Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 10
10 DAcm.Atm). i-<>srri:oa<;i:h :«>. Ai'Hii. ioth. BIAÐIB irjálst, úháð dagblað riucfaiuli: DayhlaiMO hf. Krainkvii'imlasl.jón: Svcinn K. Ky.jólfsson. Hilsljón: Jonas Kristjánsson. Króllasi.jóii: .lón Hiruir l’ólursson. Hilst.jórnarfiilllrúi: llajikur Hol-iason Aósloóarlrólla- sl.jóri. Atli Stcinarsson. I|)róllir: Hallur Simonarson. Ilónnun .lohanncs Hcykdal. Ilamlnl: As.m iinur I’álsson. Blaóamcnn: Anna B.jarnason. Ásucir Tómasson. Bolli Hóóinsson. Brajji Siuurósson. Krna V Inuólfsdóiiir. (lissur Si.uurósson. Ilallur Hallsson. Hclyi l’óiursson. Kalrin Bálsdóllir.'Olalur .lónsson. Omar X'aldimarsson. L.jösmyndir: B.jarnlcifur B.jarnlcifsson. B.j()r«vin Pálsson. Haj^nar Th. Siuurósson. (í.jaldkcri l»ráinn l»oi lcifsson. Drcilinuarsl.jón: Már K M Ilalldórsson. Áskriftarnjald 1000 kr. á mánuöi ínnanlands í lausasölu 50 kr. cinlakió. Hitstjórn Síóumúla 12. simi 82522. au^lysinuar. ásknflir.oj» af^rciósla i»vcrholti 2. simi 27022 Sctnin}* oj* uínhrot: Da^hlaóió hf. oy.S'i • -:»•••■•. ’if.. Armúla 5. Mynda- oy jdöluyci ó: llilmirhf .Síöum.ula I M'r- . 'un Árvakur hf.. Skcifunni 10. Hornsteinn á hátíðisdegi Að þessu sinni geta alþýóusam- tökin í landinu haldið upp á fyrsta maí meö töluverðu stolti. Ástæóan er sú, að á liðnum vetri komu samtökin fram sem einn helzti hornsteinn þjóðfélagsins. Þau hafa að undanförnu reynzt vera ábyrgt afl, sem menn geta sýnt virðingu, meðan sumir aðrir hornsteinar hafa brugóizt hrapallega. Að baki þessarar stöðu er mikill samtaka- máttur. Veik samtök geta ekki sýnt þá ábyrgðartilfinningu, sem alþýóusamtökin hafa sýnt á þessum vetri. Veik samtök geta ekki sett ofan í við ríkisstjórn eins og óþægan krakka á þann hátt, að þjóðin taki mark á, svo sem gerzt hefur í vetur. Þessi nýja staóa alþýðusamtakanna kom greinilegast fram við undirbúning og gerð heildarsamninganna um launakjör í landinu. Þótt sumt færi úrskeiðis í þeim eins og alltaf áður, var þar samt á ferðinni ýmis merkileg nýbreytni, sem lofar góðu um framtíðina. Alþýóusamtökin og atvinnuvegasamtökin áttuðu sig greinilega á sameiginlegum hags- munum sínum. Þau búa yfir nægilegri þekk- ingu á þjóðfélaginu til að sjá, að þaó er óhæfi- leg útþensla ríkisbáknsins á undanförnum árum, sem veldur samdrætti í einkaneyzlu al- mennings og greiðslugetu atvinnuveganna. Þessi grundvallarsamtök vildu leysa kjara- deiluna meó því aó fá ríkisstjórnina til að skilja ástandið í þjóðfélaginu. Sameiginlega lögðu þau fram tillögur um skattalækkanir og sam- drátt í umsvifum hins opinbera. Ennfremur tillögur um endurskoðun á verðlagningu land- búnaóarafurða og öðrum verðmyndunarkerf- um, sem halda aftur af hagvexti og lífskjörum. Það er ekki alþýóusamtökunum og atvinnu- vegasamtökunum að kenna, aó ríkisstjórnin skyldi ekki þekkja sinn vitjunartíma. Verk- faíliö, sem varð í vetur, var fyrst og fremst því aó kenna, að ríkisstjórnin vildi ekki hlusta á skynsamlegar tillögur samtaka vinnumarkaðs- ins. Samtökin gerðu eins gott úr þessu og unnt var við óbærileg skilyrði. Þau gengu að samningum sem verkefni til að leysa, en ekki sem rifrildismáli. Og þau rituðu í einu lagi undir samninga, sem náðu til mikils meirihluta atvinnulífsins í landinu. Sú nýbreytni var viöhöfð, að öll sérstök kjaramál voru metin til fjár. Þetta hélt aftur af sérhagsrnunahópunum, sem jafnan hafa matað krókinn á kostnað láglaunafólks. Með hinni nýju aðferð reyndist unnt aö tryggja stöðu láglaunafólks í samanburði við aðra hópa. Ekki sízt markast liðinn vetur og samning- arnir af fyrsta stóra skrefinu til sómasamlegs ellilífeyris og örorkulífeyris í verðbólguþjóð- félagi. Samtök vinnumarkaðsins náðu sam- komulagi, sem á þegar í stað að tryggja mann- sæmandi lífskjör hinna verst settu, þótt enn sé eftir mikið starf á þessum veltvangi. Alþýðusamtökin geta því á hátíðisdegi sínum á morgun litið með stolti til liðins starfsárs. Þau njóta meiri virðingar en áður og eru sterkari en áður. Þau eru að verða að þeim hornsteini, sem mcnn \ilja helzt styðja sig við. VAR HANN HETJA, - ■::;:: ■ • '■■ V.ý • n - ••• •'•; EÐA HUGLEYSINGI? Eðlileg framlenging í þessari grein ætla ég að gera að umtalsefni hryllings- myndir í sjónvarpi, einkum áhrif þeirra á börn. Ég veit að það er ónákvæm skipting, en ég ætla samt að gera tilraun til að flokka þessar hryllingsmyndir í tvennt, ann- ars vegar glæpasýningar. oftast leiknar, hins vegar átakanlegar myndir, venjulega af raunveru- legri atburðum. Glœpamyndir i þessum myndunt er venju- lega ekki lögð mikil áhersla á að sýna hr.vlling þeirra glæpa. sem eru þó lilefni þeirra. Dauðate.vgjur og kvalastunur hirina saklausu fórnarlamba þvkja ekki nauðs.vnleg for- senda fyrir spennunni. og stundum er jafnvel ekkert sýnt af þessum atriðum. Áherslan er hins vegar liigð á spennuna í leitinni að þrjótunum og siðan iðulega á viðureignina við þá. Þar er æsingnum sleppt lausum. og áhorfandinn brennur af samúð með þeirn aðilum (við skulum segja þeitn „góðu"), sem í laumlausum átökum re.vna að klekkja á öðr- um aðilmn (við skuluni segja þeim „vondu"). (íjarnan fer þetla fram á hryllilegan hátt. með skotum. sliigum og hrind- ingum fram af húsum eða björgum. Auðvitað endar allt „vel". olj i sigurvímu kampa- vins og ærlegs kvennafars. Til- gangurinn helgar meðalið. Áhorfandinn andar léttar og vitneskjan um kramið lík þorp- arans eða væntanlega refsingu hans vekur öryggis- og velsælu- tilfinningu. Sjónvarpið hefur á ferli sin- um sýnt mikið af þessum ni.vnd- um, og oftast með sýnilegri vel- þóknun. Þær eru kynntar með kankvisu brosi, oft á besta sýn- ingartíma, þegar börn eru enn ekki háttuð. og yfirleitt er ekki talin ástæða til að ráða foreldr- um frá því að láta börnin sjá þessar mvndir. Sannast að segja eru slikar ráðleggingar líka aumlegt yfirklór. hafa jafn- vel öfug áhrif. En söm er sjón- varpsins gerð. Átakanlegar myndir ■ 1 þennan flokk vil ég einkum fella myndir. sem lýsa ýmsum raunverulegum hryllilegum at- burðum. Þó að striðsmvndir séu misjafnar. fer ekki hjá þvi. að oflast verður þá efst i hugan ,um óhugnaður manndrápa og kvala. og myndirnar frá Víet- nam-striðinu eru gott dætni um það. Ahorfandinn hugsar: Því- Iíkt brjáheði. annað eins ;etti aldrei að koma fyrir oftar. í ýmsum skáldverkum, sem boða manngtesku og réttheti. er lika olt skotið inn átakanlegum at- riðum til áherslu. Vissulega er áhorfandinn stundum dálitið dapur i huga eftir að hala horft á slikar kvikmyndir. þó að oltar en ekki brenni honum heitt í brjósti sá ásetningur og sú von. að í lífi framtíðarinnar verði þessi sorglega saga ekki látin endurtaka sig. Sjónvarpið hefur vissulega sýnt nokkuð af þessum flokki mynda. En oft hefijr hálfvegis verið beðið afsökunar á því til- tæki. meðal annars með því að ráða foreldrum frá því að láta börn horfa á þessi atriði. Suniar þessar m.vndir hafa lika sætt mótmælum frá áhorfendum. einkum stríðsmyndirnar frá Víetnam. sem raunar áttu heimssögulegan þátt í að vekja athvgli manna á ógeði þeirrar styrjaídar og jafnvel í þvi að binda enda á hana. Áhrif hryllings- mynda ó börn Hér hef ég lýst afstöðu sjön- varpsins til þessara tveggja flokka af hryllingsmyndum. eins og hún kemur mér fyrir sjónir. Mér likar hún ekki. Eg tel flestar ghepamyndirnar stórhættulegar fyrir ómótaða barnshugi. og sumar eru bein- línis eins og kennslustundir i grimmilegu návigi. þar sem nemendur eru aldir upp i tak- markalausu Italri og fyrirlitn- ingu á mannsliíum. auðvitað með tilvisun til hins „góða" málstaðar. sem allt réttlætir. Atakanlegar myndir. sent flytja hnðskap rétthetis. tel ég

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.