyrir á flottum mynd-
um til að krydda biðina eftir jól-
unum. í fyrra voru nokkrir leik-
menn fáklæddir á myndunum og
bíða gestir síðunnar spenntir eftir
að sjá hvað gerist í ár ...
HVAÐEFPETTA VÆRI
ALVÖRU BVSSA OG SKOT
HEFþl OVARTHLAUPID AF
IHAMAGANGINUM?
Jólasveinar einn og átta
Þekktust vanla Ira pukum liur
Sá Stekkjastaur sem kemur til
byggða í kvöld er eins og allir vita
vænsti karl og hefur meðferðis ein-
hver ókjör af góðgæti handa þæg-
um börnum, og svo kannski fáeinar
kartöflur ef einhverjir krakkar haga
sér ekki sem skyldi í dag. En sú var
tíðin að jólasveinar voru hreint ekki
þau gæðablóð sem menn þekkja nú
og troða upp á jólaböllum með
söng og dansi kringum jólatréð.
Jólasveinar hafa breyst feikilega
mikið á síðustu öldum, bæði að
hátterni, innræti og jafnvel útliti. í
bókinni íslenskar þjóðsögur og
sagnir, sem Sigfús Sigfússon skráði,
birtist hráslagaleg lýsing á þeim
jólasveinum sem hér riðu húsum á
fyrri öldum.
Svo segir Sigfús:
„Jólasveinar verða að tilheyra
jarðbúunum, þar sem svo virðist
sem þeir séu kynblendingar af álf-
um og tröllum, álfum í föðurætt en
tröllum í móðurætt, og er sagt frá
því víða í sögum og eru þeir þá tald-
ir synir Leppalúða og Grýlu tröll-
konu. Sumir segja raunar að þeir
séu þjónar en eigi synir Grýlu. Þeir
eru í mannsmynd að mestu leyti
nema þeir eru klofnir upp að herð-
um með klær fyrir fingur og tær og
fætur kringlótta. Þeir eru jafnan
taldir hafa mannlega stærð þótt
skáldið segi svo: „Með þeim voru
Sutnir segja raunar
að þeir séu þjönar en
eigi synir Grýiu. Þeir
eru i mannsmynd að
mestu ieyti nema þeir
eru kiofnir upp að
herðum með klær
fyrir fingur og tær og
fætur kringlótta.
jólasveinar, jötnar að hæð.“ En það
er líka stundum sagt um hávaxna
menn. Jólasveinar þykja oft sldpa
rúm sem er hæfilegt mönnum. Þeir
eru illir að eðlisfari og líkastir púk-
um og lifa mest á blótsyrðum
manna og óvönduðum munnsöfn-
uði og eru rógsamir og rángjarnir,
einkum á börn. Stundum hjálpa
þeir þó þeim sem að fæða þá vel.
Þeir koma hingað með byrjun
jólaföstu á selsldnnsbátum sínum
vestan frá Grænlandsóbyggðum
eða, að sumra sögn, austan frá
Finnmörk og kalla sumir byggðar-
lag þeirra þar Fimnam. Þeir leggja
að landi í leynivogum undir ófær-
Krossgátan
Lárétt. l band,4 ólærð,7
veikt, 8 káf, 10 stafn, 12
vökva, 13 venda, 14 plan-
ta, 15 fugl, 16 baksa, 18
tæp, 21 minntust, 22 at-
laga, 23 eljusamt.
Lóðrétt: 1 blunda, 2
söngrödd, fullkominn, 4
fallaskipti, 5 ellegar, 6
eldsneyti, 9 spurði, 11
fjarstæðu, 16 augnhár,
17 óvirða, 19 fjármuni, 20
tísku.
Lausn á krossgátu
•goiu oz 'gne 6 L '?ws 11 'etq 91 'njjy l L 'liuuj 6 '|o>( 9
'egs s'!puef66|| t7'sne|e||e6 £'j|e j'ps 1 :}}ajQpn -gigi g^'seje j^'npunuj t7'ujneu
8L 'ES|q 9t 'eo| sl 'unf Þl 'enus £i '6o| u 'ge6 oi '|l!4 8 'Q!SB| l '>|!S| V '6ejs l :»ajeq
um og geyma báta sína í hellum og
halda huldu yflr þeim uns þeir fara
aftur nærri þrettánda. Þeir hafa
nöfn sem skráð em víða. Þeir hafa
ávallt byr hvert sem halda skal. Þeir
skipta sér er á land kemur og fer
einn á hvert bú. Sumir menn kalla
þá einungis illa anda. Þeir em því
mildu verri heldur en jólasveinar
ýmsra annarra Norðurálfuland-
anna sem virðast vera meinlausir
og enda góðviknir. En þeir fylgja nú
ef til vill menntuninni þar og fram-
fömnum. Hér þekkjast þeir varla frá
púkum og ámm af verknaði sínum
og eru ill-kaldir sem hafís og heljur.
Sumir menn segja jólasveina koma
frá Hellulandsóbyggðum (í Amer-
íku). Jólasveinar eiga kistu sem þeir
bera menn brott í. Þeir eru mjög
hafðir til að hræða börn með sem
Grýla, og hefir margt verið ort um
þá.“
Sem betur fer em þessir jóla-
sveinar nú allir úr sögunni og aðrir
geðþekkari teknir við.
Veðrið
* *
*
Q'°+ —
r ö'ít.
* *
Nokkur
.6 vindur
* *
-*Cþ
* * *
"1 Gola
1'
£3
-3* * A Gola
Gola
£3-*.
* *Nokkur
^g vindur
£3.
Gola
_2* *
Gola
♦o£3
+0
•£3
Gola
Nokkur
vindur