Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2003, Síða 34
Ju rnf\c QQa^TOQn q\\Z'hr\\ u ruQM
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003
Fókus DV
Tómas Lemarquis, leik-
•sari og Ijón
Hvernig var 2003?
Mjög viðburðarikt. Ég
útskrifaðist úr LHÍ og
fyigdi Nóa Albinóa
eftir um allan heim.
Fór meðal annars á
átta kvikmyndafestivöl.
Skandall ársins?
Kárahnjúkavirkjun.
Hvað kom mest á óvart?
Velgengni myndarinnar og tilnefn-
ing til Evrópsku kvikmyndaverðlaun-
anna. Svo kom lika á óvart að eftir-
iaunafrumvarp stjórnmálamanna
^kuli ganga I gegn á einum degi,
meðan flestir aðrir þurfa að berjast
árum saman fyrir sliku.
Hvað breytti lífi þínu?
Það sama. Ég held að ég sé nokkuð
sami maður fyrir og eftir útskrift.
Hvað breytist 2004?
Það væri óskandi að þaðyrði heims-
friður. Það er ekki liklegt, en það er
ágætt að vera bjartur á þvi.
Maður ársins?
Saddam Hussein, fyrir baráttuna
gegn Bush, þó hann sé kannski ekki
góður gaur.
Skúrkur ársins?
Bush. Fyrir yfirgang.
Margrét Frímannsdóttir,
þingmaður ogtvíburi
Hvernig var 2003?
Árið var mjög sérstakt
fyrir mig. Ég veiktist f
upphafi árs og mun
ekki endilega minn-
ast ársins með gleði,
það verður gott þegar
árið er liðið. Annars var
þetta mjög skemmtilegt kosningaár.
Skandall ársins?
Þeir eru margir. Tvennt stendur upp
úr að mínu mati, annars vegar nið-
urskurður á Landspitalanum og að
dráttarvextirnir sem á að greiða ör-
yrkjum skuli metnirsem fjár-
magnstekjur.
Hvað kom mest á óvart?
Að Framsóknarflokkurinn skyldi
skríða aftur upp i hjá Sjálfstæðis-
flokknum.
Hvað breytti lífi þínu?
Veikindi breyttu lifi minu töluvert og
til hins betra á mörgum sviðum.
Hvað breytist 2004?
Fyrir utan ráðherraskiptin þá geri ég
mér vonir um nýja stjórn.
Maður ársins?
Starfsfólk krabbameinsdeildar Land-
spítalans
Skúrkur ársins?
Saddam Hussein.
Árni Johnsen, tónlist-
maður og fiskur
__Hvernig var 2003?
Það var mikil lifs-
reynsla sem vonandi
á eftirað nýtast
mörgum sem minna
mega sín.
Skandall ársins?
Mér finnst voðalega erfitt að gera
upp á milli stórra og smárra hluta i
þeim efnum. Oft á tíðum er ekki allt
sem sýnist.
Hvað kom mest á óvart?
Það kom mér virkilega á óvart að
eftir 20 ár sem blaðamaður og
stjórnmálamaður að upplifa og
komast að raun um hvað margir
gallar eru i okkar innra kerfi samfé-
lagsins. Aðalatriðið erþóað hafa
gaman aflifinu, læra afreynslunni
og takast á við vandamál sem verða
iausnir.
%Hvað breytti lífi þínu?
Lífmitt hélt áfram á sama hraða og
þessi jörð.
Hvað breytist 2004?
Allt breytist hægt en aðalatriðið er
að halda sinu striki.
Maður ársins?
Börnin sem fæddust á árinu.
Skúrkur ársins?
Hann leynist alltafá bak við tjöldin.
Pétur Blöndal, alþingis-
maður og krabbi
Hvernig var 2003?
Mjög viðburðarrikt.
Það sem stendur upp
-'■Júr eru kosningarnar
og ársfundur SPRON.
Skandall ársins?
Það er úr mörgu að moða - ég get
ekki sagt einn frekar en annan.
Hvað kom mest á óvart?
Öryrkjadómurinn kom mér mest á
óvart.
Hvað breytti lífi þínu?
Lifið erí stöðugri breytingu, en það
eru engir sérstakir atburðir sem
breyttu lífi mínu umtalsvert.
Hvað breytist 2004?
Atburðirsem breyta lifinu koma
alltafóvænt.
Maður ársins?
Eftir sem áður er það Davið Oddsson
sem er maður ársins. Hann hefur
staðið óvenju lengi við stjórnvölinn
og það hafa orðið gifurlegar breyt-
ingar á samfélaginu í hans stjórnar-
tið.
Skúrkur ársins?
Ég vil ekki nefna neinn, ég lit aldrei á
menn sem algjöra skúrka.
—borólfur Árnason borg-
arstjóri og hrútur
i a- O
9
Hvernig var 2003?
Árið varmjög viðburða-
rikt. Ég tók við nýju
starfi sem er mjög
skemmtilegt og tæki-
færin eru mörg.
Skandall ársins?
Mannlifið er svo yndislegt.
Mér er enginn skandall ofarlega i
huga.
Hvað kom mest á óvart?
Ætliþað séu ekki helstjákvæð við-
brögð borgarbúa við mér í starfi.
Hvað breytti lífi þínu?
Nýja starfið.
Maður ársins?
Hinn íslenski alþýðumaður.
Skúrkur ársins?
jjjgnn hefur ekki orðið á vegi minum.
Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra og Ijón
Hvernig var 2003?
Þetta vargottár.Það
gekk vel hjá Islend-
ingum, Framsóknar-
flokknum og fjöl-
skyldunni. Þegar litið
eryfir farinn veg þá var
árið hið ánægjulegasta.
Skandall ársins?
Brotthlaup Ingibjargar Sólrúnar
Gisladóttur úr borginni og atburða-
rásin í kringum það.
Hvað kom mest á óvart?
Það var margt. Meðal annars ólýsan-
leg náttúrufegurð á Svalbarða. Ég
heimsótti þetta merkilega svæði á
árinu. Mér kom lika á óvart að Rúss-
ar skyldu ekki fullgilda Kyotobókun-
ina.
Hvað breytti lífi þínu?
Það var ekkert stórt, kannski margt
smátt. Margar bækur höfðu áhrifog
mig svo ferð min til Afrlku á árinu.
Bág staða kvenna og barna víða um
heim hafði áhrifá mig.
Hvað breytist 2004?
Það verður uppstokkun i ríkisstjórn-
inni og forystu Framsóknarftokksins.
Talsverð breyting þar.Annars erallt
útlit fyrir gott ár á Islandi, gott efna-
hagsástand og stöðugleika iþjóðfé-
laginu.
Maður ársins?
Áslaug Björg Viggósdóttir, formaður
kvenfélags Hringsins. Áslaug hefur
ásamt fyrri formönnum og Hrings-
konum öllum gert kraftaverk með
stuðningi við veik börn á Islandi.
Hringskonur hafa unnið mikið óeig-
ingjarnt sjálfboðastarfvið opnun
nýs og glæsilegs barnaspitala. Ég tek
hattinn ofan fyrirAslaugu og Hrings-
konum.
Skúrkur ársins?
Saddam Hussein. Hann er skúrkur
sem hefur farið illa með þjóð sína.
Frosti Logason, gítar-
leikari í Mínus og naut
Hvernig var 2003?
Það var alveg prýðilegt,
stóráfallalaustog
rosalega gjöfult.
Skandall ársins?
Að Birgitta og Hanni
banni skyldu hafa hætt
saman.
Hvað kom mest á óvart?
Það sem er efst Ihuga er að Saddam
skyldi hafa látið ná sér ofan i rottu-
holu eins og jólasveinn, það kom
skemmtilega á óvart.
Hvað breytti lífi þínu?
Það hefur líklega verið samningur-
inn sem við I Mínus náðum að gera
við Sony með Smekkleysu. Hann
verður til þess að Mlnus verður fullt
starfá næstu misserum.
Hvað breytist 2004?
Davið Oddsson verður ekki lengur
forsætisráðherra, sem ergreinilega
orðið timabært. Mér sýnist kallinn al-
veg vera að tapa sér. Svo munu
bassafanturinn og Birgitta Haukdal
opinbera trúlofun sina.
Maður ársins?
Það er drengurinn sem náði að ræna
tvo banka á árinu og borga allar eit-
urlyfjaskuldirnar sinar.
Skúrkur ársins?
Er það ekki Jón Ólafsson? Alla vega
segir Davið það.
Guðmundur Halldórs-
son, formaður Smábáta-
félagsins Elding-
arog
vatnsberi.
Hvernig var 2003?
Áriðvargott og um-
hleypingasamt. En
það eru blikur á lofti
með fiskverðið.
Skandall ársins?
Hvernig þeir klúðruðu góðu máli
eins og línuivilnuninni, sem hefði
getað skapað góða sátt um kvóta-
kerfið.
Hvað kom mest á óvart?
Að stjórnin skyldi halda velli.
Hvað breytti lífi þínu?
Það var ákaflega hörð og óvægin
barátta i sambandi við línuívilnun
og ég er með harðari skráp núna.
Hvað breytist 2004?
Ég held að við munum mæta erfið-
leikum i fiskveiðum og vinnslu, meira
en undanfarin dr.
Maður ársins?
Davið Oddsson, fyrir að snúa við
glataðri kosningabaráttu með þvi
að koma með tromp eins og 30 þús-
und tonna aukningu i þorskkvóta og
línuivilnun.
Skúrkur ársins?
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður
i Vestmannaeyjum, fyrir óvandaðan
málflutning i linuivilnunarmálinu og
fyrir að segja að beitningarskúrar
væru fulliraföryrkjum og Pólverjum.
Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbank-
ans og Steingeit
Hvernig var 2003?
Það var viðburðaríkt
og árangursrikt fyrir
islenskt samfélag og
atvinnulífmeð áfram-
haldandi uppbygg-
ingu og umbreytingum
atvinnulifsins.
Skandall ársins?
Það er erfitt að gefa neikvæðum at-
burðum einkunn með þessum hætti
en þvi miður koma ofmargir til
greina.
Hvað kom mest á óvart?
Hraðinn i breytingum á fjármála-
markaði i kjölfar loka á einkavæð-
ingu Landsbanka og Búnaðarbanka
og hreyfing í málefnum sparisjóða
nú undir lok árs. Gott ár á fjármála-
mörkuðum og afar góður aðgangur
að erlendum mörkuðum fyrir Lands-
bankasamsteypuna hefur lagt grunn
að vexti.
Hvað breytti lífi þínu?
Kaup á nýjum banka i Luxemborg i
vor og mikill og alhliða vöxtur
Landsbankans á öllum sviðum ein-
kenndi árið. Persónulega fannst mér
árið skemmtilegt og ég minnist sér I
lagi ferðalaga hér innanlands. Ein-
staklega fróðleg ferð um virkjunar-
svæðin fyrir austan er mér eftir-
minnileg.
Hvað breytist 2004?
Ég bind helst vonir við áframhald-
andi alþjóðavæðingu islensks at-
vinnulifs.
Maður ársins?
Mér fannst val Frjálsrar verslunar á
Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra
BYKO, afar verðskuldað.
Skúrkur ársins?
Þvi miður koma ofmargir til greina.
Ég vil ekki nefna neinn til. Handtaka
Saddams Husseins var þó brýnn
þáttur i að áminna spilta einræðis-
herra sem viða drottna, ekki síst I
þriðja heiminum en timi dóms kem-
ur aðlokum.
Björgólfur Takefusa,
knattspyrnumaður og
naut
Hvernig var 2003?
Áriðvaríallastaði
eftirminnilegt, margt
markvertsem gerðist
og i heild varþað mjög
jákvætt og skemmtilegt.
Skandall ársins?
Iraksstrlðið.
Hvað kom mest á óvart?
Að Þróttur skildi falla niður i 1. deild.
Hvað breytti lífi þínu?
Það var margt sem breyttist og þvi
úr mörgu að velja en ég get ekki
nefnt neitt eitt atriði fram yfir annaö.
Hvað breytist 2004?
Fylkir verður íslandsmeistari.
Maður ársins?
Á bak við sérhvern góðan mann er
enn betri kona þannig að ég segi að
móðir min Bentina Björgólfsdóttir og
amma min Þóra Hallgrimsson séu
þær mannsekjur sem hafí skarað
fram úr á síðasta ári.
Skúrkur ársins?
George Bush.
Gunnar Örlygsson, alþingis-
maður og Ijón
Hvernig var 2003?
Það var mjög viðburðarrikt og skammt
stórra högga á milli til dæmis í alþingiskosn-
ingunum.Árið hjá mér persónulega var
nokkuð kaflaskipt.
Skandall ársins?
Það hlýtur að vera eftirlaunafrumvapið sem
lagt var fram i desember. Mér finnst rangt að
gera ráðamenn þjóðarinnar að forréttinda-
stétt eins og stefnt var að iþessu frumvarpi.
Hvað kom mest á óvart?
Að Framsóknarflokkurinn skyldi ná þessum
árangri íkosningum og að rikisstjórnin hélt
velli.
Hvað breytti lífi þínu?
Ég hugsa að það að ég náði kjöri i alþingis-
kosningunum hafi breytt lifí mlnu.
Hvað breytist 2004?
Harðlinustefna hægrimanna mun ekki verða
ofaná eftir að Davíð Oddson stigur afstóli í
nóvember. Ég held að svo stórar breytingar
boða tækifæri. Ég hræðist samþjöppun á
bankamarkaði og óskhggja mín ersú að lif-
eyrissjóðirnir taki sig saman og stofni banka
allra landsmanna eða endurreistan alþýðu-
banka.
Maður ársins?
Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður
er maður ársins að mínu mati.
Skúrkur ársins?
Morðingi Önnu Lindh.
Linda Pétursdóttir,
fyrrum alheims-
fegurðardrottning og
steingeit
Hvernig var 2003?
Frábært. Ár mikillar
vinnu og góðs sam-
starfvið Reyni
Traustason höfund
bókarinnar Linda, Ijós
& skuggar. Hófnám i
grafiskri hönnun I Kanada og keypti
mér draumahús.
Skandall ársins?
Upplýst var í Fréttablaðinu um við-
tækt samráð Oliufélaganna um ára-
bil um að niðast á neytendum.
Leyniskýrsla samkeppnisstofnunnar
var opinberuð.
Hvað kom mest á óvart?
Hvað lifið getur verið gott.
Hvað breytti lífi þínu?
Endurnýjuð von og fyrir skömmu var
ég gerð, fyrst kvenna, að meðlimi i
hinu virta Hrútavinafélag við virðu-
lega athöfn í Draugasafninu á
Stokkseyri.
Hvað breytist 2004?
Vonandi meira jafnvægi i heimsmál-
um og minna verði um stríðsátök
sem kosta fólk ómældar þjáningar
og þá ekki sist saklaus börn.
Maður ársins?
StarfskonurStigamóta og Kvennaat-
hvarfsins sem hjálpa i kyrrþey, þeim
sem þjást á bakvið byrgða glugga.
Skúrkur ársins?
Saddam.
Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, Ung-
frú ísland 2003
og naut.
Hvernig var 2003?
Hjá mér var árið alla
vega einum ofanna-
samt. Rosalega mikið
að gera og árið leið þess
vegna rosatega hratt. Það var samt
mjög fjölbreytt og skemmtilegt þótt
það hafí oft verið erfitt.
Skandall ársins?
Ég held það verði bara að vera kaup-
réttarsamningar Kaupþingsmanna.
Hvað kom mest á óvart?
Árið sjálft og allt sem gerðist hjá mér
hefur komið mér einna mest á óvart.
Hvað breytti lífi þínu?
Að verða kjörin ungfrú Islands og allt
sem því fylgdi. Það hefur gefið mér
margt, ég hefkynnst mikið afnýju
fólki og fengið að gera alls konar
skemmtilega hluti.
Hvað breytist 2004?
Ég held bara að þegar klukkan slái
tólfþá mJni fátt breytast en ég vona
að eitthvcM verði búið að breytast til
batnaðar fyrir árið 2030.
Maðurársins?
Það er Eiður Smári, hann hefur stað-
ið sig alveg frábærlega með Chelsea.
Skúrkur ársins?
Það hlýtur að vera Saddam Hussein.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varafor-
maður Sam-
fylkingarinnar
og steingeit
Hvernig var 2003?
Arið vargott,eins og
flest önnurár. Það var viðburðarríkt
og hafði I för með sér meiri breyting-
ar I lifí mínu en undanfarin ár.
Skandall ársins?
Að rikisstjórnin sé staðin að þvi i
annað sinn að brjóta stjórnarskrána
gagnvart öryrkjum.
Hvað kom mest á óvart?
Að framsóknarflokkurinn skyldi
halda fylgi sínu í síðustu kosningum.
Hvað breytti lífi þínu?
I fyrsta lagi skipti ég um starfsvett-
vang, og svo tók ég lifmitt og sjálfa
mig svolítið til endurmats.
Hvað breytist 2004?
Hjá mér persónutega verða þær
breytingarað ég get um frjálsara
höfið strokið en áður. Ég ætla að setj-
ast að I London um tima. Þann 11.
janúar hefég nám við London
schooi ofEconomics, ég verð gesta-
nemandi við Evrópustofnunina þar.
Maður ársins?
Ómar Ragnarsson fyrir að standa i
lappirnar i afstöðu sinni til náttúru-
verndar þrátt fyrirýmsar hremming-
ar.
Skúrkur ársins?
Ég treysti mér ekki til að skera úr um
það.