Dagblaðið - 30.04.1976, Blaðsíða 11
DACHI.AíMt). KOSTl'DACl'K :i(l. AI’Kll. lí)7(i.
Fyrir möi'Kum er Winston
Churchill enn-, rúmlega þrjátiu
árum eftir lok sírtari heims-
styrjaldárinnar, ein mesta
het.ja aldarinnar, sameinintíar-
krafturinn meö V-merkið.
vindil og óþrjótandi sigurvil.ja.
Fyrir öðrum og þar á meðal
leikaranum Riehard Burton.
sem nýlokið hefur gerð nokk-
urra s.jónvarpsþátta um Chur-
chill og leikur þar aðalhlut-
verkið, var hann huglaust gam-
almenni —sjálfumglatt núll".
Og satt er það, að fá stór-
menni sögunnar hafa verið tek-
in til eins gaumgæfilegrar sagn-
fræðilegrar endurskoðunar að
undanförnu og einmitt Chur-
chill.
Á það ber að benda, að það er
alls ekki ðvanalegt að ýmis per-
sónuleg einkenni séu dregin
fram varðandi het.jur sögunnar
er frá líður. En það er þó yfir-
leitt f.vrir afrek sín, sem hetj-
urnar komast á blað.'
Mynd sú, er heimurinn hefur
fengið af st.jórnmálamanninum
og stríðshetjunni Churchill.
hefur að mestu verið búin til af
honum sjálfum í endurminn-
ingum hans, sem hann skrifaði
að styrjöldinni lokinni og er ein
bezta heimildin uni hann og
st.vr.jaldirnar báðar.
Blóðþy rstur
ofstopamaður
En sú mynd er lituð d.júp-
stæðum íhalds- og heimsvalda-
skoðunum hans, þar sem hann
virðist oft vera blððþyrstur of-
stopamaður.
Svona lýsir hann t.d. blóðbað-
inu mikla við Omdurman. þar
sem rúmlega tvö þúsund Tyrk.j-
um var hreinlega slátrað:
,,Svo er verið aó
tala um, að maður |
■ geti ekki skemmt sér. Hvað >
I jafnast á við þetta! Að sit.ja á •'
I hesti sínum við sðlarupprás
* og vera í skotmáli við óvina-
| herinn. sem sækir að þér, en
Ivera einnig i stöðugu sam-
bandi við aðalstöðvarnar.
I Eftir að hafa verið særður
* mörgum skotum staulaðist
| hann á móti mér og lyfti
Ispjóti sinu að mér. Eg skaut
hann niður á minna en eins
I metra færi. Hversu auðvelt
' er ekki að drepa mann! En
I ég lét það ekki valda ÉÉ I
jjnér áhygg.ium.' J Jr |
Stríð var lífsnautn Chur-
chills, fullnæging og vímugjafi.
í fyrri heimsstyrjöldinni var
hann aðstoðarflotamálaráð-
herra, en það hindraði hann
ekki i því að taka þátt í smíði
virk.ja á vígstöðvunum í Belgíu.
Og þegar hann var ne.vddur
til þe'ss að seg.ja ai' sér émbætti
árið 1915, eftir að hafa stjðrnað
hrapállegri árás á T.vrkland, lét
hann skrá sig í herinn sem
s.jálfboðaliöa og barðist sem
foringi í Frakklandi.
Misheppnaður
fjórmálaráðherra
Og sem fjármálaráðherra i
íhaldsstjórninni á árunum í
kringum 1920 var hann g.jör-
samlega misheppnaður. Hann
var þá þegar álitinn gegnsýrður
íhaldsmaður af samstarfsmönn-
um sínum. Churchill hafði eng-
an skilning á kröfum hinna
sveltandi verkamanna.
Uppáhaldsmótleikur hans við
verkföllum var að kalla til her-
lið.
Hann hefur verið nefndur
andfasisti, en hann var fyrst og
fremst andkommúnisti, svo
ekki sé minnzt á andsósíalisti.
Árið 1927 þakkaði hann i
opinberri ræðu ,,Guði fyrir
menn eins og Adolf Hitler”. Og
allt fram til upphafs síðari
heimsstyrjaldarinnar dáðist
hann m.jög að Benito Mussolini.
Fyrstur til að vara
menn við Hitler
Satt er það að hann var
„fr.vstur úti" á þriðja áratugn-
um og enginn hlýddi á mál
hans, — en þá varaði hann fólk
ákaft við Adolf Hitler. En
aðaláhugamál hans var þó að
standa vörð um brezka heims-
veldið og var mjög andsnúinn
frelsi 'Indlands. Frelsishetju
Indverja, Gandhi. kallaði hann
..uppskafningslogan hof-
predikara, sem klæðir sig eins
og fakír og klifrar hálfnakinn
upp tröppurnar til varakon-
ungsins i Indlandi”.
Er síðari heimsstyrjöldin
brauzt út var .Churchill 65 ára
gamall, en það varð endurfæð-
ing hans. Hann var gerður að
flotamálaráðherra, að hluta
fyrir þátttöku hans sem slíkur í
fyrri heimsstyrjöldinni, að
hluta fyrir eindregna afstöðu
hans gegn nasistum.
Fyrsta stórrœða hans
Árið 1940 varð hann forsætis-
ráðherra fyrir kaldhæðni örlag-
anna. Hann tældi Chamberlain
til þess að gera innrás í Noreg,
sem mistókst og Chamberlain
varð að segja af sér. Eftirmaður
hans varð Churchill sem þar
með varð forsætisráðherra
fyrir eigin mistök.
Segja má að goðsögnin um
•Churchill hafi orðið til er hann
hélt fyrstu ræðu sína sem for-
sætisráðherra í neðri deild
þingsins. Það var þá sem hann
sagði hin fleygu orð „blöð.sviti
og tár".
Hann varð sameiningartákn
mötspyrnuvilja brezku þjóðar-
innar.
Árið 1940 var „stóra árið”
hans. Þá slóð hann „einn” gegn
Hitler. Síðar komu Stalin og
Roosevelt og drógu að htuta frá
honum athyglina, sem kom illa
við slíkan eiginhagsmunasegg
sem hann var.
Sjálfsálit hans var þó ákaf-
lega viðkvæmt. Hann þ.jáðist af
langvarandi þunglyndi og á
ntargan hátt var hann mjög
hræddur um sjálfan sig.
Læknir hans, Lord Moran,
segir að hann hafi aldrei viljað
sofa í herbergi með svölum, að
hann hafi verið hræddur við að
standa of nálægt brautartein-
unum á járnbrautarstöðvum og
að hann hafi verið flughrædd-
ur.
Hann var ímyndunarveikur,
þjáðist af svefnleysi og var
háður áfengi. Svefnpillurnar
sínar tók hann hvert kvöld og
skolaði þeim niður með viskíi.
Mikill rœðumaður
og þjóðarleiðtogi
Sem herstjóri var hann mjög
óraunsær. Eftir morgunsnaps-
ana lagði hann fram stórkost-
legar hugmyndir um hvernig
vinna ætti styrjöldina og siðar
voru þær ræddar klukkustund-
um saman.
En sem ræðumaður og
þjóðarleiðtogi gat enginn
komið í hans stað á
örlagastundum þjóðarinnar.
Þegar stríðinu lauk var
stjórnmálalegur þróttur
Churchill einnig á enda.
Nokkrum vikum eftir að Þjóð-
verjar gáfust upp var honum
hrundið frá völdum eftir stór-
kostlegan ósigur við þingkosn-
ingar.
Hann lifðí í 18 ár til viðbótar,
fyrst sem leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar, síðan sem forsætis-
ráðherra í fjögur ár og síðustu
tíu árin sem lifandi lík, innilok
aður í sjálfum sér.
11
\
á handlegg mannsins?
hins vegar oft geta haft veru-
lega holl uppeldisáhrif, en
engu er líkara en sjónvarpið
telji þær fremur viðsjárverðar.
í stuttu máli álít ég því, að
stjórn sjónvarpsins á þessum
málum hafi verið forkastanleg.
Ég lýsi þungri ábyrgð á hendur
þeim, sem þarna eiga hlut að
máli, og litlu bre.vtir þó að þar
sé um að ræða ýmsa mæta
menn að öðru le.vti. Siðblinda
þeirra er jafnvel ennþá hörmu
legri fyrir þá sök. En hvernig í
ósköpunum getur þetta skeð?
Reynum aðeins að skyggnast
eftir orsökum.
Undirrót glœpamynda
Vissulega eru hryllingssögur
ekki nýtt fyrirbæri, og nægir
þar að nefna íslendingasögur,
sem margar hefja vígaferli og
yfirgang upp til skýja. Það
merkilega er að slíkar skemmt
anir hafa verið allvel séðar af
yfirvöldum, jafnt rammheiðn-
um og sannkristnum. Ein orsiik
þess held ég sé, að kaldrifjaðar
morðsögur eru bráðnauðs.vnleg-
ur þáttur í hernaðaruppeldi.
sem flest yfirvöld hafa talið og
tel.ja óhjákvæmilegt í ótryggum
heimi. Frá sjönarmiði herfor-
ingjanna er æskilegt að höggva
mann og annan. eins og móðir
Kgils ráðlagði honum. í flestum
eða öllum liindum er þvi erfitt
að vinna gegn ol'bcldisinnræl-
ingunni, og lýðurinn heimtar
lafnvel leiki af þéssu tagi.
þrælaskylmingarog bardaga við
villidýr, eins og saga rómverja
sýnir. Tæplega held ég að und-
anskil.ja megi sósialisku löndin
í þessu tilliti. Leikirnir eru nú
með öðru sniði en áður, en eðlið
er það sama, og hr.vllings-
skemmtanir eru margfalt meira
áberandi nú en fyrr vegna
ákafrar sölumennsku og vold-
ugra fjölmiðla. einkum sjón-
varps. Þeir sem síféllt höfða til
þess I efnisvali, hvað almenn-
ingur vilji sjá og heyra, eiga því
auðvelt með að réttlæta það af-
siðunarefni, sem sjónvarps-
stöðvar bjóða löngum upp á.
Þótt ég hafi ekki gert mun á
ástandinu I þessum efnunt h.já
einstökum þjóðum, er þyð óneit-
anlegt. að þjóðfélagskerfi geta
haft mismunandi áhrif. Sér-
staklega er þýðingarmikið
hvort skefjalaus samkeppm
fjölmiðla er viðurkennd eða
ekki. M.jiig víða er sjönvarp
aðeins rikisrekið, og sannarlega
á að vera hægt að hafa þar
meiri hemil á spillandi ef'ni þö
að ekki sé það einhlítt. En til
dæmis í Bandaríkjunum gegnir
öðru máli. Þar lil'a sjönvarps-
stöðvar hi-h's frjálsa- framtaks
mest á auglýsingum milli ann-
arra þátta. Fyrir þær er þvi
freistandi að draga að sér
áhorl'endur, og þá er hætt við,
að stundum sé einskis svifist I
el'nisvali. Clæpatíðni er lika
stórfenglegri í því landi en ann-
ars staðar. Framleiðsla æsi-
m.vnda er gífurleg í Bandaríkj-
unum og um leið er hart sótt að
koma þessu efni á markað i
öðrum löndum, stundum í
stórum og fremur ódýrum
slumpum. Meðal fórnarlamba
þessara sölumanna eru fjár-
vana forráðamenn islenska
sjónvarpsins, enda virðist þá
skorta nokkra gagnrýni á margt
það, sem frá Bandaríkjunum
kemur.
Þá er eitt enn. sem kemur til
greina hér á landi. Þött
sjónvarp sé ríkisrekið, er það
ekki eitt um hituna. Frá
upphafi þurfti það að keppa um
hylli áhorfenda við hermanna-
sjónvarpið í Keflavík. og sú
staðreynd hefur orðið örlaga-
rík. Gífurlegur áróður rikjandi
stjórnarvalda á þeirn tíma f.vrir
ágæti hersetunnar og alls sem
henni fylgdi, mótaði mjög
kröfur manna um sjönvarps-
efni. Kngu er líkara en íslenska
sjönvarpið hafi þannig reynt að
standa sig ekki verr en her-
mannasjónvarpið í flutningi á
glæpamyndum. Seg.ja má að
þetta hafi lekist. og er hörnvung
til þess að vita. Mér er kunnugt
um. að þegar kosið var nýtt
úlvárpsráð á timum vinstri
st.jórnarinnar. komu glæpasýn-
ingar sjónvarpsins mjög til um-
rteðu. og meirihlutinn reyndi
að hal'a áhrif' til úrbóta, en það
var ekki vel séð. Þegar vinstri
stjórnin liætti. var það svo citt
af fyrstu afrekum núverandi
stjórnar að ryðja þessu uivarps-
ráði úr vegi áður en löglegt
kjörtímabil þess var útrunnið.
Nýjasta stolt ráðamanna er svo
að veita milljón til framleiðslu
á islenzkri glæpamynd. Þetta
sýnir, að hér er um að ræða
mál, sem er pólitískara en
margur hyggur, og stjórnmála-
menn bera þungan hluta af sök-
inni.
íslensk stefna
Uggvænlegur glæpafaraldut
gengur nú yfir þetta land.
Aftökur eru framdar með
köldu blóði, stundum til að
„hagræða" viðskiptum, jafnvel
til að vekja unaðshroll í brjósti
vegandans. Ekki má kenna
sjónvarpinu um þetta allt. En
ég tel samt mikla nauðs.vn að
glæpasýningar sjónvarpsins
verði séðar í nýju Ijósi. Við
erurn ekki hernaðarþjóð og
höfum enga þörf fyrir að ala
börn okkar upp I þeirri kald-
rifjuðu morðgleði sem er frum
skil.vrði göðrar hermennsku.
Og það er okkur lítill hagur að
rækta með okkur aðdáun á því
útlenda setuliði sent sannar-
lega hefur fremur en ekki
haldið hlifiskildi y.fir andstæð-
ingum okkar i mesta lifshags-
munamáli Islendinga. Þetta
herlið á að hafa sig á brott. Um
leið væri það unnið. að lokið
ætti að vera strekkingi íslenska
s.jónvarpsins að jafnast á við
það bandaríska i flutningi
Kjallarinn
Páll Bergþórsson
glæpaefms. Villukenntngar um
„frjálsar” sjónvarpsstöðvar að
fyrirmynd bandarikjamanna
verður að kveða nióur. Ekki vil
ég þar með segja. að allt sem '
þaðan kemur sé af hinu illa.
Svo sannarlega má þar vestra
greina ýmsar nýjar og merki-
legar hræringar í ntenningar-
lífi og siðfræði. Val okkar á \
erlendu sjónvarpsefni á að \
mótast af víðsýni. en untfram I
allt af nýrri íslenskri stefnu.
er tekur göfugl.vndið fram yfir 1
grimmdina, ræktar þær góðu >
hneigðir. sem öll óspillt börn
okkar bera í brjösti. i stað þess
að láta þau kala á hjarta þegar
á fegursta æviskeiðinu. Við
eigum að hætta að innræta
þeim þá tilfinningu. að byssan
sé eðlilep frantlenging á liand-
legg mannsins.
Páll Bergþórsson
veðurfræðingur
✓
* ) l t
/ V