Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Qupperneq 3
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 3 Nóakonfektsórar við áramót Spurning dagsins Var árið gott? „Jól og áramót eru tími afslöpp- unar og upprifjunar,“ er ekki verri setning en hver önnur til að byrja kjallaragrein. Maður er orðinn eins og kreist tannkremstúpa enda búinn að liggja fyrir eins og skata, ýtandi oní kokið á sér Nóakonfekti, Makk- intossi og hangikjöti vættu í malti og appelsíni. Með slökkt á tölvuhelvít- inu gat maður einbeitt sér að lestri. Da Vinci lykillinn er hörkuspenn- andi fram á síðustu mínútu og svo var mér gefin bókin um Dag Sigurð- arson, sem snillingarnir Hjálmar Sveinsson og Geir Svansson settu saman. Hugmynd að kvikmynd Kvikmyndagerðarmenn athugið: Hér er hugmynd. DAGUR OG FLOK3 - dramatísk saga vináttu og listar- innar. Dagur Sigurðarson og Alfreð Flóki eru í brennidepli. Reykvískt listalff um miðja síðustu öld er kjör- ið til nostalgískrar nálgunar. Spenn- an á milli „listafólks" og „venjulegs fólks“ var raunveruleg og blandaðist í spennuna stóru milli komma og kapítalista. Ekki komma og homma eins og í dag. Skofc Ungur hress Dagur og kærasta á gangi í Reykjavík. Brodd- borgari stoppar þau á götu og hræk- ir framan í þau orðunum: „Fólk eins og ykkur ætti að brenna!" Enginn myndi bögga, segjum, Sverri Guð- jónsson kontratenór á götu í dag, þó mörgum flnnist hann eflaust asna- legur í miðaldakuflinum. Skot Dagur og Alfreð Flóki á Laugavegi ellefu ásamt þessu liði sem þeir héngu með; Ara Jósefssyni, Þorsteini frá Hamri, Ástu Sigurðar og öðrum áhugasömum listaspírum - kannski hressum menntaskóla- stelpum og strákum með óútgefið handrit í vasanum. Heimsmálin rædd, djúpspakar umræður, pólitísk meðvitund, allt þetta bleytt upp í búsi og tóbaki. Ellefan í dag: Um- ræða um það hver vinnur Idol bleytt upp í búsi og dufti. Skofc Dagur að strita við hjól- börukeyrslu, Dagur og Flóki að gera Dr. Gunni leggur drög að kvikmynd um Dag Sigurðarson og Alfreð Jp. Flóka \ ICjallari eitthvað skemmtilegt á fyOiríi, fynd- in tilsvör og allur pakkinn. Svo haOar undan fæti og í endann er ekkert eft- ir nema eymd og dauði. Ég nenni ekki sjálfur að skrifa handritið en skora á aðra að gera það. Þetta væri mynd sem íslendingar myndu flykkjast á ef hún væri almennOega gerð. Mér datt þetta svona í hug yflr konfektinu. Svo hringdi Egill Helga- son í mig og bað mig um að fabúlera um árið fyrir áramóta-SOfrið sitt. Þá neyddist ég til að rifja upp það sem maður vill helst gleyma... Peysufataheimasætan Dagný í liðinu sínu Fólk er fífl öskrar maður eins og sjúkur maður. Það sannaðist þegar það kaus yfir sig óbreytt ástand. Okkur var lofað skattalækkunum en enginn hafði vit á því að spyrja hvenær þær ættu.að byrja. Loforð um jarðgöng og línuívilnun svikin (hvað er línuflvilnum eiginlega? Venjulegt fólk eins og ég þarf að fá svona kreisí sjitt útskýrt á barnamáli í fréttatímunum til að eiga séns) og ha, ég?, spurðu rnenn ofsahissa að þurfa að standa við eitthvað sem þeir höfðu lofað. Mörgum þótti það voða gott þeg- ar þingsalurinn fylltist af ungu fólki, en svo er þetta lið ekkert nema klón- aðar útgáfur af gamla draslinu. Peysufataheimasætan Dagný sveik kjósendur sína og eigin hugsjónir af því að hún vill „spila í liðinu sínu" og manni flökrar nú bara yfir svona aumingjaskap. Smjörgreiddu ungsjallarnir sitja sveittir við að gleyma því sem þeir voru að tuða um í Heimdalli og Árni Magnússon, sem maður hélt að væri svo kúl, er löngu hættur að hlusta á pönk og al- Mæðrastyrksnefnd Merm sefa sína svörtu samvisku. Eru pabbar plebbar? Páll Krístjánsson skrífar. Fyrir jól- in heyrast hærra en í annan ú'ma raddir um hve bágur sé hagur ein- stæðra foreldra á Islandi. Víst er það hárrétt og ekki hefur verið að vænkast í þeirra ranni að undan- fömu, því almennt er bOið milli rflcra og fátækra í þjóðfélaginu að breikka Lesendur stórlega. Um þessa misskiptingu tala margir í dsember, og stórforstjórarn- ir sefa sína svörtu samvisku með því að gefa kjötlæri eða peninga tfl Mæðrastyrksnefhdar. Sem auðvitað er mjög svo virðingarvert. Hvað varðar einstæða foreldra snúa kröfugerðir um bættan hag þeirra einkum að hinu opinbera, svo sem með aðgerðum í skattamálum, fleiri leiguíbúðum, ódýrari heflbrigð- isþjónustu og svo framvegis. Allt er þetta ómur af því almenna viðhorfi í nútímanum, að telja sameiginlega sjóði landsmanna guðlegt veldi. En eiga einstæðar mæður ekki barnsfeður? Menn sem eru síst of góðir til að hlaupa undir bagga með þeim og barninu sínu. Býr ekki snefill af sómatilfinningu í þessum mönn- um? Geta þeir ekki lagt meira af mörkum en þessar 15.500 kr. sem þeim ber að greiða í hverjum mán- uði? Víst gera sumir gott betur, en eru hinir bara plebbar sem skeyta hvorki um skömm né heiður. Þriðja tilraun Kristján Sig. Krístjánsson skrífar: Þegar Össur Skarphéðinsson var rit- stjóri DV sendi ég fyrirspurn til hans um meðferðina á Sævari Ciesielski, meðan sá síðarnefndi sat í gæsluvar- haldi. Össur hafði þá nýlega skrifað í forystugrein um að meðferðin á Sæv- ari hefði stappað nærri því að vera pyntingar. Hann endurtók síðar um- mælin í þingræðu. Mér var sagt að fyrirspurnin væri ekki birtingarhæf vegna „rangfærslna" Þegar Össur hætti á DV reyndi ég aftur, en fékk ekki birtingu í það skiptið. Nú fer ég af stað í þriðja sinn. Þar sem ég er mjög ósammála Össuri, og vfl meina að öO meðferðin á Sævari hafi ótvírætt verið pynúngar í skilningi sáttmála Evrópuráðsins og Sameinuðu þjóðanna gegn pynting- um og vanvirðandi meðferð, þá spurði ég Össur - og spyr enn - eftir- talinna spurninga. a) Er háttvirtur þingmaður enn þessarar skoðunar? b) Sé svo, mun þingmaðurinn beita sér fyrir því að slakað verði á nefndum sáttmálum til dæmis að þak sáttmálana verði látið síga niður í Síðumúlafangelsið? c) Getur þingmaðurinn skOgreint hvað vantaði uppá, hvað þurfi að fara flla með mann til þess að kvalarar hans fari að pynta hann, úr því meðferðin á Sævari náði ekki að verða pyntingar að mati Össurar en þó „stappar mjög nærri því að vera pyntingar, ekkert annað," sbr. þingræða Össurar þann 14. aprfl. 1998. Það er brýnt að að minnsta kosti lögreglan og grunaðir fái úr þessu skorið uppá væntanlegan ráðherra- dóm margnefnds Össurar, sem skollið getur á eins og hendi sé veifað. veg sama þótt einhverjir Portúgalir krókni uppi á Kárahnjúkum. Sprengjan í desember Svo var það sprengjan í desern- ber þegar liðið ákvað að hækka al- mennilega við sig kaupið til að ein- hver myndi nú nenna að standa í þessu - og ég sem hélt að kaupið hefði hækkað um 20% daginn eftir kosningar. Núna voru allir snögg- lega á einu máli niðrá Alþingi (alla- vega þangað til almenningur fór að væla - þá kom flótti í vinstraliðið enda atkvæði í húfi). Jafnvel aldraðir foreldrar mínir urðu vitlausir úr bræði og ætla aldrei að kjósa aftur. Og auðvitað á maður ekki að kjósa aftur. Þetta vita snillingar eins og Helgi Hós og Dagur og Flóki. Þeir hefðu örugglega ekki lagst svo lágt heldur. Það er algjör tfmaeyðsla að kjósa og eiginlega niðurlægjandi fyr- ir mig sem manneskju að vita að ferð mín í rúnkklefa lýðræðisins eigi sinn þátt í að þetta gagnslausa og gelda lið sitji við stjórnvölinn (að nafninu til allavega, ráða Björgólfur og Jón Ásgeir þessu ekki öllu?). Gleðilegtár! Gunnar Hjálmarsson Dagný Jonsdóttir DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskiiur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Aukin spenna og aðgát „Árið sem er að kveðja hefur verið gott. Flest hefur gengið vel í þjóð- arbúskapnum, enda þótt vart hafi orðið við aukna spennu í efna- hagsmáium undir lok ársins. Mikið framkvæmdaskeið er fram undan og þjóðin hefur góða burði til aiira hluta, en við verðum auðvitað líka að hafa fulla gát." Jón Sigurðsson, seðlabanka- stjóri. „Árið var mylj- andi fínt, enda þótt græðgi sé það orð sem öðrum betur lýsir hugarfari þjóðarinnará þesu ári. Hjá sjálfum mér var í mörg horn að líta, svo sem við útgáfu á bók ogýmsum sjónvarpsþáttum." Dúi Landmark, kvikmyndagerðar- maður. „Árið var að flestu leyti mjög gott og að sama skapi lærdómsríkt. Ég var kjörinn á Alþingi og eignaðist mitt fimmta barn. Er hægt að biðja forsjónina um öllu meira en þetta?" Magnús Þór Hafsteinsson alþingis- maður. „Nei, ekki að mínu mati. Þar kenni ég um skertri framtíð- arsýn stjórn- valda í menntamálum og afskaplega óábyrgri pen- ingastefnu þeirra. breytast." Ingibjörg Björgvinsdóttir háskóla- nemi. „Þetta ár var gott og við eig- um að vera þakklát fyrir það sem við höfum. Svo sem að ríkis- stjórnin hélt velli og áfram ríkir stöðugleiki í landinu. Framfara sér víða stað, enda þó lands- byggðin sé um margt afskipt íþeim efnum." Ingunn Guðmundsdóttir, sveitar- stjóri Skeiða- og Gnúpverjar- hrepps. Þetta verður að Nú árið er liðið, en hvað rís hæst í minningunni? afsláttur afsláttur v Glæsilegar skotkokur, flugeidar og fjölskyldupakkar risa skotkökur -100 skota, 11/2" og 13/4" hólkar a frabæru verði jyytu^'uj SOLUSTflÐUR: Armuli 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.