Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 2
r i i l'OSTl'DACl’H :í<). Al'ltll. l!)7(i Geirfinnsmálið: Er ekki vafasamt að byggja á framburði fólks sem var undir áhrifum ofskynjunarlyfja? 5377-0932 skrifar: „Sakamál síöustu missera hafa mjög verið í brennidepli manna á meðal og eins og alltaf þá sýnist sitt- hverjum. Ég er meðal þeirra sem ekki er alveg dús við hvernig að þessum mál- um hefur verið staðið — og til að benda á það skrifaði ég eftir- farandi: Hvað er að frétta, Hólms? — Það er horfinn maður, Votson. — Eru það einhverjar fréttir. Slíkt hefur gerzt áður. — Já, rétt er það, en þessi var mjög þýðingarmikill. Gæti jafnvel haft pólitíska þýðingu. Eins hefur almenningur spunn- ið marga köngulóarþræði og jafnvel búinn að dæma í mál- inu. — Nú, en hvað kemúr það okkur við? Rannsakar lögregl- an ekki málið? — Jú, og virðist hafa gert sér ákveðnar hugmyndir um að hvarfið sé af mannavöldum. — Telur þú málið pólitískt? — Nei, en mér finnst vera haldið furðulega á málinu. — Heldur þú að Iögreglan hafi ekki gert sér grein fyrir eðli hvarfsins? — Jú, að minnsta kosti veit hún að það er tengt spírasmygli en að öðru leyti held ég að hún hafi ekki getað flokkað það undir algengustu orsakir af- brota. — Nú, er ekki augljóst að hér er um að ræða auðgunarafbrot ? — Jú. en ég er ekki ánægður með þau vitni sem lögreglan byggir alla sína rannsókn á. — Nú, hefur lögreglan vilni? Þá hlýtur hún að vera á grænni grein. — Já. það skyldi maður ætla en ekki vildi ég byggja rann- sóknir á slíkum vitnum. í f.vrsta lagi finn ég lykt af fjárkúgun, sem venjulega fylgja hefndar- ráðstafanir ef þeir fá ekki sitt fram. í öðru lagi er slíkum af- brotamönnum mjög gjarnt að draga sem flesta inn í sakamái sín til að villa um fyrir lög- reglunni i rannsókn slikra mála. — Ert þú að gefa t skyn að saklausir menn hafi verið ákærðir í þessum tengslum? — í afbrotamálum útilokum við aldrei neinn möguleika fyrr en að fullrannsökuðu máli. Lög- reglan byggir framburð sinn á framburði ógæfufólks, seni er búið að játa á sig að tilefnis- lausu mannsmorð, stórþjófnaði, eiturlyfjasniygl og notkun eitur- og ofskynjunarlyfja. Allt þetta veit lögreglan og stendur uppi ráðþrota. — En hverju er þá ósvarað? — Jú, hvar er báturinn, sem notaður var við smyglið og morðið ku hafa átt sér stað í? Hvers vegna komu þeir í land með likið hafi morð verið framið — nota bene. Slikar upplýsingar ættu að liggja ljóst fyrir, en gera alls ekki. Nú, fjölmiðlar hafa haldið uppi þungri pressu á lögregluna og jafnvel verið með duldar mein- ingar í garð hennar. Rann- sóknaraðilar innan lögreglunn- ar hafa farið í hár saman í Raddir lesenda fjölmiðlum og borið hvor ann- an sökum um ósannsögli og yfirhylmingar með afbrota- mönnum. Ekki virðist lögregl- an gefa mikið út á staðfestar fjarvistarsannanir hinna grun- uðu. — Lögreglan virðist ekki leggja það fyrir sig á hinn bóginn að ákærendur eru marg- dæmdir fyrtr margs konar af- brot og höfðu haft 15 mánuði til að koma sér saman um ákæruna á hendur mönnum, sem hugsanlega beygðu sig ekki fyrir fjárkúgun eða yrðu fyrir persónulegri óvild þessara ógæfumanna eða jafnvel hatri. Já, kæri vinur, að mörgu er að hyggja.” R 4713 Landleiðavagnarnir eru auðþekkjanlegir á sótsvörtum strók — en þessi fellur þó ekki undir þá sök. DB-mvnd Ragnar Th. STÖDVK) SÓT- SVARTAN STRÓKINN — segir lesandi sem einnig kvartar undan háum fargjöldum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur Gunnlaugur lngvason hringdi: „Síhækkandi fargjöld með al- menningsvögnum á leiðinni Hafnarfjörður — Reykjavík hafa keyrt úr hófi. Ég lýsi yfir furðu minni að forráðamönnum fyrirtækisins skuli líðast síend- urteknar hækkanir á fargjöld- um, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess að þjónusta þess- ara Vagna er allsendis ófull- nægjandi, vægast sagt fyrir neðan allar hellur. Nú fyrir skömmu hækkuðu fargjöld í 105 krónur — úr 95, en fyrir um tveimur mánuðum voru fargjöldin 80 krónur. Þetta þýðir að daglaunamaður. sem stundar vinnu í Reykjavík, þarf að e.vða 6—8% af tekjum sínum í fargjöld með lélegum vögnum Landleiða hf. Eg tel þessa síðustu hækkun árás á námsmenn og annað lág- launafólk. Ég skora því á verð- lagseftirlitið að rétta hlut al- mennings i þessu máli. Einnig vil ég beina þeim tilmælum til heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar að opna augun fyrir þessurn vögnum, en þeir eru vafalítið heilsuspillandi, þar sem sótsvartur strókurinn stendur aftan úr þeim. Hann ber að stöðva. Að síðustu vil ég beina þeim eindregnu óskum mínum til bæjaryfirvalda að þau beiti valdi sínu til þess að stöðva þetta okur á aimenningi. Bezt gerðu bæjar.vfirvöld það með að stvðja við bakið á Land- leiðutn í sérleyfisferðum þeirra. rétt eins og Re.vkjavik og Kópavogur gera með þvi að greiða niður fargjöld. Allir eru sammála um að almennings- vagnar séu réttlætismál og bæjarfélög ættu að styðja við bakið á þeim." Símatíminn er frá 13—15 AF HVERJU VILDUÐ ÞIÐ EKKIOPNA? — spyr lesandi sem hringdi til lögreglunnar eftir að hafa lœstst úti. Mistök, segir lögreglan Guðrún Bjarnadóttir hringdi: ..Eg varð fyrir því óhappi fyrir nokkrum dögunt að sonur minn tveggja ára gamall lokaði mig úti. Honum tókst að hlaupa á undan mér inn og skella hurð- inni áður en ég vissi af. Það var enginn heima í húsinu og ein- hvern veginn varð ég að komast inn, því að barnið gat farið sér að voða eitt i íbúðinni. Mér datt fvrst í hug að hringja á lögreglu og biðja hana að opna fyrir mig. Maður í næsta húsi hringdi fyrir mig og bað þá ásjár. Þeir svöruðu því til að þeir gætu ekkert gert og ráðlögðu mér að hringja í einhvern trésmið. Ég varð mjög hissa á þessum til- svörum og nú vil ég vita hvort það sé einhver ákveðinn maður sem hjálpar fólki, sem svo er ástatt fyrir eins og mér. Hefur lögreglan virkilega engin tök á því að opna fyrir fólk sem kemst ekki inn í íbúð sína?” Dagblaðið hafði samband við Lögregluvarðstofu og fékk þar þær upplýsingar að lögreglan hjálpaði ætíð í svona neyðartil- fellum. Þarna hefði einhver misskilningur verið á milli þess sem hringdi og lögreglu og ekki komið greinilega í ljós að barn væri í íbúðinni. Fólk sem lokað er úti, og sérstaklega ef um nevðartilfelli er að ræða. getur hringt í síma lögreglunnar 11166 og hjálp mun þá örugg- lega berast. LESANDI UR BOLUNGARVÍK SPYR Lesandi úr Bolungarvík hringdi: ..Mig langar til að bera hér fram nokkrar spurningar og bið ykkur hjá Dagblaðinu að revna að fá svör við þeirn. 1. Hvenær fáum við sérleyfisferðir aftur hingað? Þær hafa legið ntðri nú í nokk- urn tíma. 2. Hvenær fáum við Vestfirð- ingar verðlagsstjóra eða verð- lagseftirlit fyrir ne.vtendur? 3. Hvenær verður bætt flug- þjónustan hingað á Boltmgar- vik og þá meina ég bæði ' s.un bandi við vöruflutninga og far- þegaflutninga? 4. Er ekki luegt að fá mjölk- niá. setn er send frá Akureyri. beint hingað út eftir strax? Það hefur verið mikill misbrestur á þessu og oft svo shemt að við erum hér mjólkurlausir svo diigum skiptir.” Dagblaðið hafði samband við Póst og sima og spurðist fyrir um sérleyfisferðir. Ferðir eru yfir sumarmánuði til Isafjaróar tvisvar í viku. en engar ferðir beint til Bolungarvíkur. Breyt- ingar á þessu fyrirkomulagi eru ekki væntanlegar að sinni. Fulltrúi frá verðlagsstjóra er búsettur á Flateyri. en hefur skrifstofu á ísafirði. Hann heitir Kyjólfur Jónsson. Flugferðir eru til isafjarðar daglega og bifreið er ávallt til taks á flugvellinum til að flytja farþega til Bolungarvíkur. að sogn starfsmanns i þeirri deild hjá Flugleiðum sem sér utn inn- anlandsflug. Mjólk mun v.era send til Isa- fjarðar og vera má að hún komist ekki nógu ll.jótt til Bolungarvikur þaðan. i i L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.