Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 4
4 I)A'(ilil,At)lt). KÖSTUDACUK 30. APKIL 1976. Mjallhvít, Þyrnirós og Öskubuska í Þjóðleikhúsinu Á annað hundrað nemar Listdansskólans koma fram á nemendasýningu Mjallhvít, Rauóhettu, Þ.vrnirós og Öskubusku, Nemendur skólans sem fram koma eru á annað hundrað I hlutverkum álfa, prinsa, dverga, kónga og dýra. Titilhlutverkin í ævintýradönsunum eru dönsuð af: Sigrúnu Waage, Helenu Jóhannsdóttur, Ingu Sigur- jónsdóttur og Yrsu Bergmann. Á síðari hluta danssýningar- innar dansar íslenzki dans- flokkurinn ungverska dansa við tónlist eftir Brahms. Dans- arnir eru samdir af Ingibjörgu Björnsdóttur og Nönnu Ölafs- dóttur. Alls eru átta stúlkur í dansflokknum og þær eru: Ásdís Magnúsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Helga Bern- hard, Guðrún Pálsdóttir, Ingi- björg Pálsdóttir, Nanna Ölafs- dóttir og Ölafía Bjarnleifs- dóttir. Alls verða tvær sýningar, sú síðari á þriðjudagskvöld kl. 20. Mjajlhvit, Sigrún Waage, og dvergarnir sjö. —A.Bj. Árleg nemendasýning List- dansskölans verður á stóra sviði Þjóðleikhússins á morgun kl. 15.00. Auk nemenda skól- ans tekur Islenzki dansflokkur- inn þátt i sýningunni. Dansaðir verða dansar úr gamalkunnum ævintýrum Öskubuska, Yrsa Bergmann. Þyrnirós, Inga Sigurjónsdóttir. DB-myndir Ragnar Th. Sig. Yfirlýsing Náttúruverndarróðs og FÍ: „Tók að sér stðrf ffyrir veiðiréttareigendur — án þess að hafa samráð við yf irboðara sína" I’rá samstarfsnefnd Náttúru- verndarráðs og Ferðafélags íslands vegna skrifa um gavslu- störf á þeirra vegum hefur hlaðinu borist eftirfarandi. Arið 1973 hófu Náttúru- verndarráð og Ferðafclag íslands samstarf um gæslu fjölsóttra staða i óbyggðum landsins, þar sent Ferðafélagið hefur sæluhús. Var húsvörðum jafnframt falin umhirða lands og náttúruminja í nágrenninu. Náttúruverndarráð leggur fram ákveðinn hluta launa- kostnaðar en tekjur af gistingu i skálunum og nágrenni þeirra standa undir eftirstöðvum. Fólki var fjÖlgað til að mæta auknum verkefnum. og grund- völlur skapaðist fyrir vörslu á svæðunt. þar sem engin var fytir. Kflir þriggja ára reynslutima var ákveðið sl. haust að halda s'ámstarfinu áfram og undirrituðum falið að annast það af hálfu umbjöð- enda sinna. Vegna skrifa í tveimur dag- bliiðum untlanfarið un< g:eslu stiirf i Landmannalauemn. þar sem harðlega er \’eisl að s;nn starfsnefnd Nátt úrttverndar- ráðs og Ferðafélagsins fyrir að þiggja ekki framar þjónustu manns þess. er þar starfaði í fyrra. og aðilar harðlega átaldir fyrir, er nauðsynlegt að eftir- farandi komi fram: 1. Gæslumenn á vegum Ferðafélags Islands og Náttúruverndarráðs eru ráðnir til starfa í eitt sumar i senn, án nokkurra fyrirheita um endurráðningu. 2. Gæslumaður Landmanna- lauga sl. sumar var ekki endutTáðinn vegna ýmissa atriða, sem ábótavant þótti um starf hans. Þar á meðal hefur h'ahti ekki samið yfirlit um störf sín eða gert ábend- ingar um þau vandamál, sem fylgja gestakomum. og tillögur til úrböta. Skýrslur gæslufólksins eru mikilvæg undirstöðugögn fyrir undir- búning aðgerða • til náttúru- verndar og stuðnmgs við úti- vist á viðkomandi svæðum. 3. Þá hefur maðurinn gerst sekur um óafsakanlega fram- komu við trúnaðarmann Ferðafélags íslands, og er það eitt sér fullkomin ástæða til að leggja umsókn hans til hliðar. 4 Virðingarverð er viðleitni gæslumannsins til að kæra lögbrot og gæta hagsmuna veiðiréttareigenda. Allar full- yrðingar um að uppljóstrun veiðiþjófnaðar sé ástæðan til að starfið var veitt öðrum er skáldskapur einn og alrangt það sem hann leggur fram- kvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs í munn urn það atriði. 5. Gæsluniaðurinn tók að sér störf fyrir veiðiréttar- eigendur án þess að hafa sam- ráð um það við yfirboðara sína. Kkki var honum meinað að selja veiðileyfi jafnhliða öðrum störfum. Hinsvegar var honum tjáð að tæplega væri slíkt kurteisi við vinnuveit- anda. 6. Hvorugt dagblaðanna hafði samband við Kerðafélagið eða Náttúruverndarráð um þetta mál fvrir birtingu greinanna, né hafa þau gert það þegar þetta er skrifað. Kevkjavík. 2S. april, 1976. í samstarfsncfnd uni fjölsótta ferðamannastaði, Jón ísdal, Arni Reynisson Stuðlar að gönguferðum í óspilltu umhverfi A sl. ári var félagið Útivist stofnað og var markmið félagsins að stuðla að útivist fólks í hollri og óspilltri náttúrunni. Félagið hefur gengizt fvrir stuttum helgarfet'ðum og skipulagt ýmsar gönguleiðir út frá höfuðborginni. Einnig hefur félagið gengizt fyrir lengri ferðum. Nú hefur Útivist gefið út sitt fyrsta ársrit, sem er mjög vandað að allri gerð, skreytt með mörgum og fallegum myndum. Umsjón með útgáfunni hafði Einar Þ. Guðjohnsen framkvæmdastjóri félagsins og Jón I. Bjarnason. í ritinu er m.a. ferðasaga eftir Hallgrím Jónasson um vetrarferð i Þórsmörk. Jón 1. Bjarnason skrifar grein um dvöl á Vatna- jökli. Gisli Sigurðsson skrifar um skemmtilegar gönguleiðir út frá Hafnarfirði og þá sérstaklega um Selvogsgötu. Jón I. Bjarnason skrifar grein er hann nefnir Fyrir neðan heiði og lýsir hann þar leiðinni frá Reykjavik um Lækjarbotna að Hellisheiði og nokkrum leiðum og gönguslóðum út frá Suðurlandsveginum og nágrenni hans. Þá eru greinar um félagsmál. sagt frá aðdraganda að stofnun félagsins. Forsiðumynd er úr fyrstu Utivistarferðinni en það var gönguferð á Keili farin 6. apríl 1975. tekin af Einari Þ. Guðjohnsen. Formaður Utivistar er Þór Jóhannsson. —A.Bj. \MÉBIABIB lýsingablaðið Það gerist alltaf eitthvað Elfa Björk borgarbókavörður — IVleð bókabíl í Breiðholtið — Börn ó bókasafni — aprilgetraun — Stórkostlegt púðateppi — Ullarvörur fró Alafossi — Indianapolis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.